Morgunblaðið - 18.03.2021, Qupperneq 38
38 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021
Armbandsúr er
sígild fermingargjöf
www.gilbert.is
ARC-TIC úr
Með leðuról
29.900.-
Miðvikudaginn 10.
mars fór fram sérstök
umræða á Alþingi um
veru Íslands í Atlants-
hafsbandalaginu
(NATO). Kolbeinn Ótt-
arsson Proppé þingmað-
ur Vinstri grænna, einn
ötulasti varnarliði nú-
verandi ríkisstjórnar í
hópi sitjandi þing-
manna, sem nú berst
fyrir því að verða oddviti
á lista síns flokks í Suðurkjördæmi,
var málshefjandi. Guðlaugur Þór
Þórðarson utanríkisráðherra var til
svars og síðan tóku þingmenn ann-
arra flokka þátt eins og gengur.
Umræða út og suður
Mér þótti skorta á í þessari um-
ræðu að eðli og hlutverk NATO
kæmi fram með skýrum hætti. Þeir
sem eru á móti veru okkar í þessu
bandalagi útmáluðu það sem árás-
arbandalag og sökuðu það um aðild
að mörgu af því sem miður hefur
farið í heiminum frá lokum kalda
stríðsins. Of langt er að telja það allt
upp hér en í staðinn bent á um-
ræðuna sem lesa má á vef Alþingis.
Fæst hinna, sem eru fylgjandi
veru Íslands í NATO, bentu á hið
augljósa sem réttlætir tilvist sam-
takanna. Einungis utanríkis-
ráðherra og Silja Dögg Gunn-
arsdóttir, þingmaður Framsóknar-
flokksins, nefndu fimmtu grein
Atlantshafssáttmálans sem er
grundvallarlög NATO. Þar segir að
árás á eitt ríki innan NATO jafngildi
árás á þau öll. Verði ráðist á NATO-
ríki þá beri hinum skylda til að koma
til varna. Þetta ákvæði hefur geysi-
sterkan fælingarmátt. Það hefur
framar öllu öðru tryggt frið í Evr-
ópu í rúm 70 ár. Hver sá sem lætur
sig dreyma um að ráðast á NATO-
ríki, verður að hugsa sig vandlega
um, því geri hann það á hann yfir
höfði sér algert ofurefli liðs. Jafnvel
þó þjóðir deili sín í millum þá dettur
engum í alvöru til hugar að ráðast á
NATO-ríki.
Farsæl aðild
Í þessu ákvæði liggur trygging
okkar Íslendinga, og reyndar allra
annarra NATO-
þjóða. Það er svæsinn
barnaskapur, ef ekki
dómgreindarleysi á
háu stigi, að halda að
eyja eins og Ísland, í
miðju Norður-
Atlantshafi við líf-
æðar flug- og sigl-
ingaleiða milli Norð-
ur-Ameríku og
Vestur-Evrópu, kom-
ist af án trúverðugs
viðbúnaðar í varn-
armálum.
Aðildin að NATO hefur allar göt-
ur frá 1949 fært okkur öryggi,
ómældan sparnað í útgjöldum og
miklar tekjur. Nægir að nefna
Keflavíkurflugvöll og Suðurnes sem
dæmi í því sambandi. Óverjandi er
að ekki skuli farið í framkvæmdir
þar nú á vegum NATO, sennilega
sökum þess að VG hindrar það inn-
an ríkisstjórnarinnar.
Árásirnar á Líbíu
Það vekur furðu að þingmenn
Vinstri grænna skuli ítrekað halda
því á lofti að Ísland eigi að ganga úr
„árásarbandalaginu“ NATO því
hljóð og mynd fara ekki saman í
þeim málflutningi. Flokkurinn ber
ítrekað kápuna á báðum öxlum í
þessu máli, meira að segja þegar
ákvörðun er tekin um að halda í
stríð. Kolbeinn Óttarsson Proppé
nefndi í umræðunum á miðvikudag
að við Íslendingar bærum ábyrgð á
öllum verkum NATO, þ.m.t. loft-
árásunum á Líbí3u haustið 2011.
Vissulega voru þær mistök þar sem
NATO fór langt út fyrir tilgang
sinn, en þar ber VG þunga ábyrgð
ásamt Samfylkingu. Þá voru Vinstri
græn í ríkisstjórn með Samfylking-
unni. Þessi ríkisstjórn studdi loft-
árásirnar fyrir hönd íslensku þjóð-
arinnar (sem ekki var spurð, frekar
en þegar við lýstum yfir stuðningi
við innrásina í Írak 2003).
