Morgunblaðið - 17.03.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.03.2021, Blaðsíða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ sýnd með íslensKu og ensKu talı FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. FRANCESMcDORMAND MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO PEOPLE’S CHOICE AWARD TORONTO FILM FESTIVAL SIGURVERARI GOLDEN LION BEST FILM VENICE FILM FESTIVAL SEARCHLIGHT PICTURES PRESENTS A HIGHWAYMAN HEAR/SAY COR CORDIUM PRODUCTION "NOMADLAND" DAVID STRATHAIRN LINDA MAY SWANKIEFRANCES MCDORMAND TAYLOR AVA SHUNG EMILY JADE FOLEY GEOFF LINVILLECO-PRODUCERS JOSHUA JAMES RICHARDSDIRECTOR OFPHOTOGRAPHY FRANCES MCDORMAND PETER SPEARS MOLLYE ASHER DAN JANVEY CHLOÉ ZHAOPRODUCEDBY JESSICA BRUDERBASED ON THEBOOK BY CHLOÉ ZHAOWRITTEN FOR THE SCREEN,DIRECTED, AND EDITED BY SIGURVERARI EVENING STANDARD THE GUARDIAN TOTAL FILM THE DAILY TELEGRAPH TIME OUT EMPIRE BESTA MYNDIN BESTALEIKONAN ÍAÐALHLUTERKI Frances McDormand BESTI LEIKSTJÓRI Chloé Zhao 6 ÓSKARS TILNEFNINGAR MEÐAL ANNARS ® 94% 95% 72% Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ef ég hefði hugsað til enda það sem ég lagði af stað með, þá hefði ég sennilega aldrei byrjað að skrifa þessa bók. Þetta er svo stórt og persónulegt,“ segir Björn Halldórsson, höfundar bókarinnar Stol, en þar segir frá Badda, ráðvilltum, ungum manni sem kemur heim til Íslands til að annast dauðvona föður sinn. Saman fara þeir í tjaldferðalag og þar gengur á ýmsu, sumt er átakanlegt en annað skondið, stund- um hvort tveggja. „Flestir upplifa það á einhverjum tímapunkti að fara í gegnum þetta ferðalag, að missa foreldri. Þá verða ákveðin kaflaskil í lífinu, foreldrar eru jú fest- an í lífinu og þeireru hluti af persónu hverrar mann- eskju. Það var mikil vinna hjá mér að fjarlægja sjálf- an mig frá sögunni og mína fjölskyldu og það sem ég hafði gengið í gegnum. Ég hefði miklu frekar viljað skrifa bók sem var ekki svona erfið fyrir mig, því þetta var mikil tilfinningabylgja, en ég gat ekki skrifað um neitt annað. Það komst ekkert annað að, enda er það stór viðburður að missa foreldri,“ segir Björn sem missti föður sinn úr heilaæxli árið 2013. „Að skrifa þessa bók var mjög langt ferli, fyrstu drög handritsins lágu óhreyfð lengi. Um þessar mundir eru ævisögulegar skáldsögur mikið við lýði og því finnst mér ég alltaf þurfa að taka það skýrt fram að bókin sé skáldsaga; uppspunnin frá rótum. Baddi er ekki ég og pabbi hans í bókinni er ekki pabbi minn. Auðvitað er eitthvað af mér í Badda og ég tengi við tilfinningaferðalagið sem hann gengur í gegnum, en það er líka eitthvað af mér í öllum öðr- um persónum bókarinnar.“ Allt hið ósagða á kveðjustundinni Björn segir að bók hans fjalli að miklu leyti um tímann. Baddi þurfi til dæmis að sætta sig við að vegna tímaskorts muni ekki verða neitt lokauppgjör hjá þeim feðgum. „Hann mun ekkert geta gengið frá öllu því sem hann langar í feðgasambandinu, það er hvorki tíma- rúm né skilningur til þess. Sáttin felst frekar í því að hann átti sig á að sleppa takinu, að hann leyfi fortíð- inni að fara og geti fyrir vikið hvílt í augnablikinu. Sagan snýst um þessa baráttu Badda um að vera til staðar með pabba sínum, sem er ekki auðvelt þegar einhver er að kveðja hinsta sinni og tíminn orðinn eins sérstakur og hann verður við slíkar aðstæður. Þá finnst fólki það alltaf vera að missa augnablikið úr höndunum og þá er auðvelt að flýja ofan í síma- skjáinn, í fortíðina eða í áhyggjur og stress, hverfa inn í pælingar um hvernig aðrir upplifi hlutina í kringum þig,“ segir Björn og bætir við að fólk haldi gjarnan að það muni verða tími til að segja allt hið ósagða seinna. „Fólk ýtir þessu á undan sér í vissu um að einn daginn finni það út úr þessu, að einn daginn fái það loksins næði til að tala saman, en svo getur það allt í einu orðið of seint. Þess vegna tók ég þessa ákvörðun, að láta Badda tala við pabba sinn í ann- arri persónu, ávarpa hann beint. Fyrir vikið er svo- lítið á reiki hvar Baddi stendur í samhengi við tím- ann í sögunni. Hún er skrifuð í nútíð en Baddi er að læra að tala við pabba sinn í huganum, líka eftir að hann er farinn. Þetta form kom seint inn hjá mér, en það var púslið sem small, því með því að spjalla við manneskju sem er ekki til staðar, þá er hægt að halda samtalinu gangandi við hinn látna. Það er heilandi að segja það sem þarf að segja og halda fólki lifandi með því að halda áfram að tala við það eftir að það kveður.