Morgunblaðið - 17.03.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.03.2021, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það stendursvo semhvergi að vindurinn í stjórn- málum eigi að stjórnast af sann- girni. Og sú er að auki fremur erfið í mælingu og veldur mestu hver á heldur. Angela Merkel er sennilega ekki mjög móttækileg fyrir þeirri sann- girni sem henni er sýnd um þessar mundir á lokametrum í oddasæti þýskra stjórnmála. Síðasta sunnudag var kosið í tveimur fylkjum í vesturhluta landsins, Baden-Württemberg og Rheinland-Pfalz, þar sem CDU, flokkur kanslarans, hef- ur löngum mátt búast við góð- um stuðningi. En kjósendur voru nú eins og snúið roð í hund gagnvart kanslaraflokknum. Græningjar styrktu hins vegar stöðu sína enn í fyrra fylkinu á kostnað CDU og sósíal- demókratar, samstarfsflokkur kanslarans í ríkisstjórn, skák- uðu flokknum í því síðara. Nýr flokksformaður CDU, Armin Laschet, sem fáir þekkja enn með nafni innan- lands og hvað þá utan land- steina þess, kenndi málum sem tengjast veirufaraldrinum um útreið flokksins í fylkjunum tveimur og þá einkum því, hvernig stjórnvöld landsins hefðu haldið á þeim málum sem veirunni tengjast. Og sér- staklega er þá nefndur vand- ræðagangurinn í bólusetning- armálunum. Þýska ríkis- stjórnin getur hins vegar illa skotið sér á bak við það, að Evrópu- sambandið hafi haft mest um allt það klúður að segja, því það er ekki trúverðugt. Þar kemur tvennt til. Þjóðverjar, rétt eins og meirihluti annarra í ESB-ríkjum, telja réttilega að Þýskaland sé eina ríkið sem ráði því sem það vill í Evrópu- sambandinu. Og þess utan sé leiðtogaspíra ESB, Ursula von der Leyen, handvalinn vildar- vinur þýska kanslarans. Staða fyrrnefnds formanns flokks CDU, Armins Laschets, er talin hafa veikst verulega við kosningaúrslitin í fylkjunum tveimur, en hann hefur verið talinn nánast pólitísk speg- ilmynd Merkel, og hafði ætlað sér að taka við leiðtoga- hlutverki hennar í flokknum. En horfur Laschets hafa nú laskast verulega við síðustu atburði. Þá vakna eins og stundum áður spurningar um það hvort leiðtogi systurflokksins í Bæj- aralandi, Markus Söder, verði fenginn til að axla hlutverk kanslaraefnis. Hann hefur fram að þessu neitað hvatningu í þá veru. Vera má að mat hans og annarra sé það að sennilega sé óhjákvæmilegt orðið að CDU/CSU taki út pólitíska refsingu eftir 16 ára kanslara- setu Angelu Merkel. Það sé ekki endilega spurning um sanngirni heldur aðeins um kaldan veruleika. Spurning vaknar hvort Angela Merkel hafi í raun alltaf verið veikburða kanslari þrátt fyrir ímynd annars} Kaflaskil í Þýskalandi? Hið opinbera,ríki og sveit- arfélög, stundar víðtæka samkeppni við einkaaðila hér á landi. Í stað þess að opinberu fyrir- tækin reyni að draga úr skað- seminni og veita eigendum sín- um sjálfsagðar upplýsingar beita þessi fyrirtæki ýmsum að- ferðum til að almenningur fái ekki upplýsingar um rekst- urinn. Ríkisútvarpið er eitt dæmi um þetta og beitir þeim rökum að þetta opinbera hlutafélag sé með skráð hlutabréf og megi þess vegna ekki veita sjálfsagð- ar upplýsingar. Nýjasta dæmið um leyni- makk hinna opinberu fyrir- tækja er Orkuveita Reykjavík- ur, OR, en borgarstjóri hefur fengið samþykkt að dóttur- fyrirtæki þessa fyrirtækis al- mennings þurfi ekki að veita al- menningi sjálfsagðar upplýsingar úr rekstrinum þrátt fyrir að starfa á samkeppnis- markaði. Framkvæmda- stjóri eins keppi- nautarins, Ísorku, gagnrýnir þetta í samtali við Morg- unblaðið í gær og bendir á að Ísorka hafi fyrir tveimur árum kvartað undan framferði eins af dótturfélögum OR, sem hafi orðið tilefni Samkeppniseft- irlitsins til að hefja rannsókn, sem enn sé ólokið. Og um leyndina sem borgarstjóri hef- ur ákveðið að skuli eiga við um dótturfyrirtæki OR segir fram- kvæmdastjóri Ísorku: „Ef þetta verður niðurstaðan munu einkafyrirtæki ekki hafa neitt tækifæri til að reyna á háttsemi ON og kalla eftir samningum, af því að þetta er opinbert fyrirtæki. Þetta mun hafa skað- leg áhrif á samkeppni og ég velti fyrir mér hvers vegna er verið að gera þetta.