Morgunblaðið - 18.03.2021, Qupperneq 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021
✝
Ævar Guð-
mundsson
fæddist á Akureyri
5. mars 1941. Hann
lést á Droplaug-
arstöðum 9. mars
2021.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Emil Valgrímsson,
f. 1911, d. 2002,
vélstjóri og vél-
virkjameistari frá
Harastöðum á Fellsströnd, og
Ragnheiður Stefánsdóttir, f.
1919, d. 2012 á Akureyri. Þau
slitu samvistum. Systur Ævars
eru Auður, f. 1959, og samfeðra
Guðrún Sigríður, f. 1938.
Ævar kvæntist 26. desember
1965 eftirlifandi eiginkonu
sinni, Laufeyju Barðadóttur.
Hún er dóttir hjónanna Barða
Friðrikssonar, f. 1922, d. 2014,
hæstaréttarlögmanns og Þur-
íðar Þorsteinsdóttur, f. 1925, d.
2019.
Börn Ævars og Laufeyjar
eru: 1) Þuríður, f. 1965, eig-
inmaður hennar var Eiríkur Ei-
ríksson, þau skildu. Sonur
þeirra er Eiríkur, f. 1996. 2)
Ragnheiður Margrét, f. 1967,
eiginmaður hennar er Gísli
Baldvinsson. Dætur þeirra eru
Birta María, f. 1993, og Laufey
einnig netaverkstæði, fisk-
verkun og útgerð. Ævar gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum og sat
m.a. í stjórnum TVG, Félags
stórkaupmanna, Vinnuveit-
endasambandsins, Verslunar-
ráðs Íslands, Rótarýklúbbs Sel-
tjarnarness, Golfklúbbs
Seltjarnarness o.fl.
Ævar ferðaðist víða vinnu
sinna vegna, m.a. til Austur-
landa fjær, sem var frekar
óvenjulegt á þeim tíma. Hann
ferðaðist einnig mikið með fjöl-
skyldu sinni, bæði innanlands
og erlendis, og átti um tíma
húsbíl og ferðaðist í honum um
landið. Upp úr aldamótum hóf
Ævar nám við Háskóla Íslands í
hagfræði uns hann varð að
hætta vegna heilsubrests.
Ævar var mikill áhugamaður
um veiðar, bæði í ám og sjó.
Hann spilaði golf af kappi inn-
anlands og erlendis. Hann
keypti hús á Hjalteyri, en það-
an átti hann góðar minningar
frá því að hann var ungur
drengur, og dvaldist þar
löngum stundum í seinni tíð.
Þar átti hann lítinn bát og sjó-
hús og undi hag sínum vel við
fiskveiðar.
Ævar verður jarðsunginn frá
Seltjarnarneskirkju í dag, 18.
mars 2021, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Athöfninni verður streymt á
slóðinni:
https://www.skjaskot.is/aevar/.
Virkan hlekk er einnig hægt
að nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat/.
Helena, f. 1996. 3)
Þórdís Lilja, f.
1974, eiginmaður
hennar er Bjarki
Stefánsson. Synir
þeirra eru Snorri,
f. 2003, og Dagur
og Óðinn, f. 2006.
4) Ævar Gunnar, f.
1985. Sambýlis-
kona hans er Helga
Guðrún Óskars-
dóttir. Dætur
þeirra eru Laufey Ósk, f. 2015,
og Gunnhildur Ellý, f. 2019.
Ævar ólst upp á Seltjarnar-
nesi og bar þar út blöð frá
unga aldri. 12 ára gamall réð
Ævar sig á síldarskipið Strau-
mey sem messagutti og árið
eftir fór hann á síld sem kokk-
ur. Sem ungur maður fór hann
til sjós öll sumur og vann svo
sem sjómaður í fullu starfi.
Hann útskrifaðist með far-
mannspróf úr Sjómannaskóla
Íslands 1964. Eftir að Ævar
hætti á sjó starfaði hann hjá
Málningu hf. sem sölumaður.
