Morgunblaðið - 17.03.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021
Flestir hafa sjálfsagt talið að Sam-fylkingin hafi með vali á listann
í Reykjavík – sænsku leiðinni eins og
það var kallað – klúðrað mest allra í
þessum efnum fyrir
komandi þingkosn-
ingar. Þar valdi upp-
stillingarnefnd á lista
en þó eftir könnun
meðal flokksmanna.
Framkvæmdin var
öll hin vafasamasta
og endaði með mikilli
óánægju sem meðal
annars birtist í því að
varaþingmaður
flokksins sagði skilið
við hann.
- - -
En lengi geturvont versnað og nú hafa Píratar
haldið prófkjör, svona að mestu leyti
að minnsta kosti, og þar hafa flest
fyrri met verið slegin.
- - -
Klúður Píratanna er ekki aðeinsundarleg framkvæmd, sem
meðal annars birtist í því að treglega
gekk að fá upplýsingar um úrslit,
heldur ekki síður í því að niðurstaðan
sýnir að áhuginn á flokknum og
frambjóðendum hans er sáralítill, svo
ekki sé meira sagt.
- - -
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, semfékk fyrsta sætið í Suðvestur-
kjördæmi, hlaut til að mynda 66 at-
kvæði í það sæti. Já, 66 atkvæði. Sam-
tals tóku 138 þátt í prófkjörinu.
- - -
Björn Leví Gunnarsson, sem sigr-aði í Reykjavík, fékk 89 atkvæði
í fyrsta sætið. Þátttakendur voru 475.
- - -
Í tveimur kjördæmum tókst ekki aðljúka kjörinu á tilsettum tíma því
að ekki tókst að hífa þátttökuna upp í
100 manns! Og þetta gerðist þrátt
fyrir að fólk gæti kosið hvar sem er í
veröldinni, allan sólarhringinn dög-
um saman.
Fámennasta
fjöldahreyfingin
STAKSTEINAR
Björn Leví
Gunnarsson
Þórhildur Sunna
Ævarsdóttir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
„Oddvitinn [Eyþór Arnalds] bað mig
að fara í skipulags- og samgönguráð
og að sjálfsögðu varð ég við þeirri
ósk.“ Þetta segir Marta Guðjóns-
dóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í samtali við Morgunblaðið.
Marta og Hildur Björnsdóttir, sam-
herji hennar í borgarstjórnarflokki
sjálfstæðismanna, hafa sætaskipti í
ráðum borgarinnar. Marta víkur úr
skóla- og frístundaráði og fer í skipu-
lags- og samgönguráð og Hildur fer í
hina áttina. Breytingarnar gilda að
sögn Mörtu út kjörtímabilið.
Leysa þurfi úr umferðartöfum
„Ég hef mikinn áhuga á skipulags-
málum og hef látið til mín taka á
þeim vettvangi,“ segir Marta og
bætir við að augljóst sé að skerpa
þurfi á áherslum sjálfstæðismanna í
málaflokknum. „Ég er himinlifandi,“
segir Marta þegar hún er spurð
hvort hún sé ánægð með þessa
breytingu.
Marta segir að leysa þurfi úr um-
ferðartöfum í borginni og að hennar
mati þurfi að ýta framkvæmdum úr
vör sem greiða fyrir samgöngum
fyrir alla og minnka tafatímann. Þar
gegni Sundabrú mikilvægu hlutverki
og verði að hraða framkvæmdum við
hana. Enn fremur þurfi að ráðast í
mikla uppbyggingu húsnæðis í borg-
inni og auka lóðaframboð.
johann@mbl.is
Marta himinlifandi með sætaskiptin
- Marta Guðjónsdóttir og Hildur Björns-
dóttir hafa sætaskipti í ráðum borgarinnar
Marta
Guðjónsdóttir
Hildur
Björnsdóttir
Tveir starfsmenn Nesvalla, hjúkr-
unarheimilis Hrafnistu í Reykja-
nesbæ, greindust með berkla í hefð-
bundinni heilbrigðisskoðun á
dögunum en hvorugur þeirra er
smitandi.
Í tilkynningu frá Hrafnistu kem-
ur fram að til standi að senda alla
íbúa heimilisins í berklapróf.
Starfsferlar vegna þessa hafi ver-
ið unnir í fullu samráði við Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja og
göngudeild sóttvarna.
Berklar eru orsakaðir af bakteríu
sem er næm fyrir sýklalyfjum en
grunur um smit vaknar nokkrum
sinnum á ári. Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir sagði í samtali við
mbl.is fyrir tveimur árum vegna
smits starfsmanns í Klettaskóla að
um tíu berklasmit kæmu upp árlega
hér á landi.
Hægt er að bera berklabakter-
íuna alla ævi án þess að sjúkdómur
komi fram, þar sem heilbrigt
ónæmiskerfi getur haldið smitinu í
skefjum. Við veiklað ónæmiskerfi
geta bakteríurnar fjölgað sér og
sjúkdómurinn tekið sig upp. Við
leynda berkla er gefin meðferð til
að koma í veg fyrir útbreiðslu bakt-
eríunnar í líkamanum síðar.
Tveir með berkla en
hvorugur smitandi
- Starfsmenn Nesvalla með berkla
Nesvellir Allir íbúar hjúkrunarheimilisins Nesvalla í Reykjanesbæ verða
berklaprófaðir á næstu dögum eftir að starfsmenn greindust með berkla.