Morgunblaðið - 08.03.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.03.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MARS 2021 Björn Bjarnason, fyrrverandidómsmálaráðherra, fjallar um vitleysislegar um- ræður, meðal ann- ars í þingnefnd, um símtal dómsmála- ráðherra og lög- reglustjóra. Björn bendir á að símtal um framkvæmd birtingarreglna hafi ekkert með lögreglurannsókn að gera.    Þá segir hann: „Umræður umsímtöl ráðherrans snúast um hvort þau hafi verið skráð sam- kvæmt einhverjum matskenndum reglum og klukkan hvað ráð- herrann hringdi í lögreglustjór- ann. Aumlegust er þó staða pírat- ans Jóns Þórs Ólafssonar sem vill að skrifstofa alþingis ákvarði hvort hann hafi gengið fram með sæm- andi hætti við frásögn sína af með- ferð málsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins sem hann stýrir! Að þingmaður telji sig eiga að lúta forsjá skrifstofu alþingis um störf sín og yfirlýsingar er í raun brot á stjórnarskránni.“    Björn telur skynsamlegast aðJón Þór segi af sér nefndar- formennskunni svo að nefndin verði starfhæf að nýju.    Páll Vilhjálmsson blaðamaðurgengur ekki jafn langt en bendir á að málið sé einfalt. Jón Þór hafi fengið trúnaðarupp- ýsingar í þingnefnd og hafi brotið trúnað.    Hann segir: „Í þessu máli er JónÞór sekur eins og syndin. Að hann biðji um rannsókn á sjálfum sér er í senn játning og ákall um vægð. Rislágur þingmaðurinn er of lítill til að viðurkenna hreint út að hann braut af sér og biðjast afsök- unar.“ Jón Þór Ólafsson Augljóst trúnaðarbrot STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Við leggjum til að áformin verði end- urskoðuð og við erum með ákveðna tillögu um ódýrara hraðvagnakerfi. Við höfum lagt fram tillögu um svo- kallað BRT-light (e. Bus Rapid Tran- sit) og það er allt að fimm sinnum ódýrara en borgarlínan í þeirri mynd sem hún er núna. Okkar tillaga gerir nánast sama gagn og er laus við ýmsa ókosti.“ Þetta segir Þórarinn Hjaltason, talsmaður hópsins Áhugafólk um sam- göngur fyrir alla (ÁS), í samtali við Morgunblaðið. ÁS er hópur sem berst fyrir bættum samgöngum á höfuð- borgarsvæðinu. ÁS fagnar áfanganum sem náðist með samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins en gerir alvar- legar athugasemdir við ýmis atriði. Telja þau að borgarlínan sé allt of dýr miðað við þann takmarkaða ávinning sem hlýst af henni. Sérrými sem henni verður helgað, stundum á miðjum götum, sé of mikið og skerði almenna umferð. Það muni leiða til enn frekari umferðartafa. Tillaga ÁS gerir ráð fyrir að BRT- vagnarnir gangi á 10 mínútna fresti á álagstímum en 15 mínútna fresti aðra hluta dagsins. Borgarlína á að ganga á 7,5 mínútna fresti á álagstímum. Þá leggja þau til að sérakreinar fyrir vagna verði hægra megin á akbraut en ekki á miðjum götum og að slík rými verði mun færri eða styttri. ÁS varar við þeim „verulegu fjárhæðum sem ætlað er að verja í lagningu gatna í stokk“. Ávinningur slíkra götu- stokka sé verulega takmarkaður mið- að við mislæg gatnamót. Þá telur hóp- urinn vegtolla á höfuðborgarsvæðinu óásættanlega nema í sérstökum til- fellum, líkt og á fyrirhugaðri Sunda- braut. thor@mbl.is. Mun ódýrari lausn en borgarlína  Áhugafólk um samgöngur vill endurskoða og bæta fyrirhugaða borgarlínu Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjar- fulltrúi Mosfellsbæjar, gerir alvar- legar athugsemdir við fundargerð síðasta fundar svæðisskipulags- nefndar höfuðborgarsvæðisins, sem fram fór 15 janúar sl. Á þeim fundi var þróunaráætlun höfuðborgar- svæðisins afgreidd út úr nefndinni, en báðir fulltrúar Reykjavíkur- borgar forfölluðust og sátu því ekki fundinn. Í bókun sem Sveinn Óskar lagði fram á fundi nefndarinnar á föstu- dag vekur hann athygli á ákvæði í starfsreglum hennar, þar sem fram kemur að „við samþykkt tillagna og afgreiðslu mála sem koma til um- fjöllunar nefndarinnar skal þess gætt að a.m.k. einn fulltrúi hvers sveitarfélags hafi tækifæri til að greiða atkvæði“. Hann segir það ekki hafa verið gert þegar þróunar- áætlunin var tekin fyrir. „Þetta er risastórt mál, eitt það stærsta sem komið hefur fyrir nefndina,“ segir hann við Morgun- blaðið. „Það væri kannski hægt að horfa í gegnum fingur sér ef um væri að ræða minni háttar mál, en svo er ekki í þessu tilfelli.“ Hann segir mikið álag á borgar- fulltrúa Reykjavíkur verða til þess að þeir eigi það til að forfallast. „Því finnst mér sérstakt að formaðurinn lætur þetta mál fram ganga þrátt fyrir að fulltrúar stærsta sveitarfé- lagins hafi ekki séð sér fært að mæta.“ Undir þetta tekur Marta Guðjóns- dóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, en hún segir í bókun á sama fundi að augljóslega hafi verið farið á svig við starfsreglur nefnd- arinnar við afgreiðslu málsins. „Ég tel ákvörðunina ógilda þar sem ekki var farið eftir starfsreglum nefndarinnar sjálfrar á fundinum. Hér er um mjög stórt mál að ræða sem hefur með þróunaráætlun alls höfuðborgarsvæðisins að gera og snertir skipulagsmál allra sveitarfé- laganna,“ segir hún við blaðamann. Þau eru bæði þeirrar skoðunar að nefndin skuli taka málið upp að nýju. Afgreiddu málið þrátt fyrir forföll  Borgarfulltrúar ekki viðstaddir Marta Guðjónsdóttir Sveinn Óskar Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.