Árið 1969 stofnaði hann ásamt
fleirum fyrirtækið Seif hf. sem
hann rak til ársins 2000. Í
fyrstu verslaði hann með bygg-
ingarvörur, en síðar með veiða-
færi og var í útflutningi á sjáv-
arafurðum. Um tíma rak hann
Elsku besti afi okkar, þín verð-
ur sárt saknað.
Það er ótrúlegt að hugsa að þú
sért farinn frá okkur. Á svona
stundu verður okkur hugsað til
allra þeirra minninga sem við
eigum, hvort sem það var heima
hjá ykkur ömmu á Kirkjubraut-
inni eða fyrir norðan í húsinu
ykkar á Hjalteyri.
Allar þær skemmtilegu minn-
ingar sem við eigum af okkur öll-
um saman á Hjalteyri hvort sem
var að veiða af bryggjunni, fara
út á bátnum þínum honum Ara
eða bara eyða tímanum saman í
húsinu að spjalla og spila.
Það er líka minnisstætt þegar
við fengum að gista heima hjá
ykkur ömmu og þú fórst með
okkur á Kaffivagninn í morgun-
kaffi saman.
Við vorum líka mikið saman
um hátíðar og eru jólin þeirra
minnisstæðust þar sem þið amma
hafið eytt flestum jólunum sem
við systurnar munum eftir með
okkur. Þú varst alltaf skemmti-
legur, fyndinn og tilbúinn að
spjalla við okkur þegar við vild-
um eyða tímanum með þér og
tala um allt og ekkert.
Takk fyrir að vera svona frá-
bær og yndislegur við okkur
systurnar. Þín verður sárt sakn-
að og er það með ást og hlýju sem
við kveðjum þig.
Birta María og Laufey
Helena.
Í dag kveð ég ástkæran afa
minn með hlýju og söknuði.
Skemmtilegur, góðhjartaður, al-
mennilegur og áhugaverður eru
orð sem lýsa honum svo sannar-
lega vel. Hann var einstakur
maður sem hafði endalaust af
skemmtilegum sögum að segja.
Eftirminnilegasta minningin mín
af honum er þegar við vorum
staddir í stofunni á Hjalteyri og
hann að segja eina af sögunum
sínum. Hann hafði þá verið nýbú-
inn að kaupa sér Jagúar og ætl-
aði að láta reyna á hann með því
að keyra til Akureyrar. Á leiðinni
hitti hann einhvern sem var
tilbúinn að „kitla aðeins pinnann“
eins og afi orðaði það. Þeir skipt-
ust á að taka hvor fram úr öðrum
sem endaði með því að löggan
stöðvaði hinn gæjann eins og afi
orðaði það. Þá hafði það verið afi
sem var búinn að vera að espa
„gæjann“ upp og reyna fá hann
til að fara í smá kappakstur. Á
meðan afi sagði söguna hló hann
hæst allra. Ég kveð þig með
þakklæti fyrir alla samveruna,
elsku afi minn. Megi guð blessa
þig og varðveita.
Þinn
Snorri.
Afi minn var mjög góður mað-
ur sem öllum þótti vænt um. Það
var alltaf svo gaman að vera með
honum á Hjalteyri, að tala við
hann um veiði og hann að segja
okkur svo skemmtilegar veiði-
sögur um sig á sjónum. Þegar ég
hitti hann var hann alltaf með
bros á vör og spenntur að heyra
um seinustu veiðiferð. Ég elska
þig elsku afi.
Smávinir fagrir, foldarskart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley, við mættum margt
muna hvort öðru að segja frá.
Prýðið þér lengi landið það,
sem lifandi guð hefur fundið stað
ástarsælan, því ástin hans
allstaðar fyllir þarfir manns.
Vissi ég áður voruð þér,
vallarstjörnur um breiða grund,
fegurstu leiðarljósin mér.
