Morgunblaðið - 18.03.2021, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.03.2021, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021 Tveir framsókn- arráðherrar, annar fyrrverandi, ráða sér vart fyrir kæti yfir því að brátt muni kölski senda þeim hraunflaum til að gera að engu hug- myndir um flugvöll í Hvassahrauni, a.m.k. næstu hundrað árin. Ef til vill skiptir stóra samhengið, afdrif innviða og byggðar á Suðurnesjum og syðstu hverfin í Hafnarfirði, þessa fram- sóknarráðherra mun minna máli. En hvers vegna Hvassahraun? Jú, í hugarheimi ráðherranna og ýmissa annarra er flugvöllur í Hvassahrauni forsenda þess að hægt sé að losa um flugvöll í Vatnsmýri og því er það höfuð- atriðið að draga lappirnar þar eins lengi og mögulegt er. En hvers vegna Vatnsmýri? Jú, eins og fyrrverandi sjálfstæðis- ráðherra Sturla Böðv- arsson sagði árið 1999: „Ef flugvöll- urinn fer úr Vatns- mýri verður Reykja- vík of góð.“ Það sem ráðherrann átti við er að þá fyrst gætu Reykvíkingar tekið til við að byggja upp mannvæna alvöruborg með öflugum inn- viðum og virkri mið- borg. Hundrað árin fram- sóknarráðherranna bætast nú við þau 56 ár, sem það hefur nú þegar tekið ríkið að samþykkja nýjan stað fyrir innanlandsflugvöll. Það verður að teljast býsna bratt með tilliti til þess að ríkið tók Vatns- mýrarsvæðið með ólögmætum og fjandsamlegum hætti af Reykvík- ingum og lagði það undir flugvöll til leigufrírra afnota fyrir Flug- félag Akureyrar 1946. Frá stríðslokum hafa síaukin neikvæð áhrif Vatnsmýrar- flugvallar á þróun einu íslensku borgarinnar og á þjóðarhag með hverju ári orðið afdrifaríkari og skaðlegri en orð fá lýst. Tjónið felst einkum í a.m.k. fjór- faldri víðáttu höfuðborgarsvæð- isins (HBS) í heimsins mesta bíla- samfélagi, í of miklum kostnaði allra, í illa förnum innviðum, ár- legum landflótta 600 Íslendinga, of lakri lýðheilsu og verulegum landsbyggðarflótta. Nú búa um hundrað þúsund manns, flestir af landsbyggðinni, í þéttbýli í kraganum umhverfis Reykjavík, á landi sem var óbyggt í stríðslok. Þótt ekki væri nema helmingur eða þriðjungur þeirra enn búsettur á landsbyggðinni skipti það sköpum, m.a. fyrir stór- aukið „jafnvægi í byggð landsins“ sem er líklega uppáhalds- upphrópun framsóknarráðherr- anna. Ráðherrunum yfirsést margt. Í fyrsta lagi stafar flugvallarstæð- inu í Hvassahrauni varla nokkur hætta af hraunflæði í elds- umbrotum á Reykjanesi árið 2021 skv. jarðvísindafólki. Það er líka í fullu samræmi við mat Airport Research Center árið 2000 og mat Rögnunefndar árið 2015. Í öðru lagi skiptir hraunflæði yfir hugsanlegan flugvöll í Hvassahrauni líklega litlu máli í stóra samhenginu. Meðan á gosi stendur má nota Keflavík- urflugvöll og að gosi loknu má ryðja flugbrautir og malbika að nýju. Í þriðja lagi er árlegt tjón þjóð- arbúsins af frestun nýrrar mið- borgar í Vatnsmýri a.m.k. á við stofnkostnað flugvallar í Hvassa- hrauni. Í fjórða lagi hefur allt yfirborð jarðar orðið til úr misgömlum hraunum og allar lífverur búa því við síkvikar aðstæður á margbrot- inni jarðskorpunni. Í fimmta lagi er formlegt vald ríkisins yfir skipulagi Reykjavíkur í raun ekkert heldur byggist það eingöngu á ógnarvaldi misvægis atkvæða og á