Morgunblaðið - 17.03.2021, Síða 14
14
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021
Hvernig við öðlumst
von og vellíðan er nokk-
uð sem flestir velta fyrir
sér.
Sjálf hef ég fundið
leið með svokölluðu
NEWSTART Program
(newstart.com). Það er
byggt á meira en 100
ára kenningum E.G.
White. Fólk sem lifir
eftir þessum kenningum
lifir hvað lengst í heim-
inum í dag.
Í Sjúkraþjálfun Mosfellsbæjar
kenni ég þessar aðferðir samhliða
sjúkraþjálfun.
Lífsstílsbreytingar skila sér og
eru vel rannsakaðar af mörgum
fræðimönnum um allan heim. Neal
D. Barnard læknir skrifaði í bók
sinni Foods That Fight Pain að
maturinn sem við borðum geti vald-
ið verkjum. Hann útskýrir að með
því að sleppa ýmsum fæðuteg-
undum getum við minnkað bólgu,
fundið sökudólgana og náð vellíðan í
líkama okkar (Barnard, 1998). Shus-
hana Castle og Amy-Lee Goodman
gáfu út bókina Rethink Food: 100+
Doctors Can’t Be Wrong. Þessir
hundrað læknar skrifa sögur um
fólk, sjúkdóma og lífsstíl og hvernig
matur tengist vellíðan (Castle og
Goodman, 2014). Eddie Ramirez
skrifaði um sykursýki
2, Diabetes Can Be
Defeated, og hvernig
hægt er að losna við
eða minnka sykursýki
með hundrað prósent
breyttum lífsstíl
(Ramirez, 2014). Neal
Nedley læknir kynnir
hvernig mögulegt er
að losna við eða
minnka þunglyndi í
bók sinni Depression
the Way Out (Nedley
2001).
Á þessum tímamótum vona ég að
sem flestir nái betri heilsu.
Því má ekki gleyma að góð heilsa
er ekki síst undir því komin að lifað
sé í sátt.
Samanber hina svonefndu æðru-
leysisbæn:
„Guð, gefi mér æðruleysi, til þess
að sætta mig við það sem ég fæ ekki
breytt, kjark til að breyta því sem
ég get breytt og vit til að greina þar
á milli.“ (Reinhold Niebuhr).
Ég þakka gott samstarf.
Von og vellíðan
Eftir Sonju
Riedmann
Sonja
Riedmann
» Sjúkraþjálfun Mos-
fellsbæjar á 25 ára
afmæli 19. mars næst-
komandi.
Höfundur er sjúkraþjálfari
í Sjúkraþjálfun Mosfellsbæjar.
Úrskurðarnefnd um-
hverfis- og auðlindamála
hefur úrskurðað inn-
heimtu Hafnarfjarð-
arbæjar á gjöldum
vegna útgáfu stöðuleyfa
fyrir gáma, svokölluð
stöðuleyfisgjöld, ólög-
mæta. Af úrskurðunum
má ráða að Hafnarfjarð-
arbær, ásamt öðrum
sveitarfélögum, hefur
ranglega staðið að álagningu stöðu-
leyfisgjalda enda hefur gjaldið ekki
einungis verið lagt á án lagaheimildar
heldur hefur einnig verið gengið of
langt í álagningu gjaldsins.
Rétt er að benda á grandsemi Hafn-
arfjarðarbæjar um ólögmæta álagn-
ingu stöðuleyfisgjalda en Samtök iðn-
aðarins hafa frá árinu 2016 óskað eftir
því að Hafnarfjarðarbær leiðrétti
verklag sitt við innleiðingu gjaldsins
án árangurs. Enn hefur bærinn, að því
er virðist og þrátt fyrir umrædda úr-
skurði, ekki leiðrétt gjaldskrána. Af
úrskurðunum má ráða að ákvörðun og
álagning stöðuleyfisgjalda hjá Hafn-
arfjarðarbæ er meingölluð og andstæð
bæði lögum og ríkjandi sjónarmiðum í
íslenskum stjórnsýslurétti. Telja sam-
tökin að gjaldendur eigi rétt til endur-
greiðslu á stöðuleyfisgjöldum greidd-
um til Hafnarfjarðabæjar, sem hafa
byggst á gjaldskrá sveitarfélagsins.
Ljóst er að þau sjónarmið sem á
reyndi í máli Hafnarfjarðarbæjar eiga
einnig við um önnur sveitarfélög. Sam-
tök iðnaðarins hafa því sent áskorun á
sveitarfélög um að lagfæra gjaldskrár
sínar til samræmis við niðurstöðu úr-
skurðanna. Samtökin hafa talað fyrir
því að ríki og sveitarfélög létti álögum
af fyrirtækjum auk þess að tryggt sé
að gjaldtaka sé í samræmi við lög og
reglur. Telja samtökin óforsvaranlegt
að álagning gjalda byggi ekki á rétt-
mætum forsendum, líkt og úrskurð-
arnefndin hefur komist að niðurstöðu
um í málum Hafnarfjarðarbæjar.