Fulltrúar VG í utanríkismála-
nefnd mótmæltu loftárásunum en
samt hélt ríkisstjórnin sem þeir áttu
sæti í áfram. Össur Skarphéðinsson,
utanríkisráðherra Samfylkingar-
innar, svaraði fyrirspurn um þetta í
þinginu 5. október 2011. Þar sagði
hann orðrétt að nú væru „þau átök
sem stóðu yfir í Líbíu farsællega til
lykta leidd“. Össur staðfesti sömu-
leiðis orðrétt að „… á sínum tíma
beitti ég því valdi sem ég hafði til að
koma því í kring að fastafulltrúi okk-
ar hjá Atlantshafsbandalaginu beitti
ekki því neitunarvaldi sem hann
hefði getað beitt fyrir Íslands hönd.“
Þetta neitunarvald gekk út á að Ís-
land sem aðildarþjóð NATO gat
sagt nei við aðgerðum NATO í
Líbí3u og þannig komið í veg fyrir
árásirnar. Þarna hefðum við getað
beitt okkar afli sem þjóð og lagt
þungt lóð á vogarskálar fyrir friði í
heiminum. En fyrsta hreina vinstri
stjórn Íslands kaus að gera það
ekki. Hleypt var af stað ferli þar
sem Líbí3a var lögð í rúst sem þjóð-
ríki.
Þjóðaröryggisstefnan
Annað dæmi um það hvernig VG
mætir sjálfum sér ítrekað í dyrunum
varðandi NATO-aðild er svo að
flokkurinn hefur skrifað upp á nú-
gildandi stjórnarsáttmála um að
fylgt skuli þjóðaröryggisstefnu
þeirri sem Alþingi samþykkti með
yfirgnæfandi meirihluta sem þings-
ályktun 2016 (þingmenn VG greiddu
ekki atkvæði). Þar segir orðrétt: 3.
Að aðild Íslands að Atlantshafs-
bandalaginu verði áfram lykilstoð í
vörnum Íslands og meginvettvangur
vestrænnar samvinnu sem Ísland
tekur þátt í á borgaralegum for-
sendum til að efla eigið öryggi og
annarra bandalagsríkja. 4. Að varn-
arsamningur Íslands og Bandaríkj-
anna frá 1951 tryggi áfram varnir
Íslands og áfram verði unnið að þró-
un samstarfsins á grundvelli samn-
ingsins þar sem tekið verði mið af
hernaðarlegum ógnum, sem og öðr-
um áhættuþáttum þar sem gagn-
kvæmir varnar- og öryggishags-
munir eru ríkir.
Þetta er nú hið sanna leiðarljós
ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur
í öryggis- og varnarmálum.
Flokkur fólksins styður eindregið
aðild Íslands að NATO.
Ísland í NATO
Eftir Magnús Þór
Hafsteinsson
» Flokkur fólksins
styður eindregið að-
ild Íslands að NATO.
Magnús Þór
Hafsteinsson
Höfundur er fv. alþingismaður og
ritari þingflokks Flokks fólksins.
Formaður Sjálf-
stæðisflokksins segir
í grein í Mbl. um
helgina frá afrekum
flokksins í því efni,
„að nýta kraftmikið
hagvaxtarskeið til að
standa með tekjulág-
um“. Málefni eldri
borgara hafi verið
sett á oddinn hjá
flokknum allt frá
árinu 2013, „en þeir
höfðu horft upp á
kjör sín dragast aftur
úr í samanburði við
aðra árin á undan“.
Tryggingastofnun
skerðir enn greiðslur
á móti tekjum sem
fólk hefur úr lífeyr-
issjóðum sínum.
Stofnunin meðhöndl-
ar þær greiðslur sem
fjármagnstekjur svo
sem rök standa til, ef
ekki væri fyrir
ákvæði laga nr. 90/
2003 sem mæla fyrir um að lífeyr-
issjóðsgreiðslur sjeu launatekjur.
Af þeim er svo greiddur tekju-
skattur, sem er hærri en fjár-
magnstekjuskattur. Það er ekki
vanzalaust að stofnunum ríkisins
sje með þessum hætti beitt til að
fjefletta fólk. Fjármálaráðherra á
ekki að líða þennan hráskinnaleik,
sem er á hans ábyrgð.
Þakkarvert er, að undið hefur
verið ofan af ósanngjörnum skött-
um svo sem auðlegðarskattinum,
en eftir standa tekjutengingar elli-
lífeyris, sem koma harðast niður á
þeim tekjulægstu, sem engar
vaxtatekjur hafa til að hafa
áhyggjur af gagnvart skatti. Líf-
eyrir er enn skattlagður sem
tekjur, þegar hann er greiddur út,
en er að verulegu leyti til kominn
sem vextir af þeim höfuðstól sem
launþegar eru lögþvingaðir til að
leggja til hliðar af launum sínum
og varðveita í lífeyrissjóðum. Nær
væri að skattleggja þessar
greiðslur sem vaxtatekjur, sem
þær í reynd eru að verulegu leyti.
