Morgunblaðið - 18.03.2021, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Hinn 15.mars 2011náði
„arabíska vorið“
ströndum Sýr-
lands, þegar mótmælendur
komu saman í hinum ýmsu
borgum landsins til þess að
þrýsta á um breytingar á ein-
valdsstjórninni þar. Bashar al-
Assad Sýrlandsforseti var hins
vegar ekki á þeim buxunum að
láta völd sín af hendi, og þegar
einsýnt var að mótmælin myndu
ekki lognast út af sjálfu sér lét
hann hersveitir sínar hefja
skothríð, sem aftur varð kveikj-
an að einhverju illskæðasta
borgarastríði sem geisað hefur.
Tíu árum síðar er ekkert útlit
fyrir að ofbeldinu muni linna í
bráð, þó að í sjálfu sér hafi víg-
línurnar ekki hreyfst mikið síð-
ustu árin. Engin leið er að vita
með vissu hve margir hafa látið
lífið vegna styrjaldarinnar en
víst er að þeir eru taldir í hundr-
uðum þúsunda.
Mannfallið segir þó ekki
nema hálfa söguna, því að marg-
ar milljónir manna hafa farið á
vergang af völdum styrjald-
arinnar og meirihluti þeirra
hefur leitað sér betra lífs utan
Sýrlands, sem aftur hefur skap-
að flóttamannavanda sem erfitt
hefur reynst fyrir ríki Evrópu
að glíma við, svo ekki sé meira
sagt.
Borgarastríðið hefur einnig
kallað á margvísleg inngrip
flestra stórvelda heims, og voru
fæst þeirra til þess að bæta kost
almennings í Sýrlandi. Fyrstu
ár borgarastyrjaldarinnar
höfðu t.d. Vesturveldin uppi
mikinn fagurgala um nauðsyn
þess að koma fólinu Assad frá
völdum og reyndu
þau því að styðja
uppgang and-
spyrnuhópa gegn
honum. Allar þær
tilraunir reyndust hins vegar
ómarkvissar, og ógnin af Ríki
íslams og öðrum öfgahópum ísl-
amista varð að endingu yfir-
sterkari óttanum við Assad,
jafnvel eftir að hann hafði beitt
efnavopnum til að murka lífið
úr eigin þjóð.
Um líkt leyti gerðist það að
Rússar og Íranar ákváðu að
ekki yrði hróflað við banda-
manni þeirra og sendu bæði
ríki mikla hernaðaraðstoð til
Assads og sýrlenska stjórn-
arhersins. Er málum nú svo
komið að ólíklegt er að Assad
verði velt af veldisstóli sínum
héðan í frá. Í ljósi þess að her-
sveitir hans fremja enn daglega
stríðsglæpi gegn óbreyttum
borgurum í Idlib-héraði verður
sú niðurstaða að teljast nap-
urleg fyrir Vesturveldin, sem
og þau öfl sem leystust úr læð-
ingi í „arabíska vorinu“, sem
fyrir löngu hefur snúist upp í
andhverfu sína.
Síðustu árin hafa verið gerð-
ar veikburða tilraunir til að
stilla til friðar í Sýrlandi, án
sjáanlegs árangurs. Assad hef-
ur enda enga ástæðu til þess að
ganga að nokkrum friðarskil-
málum líkt og staðan er í dag.
Hann situr þó veiklaður eftir,
og landið sjálft er rústir einar
eftir tíu ára átök. En hvenær
sem þeim mun linna er ljóst að
það mun taka áratugi að end-
urbyggja það sem glatast hefur
á þeim áratug hörmunga sem
gengið hefur yfir íbúa Sýr-
lands.
Fátt virðist geta velt
Assad af stalli}Áratugur hörmunga
Evrópusamstarfum öflun
bóluefna hefur ver-
ið samfellt
hneyksli frá fyrsta
degi til þessa. Ekk-
ert ríki Evrópusambandsins er
í námunda við markmið um að
hafa bólusett 70% þjóðarinnar
fyrir septemberlok. Það lýsir
mikilli bjartsýni hjá íslenskum
stjórnvöldum að sitja föst við
sinn keip, um að þorri Íslend-
inga verði bólusettur fyrir
júnílok eða hugsanlega júlílok,
í ljósi þess að bólusetningu
með efni AstraZeneca hefur
verið slegið á frest.
Sú ógrundvallaða ákvörðun
bætist ofan á ótíðindi um
seinkun á afhendingu bóluefna
frá Pfizer og Johnson & John-
son. Hún er óskiljanleg í ljósi
þess að bæði Lyfjastofnun
Evrópu og Lyfjastofnun Ís-
lands segja að notkun þess sé
óhætt.
Óþarfi er að rifja
upp falsfrétta-
flutning sumra
evrópskra stjórn-
valda um hið enska
bóluefni Astra-
Zeneca, sem dregið hefur úr
tiltrú fólks á það og raunar öll
bóluefni. Óðagotið nú, vegna
alls ósannaðra getgátna um að
það geti valdið blóðtappa (og
ítölsk stjórnvöld hafa játað að
sé pólitísk ákvörðun en ekki
læknisfræðileg), hefur tafið
bólusetningu í Evrópu, þar
með talið á Íslandi.
