Morgunblaðið - 08.03.2021, Side 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MARS 2021
Fenix
• Slitsterkt og hitaþolið yfirborðsefni
• Silkimjúk áferð við snertingu
• Sérsmíðum eftir máli
Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
NJÖRÐUR ÁTTI Í ERFIÐLEIKUM MEÐ AÐ
TENGJAST NÁTTÚRUNNI EN NÁTTÚRAN
ÁTTI EKKI Í SÖMU VANDRÆÐUM.
„ER ÞETTA NOKKUÐ SMITANDI?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... það besta sem komið
hefur fyrir mig.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
VIÐ ÆTTUM AÐ HASKA OKKUR OG FARA ÁÐUR EN VIÐ
BRENNUM!
ERUM VIÐ
VIRKILEGA
BÚNIR AÐ VERA
SVO LENGI Í
SÓLBAÐI?
NEI, EN EYJARSKEGGJAR
HATA VÍKINGA!
HVÍ STARIÐ ÞIÐ
TVEIR Á TOFU-
STEIKURNAR YKKAR? EF VIÐ
STÖRUM NÓGU
LENGI BREYTAST
ÞÆR KANNSKI Í
ALVÖRU STEIKUR
fengið að njóta þess að hjálpa fullt
af fólki og verið heppin að þekkja
marga sem hafa verið tilbúnir að
hoppa á vagninn með mér í því.“
Fjölskylda
Eiginmaður Guðnýjar er Kári
Ingólfsson, f. 16.1. 1959, kaup-
maður. Þau eru búsett í Vestur-
bænum í Kópavogi þar sem Kári
hefur búið alla tíð. Hann er einn
af 15 systkinum og foreldrar hans
eru hjónin Ingólfur Hannesson, f.
8.1. 1924, d. 24.7. 1990, verkamað-
ur og hænsnabóndi í Kópavogi, og
Sigríður Runólfsdóttir, f. 23.11.
1925, d. 1.3. 2005, húsfreyja.
Börn Guðnýjar og Kára eru 1)
Anna María Káradóttir, f. 12.11.
1984, lögfræðingur hjá Embætti
landlæknis og býr á Seltjarnarnesi
með eiginmanni sínum, Arnari
Birgi Jónssyni hugbúnaðarverk-
fræðingi hjá CCP, f. 29.11. 1983,
og þremur drengjum þeirra, þeim
Emil Kára, Jóhanni Páli og Daníel
Pétri; 2) Guðni Páll Kárason, f.
17.12. 1988, íþrótta- og heilsufræð-
ingur og starfar sem kennari í
Kársnesskóla. Býr í Vesturbæ
Kópavogs.
Bróðir Guðnýjar er Stefán Páls-
son, f. 16.1. 1968, markaðs-
fræðingur og býr í Kópavogi með
eiginkonu sinni, Rósu Guðrúnu, og
börnum. Einnig á Stefán dóttur
frá fyrra sambandi.
Foreldrar Guðnýjar eru Páll
Stefánsson, auglýsingastjóri á
Vísi, f. 10.6. 1941, d. 19.8. 2000, og
Anna Guðnadóttir, fyrrverandi
kaupmaður og rak Bókabúðina við
Háaleitisbraut, f. 20.8. 1941, bú-
sett í Garðabæ.
Guðný Ólafía
Pálsdóttir
Páll Haraldur Gíslason
verslunarstjóri á Djúpavogi, síðar kaupmaður í Reykjavík
Stefanía Andrea
Guðmundsdóttir
húsfreyja á Djúpavogi
Stefán Andreas Pálsson
stórkaupmaður í Reykjavík
Hildur Emilía Malmquist Pálsson
húsfreyja og skjalavörður í Reykjavík
Páll Kristinn Stefánsson
auglýsingastjóri á Vísi
Jóhann Pétur
Malmquist Jóhannsson
bóndi í Borgargerði
Kristrún Bóasdóttir
húsfreyja og ljósmóðir
í Borgargerði í Reyðarfirði
Jón Hróbjartsson
bóndi og smiður á Gunnfríðarstöðum í Langadal
Anna Einarsdóttir
húsfreyja á Gunnfríðarstöðum
Guðni A. Jónsson
úr- og gullsmiður í Reykjavík
Ólafía Friðrika Jóhannesdóttir
kennari í Reykjavík
Jóhannes Helgason
bóndi á Svínavatni
Ingibjörg Steinvör Ólafsdóttir
húsfreyja á Svínavatni í A-Hún.
Úr frændgarði Guðnýjar Pálsdóttur
Anna Guðnadóttir
kaupmaður í Reykjavík
Áföstudag stóð í Vísnahorni aðþessi limra væri eftir ókunnan
höfund. Nú hefur Benedikt Ax-
elsson sent mér póst og upplýst mig
um, að hann sé höfundur limrunnar.
Er því hér með komið til skila.
Í upphafi allt var skapað
og ekki að neinu hrapað.
Rauðahafið er rautt
og það Dauða dautt
en enginn veit ennþá hver drap það.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir segir
á Boðnarmiði, að hvað sem gosi líði
ætli hún að yrkja um vín eins og
Víglundur gamli:
Nú vantar mig vínföng og þó
sagði Víglundur gamli og hló.
Ein flaska á dag
kemur flestu í lag
sagði karlinn þann dag sem hann dó.
Það hlýtur að fara að hlýna
sögðu Hannes og drykkfellda Stína
Ekkert er gosið
og ölið er frosið.
Þau suðu loks bjórana sína.
Friðrik Steingrímsson skrifar:
„Sumir þingmenn geta ekki á heil-
um sér tekið yfir að vita ekki hvað
lögreglustjóri og dómsmálaráð-
herra töluðu um í síma á að-
fangadag:“
Svona getur tæknitíminn
tryggt að haldist leyniplott.
Þarna hefði sveitasíminn
sannarlega virkað flott.
Gunnar J. Straumland segir, að
þetta sé á Veðurstofu Hvalfjarðar-
sveitar. – „Ótímabær spá frá váspá-
deild sviðsmyndasviðs“:
Eftir nokkurt moð og más
og marga kenninguna
rifnar eins og rennilás
rauf í jarðskorpuna.
Magnús Halldórsson biður Guð að
blessa fréttamiðlana:
Er af miðlun undir kveld,
orðin dágóð torgun.
Okkur verður sviðsmynd seld,
að sönnu ný á morgun.
Philip Vogler Egilsstöðum:
Er endurtekið nokkuð nýtt
næturlangt svo dreymi?
Gætum ekki gosi flýtt?
Gleymt að kvika streymi?
Jón Atli Játvarðarson segir:
„Vonin um að hraun flæði upp við
Keili og Litlahrút bíður eitthvað, því
sprungan virðist vera að lengjast til
SV“:
Upp úr sprungunni ekkert berst
eins og meini því hundar og tíkur.
Litlihrútur í landinu verst
og leiðin opnast til Grindavíkur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Enn af skjálftum
og eldgosum