Morgunblaðið - 17.03.2021, Page 15
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021
✝
Katla Þorkels-
dóttir fæddist í
Reykjavík 6. nóv-
ember 1935. Hún
lést í faðmi fjöl-
skyldu sinnar á
Hrafnistu Laugar-
ási 7. mars 2021.
Katla var dóttir
hjónanna Maríu
Vilhjálmsdóttur frá
Keflavík, f. 19. nóv.
1907, d. 20. jan.
1989, og Þorkels Jónssonar frá
Klukkulandi í Dýrafirði, f. 7.
maí 1906, d. 15. febrúar 1958.
Systkini Kötlu eru Guðrún
Jóna, f. 19. febrúar 1933, Hekla,
f. 11. nóvember 1939, og Vil-
hjálmur, f. 1. apríl 1947.
Þann 22. apríl 1954 giftist
Katla eiginmanni sínum Ólafi
Helga Friðjónssyni frá Hafn-
arfirði, f. 5. apríl 1933, d. 12.
febrúar 2012. Foreldrar hans
voru Hulda Sigurbjörg Hans-
dóttir, f. 17. júlí 1912, d. 2. apríl
2007, og Friðjón Guðlaugsson, f.
7. ágúst 1912, d. 28. desember
1985.
Katla og Óli eignuðust fjórar
dætur: 1) María, f. 28. júní 1961,
maki Eggert Kristinsson, f. 31.
maí 1953, börn Maríu af fyrra
hjónabandi eru Katla, Örvar og
Tómas og dóttir Eggerts af
fyrra hjónabandi er
Hildur Eggerts-
dóttir. 2) Þorkatla,
f. 2. ágúst 1962,
maki Kári Vigfús-
son f. 3. ágúst 1961,
dætur þeirra eru
Sara Ósk og Eva
María. 3) Hulda
Ólafsdóttir, f. 7. júlí
1967, maki Jóhann-
es Þór Sigurðsson,
f. 6. október 1968,
synir þeirra eru Davíð Már og
Dagur Fannar. 4) Sólrún Ólafs-
dóttir, f. 14. maí 1969, maki
Olgeir Gestsson, f. 7. október
1965, börn þeirra eru Rakel og
Óli Gestur. Einnig ólu Katla og
Óli upp systurdóttur Óla, Guð-
rúnu Ólafsdóttur, f. 21. sept-
ember 1958, maki Adolf Örn
Kristjánsson, f. 6. september
1952, börn þeirra eru Ólafur
Helgi, sem er látinn, Óskar Örn,
Adolf Örn, Kristel Assa, Ólöf
Helga, Einar Örn og Jóel Örn.
Útför Kötlu fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 17.
mars 2021, klukkan 13. Streymt
verður frá athöfninni.
Stytt slóð á streymið:
https://tinyurl.com/2euzjarx/.
Einnig má nálgast virkan
hlekk á:
https://www.mbl.is/andlat/.
Elsku mamma okkar. Nú
kveðjum við þig í dag með miklum
söknuði. Við biðjum góðan Guð að
geyma þig. Þú varst svo sterk og
um leið kærleiksrík kona og
mamma. Alltaf varstu jákvæð og
nægjusöm og ánægð með allt,
sama hversu lítið það var. Síðustu
árin undir þú vel þínum hag á
Hrafnistu. Þar hjálpuðum við þér
allar að koma þér vel fyrir í lítilli
en um leið svo fallegri og þægi-
legri íbúð þar sem þú komst svo
vel um allt á hjólastólnum. Þú
varst elskuð af mörgum og áttir
marga góða vini. Við þökkum þér
fyrir allt það sem þú hefur gert
fyrir okkur og alla hjálpina með
barnabörnin og allar gleðilegu og
skemmtilegu samverustundirnar.
Við biðjum að heilsa elsku pabba.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Þínar dætur,
María og Þorkatla.
Elsku hjartans ástkæra og fal-
lega mamma mín, það eru ekki til
orð sem lýsa söknuðinum né því
hversu sárt það var að kveðja þig.
Um leið veit ég að þú ert komin á
betri stað, laus við allar kvalir og
hindranir. Á milli okkar var alveg
sérstakur strengur og þér gat ég
trúað fyrir öllu og sagt þér allt, al-
veg sama hvað á mér hvíldi. Þú
gafst mér alltaf góð ráð. Þú varst
mín besta vinkona og sálufélagi.