Hálfu verra er að ákvörð-
unin hefur verið vatn á myllu
bóluefnaandstæðinga. Sú af-
neitun vísindanna er einhver
afdrifaríkasta falsspeki heims-
ins og sérstaklega á dögum
heimsfaraldurs, þegar óhjá-
kvæmilegar afleiðingar reyn-
ast ömurlegar. Íslensk stjórn-
völd eiga ekki að taka þátt í
þeim ljóta leik.
Falsfréttir um
bóluefni mega
ekki ráða för}
Illa ígrunduð bóluefnisafneitun
N
ýverið tilkynnti ríkisstjórnin svo-
lítið sem leiddi huga minn að því
sem gerir mig stoltan af mínum
pólitíska ferli. Hvað er það eig-
inlega og hvað var í tilkynningu
ríkisstjórnarinnar? Tökum fyrst fjögur mál
sem ég lagði fram og náði að fá samþykkt á Al-
þingi ásamt félögum mínum:
1. Þingmál um að Barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna bæri að lögfesta. Eftir samþykkt
þessa máls varð Ísland síðan eitt fyrsta landið í
heimi sem lögfesti Barnasáttmálann. Nú er
hægt að beita Barnasáttmálanum eins og sett-
um lögum og gjörbreytir það réttarstöðu allra
barna. Þetta var síðasta þingmálið mitt áður en
ég yfirgaf þingið í fyrra skiptið.
2. Afnám fyrningarfrests á alvarlegum kyn-
ferðisbrotum gegn börnum. Hér varð Ísland
einnig eitt fyrst ríkja heims sem tók risavaxið skref og af-
nam þennan fyrningarfrest. Þetta var mitt allra fyrsta
þingmál eftir að ég var fyrst kjörinn.
3. Aðgerðir gegn þunglyndi eldri borgara, mál sem
varðar í raun okkur öll. Þá var gerð umfangsmikil skýrsla
að minni beiðni um stöðu eldri borgara en það er ljóst að
víða er pottur brotinn þegar kemur að þessum mikilvæga
hópi samfélagsins.
4. Þingmál að samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi
fatlaðs fólks bæri að lögfesta, rétt eins og Barnasáttmál-
ann. Þetta var fyrsta málið sem ég lagði fram eftir að ég
var kjörinn á nýjan leik til Alþingis í síðustu kosningum.
Þessi mál sem ég lagði fram á Alþingi, eins
sjálfsögð og þau hljóma, voru ekki samþykkt á
þinginu nema eftir talsverða baráttu.
Síðastnefnda þingmálið mitt um réttindi
fatlaðs fólks er mér sérstaklega minnisstætt
núna. Vegna þess þingmáls ákvað ríkisstjórnin
nýverið að hefja undirbúning á stofnun sjálf-
stæðrar mannréttindastofnunar sem er „for-
senda lögfestingar samningsins um réttindi
fatlaðs fólks“ eins og segir í tilkynningu rík-
isstjórnarinnar.
Þetta er því mál sem skiptir mjög miklu máli
fyrir alla Íslendinga. Með því verður Ísland
eitt fyrsta landið í heimi sem beinlínis lögfestir
þennan risavaxna mannréttindasamning.
Ýmis önnur mál og hugmyndir hafa náðst í
gegn, eins og fjölgun listamannalauna og
minni niðurskurður til öryrkja, skóla, um-
hverfismála og heilbrigðismála en til stóð í fjármálaáætlun
stjórnvalda. Ég hef sett önnur mál á dagskrá og má þar
nefna sérstaklega dýravernd sem fáir þingmenn hafa áður
talað um. Umhverfismál eiga ekki eingöngu að snúast um
grjót og urð heldur einnig um dýrin okkar.
Þótt líklega líði senn að lokum pólitísks ferils míns held
ég að það sé hægt að skila minna dagsverki í pólitíkinni en
þetta og ég geti litið nokkuð stoltur um öxl. Ég vona að ég
hafi nýtt tímann nokkuð vel, en það er ykkar að meta.
agustolafur@althingi.is
Ágúst Ólafur
Ágústsson
Pistill
Stór mál sem eru stórmál
Höfundur er alþingismaður.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
E
vrópusamstarf um öflun
bóluefnis hefur gengið á
afturfótunum, allt frá því
til þess var boðað síðast-
liðið haust. Það var seint til þess
stofnað, en verra var að prútt og
óhófleg tillitssemi við þjóðlegan
metnað ýmissa aðildarríkja Evrópu-
sambandsins (ESB) tafði verulega
fyrir, því það var seint pantað og lít-
ið. Þegar afleiðingarnar komu í ljós,
að Bretar hefðu öllum að óvörum
verulegt forskot á því sviði, tók við
einkennileg milliríkjadeila, þar sem
öllu var teflt fram, þar á meðal við-
skiptabann og brot á alþjóðlegum
samningum. Sem ekki bætti úr skák,
en breytti klúðri í hneyksli.