Stöðuleyfisgjald
er þjónustugjald
Stöðuleyfisgjald er þjónustugjald
sem sveitarfélögum er heimilt að inn-
heimta. Þjónustugjöld
eru ólík sköttum að því
leyti að þeim er ætlað
að standa undir kostn-
aði við tiltekna þjónustu
en ekki hugsuð sem al-
menn tekjuöflunarleið.
Samkvæmt 51. gr.
mannvirkjalaga nr. 160/
2012 er sveitarstjórnum
heimilt að setja gjald-
skrá fyrir veitta þjón-
ustu og verkefni bygg-
ingarfulltrúa, þar á
meðal útgáfu stöðu-
leyfa. Skýrt er tekið fram í ákvæðinu
það skilyrði að upphæð gjalds skuli
taka mið af kostnaði við þjónustu og
einstök verkefni og að gjaldskráin
skuli byggð á rekstraráætlun þar
sem rökstudd eru þau atriði sem
ákvörðun gjalds byggist á. Þá má
gjald ekki vera hærra en kostnaður.
Rangt staðið að álagningu
Af niðurstöðu úrskurðarnefndar í
máli nr. 28/2020 var ljóst að for-
sendur álagningar stöðuleyfisgjalds
hjá Hafnarfjarðarbæ byggðu ekki á
traustum útreikningi né skynsam-
legri áætlun. Í úrskurðinum kemur
fram að ætla megi að Hafnarfjarð-
arbær hafi litið á stöðuleyfisgjaldið
sem tekjulind en ekki þóknun fyrir
veitta þjónustu. Gjaldskráin var því
ekki í samræmi við kröfur 51. gr.
mannvirkjalaga og innheimta stöðu-
leyfagjaldsins talin ólögmæt.
Þrátt fyrir ákveðnar eftirlitsheim-
ildir var öflugt eftirlit bæjarins með
gámunum talin þjónusta umfram
skyldur, var því ekki hægt að fella
þann kostnað inn í stöðuleyfisgjöld. Í
rekstraráætlun Hafnarfjarðarbæjar
var enn fremur gert ráð fyrir að hluti
gjaldsins væri áætluð vanskil hluta
gámaeigenda á stöðuleyfagjaldi. Það
var talið ganga gegn 51. gr. mann-
virkjalaga þar sem kostnaðarliðir
sem standa að baki gjaldi verða að
vera í nánum tengslum við þá þjón-
ustu sem veitt er.
Gjaldskrá Hafnarfjarðarbæjar
gerir ráð fyrir ákveðnu upphafsgjaldi
og svo viðbótargjaldi við hvern gám
sem bætist við. Samkvæmt úrskurð-
inum er slík gjaldlagning óheimil. Af
gr. 2.6.1 í byggingarreglugerð er að-
eins heimild til að gefa út eitt stöðu-
leyfi, óháð fjölda gáma. Er niður-
staðan í samræmi við leiðbeiningar
Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
þar sem segir að útgáfa stöðuleyfis
skuli vera óháð fjölda þeirra gáma
sem leyfið nær til.
Af niðurstöðu úrskurðarnefndar í
máli nr. 34/2020 má þá ráða að ekki
þurfi að sækja um stöðuleyfi vegna
geymslu gáma á skipulögðum gáma-
svæðum á iðnaðarlóð. Gjaldtöku-
heimild 51. gr. mannvirkjalaga verð-
ur skv. úrskurðunum ekki túlkuð á
þann veg að fjárhæð gjalds vegna út-
gáfu stöðuleyfis og tilheyrandi eftir-
lits ráðist af stærð eða fjölda lausa-
fjármuna sem stöðuleyfið tekur til.
Þá er ekki heimild til að innheimta
stöðuleyfisgjöld af gámum sem eru á
svæðum sem sérstaklega eru skipu-
lögð og ætluð til geymslu gáma í
skilningi mannvirkjalaga og bygging-
arreglugerðar.
Sveitarfélög
endurskoði álagningu
Fjöldi sveitarfélaga innheimtir
stöðuleyfisgjöld og ljóst er að fleiri
sveitarfélög en Hafnarfjarðarbær
hafa innheimt stöðuleyfisgjöld með
ólögmætum hætti. Talsvert ósam-
ræmi er á fjárhæð gjaldsins á milli
sveitarfélaga. Sveitarfélög rukka
mörg hver eftir stærð gáma og all-
flest sveitarfélög telja sér heimilt að
innheimta stöðuleyfisgjald fyrir
hvern gám en ekki hvert leyfi líkt og
heimildin nær aðeins til.
