Morgunblaðið - 08.03.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.03.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MARS 2021 Missið ekki af áhugaverðum þætti um Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og viðtölum við nokkra af fyrrverandi starfsmönnum hússins auk sviðsstjóra hjá Minjastofunun. Hringbraut næst á rásum 7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar í kvöld kl. 20.00 • Ein veglegasta bygging á Íslandi sem síðar var friðuð • Miðstöð heilbrigðisþjónustu ogmæðraeftirlits um áratugaskeið • Sérstaða lóðar, aðkomu og aðgengis þeirra sem þangað sækja Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Heimsókn í eina glæsilegastu byggingu í Reykjavík í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.00 í kvöld Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Óvenjulegt ástand vegna kórónu- veirunnar hefur dregið fram ýmis- legt sem stjórnmálin þurfa að læra af. Þá á ég ekki bara við efnahags- málin, sveigjanleika og fjarvinnu. Stóri lærdómurinn held ég að sé að erfiðleikar af þessu tagi verða ekki tæklaðir nema með samstöðu en líka öflugum samfélagsreknum innviðum,“ segir Óli Halldórsson, nýr oddviti Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi. Í forvali flokksins í kjördæminu á dögunum var hann valinn til forystu og ætla verður að hann taki sæti á Alþingi í haust. En hver er maðurinn og sjónarmið hans? Vill hafa áhrif „Ætli megi ekki segja að póli- tíkin – sem alvöru viðfangsefni – hafi komið til mín frekar en að ég hafi sótt til hennar meðvitað. Ég hef alltaf haft tilhneigingu til að hafa áhrif á þeim sviðum þar sem ég hef sýn og sannfæringu. Eftir að ég flutti norður á heimaslóð aftur, eftir nokkurra ára búsetu í höfuð- borginni, gerðist það því nokkurn veginn sjálfkrafa að ég var kominn í ýmis samfélagsmál. Ég fann það fljótt að mig langaði að koma á alls konar breytingum og reyna að gera mitt til að búa mína heima- byggð betur undir það að mæta nú- tímanum og framtíðinni. Hjá sveit- arstjórnarfólki úti um landið fer nefnilega ótrúlega mikið púður í varnarbaráttu.“ Stóru verkefnin í stjórnmál- unum á næstu misserum verða, segir Óli, lituð af því að fást við af- leiðingar kórónukreppunnar. Greiða þurfi þá reikninga sem safnast hafa upp. Einnig þurfi að endurreisa atvinnulífið; þar sem mikill fjöldi fólks hefur misst vinn- una og fjarað hafi undan mörgum fyrirtækjum. „Í miðju Covid-ástandi fundum við hversu samofin við erum hvert öðru svo samfélagið okkar virki. Hálaunafólk við skrifstofustörf gat sýslað við sín verk í kúlunni sinni eða sóttkvínni heima. Á meðan óku vörubílstjórar hvern einasta dag út um allt með nauðsynjar og versl- unarfólkið stóð sínar vaktir innan um fjöldann og sjómenn og bændur sáu fyrir mat á diskinn okkar. Ég er að vona það alla vega að við sem ætlum að fást við stjórnmál gleym- um þessu ekki strax. Ég held að Co- vid-tíminn hafi opnað aðeins augu fólks fyrir þessu; að samfélögin okkar eru svona keðjur þar sem hlekkirnir eru allir mikilvægir.“ Stóriðjustefnan er liðin Um málefni og aðstæður í Norðausturkjördæmi, þar sem landbúnaður og sjávarútvegur eru ráðandi greinar, segir Óli að byggðarlög og sveitir hafi átt undir högg að sækja af ýmsum ástæðum en önnur svæði haldið vel velli eða eflst. Akureyri hafi alla burði til að geta eflst frekar sem samfélag þekkingar og háskóla. „Hér munu verða miklar atvinnuháttabreytingar á næstu áratugum í kjördæminu og því afar brýnt að styrkja þessa pósta. Það eru önnur stór mál sem þarf að gefa sérstaklega gaum. Umhverfis- málin ekki síst. Það virðist til dæm- is vaxa sífellt áhugi einkaaðila á að reisa virkjanir, bæði á Norður- og Austurlandi. Áformin um allar 9,9 MW virkjanirnar og svo vindmyllu- garðana í stórum skógum. Stíga þarf varlega til jarðar í þessum efn- um á næstu árum og láta umhverf- ið njóta vafans. Ég held því nú reyndar fram að kjarninn úr at- vinnustefnu VG frá því fyrir 15 ár- um sé orðinn að almennu viðmiði núorðið. Það var mikið hæðst að frösunum um „eitthvað annað“ í staðinn fyrir stóriðjustefnuna en nú eru nýsköpun og grænt og sjálf- bærni orðin meginstef í stefnumót- un, og raunar hjá flestum stjórn- málaflokkum. Stóriðjustefnan hlýtur því að teljast endanlega liðin undir lok. Stefnan þarf ekki bara að miðast við græna og sjálfbæra þróun heldur líka fyrirséðar breyt- ingar á atvinnuháttum.“ Þekking ráði ákvörðunum Setu í sveitarstjórn segir Óli vera góðan skóla fyrir annað póli- tískt starf. Í sveitarstjórnum séu teknar ákvarðanir um mál er lúta að daglegu lífi fólks og grunnþjón- ustu. „Starfi í sveitarstjórn fylgir virðing fyrir lýðræðislegu umboði, því það er hvergi sýnilegra og aug- ljósara en í minni samfélögum þar sem kjósendur þekkja frambjóð- endur sína persónulega í mörgum tilvikum. Eftir að hafa unnið nokk- uð lengi í þekkingargeiranum er ég áhugamaður um þekkingar- drifna ákvarðanatöku, svona eins og við höfum séð birtast svo frá- bærlega í meðferð stjórnvalda og heilbrigðisyfirvalda í Covidinu, þar sem stjórnmálin taka ákvarðanir á grunni vísindanna. “ Ýmsir af þingmönnum stjórnarflokkanna hafa að undan- förnu lýst áhuga sínum á því að flokkarnir haldi samstarfi áfram að loknum kosningum, fái flokk- arnir stuðning til þess. Um þetta segir Óli Halldórsson með almenn- um orðum að sér þykir VG hafa verið ábyrgt og sterkt afl í ríkis- stjórn og Katrín Jakobsdóttir sé öflug og óumdeild sem forsætisráð- herra. „Útgangspunktur í samsetn- ingu ríkisstjórnar, þessara flokka sem nú sitja saman eða annarra, verður að vera málefnin og gildi VG og hvernig þeim verður komið áfram. Að því fengnu getum við haldið áfram að gera brýn jaðar- mál sjálfsögð.“ Óli Halldórsson er nýr oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Stjórnmál Stefnan þarf ekki bara að miðast við græna og sjálfbæra þróun heldur líka fyrirséðar breytingar á atvinnuháttum, segir Óli Halldórsson. Hlekkir í keðju  Óli Halldórsson er frá Húsa- vík, fæddur 1975. Lærði heim- speki við HÍ og er með meist- arapróf í umhverfisfræði. Lauk einnig réttindanámi til kennslu. Starfaði hjá Skipulagsstofnun við umhverfis- og skipulagsmál í nokkur ár að loknu námi.  Átti frumkvæði að stofnun fullorðinsfræðslu- og rann- sóknasetursins Þekkingarnets Þingeyinga árið 2003 og hefur veitt stafseminni forstöðu frá upphafi. Fulltrúi í sveitarstjórn Norðurþings með hléum frá 2014, síðast sem forseti sveitarstjórnar. Hver er hann?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.