Ýmis annars konar viðbrögð,
eins og falsfréttadreifing valda-
manna í Þýskalandi og Frakklandi,
um að hið breska bóluefni Astra-
Zeneca (einnig kennt við Oxford)
væri á einhvern hátt lakara og jafn-
vel hættulegt fólki yfir miðjum aldri,
gerðu svo illt verra. Ekki aðeins
fylltist fólk víða á meginlandi Evrópu
efasemdum um það bóluefni, heldur
dró það úr tiltrú á öllum bóluefnum.
Máttu þjóðir Evrópu þó illa við því,
þegar haft er í huga að efasemdir og
samsæriskenningar um bóluefni al-
mennt eru víða ótrúlega útbreiddar.
Fyrir jólin í fyrra var þannig um
þriðjungur Þjóðverja fremur and-
snúinn bólusetningu og nær 40%
Frakka. Kannanir síðan benda til
þess að þeim hafi enn fjölgað. Það er
ekki aðeins áfellisdómur yfir stjórn-
völdum þar eða almennri upplýsingu,
heldur getur það reynst stór-
hættulegt. Ef hartnær helmingur
manna vill ekki bólusetja sig mun hið
margrædda hjarðofnæmi aldrei nást.
Blóðtapparnir
Enn versnaði þó ástandið, þegar
greint var frá því að stöku fólk hefði
fengið blóðtappa eftir að hafa fengið
skammt af AstraZeneca. Þrátt fyrir
að fræðimenn væru á einu máli um
að gögnin styddu slíkar grunsemdir
ekki og að jafnvel þótt sú væri raunin
væri möguleg áhætta af því marg-
fallt minni en ávinningur bóluefn-
isins, þá kom allt fyrir ekki. Óttinn
varð rökunum yfirsterkari og fjöldi
ríkja – þar á meðal Ísland – lét
stöðva notkun bóluefnisins meðan
menn leituðu af sér grun. Þetta gerð-
ist þrátt fyrir að Lyfjastofnun Evr-
ópu kvæði upp úr um það að þessi
blóðtappa-tilgáta stæðist enga skoð-
un.
En enn tafðist bólusetningin og
um leið tefst möguleikinn á hjarð-
ónæmi, lífi tugþúsunda mögulega
stefnt í hættu, að ekki sé minnst á
hvernig enn var teygt úr kórónu-
kreppunni, sem leikið hefur mörg
lönd Evrópu afar grátt. Voru þau þó
mörg í kreppu fyrir faraldurinn og
hagspekingar mjög svartsýnir að úr
rætist næstu ár, hvernig sem farald-
urinn fer.
Ringulreið
Í Evrópu er þolinmæði almenn-
ings og margra stjórnmálamanna
nánast á þrotum og æ fleiri merki
sjást um að samstaða ríkjanna sé að
bresta, los komið á pólitíska einingu
innan sumra ríkjanna, og deilur um
bóluefni aukast sem aldrei fyrr.
Ein afleiðing alls þessa er að
birgðir af bóluefni AstraZeneca hafa
víða hlaðist upp, líkt og sjá má
á grafinu að ofan, bæði
vegna þessa frests á
notkun þess, en áður
hafði hið sama raunar
gerst vegna þess hve
margir höfðu afþakkað
það. Á meðan er það not-
að með góðum árangri í
Bretlandi og Evrópa
heldur áfram að dragast
aftur úr.
Klúður, hneyksli
og loks ringulreið
Framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins (ESB) er þrátt
fyrir allt bjartsýn á að bólu-
setning muni ganga nægilega
vel til þess að útbúa þurfi
bóluefnispassa, rafrænt vega-
bréf, fyrir þá, sem hafa verið
bólusettir eða mælst með mót-
efni. Það þurfi að vera tilbúið
1. júní, í tæka tíð fyrir sum-
arleyfin í ár. Ráðagerðin var
kynnt í gær. Skoðanir um
ágæti slíks bóluefnispassa eru
hins vegar mjög skiptar í
aðildarríkjum ESB. Angela
Merkel Þýskalandskanslari er
full efasemda og Austurrík-
ismenn telja laga-
grunninn vafasaman,
en ferðamannalöndin
við Miðjarðarhaf eru
mjög áfram um
málið. Svo eru
aðrir sem
draga í efa
að ESB
klúðri
þessu
ekki.
Boðar bólu-
efnispassa
EVRÓPUSAMBANDIÐ
Bólusetning og birgðir
AstraZeneca í nokkrum Evrópuríkjum
Þýskaland
Frakkland
Ítalía
Spánn
Pólland
Holland
Belgía
Svíþjóð
Ungverjaland
Portúgal
0 0,5 1,0 1,5
milljónir skammta
2,0 2,5 3,0 3,5
Bólusett Ónotaðar birgðir
Heimild: ECDPC