Þú ert og verður það áfram. Mín
trú er sú, að að loknu þessu lífi
taki við annað líf og ósköp þunnt
sé á milli þeirra. Ég veit að þú lifir
áfram með okkur og fylgist með
okkur. Ég var svo lánsöm að ein-
mitt þú varst mamma mín. Þú
kenndir mér góð gildi og að kær-
leikurinn, jákvæðnin, hógværðin
og þakklætið, auk þolinmæðinnar,
væri það sem mestu máli skipti í
lífinu og kærleikurinn þar fremst-
ur. Ég átti erfitt með að verða
ófrísk og fór í ótal meðferðir þar
að lútandi og var oft við það að
gefast upp en þú stappaðir alltaf í
mig stálinu og við hjónin eigum
tvo yndislega drengi í dag. Þú
varst mér svo góð fyrirmynd. Þú
barðist alltaf eins og hetja og aldr-
ei var neina sjálfsvorkunn að sjá.
Einungis 12 ára gömul fékkstu
heilablóðfall, lamaðist og þér vart
hugað líf en þú stóðst upp aftur og
endurheimtir líkamskraftinn fyrir
utan vinstri fót sem hélst lamað-
ur. Þegar þið pabbi reynduð að
eignast börn misstir þú 10 fóstur
og þrjá drengi sem ekki komust
lífs af. Það var áður en við systur
litum dagsins ljós. Fáir vissu að þú
fékkst brjóstakrabbamein og fórst
í aðgerð og meðferð við því. Svo
fékkstu tvö heilablóðföll til viðbót-
ar en alltaf komstu til baka sterk-
ari en fyrr. Fyrir rúmum fimm ár-
um fékkstu loksins inni á
Hrafnistu. Þá varstu búin að vera í
þrjú ár ein heima eftir að pabbi dó.
Þú gafst pabba alla þína orku í
hans veikindum og hugsaðir svo
vel um hann. Þú undir þér svo vel í
fallegu, litlu íbúðinni þinni á
Hrafnistu. Þar eignaðist þú marga
góða vini sem öllum þótti svo und-
urvænt um þig. Þér fannst svo
gaman að vera fín og vel til höfð og
varst alltaf virðuleg og glæsileg.
Elsku Dagur Fannar saknar þín
mikið enda kom hann reglulega
með mér til þín. Oft komum við
með KFC sem þér fannst svo gott
eða fórum fram á kaffihús og feng-
um okkur þar eitthvað gott. Þú
varst elskuð af mörgum enda
gafstu frá þér svo jákvæða, fallega
og góða strauma. Þú varst falleg
kona, bæði að innan sem utan. Við
stelpurnar þínar höfum staðið vel
saman síðustu vikurnar og mun-
um alltaf halda minningu þinni á
lofti með því að hittast reglulega
og oftar og halda vel utan um hver
aðra. Elsku mamma, þú ert komin
á betri stað. Ég bið að heilsa
pabba og öllum litlu englunum
okkar. Takk fyrir allt, elsku hjart-
ans mamma mín.
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag.
Megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi þig Guð í hendi sér.
(Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson)
Þín dóttir,
Hulda.
Elsku mamma mín. Það er svo
skrítið að þú skulir vera farin. Ég
sakna þess að heyra í þér í síman-
um. Við vorum vanar að heyrast
alla vega einu sinni á dag. Þú
baðst alltaf fyrir okkur öllum og
varst mikið í mun að okkur öllum
liði og gengi vel, fylgdist vel með
okkur dætrunum, barnabörnun-
um og barnabarnabörnunum.
Það var alltaf svo gott að leita
til þín ef maður var með einhverj-
ar áhyggjur. Þú sagðir alltaf að
það borgaði sig að vera bjartsýnn
og treysta Guði og hans vilja. Þú
varst alltaf í góðu skapi og létt í
lund þrátt fyrir að þú værir farin
að finna til verkja vegna fötlunar
þinnar. Þú tókst á við allar áskor-
anir í lífinu af æðruleysi eins og
t.d. þegar þú greindist með
brjóstakrabbamein og tókst að
sigrast á því. Það heilluðust allir
af gæsku þinni og góðmennsku.
Þú varst alltaf svo góð við þá sem
minna máttu sín.
Þú barðist eins og hetja við hlið
pabba eftir að hann greindist með
krabbamein. Þú sást alltaf til þess
að hann væri í hreinum og snyrti-
legum fötum þegar hann mætti í
lyfjagjafir eða læknavitjanir.
Þið voruð mjög samrýnd hjón
og missir þinn var mikill þegar
pabbi féll frá.