Launþegar eiga enga aðkomu að
stjórn þessara sjóða og verða að
reiða sig blindandi á forvöltun pen-
inganna sinna hjá öðrum. Yfir
þeirri fjárvörzlu allri sitja launa-
greiðendur og ávaxta fjeð eins og
þeim þykir henta á hverjum tíma.
Þar á ofan verða þeir að sæta því,
að stjórnmálamenn láti sem svo, að
greiðslur úr lífeyrissjóðum jafn-
gildi ríkisframlagi, enda er ellilíf-
eyrir sá, sem greiddur er úr rík-
issjóði, tengdur lífeyrissjóðs-
greiðslum og skertur niður í
nánast ekkert hjá þeim, sem ein-
hverjar tekjur hafa úr eigin
lífeyrissjóði, af eigin sjálfsaflafje.
Eg er nógu gamall til þess að
muna eftir því þegar til stóð að all-
ir landsmenn tækju ellilaun hjá
ríkinu í stað ellistyrksins gamla,
sem greiddur hafði verið þurfandi
fólki frá því að ríkið
fór að fitja upp á al-
mannatryggingum.
Þær áttu að taka við af
fátækratíund og
hreppaframfærslu. Eg
horfi upp á afturhvarf
til ellistyrksins sem
ölmusu til þeirra sem
ekkert eiga og engan
lífeyrissjóð.
Tekjur gamalmenna
hafa ekki notið hækk-
unar af hálfu ríkisins í
samræmi við launa- og
tekjuþróun. Enn er
þeim bannað að vinna
fyrir sjer. Enn er það
allt hirt af fólkinu með
tekjutengingum; dreg-
ið úr ölmusunni á móti
sjálfsaflatekjum. Hitt
væri nær, að skatt-
leggja tekjur fólks al-
mennt, líka gamal-
menna, án tillits til
þess, hvernig þeirra er
aflað. Hugtakið „frí-
tekjumark“ er eitt-
hvert svívirðilegasta
ránstól sem fundið hefur verið upp
til að mismuna fólki og hafa af
þeim tekjur, sem minnst mega sín.
Almennir skattar eru viðtekin leið
til að afla ríkinu tekna og eiga
jafnt yfir alla að ganga. Ekki mun
ríkissjóði ofrausn af skatttekjum,
einnig þeirra sem vilja vinna og
geta það. Það er hins vegar sví-
virða að banna frjálsum mönnum
að vinna og gera upptækan í rík-
issjóð afla þeirra af ölmusunni,
sem búið er að gera úr ellilaun-
unum. Þetta er ofurskattur. Þegar
lögbundnum lífeyrissjóðsgreiðslum
er bætt ofan á aðra skatta á Ísland
heimsmet í skattheimtu. Í allri um-
fjöllun stjórnmálamanna virðist
enda út frá því gengið, að lífeyr-
issjóðsgreiðslur sjeu í reynd skatt-
greiðslur og láta þær yfirtaka
skuldbindingar ríkisins um ellilíf-
eyrisgreiðslur að hluta. Ellilífeyrir
fólksins hefur verið gerður að
ölmusu.
Eg er þakklátur fyrir það sem
vel hefur verið gert. Af því má
hælast um, en sár fátækt er van-
sæmd ríku samfjelagi og óþarfa
böl. Þó þeim hafi farið fækkandi
sem við hana búa, er ekki hægt að
líta fram hjá því, að sá hópur er
enn allt of fjölmennur og það er
einfalt að bæta verulega um fyrir
því fólki með því að efna það sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefur marg-
oft lofað að gjöra, en aldrei efnt:
Afnema tekjutengingarnar og
leyfa fólki að vinna fyrir sjer eftir
getu. Það er bitamunur, en ekki
fjár að færa sífellt til skerðing-
armörkin. Það er orðin íþrótt
stjórnlyndisins.
„Við skuldum þeim, sem ólu okk-
ur upp, ekkert minna.“ Það er satt.
Við skuldum þeim það að gjöra
rjett og þola þeim engan órjett
gjörðan.
Gjör rjett,
þol eigi órjett
Eftir Geir Waage
Geir Waage
»Hugtakið
„frítekju-
mark“ er eitt-
hvert svívirði-
legasta ránstól
sem fundið hef-
ur verið upp til
að rýra tekjur
þeirra sem
minnst hafa.
Höfundur er pastor emeritus.
Íslensku þjónustufyrirtækin
eru á finna.is
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?