Að mati Samtaka iðnaðarins ber
öllum sveitarfélögum á landinu að
endurskoða álagningu stöðuleyf-
isgjalda í kjölfar úrskurða úrskurð-
arnefndar og tryggja að gjaldtakan
samræmist lögum.
Ólögmæt stöðuleyfisgjöld
um land allt
Eftir Steinunni
Pálmadóttur » Að mati Samtaka
iðnaðarins ber öllum
sveitarfélögum á land-
inu að endurskoða
álagningu stöðu-
leyfisgjalda.
Steinunn Pálmadóttir
Höfundur er lögfræðingur
hjá Samtökum iðnaðarins.
Í aðgerðaráætlun
ríkisstjórnarinnar í
loftslagsmálum má lesa
það að ekki sé auðvelt
að rekja loftslagsáhrif
byggingariðnaðarins og
að stærsti hluti áhrif-
anna virðist vera frá
byggingartíma fast-
eigna.
Vegna þessara orða
viljum við benda á að ef
byggt er hefðbundið fjölbýlishús upp
á 3.800 m2 br. sem kostar um 1,5 millj-
arða í byggingu þá kostar það um 2,0
milljarða kr. að halda því við næstu 80
árin og um 100 milljónir að fjarlægja
það í lokin.
Sé verið að velta fyrir sér heildar-
kostnaðinum þá er hann því 3,6 millj-
arðar og þar af minnihlutinn í upphafi,
þ.e. byggingarkostnaðurinn. Hér þarf
því augljóslega að skoða tímabilið allt
frá hugmynd að húsi og þar til það er
horfið af yfirborði jarðar til að fá
heildarmynd af kostnaði og loftslags-
áhrifum þess.
Til viðbótar þessari upphæð má
leggja til fasteignagjöld og ef við áætl-
um þann lið 0,18% sem er fast-
eignaskattur íbúðarhúsnæðis, hann er
1,6% af öðru húsnæði, þá bætist við
kostnaðarliður upp á 216 milljónir kr.
og verður heildarkostnaðurinn þá
rúmlega 3,8 milljarðar á líftíma húss-
ins. Einnig má bæta við gjöldum til
veitna, vaxtagjöldum o.fl. sem er ekki
gert hér.
Með notkun BYGG-kerfisins með
Viðhaldskerfinu sem viðbót þá má
lesa nákvæmlega magn og kostnað
hvers þáttar í byggingunni, bæði
kostnað við nýbyggingu hennar og
kostnað við viðhald hennar yfir líftíma
hennar. Hversu mikið hver þáttur
kostar og hvaða áhrif hann hefur á
losun gróðurhúsalofttegunda á líftíma
hússins fer m.a. eftir endingu hans.
Dæmi um þetta er
t.d.
Steinsteypa um 2.000
m3 kemur einu sinni fyr-
ir á 80 árum = 2.000 m3
Parkett um 1.520 m2
kemur tvisvar fyrir á 80
árum = 3.040 m2
Eldhúsinnrétting um
152 lm kemur þrisvar
fyrir á 80 árum = 456
lm
Málun inni um 1.400
m2 kemur sex sinnum
fyrir á 80 árum = 8.400 m2
Ganga má út frá að hver þáttur
losi ákveðnar gróðurhúsaloftteg-
undir og með því að bæta þeim upp-
lýsingum við þá er komið svar við því
hver losun þessa húss er á líftíma
þess.
BYGG-kerfið með Viðhaldskerfinu
er þannig hjálpartæki sem auðvelt er
að nota við að reikna magn, kostnað
og losun gróðurhúsalofttegunda
húss á líftíma þess og fá sundurliðun
þess fyrir hvern þátt bygging-
arinnar.
Með þessu er ekki bara auðvelt að
velja hagkvæmustu byggingarefnin
heldur einnig að velja þau bygging-
arefni sem losa minnsta magn gróð-
urhúsalofttegunda. Þessir tveir
þættir fara auðvitað ekki saman en
eru góður grunnur að efnisvali eftir
því hvað lögð er áhersla á.
Hjálpartæki bygg-
ingarstarfseminnar
við að ná loftslags-
markmiðunum
Eftir Sigurð
Ingólfsson
Sigurður Ingólfsson
»Með þessu er auðvelt
að velja hagkvæm-
ustu byggingarefnin og
einnig að velja þau
byggingarefni sem losa
minnsta magn gróður-
húsalofttegunda.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Hannars ehf.
Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
VANDAÐIR STÓLAR
fyrir ráðstefnu-, veislu- og fundarsali
Fastus býður upp á mikið úrval af húsgögnum og innréttingum
fyrir hótel, mötuneyti, veitingastaði, ráðstefnur, fundi o.fl.
Komdu og kynntu
þér úrvalið.
Við sérpöntum
eftir þínum óskum!