Á Hrafnistu leið þér vel og mér
þótti svo gott að vita að það væri
hugsað vel um þig. Þér þótti svo
gott að geta lætt að starfsfólkinu
á Hrafnistu ís eða öðru góðgæti
sem þú áttir inni á herbergi til að
launa fyrir þá aðstoð sem þau
veittu þér. Það var yndislegt að
fylgjast með því þegar þú varst
flutt á Hrafnistu hvað þér var um-
hugað um að koma vel fram og
vera snyrtileg til fara. Þannig
man ég bernskuna mína. Við syst-
urnar vorum alltaf hreinar og
snyrtilegar þótt við værum ekki
endilega í glænýjum fötum. Þú
varst dugleg húsmóðir. Það var
alltaf gott að koma heim eftir
skóla eða vinnu og fá góðan
mömmumat. Þú varst mjög
nægjusöm og það þurfti lítið til að
gleðja þig. Þér þótti sælla að gefa
en þiggja. Þú kenndir mér að
halda boðorðin í heiðri og koma
fram við alla sem jafningja. En
umfram allt hafa að leiðarljósi trú,
von og kærleika. Þú ráðlagðir mér
alltaf að leita til Guðs og treysta
honum ef eitthvað á móti blés.
Fyrir þetta er ég óendanlega
þakklát, þennan kærleika sem þið
pabbi innrættuð mér.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Þín er sárt saknað. Guð geymi
þig eins og við Rakel og Óli Gest-
ur vorum vön að kveðja þig í sím-
anum á kvöldin. Hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Þín dóttir,
Sólrún (Rúna).
Amma! Afi er að borða ostinn
eins og mat!
Elsku besta amman mín. Ég
átti heimsins bestu æsku og þú
varst stór hluti af henni. Ég var
alltaf hjá ykkur afa á morgnana
áður en ég fór í leikskólann, kúrði
uppi í holu hjá þér og gerði morg-
unleikfimi með þér eða lék mér
með barbídúkkur á svefnherberg-
isgólfinu á meðan þú hlustaðir á
útvarpið. Við borðuðum oft ristað
brauð og tekex á morgnana, við
afi vorum sest við borðið á meðan
þú sauðst vatn í te eða helltir upp
á kaffi á gamla mátann, með
trekt. Á meðan þú stóðst við eld-
húsbekkinn með bakið í okkur afa
skar hann sér iðulega ostsneið og
borðaði hana, og ég klagaði:
Amma! Afi er að borða ostinn eins
og mat! Í hádeginu gerðirðu fiski-
bollur í bleikri og pabbi kom og
borðaði með okkur áður en hann
keyrði mig í leikskólann. Þú
kenndir mér að leggja kapal, spila
ólsen ólsen og lönguvitleysu og að
lesa áður en ég byrjaði í skólan-
um. Þú varst alltaf svo þolinmóð,
hlý og góð.
Þú passaðir okkur systkinin
oft, alltaf til staðar hvort sem var
á Háabarðinu eða heima á Vall-
arbarðinu. Það skipti þig ekki öllu
máli á hvorum staðnum þú varst,
það var hægt að horfa á The Bold
and the beautiful á báðum stöðum
og ef þú misstir af þætti þá
hringdirðu í langömmu Huldu og
fékkst að vita hvað gerðist.
Þú elskaðir að sóla þig og við
sátum oft á pallinum á Háa-
barðinu, þú í sólstólnum niðri á
neðsta pallinum og ég á vappinu í
garðinum. Svo smurðirðu sumar-
brauð! Oo það var svo gott! Brauð
með gúrku, eggjum og túmötum
eins og þú sagðir.
Þú kenndir mér svo margt
elsku amma mín. Þú kenndir mér
að vera þolinmóð, sterk, ekki velta
mér upp úr því hvað öðrum finnst,
vera kurteis og góð og alltaf í
hreinni brók því að maður veit
aldrei hvort maður veikist skyndi-
lega eða lendir í slysi og þarf að
fara á sjúkrahús og þá er nú fyrir
neðan allar hellur að vera í skít-
ugri brók.
Þú kenndir mér að trúa á sjálfa
mig og hrósaðir mér og fólkinu
mínu alltaf í hástert. Þegar ég
varð fullorðin og fór að heiman
hringdirðu flestalla daga, bara til
að heyra hvað ég væri búin að
vera að gera og hvort allt væri
ekki í lagi. Svo hafðirðu alltaf ein-
hverjar fréttir af hinum í fjöl-
skyldunni, þið afi voruð svo stolt
af öllu sem allir gerðu og hringd-
uð hringinn í fjölskyldunni og
sögðuð okkur öllum frá hvert
öðru. Þú varst alltaf tilbúin til að
spjalla, hlusta og gefa ráð. Og svo
lumaðirðu oft á hinum og þessum
fréttum sem voru „bara milli mín
og þín“.