“ Ungt fólk áttar sig oft ekki á gildi fjölskyldu Björn segir að ferðalag feðganna sé líka sjálfs- skoðun hjá Badda. „Hann er að skoða samband sitt við kærastann í útlöndum, líf sitt og hvernig manneskja hann hefur verið. Þarna er einhvers konar uppgjör innra með honum og allt þetta samviskubit, af því að allir vaxa frá foreldrum sínum á einhverju tímabili. Fólk flýgur úr hreiðri og jafnvel úr landi og fer ekkert að hugsa um samband sitt við foreldrana fyrr en kemur óvænt að kveðjustund, í hinsta sinn. Baddi fer að velta fyrir sér forgangsröðinni hjá sér, en hann er þessi típa sem hóf sín unglingsár seinna en margir jafnaldrar hans og teygist fyrir vikið lengra á þeim. Margir átta sig ekki á gildi fjöl- skyldu á unglingsaldri, en í íslensku samfélagi er það sem betur fer þannig hjá flestum að sama hvað gengur á, þá geturðu treyst á að fólkið þitt sé til staðar fyrir þig. Þú munt þekkja það vel alla þína ævidaga, en þannig er það ekki alls staðar.“ Að vera með dauðanum er mjög sérstakt Í lokahluta bókarinnar eru feðgarnir á líknar- deildinni og Björn segir að sér þyki vænt um þá deild og að fólkið sem vinnur þar sé dásamlegt. „Það var mjög sérstök upplifun að vera þar, al- veg einstök og falleg stund. Á líknardeildinni færðu næði til að vera með manneskjunni sem er deyj- andi, af því að fólkið sem vinnur þar sér um allt amstrið. Að vera með dauðanum og taka þátt í ferl- inu er mjög sérstakt, en líka gefandi og nauðsyn- legt. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er fyrir fólk þegar foreldrar þeirra eða þeirra nánustu verða bráðkvaddir, ég held það hljóti að vera skelfi- legt. Með lengri aðdraganda fær fólk þó að minnsta kosti tíma með viðkomandi, en það gerir tímann um leið rosalega brenglaðan, hann skekkist allur og skælist. Maður missir allt tímaskyn þegar maður gengur í gegnum svona upplifun.“ Tíminn skekkist allur og skælist - „Flestir upplifa það á einhverjum tímapunkti að fara í gegnum þetta ferðalag, að missa foreldri,“ segir Björn Halldórsson sem skrifaði söguna Stol um feðga Morgunblaðið/Eggert Björn „Sagan snýst um baráttu Badda um að vera til staðar með pabba sínum, sem er ekki auðvelt.“ Leikarinn Yaph- et Kotto, sem margir minnast í hlutverki ill- menna, tvífara, í James Bond- myndinni Live and Let Die (1973), er látinn 81 árs að aldri. Kotto gat sér orð fyrir að leika einkum harðar persónur, glæpa- menn, lögregluþjóna og fangaverði, en hann fór til að mynda með hlut- verk í kvikmyndunum Alien (1979), Bruebaker (1980) og Midnight Run (1988). Hann lék einræðisherrann Idi Amin í sjónvarpskvikmyndinni Raid on Entebbe og einnig til dæm- is lögregluforingja í þáttunum Homicide: Life on the Street. Kotto sem lék oft hörkutól er látinn Yaphet Kotto Í nýrri heimildarmynd fjallar rokk- drottningin Tina Turner, sem er orðin 81 árs gömul, um alvarleg veikindi sem hún hefur glímt við. Hún segist nú vilja stíga inn í þriðja og síðasta skeið ævi sinnar í ró og fjarri kastljósum frægðarinnar. Turner hefur fengið heilablæð- ingu og glímt við krabbamein. Þá gáfu nýru hennar sig og áður en hún fékk nýtt nýra fyrir fjórum ár- um hafði hún undirbúið að fá að- stoð við sjálfsvíg en það er löglegt í Sviss þar sem hún býr. Seinni eigin- maður Turner, þýski upptökustjór- inn Erwin Bach sem er 16 árum yngri, gaf henni nýra úr sér. Turner segist enn glíma við áfallastreituröskun vegna mikils of- beldis sem fyrri eiginmaður, Ike Turner, beitti hana. Turner glímdi við alvarleg veikindi AFP Ofurvinsæl Tina vill fá að vera í friði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.