Morgunblaðið - 17.03.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.2021, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 7. M A R S 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 64. tölublað . 109. árgangur . HÖRÐ BAR- ÁTTA UM DOMINO’S LÁGSTEMMD OG EINFÖLD MIKILL METNAÐUR Í STELPUNUM ÞORPIÐ FRUMSÝND 24 UNDANKEPPNI HM 22VIÐSKIPTAMOGGINN Omeprazol Actavis 20mg14 og 28 stk. Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast- andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi- seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. T e v a 0 2 8 0 6 2 Breytir gangi leiksins - Reglugerð dómsmálaráðherra birt í dag - Bólusettum Bandaríkjamönnum og Bretum heimil Íslandsför - Lykilbreyting, segja Samtök ferðaþjónustunnar uðust við að hefta útbreiðslu veir- unnar.“ Áslaug Arna á ekki von á nei- kvæðum viðbrögðum annarra Schengen-ríkja. „Kýpur hefur þegar gert slíkan samning við Ísrael án at- hugasemda. Breyting okkar styður áfram við markmið takmarkan- anna.“ „Þetta breytir gangi leiksins al- gerlega fyrir möguleika ferðaþjón- ustunnar til þess að afla tekna í sum- ar,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, í samtali við blaðið. „Þetta er mjög skynsamleg og raun- ar huguð ákvörðun hjá ríkisstjórn- inni og ég verð að hrósa henni fyrir það.“ Jóhannes segir að þetta hafi þegar haft áhrif á þessum tveimur lykilmörkuðum og að fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi þegar í gær tekið að haga seglum eftir þessum nýju vindum. „Fyrstu viðbrögð eru mjög jákvæð og auka okkur bjartsýni.“ Utanríkisþjónustan hóf að kynna breytinguna fyrir samstarfsríkjun- um í Schengen í gær. Andrés Magnússon andres@mbl.is Bæði Bretum og Bandaríkjamönn- um, helstu ferðaþjóðum til Íslands, og öðrum þjóðum utan Schengen- samstarfsins verður kleift að koma til landsins á ný hafi þeir gild bólu- efnavottorð. Birta á reglugerð þessa efnis í dag, sem taki þegar gildi, að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörns- dóttur dómsmálaráðherra. „Ég taldi ekki málefnalegar ástæður fyrir því að mismuna þjóð- um innan og utan Schengen, en ekki heldur að hafa takmarkanir á komu fólks utan Schengen með bólusetn- ingu hingað, takmarkanir sem mið- MLiggur lífið á » 10 og 12 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Jóhannes Þór Skúlason Það hefur viðrað vel til útiveru á höfuðborgar- svæðinu síðustu daga. Einbeitingin skein úr and- liti þessa manns í frisbígolfi og hundurinn var tilbúinn að grípa inn í ef á þyrfti að halda. Áfram verður hlýtt í veðri næstu daga en þó má eiga von á rigningu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Frisbígolf í blíðviðrinu Landsnet telur öruggast að halda sig við þá stefnu að leggja loftlínu við hlið núverandi Suðurnesjalínu, til að fá tvöfalda tengingu fyrir Suðurnes. Loftlínur eru taldar þola betur breytingar vegna jarðhræringa en jarðstrengir. Með því að skoða gögn úr gervi- tunglum er hægt að sjá tilfærslu á mörgum árum og einnig skamm- tímabreytingar sem tengjast stórum skjálftum. Í athugun sem Landsnet lét gera má sjá að áhrif umbrotanna nú teygja sig langt út fyrir upptaka- svæði jarðskjálftanna á suðurhluta skagans. Niðurstaða Landsnets er að áfram sé öruggast að leggja loftlínu á þeim stað sem áætlað hefur verið og betra en að leggja línuna sunnar. Þá bendi allt til þess að loftlína sé öruggari en jarðstrengur við þessar aðstæður. Jarðskjálftar hreyfi jörðina og togi hana aðeins til. Loftlínur þoli ákveðna hreyfingu og megi línurnar strekkjast um nokkra sentimetra án þess að straumur rofni. Jarðstrengir þoli mjög litla togáraun eftir að þeir hafi verið lagðir. Sú flutningsaðferð tryggi því síður afhendingaröryggi raforku. »12 Strengur þolir síður skjálfta - Landsnet heldur sig við loftlínu Tölvuteikning/Landsnet Suðurnesjalína Línan á að vera á möstrum við hlið núverandi línu. Það er vor í lofti og fyrstu farfugl- arnir þegar komnir. Einnig flæktist hingað fjöldi svartþrasta nýlega og flækingsfuglar af nokkrum teg- undum þegar kröpp lægð kom að landinu í liðinni viku. Svartþröstum bókstaflega kyngdi niður á norðan- og austanverðu landinu. Náttúrustofu Norðaustur- lands á Húsavík hefur þegar verið tilkynnt um nærri 1.450 fugla. Til- kynningar um nýlegar komur svart- þrasta ná frá Miðfirði við Hrúta- fjörð alla leið austur á Seyðisfjörð. Meginþorri fuglanna hefur fundist á svæðinu frá Grímsey á Skjálfanda í vestri, austur á Langanes, að sögn Yanns Kolbeinssonar, líffræðings hjá Náttúrustofunni. Svartþrestirnir sem hingað komu voru væntanlega á leið frá Vestur-Evrópu og norður með Bretlandseyjum eða til sunnan- verðrar Skandinavíu þegar þeir villt- ust af leið í hlýjum loftmassa. Hlýind- in stóðu þó stutt við og í kjölfarið kom vetur á ný. Það gerði mörgum fuglanna erfitt fyrir og þeir hafa því sótt hart heim að bæjum, sér í lagi þar sem borið er út æti fyrir þá. Sumir fuglanna voru orðnir aðframkomnir og áttu sér ekki lífsvon. Aðrir munu líklega lifa. »4 Ljósmynd/Yann Kolbeinsson Svartþröstur Fjöldi þeirra hefur verið á norðanverðu landinu undanfarið. Sumir fuglanna voru aðframkomnir. Aðrir hafa notið matargjafa. Svartþröstunum kyngdi niður - Óvenju mikið af svartþröstum á Norðausturlandi undanfarið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.