Það er ofsalega sárt að missa
þig elsku amma, en það er samt
sem áður huggun í því að ég veit að
þú varst ekki hrædd við að deyja.
Þú ert búin að sakna afa í mörg ár
og hefur oft talað um að þú hlakkir
svo til að fara til hans og svo bíði
þín svo fallegur staður í kirkju-
garðinum, við hliðina á afa. Ég veit
að þú verður alltaf hjá okkur, fylg-
ist með okkur eins og þú hefur allt-
af gert og verndar okkur.
Guð geymi þig elsku amma
mín.
Þín
Katla.
Elsku amma Katla.
Þú ert og verður alltaf best.
Mamma og pabba segja okkur að
nú sért þú hjá Guði og englunum.
Takk fyrir allar góðu stundirn-
ar sem við áttum saman. Við vit-
um að núna ert þú hjá afa Óla.
Kveðjum þig með bæninni sem
við förum með á hverju kvöldi:
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)
Söknum þín elsku amma okk-
ar,
Þín
Rakel og Óli Gestur.
Elsku fallega amma mín, hún
Katla Þorkelsdóttir, hefur nú
kvatt okkur fyrir fullt og allt og
haldið til sumarlandsins góða.
Hún kaus að yfirgefa þennan
heim á degi sem svipaði ansi mikið
til hennar sjálfrar, sólríkur, fal-
legur og hlýr. Nú er hún loks búin
að fá sína ósk uppfyllta um end-
urkynni við elsku afa sem hún
hafði saknað sárt of lengi. Það
veitir manni huggun að vita af
þeim tveimur saman, hamingju-
sömum og laus allra kvilla á rölti
inn í eilífðina.
Þeir sem mig þekkja vita ef-
laust að amma mín hefur ávallt
verið meira en bara amma. Hún
var í senn mína besta vinkona,
sáluhjálpari, mín stoð og stytta og
jafnframt minn helsti stuðnings-
maður. Til hennar gat ég ávallt
leitað, hvort sem eitthvað bjátaði
á eða til að fagna sigrum. Hún var
frábær hlustandi. Hlustandi sem
dæmi mig aldrei. Hún leyfði mér
að gráta að vild og að því loknu
laumaði hún að mér hinum ýms-
um heilræðum.
Hún amma mín var þeim eig-
inleikum gædd, rétt eins og hinn
sólríki dagur er hún kaus að
kveðja okkur á, að vera alltaf ljúf
og góð. Hún var með eindæmum
kurteis og það við alla sem urðu á
hennar vegi. Hún mátti ekkert
aumt sjá og var einstaklega góð
við þá sem mest þurftu á því að
halda. Hún var jafnframt haldin
einstökum glæsileika og virðingu.
Það var sérstök athöfn sem
hófst í hvert sinn sem hún yfirgaf
herbergi sitt á Hrafnistu enda
kom ekki til greina að hún væri
ekki vel til fara á ferð sinni um
bygginguna.
Sú athöfn, að gera sig til fyrir
dagsins ferðalög, var iðulega ferli
sem tók klukkustund enda þurfti
allt að vera til fyrirmyndar. Í þau
skipti sem maður kíkti í heimsókn
til hennar og hún ekki tilbúin var
strax ljóst í hvað stefndi. Klukku-
stundar fíniseringar – laga hár,
fylla í augabrúnir, fallegt hálsmen
og svo auðvitað glæsileg slæða.
Þegar klukkustundin var liðin og
leiðin lá á kaffihúsið á Hrafnistu
kom ávallt spurningin: „Hvernig
er hárið að aftan?“ Þegar ég lít til
baka er ég gífurlega þakklát fyrir
þessa fullkomnunaráráttu ömmu
minnar enda veitti hún mér fleiri
stundir með henni.
Amma mín var einnig svo
miklu meira en bara ljúf, góð og
glæsileg. Hún var algjör nagli og
sennilega sterkasta manneskja
sem ég hef kynnst. Það fékk hana
ekkert stöðvað, sama hvaða áföll á
henni dundu. Hún reis ávallt upp -
sterkari og betri. Amma mín var
minn helsti stuðningsmaður.
Hún vildi mér allt hið besta og
ég fann það. Í hvert skipti er mað-
ur heimsótti hana var hlaðið á
mann slíkum hrósyrðum að lá við
að maður drukknaði. Að heim-
sókn lokinni var maður ósigrandi
en umfram allt aðeins betri og
sterkari einstaklingur, enda ekki
annað hægt en að smitast af henn-
ar jákvæðni og lífsgleði.