“ Hann er ekki sá eini sem veltir þessu fyrir sér. Borgarbúar hljóta einnig að gera það. Meirihlutinn í Reykjavík talar um gagnsæi en lokar á upplýsingar} Hvers vegna? S tundum er sagt að svo megi illu venj- ast að gott þyki. Það er nokkuð lýs- andi fyrir undanfarið ár. Allan þann tíma sem faraldurinn hefur geisað höfum við þurft að vega og meta stöðu ólíkra hópa í samfélaginu. Allar ákvarð- anir í slíku ástandi eru þess eðlis að hagsmunir og heill einhverra hafa beðið hnekki. Hjá því varð ekki komist. Við megum þó ekki festast í gildru þess ástands sem skapast hefur vegna viðbragða okkar við heimsfaraldrinum. Þess vegna er mikilvægt að létta af þeim takmörkunum sem nauðsynlegt hefur verið að grípa til eins fljótt og hægt er. Það eru einmitt þau skref sem við stígum nú. Viðurkenning bóluefnavottorða frá löndum utan Schengen-svæðisins og tilslakanir á banni við ónauðsynlegum ferðum eru mikil- vægt skref í rétta átt og til þess fallið að hefja efnahagslega viðspyrnu. Öll höfum við þurft að færa fórnir vegna aðgerða sem grípa varð til í því skyni að verja þá veikustu í samfélagi okkar. Fórnirnar eru þó mismiklar eftir aðstæðum hvers og eins. Þeir sem eiga lífsafkomu sína undir ferða- mennsku hafa fært einna mestar fórnir. Við vitum að end- urreisn efnahagslífsins hvílir á því hversu langan tíma það tekur ferðaþjónustuna að ná viðspyrnu. Bólusetningar breyta myndinni talsvert til hins betra. Á þessari stundu er búið að bólusetja þá hópa sem eru í mestri hættu gagnvart alvarlegum afleiðingum veirunnar. Í vor verðum við vonandi komin á þann stað að smit á óhægara með að breiðast út og þá í hópum sem eru ólíklegri til að veikjast alvarlega. Hér vegast á efnahagslegir og heilsufars- legir hagsmunir af völdum veirunnar. En hafa ber einnig í huga að efnahagsþátturinn getur skapað bæði andleg og líkamleg heilsufars- vandamál. Við verðum því að velta því fyrir okkur hvert og eitt, sem ekki verðum bólusett þegar landið opnast, hver ábyrgð okkar sjálfra er við að draga úr áhættu með eigin hegðun. Inngrip stjórnvalda í frelsi og réttindi borg- ara með þeim hætti sem við höfum upplifað er neyðarúrræði. Slík afskipti af lífi fólks krefjast skýrra raka um að almannaheill verði ekki tryggð með öðrum hætti. Heimurinn í sínu venjulega formi býður upp á ýmsar ógnir og þar verðum við sem einstaklingar að bera ábyrgð á eigin hegðun og getum ekki krafið stjórnvöld um að girða fyrir allar mögulegar hættur. Eftir því sem hættan minnkar með bólusetn- ingum þeirra sem eldri eru getum við stigið varfærin en ákveðin skref í þá átt að færa lífið aftur til fyrra horfs. Umfram allt megum við ekki festast í hugsunarhætti faraldursins heldur verðum við að horfa með opnum huga til bjartari og betri framtíðar. Þær breytingar á landa- mærum sem ég lagði til í ríkisstjórn í gær hvíla á því að við stígum varfærin en örugg skref inn í það þjóðfélag frelsis og framfara sem við viljum búa okkur til fram- búðar. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Mikilvægt skref til framtíðar Höfundur er dómsmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is M ælingar með aðstoð mynda úr gervitunglum sýna að áhrifa jarð- hræringanna á Reykja- nesi gætir langt út fyrir upp- takasvæði skjálftanna á suðurhluta Reykjanesskagans. Áhrifanna gætir á fyrirhugaðri línuleið Suðurnesjalínu 2. Landsnet heldur sig við áform um loftlínu við hlið þeirrar eldri. Telur að það sé öruggasti kosturinn vegna þess að jarðstrengur þoli ekki strekk- ingu vegna togs í jarðskorpunni. „Raflínur eru hannaðar og byggðar fyrir ákveðnar aðstæður. Samt má búast við að eitthvað gefi sig óvænt. Þá er ekki nóg að líta á ein- stakar einingar heldur allt kerfið. Tvær línur sem tengja einn stað eru betri en summan af tveimur línum því litlar líkur eru á að tvennt bili ná- kvæmlega á sama tíma,“ segir Sverr- ir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets. Hann bendir í þessu sambandi á höfuðborgarsvæðið. Það sé tengt með mörgum línum. Þar bili línur, eins og annars staðar, en fólk verði sjaldnast vart við rafmagnsleysi af því að kerfið ráði við bilunina. Hann segir að fleiri svæði séu í ágætismálum, meðal annars stór hluti Suðurlands. Verið sé að bæta annarri tengingu við til Norðfjarðar og Sauðárkróks sem gjörbreyti stöð- unni í þessum byggðarlögum. Þarf varaleið á Suðurnes Eftir sitja Suðurnes og raunar fleiri fjölmenn svæði með aðeins eina tengingu við raforkukerfi landsins. Þar eru nærri 28 þúsund íbúar, mikið atvinnulíf, gagnaver, tvær virkjanir og alþjóðaflugvöllur landsins. Mikil- vægi raforkuöryggis er ótvírætt. Þá þarf varaleið þegar unnið er að eðlilegu viðhaldi á tengingunni. Tekist hefur að reka Suðurnesin sem sjálfstæða einingu þegar Suðurnesja- lína 1 er tekin úr rekstri. Slíkt stýrt ferli dugar þó ekki þegar bilanir verða. Landsnet hefur lengi haft á stefnuskrá sinni að styrkja flutnings- kerfið til Suðurnesja með nýrri og öfl- ugri línu, að mestu við hlið núverandi línu. Enn hefur ekki tekist að hefja framkvæmdir. Ferlið stöðvaðist vegna dómsmála og voru áformin endurmetin frá grunni. Hefur Lands- net nú sótt um framkvæmdaleyfi hjá öllum fjórum sveitarfélögunum og hafa þrjú þeirra samþykkt að veita framkvæmdaleyfi en Sveitarfélagið Vogar er enn með málið til umfjöll- unar. Vegna jarðhræringanna á Reykjanesi hefur Landsnet fengið Ís- lenskar orkurannsóknir (Ísor) til að gera athugun á möguleikum þess að nota gögn úr gervitunglum til að mæla aflögun af völdum jarðskjálfta- hrinunnar. Með þessari tækni er hægt að sjá tilfærslu á mörgum árum og einnig skammtímabreytingar sem tengjast stórum skjálftum. Í skýrsl- unni má sjá að áhrif umbrotanna nú teygja sig langt út fyrir upptaka- svæði jarðskjálftanna á suðurhluta skagans. Sverrir segir að niðurstaða Landsnets sé sú að áfram sé öruggast að miða við að leggja loftlínu á þeim stað sem áætlað hefur verið og betra heldur en að leggja línuna sunnar. Þá bendi allt til þess að loftlína sé örugg- ari en jarðstrengur við þessar að- stæður. Jarðskjálftar hreyfi jörðina og togi hana aðeins til. Loftlínur þoli ákveðna hreyfingu, megi línurnar strekkjast um nokkra sentimetra án þess að straumur rofni. Jarðstrengir þoli mjög litla togáraun eftir að þeir hafi verið lagðir. Sú flutningsaðferð tryggi því síður afhendingaröryggi raforku. Jarðstrengir þola ekki strekkingu Teikning/Ísor Hreyfing Jörðin á Reykjanesi gliðnaði um tvo sentimetra á ári frá 2015 til 2018. Jarðskjálftarnir að undanförnu hafa víkkað sprungurnar um 20 sm. Rafmagns- leysi hefur orðið á nokkr- um fjölmenn- um stöðum í þessum mán- uði; Grinda- vík, Suður- landi og Hafnarfirði og nágrenni. Grindavík og Hafnarfjörður eru á vegum HS veitna og treystir Sverrir Jan sér ekki til að skýra út ástæður rafmagnsleysis þar. Komið hefur fram að ástæðan fyrir langvarandi straumleysi á viðkvæmum tíma í Grindavík er bilun í búnaði á fleiri en einum stað á sama tíma. Ástæðan fyrir straumleysinu á Selfossi og fleiri bæjum og sveitum var hins vegar skriða sem olli skemmd- um á flutningslínu Landsnets. Ekki er hægt að tengja neinar af þessu bilunum beint við jarð- skjálftana á Reykjanesi. Ekki tengt hræringum VÍÐA STRAUMLEYSI Sverrir Jan Norðfjörð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.