því að geta snúið upp á eyru og handleggi borgar- stjóra hverju sinni, sem óttast að- eins eigin pólitíska hagsmuni og hag síns flokks. Í sjötta lagi vita kjörnir fulltrú- ar Reykvíkinga mæta vel að ríkið hefur ekki þetta vald en þeir segja kjósendum sínum ekki frá því. Að- spurður hvort flugvöllurinn væri ekki á förum svaraði forseti borg- arstjórnar því nýverið að meiri- hlutinn í borgarstjórn vildi ekki „fara þetta á hnefanum“. Þunga- vigtarhagsmunir almennra kjós- enda koma sem sagt hvergi við sögu. Í sjöunda lagi mega framsókn- arráðherrarnir og aðrir villuráf- andi ráðamenn gjarnan vita það sem er þó augljóst, að það er auð- vitað grundvallaratriði að borgir og annað þéttbýli sé verulega vel skipulagt svo þar geti dafnað arð- samt, öruggt og mannvænt sam- félag. Þetta á ekki síst við um einu íslensku borgina, einu borg heims með flugvöll í stað mið- borgar. Í áttunda lagi mega slakir kjörnir fulltrúar Reykvíkinga, framsóknarráðherrarnir og aðrir forkólfar Akureyringa og kragans vita það að nýhertar alþjóðlegar loftslagsskuldbindingar Íslands nást varla og Reykjavíkur alls ekki nema Vatnsmýrarflugvelli verði sparkað sem allra fyrst. Eða eins og formaður skipulags- og samgönguráðs sagði nýverið: „Samtök um betri byggð hafa auðvitað rétt fyrir sér [ný mið- borg], en þetta er bara pólitískt ómögulegt“. Í níunda lagi eiga áðurnefndir slakir kjörnir fulltrúar Reykvík- inga, framsóknarráðherrarnir og aðrir forkólfar Akureyringa og Kragans að vita að í lýðræðislegu réttarríki átti niðurstaða al- mennrar atkvæðagreiðslu um flugvöll í Vatnsmýri 2001 að standa. Samkomulag ríkis og Reykja- víkurborgar frá 24. október 2013 á einnig að standa hvað sem á dynur. Samkvæmt því á flug- starfsemi í Vatnsmýri að vera lokið eigi síðar en á miðnætti 31. desember 2022 eða innan 640 daga miðað við 1. apríl 2021. En hvern varðar um réttarríki og almannahag? Varla framsókn- arráðherrana. Þeim virðist mest í mun að túlka vísbendingar kölska úr iðrum jarðar sér og öðrum flugvallarsinnum í hag. Eftir Örn Sigurðsson » Frá 1946 hafa nei- kvæð áhrif Vatns- mýrarflugvallar á þróun íslensku borgarinnar og á þjóðarhag stöðugt orðið afdrifaríkari og skaðlegri en orð fá lýst. Örn Sigurðsson Höfundur er arkitekt og áhugamaður um borgarskipulagið. arkorn@simnet.is Með kölska í sínu liði? Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendi- kerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem not- anda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Vor/Sumar 2021 www.danco.is Heildsöludreifing Decoris 2021 línan komin í hús Vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is Fyrirtæki og verslanir Glervasi Matt Brown 25 cm Stóll Teakwood 80x60x70 cm Pottur Monk m/pl. 2 teg. 25 cm Viðarborð Suar 30x120x80 cm Munkur á bæn - Svargr. 2 teg. 47 cm Hengiplöntur 10x43 cm - 2 teg. Blómapottur Lady 2 teg. 35 cm Þurrkuð strá green/red 2 teg. 50 cm Windchime Bamboo 63 cm Spegill Willow gylltur 112 cm Árgerð 2016, ekinn 76 Þ.KM, bens SJÁLFSKIPTUR, 8 GÍRAR, 4 dyra. 4 FJÓRHJÓLADRIF. Einn eigandi - Umboðsbíll. Verð kr. 6.490.000. Rnr. 211980 ín, skráður 5 . heils . PORSCHE CAYENNE S E HYBRID
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.