Elsku amma mín.
Það er ólýsanlega sárt að
kveðja þig, en innst inni veit ég að
þú ert hér enn. Ég finn fyrir þér
hjá mér. En ég veit þó einnig að
þér líður mun betur á þeim stað
sem þú ert núna stödd á og það
lætur mér líða betur.
Ég mun aldrei gleyma því sem
þú hefur gert fyrir mig.
Elska þig að eilífu,
þín
Sara Ósk.
Í dag kveð ég elsku bestu syst-
ur mína og bestu vinkonu með
sorg og miklum söknuði. Við vor-
um samrýndar systur frá barn-
æsku. Við ólumst upp hjá góðum
foreldrum á Nýbýlaveginum en
11 ára veiktist hún Katla systir
mín alvarlega og lamaðist að
hluta, hún fékk heilsuna til baka
en þó ekki að fullu í annan fótinn.
Hún Katla var þó alltaf hörkutól í
gegnum lífið og var mér góð fyr-
irmynd.
Að hafa verið samferða henni
heila lífstíð svo náið og elskað hef-
ur verið mér dýrmæt gjöf. Marg-
ar ánægjulegar stundir í Háa-
barðinu gegnum árin og ekki síst
þær stundir sem við Gunnar höf-
um átt með henni á Hrafnistu.
Systurkærleikurinn smitaðist til
dætra hennar Kötlu og var aðdá-
unarvert að fylgjast með sam-
stöðu þeirra systra alla tíð og þá
sérstaklega þeim kærleik sem
þær sýndu þegar þær voru að
hlúa að móður sinni í veikindum
hennar.
Nú er hún komin til hans Óla
síns sem hún talaði svo mikið og
vel um og er laus við fótaþjáning-
ar sem hún hefur glímt við síðustu
mánuði.
Hún er einnig komin til for-
eldra okkar og þegar ég hugsa til
baka þegar við vorum litlar var
mamma okkar oft þreytt eftir erf-
iða daga en þá er mér það svo
minnisstætt þegar við systurnar
sungum fyrir hana ljóðið Mamma
ætlar að sofna eftir Davíð Stef-
ánsson frá Fagraskógi.
Seztu hérna hjá mér,
systir mín góð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát af því,
að mamma ætlar að reyna að sofna
rökkrinu í.
Mamma ætlar að sofna.
Mamma er svo þreytt.
Og sumir eiga sorgir,
sem svefninn getur eytt.
Sumir eiga sorgir,
og sumir eiga þrá,
sem aðeins í draumheimum
uppfyllast má.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Mamma ætlar að sofna,
systir mín góð.
Nú kveðjum við þig kæra systir
og vinkona,
Hekla og Gunnar.
Hinn 7. mars 2021 kvaddi Katla
Þorkelsdóttir „Hótel Jörð“.
Ég kynntist Kötlu frekar lítið.
Hún brosti oft til mín þegar við
sátum saman við matarborðið í
matartímanum. Ég fylgist með
henni í huga mínum. Hún var
mjög góð kona og brosti oft til
mín.
„Gott, þú góði og trúi þjónn, yfir litlu
varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig.
Gakk inn í fögnuð herra þíns.“
Ingrid María Paulsen,
Hrafnistu, Laugarási.
Katla Þorkelsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HALLDÓRA KRISTRÚN
HJÖRLEIFSDÓTTIR,
síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu
Lundi, Hellu,
lést fimmtudaginn 11. mars.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 19. mars
klukkan 14. Athöfninni verður streymt á vefsíðu Selfosskirkju.
Unnar Ólafsson María Óskarsdóttir
Hjörleifur Þór Ólafsson Sigríður Jónsdóttir
Kristbjörn Ólafsson Kristín J. Andersdóttir
Valgeir Ólafsson Sigurlaug Anna Þorsteinsd.
og ömmubörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HRÖNN ARNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR
frá Dalvík,
lést 10. mars á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 19. mars klukkan 13. Þeim, sem vildu minnast
hennar, er bent á Sjúkrahúsið á Akureyri. Vegna aðstæðna í
samfélaginu verða einungis nánustu ættingjar viðstaddir en
útförinni verður streymt á Facebook-síðunni Jarðarfarir í
Akureyrarkirkju; beinar útsendingar.
Björn Mikaelsson Sveinsína Guðrún Steindórsd.
Jóhannes Mikaelsson Guðrún Gísladóttir
Sigurður Mikaelsson Inga Þorbjörg Steindórsdóttir
Sigrún Alda Mikaelsdóttir Sigurður Halldórsson
barnabörn og barnabarnabörn