Lék ég að yður marga stund.
Nú hef ég sjóinn séð um hríð
og sílalætin smá og tíð. -
Munurinn raunar enginn er,
því allt um lífið vitni ber.
Faðir og vinur alls, sem er,
annastu þennan græna reit.
Blessaðu, faðir, blómin hér,
blessaðu þau í hverri sveit.
Vesalings sóley, sérðu mig?
Sofðu nú vært og byrgðu þig.
Hægur er dúr á daggarnótt.
Dreymi þig ljósið, sofðu rótt!
(Jónas Hallgrímsson)
Þinn
Dagur.
Elsku afi var skemmtilegur og
yndislegur maður. Það eru marg-
ar skemmtilegar minningar af
okkur saman. Skemmtilegast
fannst mér þegar ég fór að heilsa
upp á hann með knúsi og hann
heilsaði mér með því að kalla mig
jólasveininn sinn. Þegar árin liðu
byrjaði ég að heilsa honum með
því að kalla hann jólasvein. Ég
mun alltaf muna hversu mikið
hann hló og brosti þegar ég kall-
aði hann jólasvein. Alltaf var
gaman að heyra sögurnar hans
um veiðiferðir eða ferðirnar á
Jagúarbílnum hans norður, einn-
ig fannst mér gaman að segja
honum sögur um veiðiferðirnar
mínar á sjó og á landi. Ég mun
alltaf muna eftir því hversu mikið
hann hló og brosti. Hvíldu í friði
elsku afi.
Þinn
Óðinn.
Við kynntumst Ævari í gegn-
um sameiginlegt áhugamál okkar
á golfi fyrir um 40 árum. Í um
það bil 15 ár vorum við saman í
stjórn Nesklúbbsins, en með
okkur var líka Sigurður Þ. Guð-
mundsson, en hann féll frá á
árinu 2007.
Það var okkur öllum mikil
ánægja að starfa fyrir klúbbinn
og bar aldrei skugga á samheldn-
ina í þessum hópi. Ævar var sér-
lega úrræðagóður og áhugasam-
ur um velferð klúbbsins. Hann
hafði mikil sambönd í gegnum
fyrirtæki sitt Seif hf. og naut
klúbburinn oft góðs af því.
Eftir að við hættum í stjórn
Nesklúbbsins árið 1993, þar sem
við hittumst að lágmarki einu
sinni í mánuði á stjórnarfundum,
tók við nýtt tímabil hjá hópnum.
Við tókum upp á því að spila sam-
an snóker einu sinni í viku yfir
vetrartímann og þar naut Ævar
sín vel en hann hafði leikið snó-
ker á yngri árum og virtist engu
hafa gleymt. Þá var Ævar upp-
hafsmaður þess að við hittumst
einu sinni á vetri ásamt mökum
okkar í hátíðarkvöldverði heima
hjá hvor öðrum. Þar sáu karlarn-
ir um matseldina og konurnar
nutu með okkur. Ævar fór fyrir
okkur á þessum kvöldum enda
annálaður kokkur og kölluðum
við hann gjarnan okkar á milli
„Mr. Gourmet“.
Árið 1994 hafði Ævar, ásamt
frænda sínum, eignast hús afa
síns á Hjalteyri, Sigurðarhús, og
var byrjaður að gera það upp. Þá
strax buðu þau hjónin okkur í
langa helgarferð til Hjalteyrar,
sem varð síðan fastur liður á dag-
skrá á sumrin í mörg ár. Í þess-
um ferðum var leikið mikið golf,
aðallega í Svarfaðardalnum, á
Akureyri og stundum á Húsavík.
Á kvöldin var oft farið út á Eyja-
fjörðinn á trillu sem hann átti og
dorgað, en þar vorum við í góðum
höndum þar sem Ævar hafði
stundað sjóinn á yngri árum.
Þessar hátíðarstundir og Hjalt-
eyrarferðir voru tilhlökkunar- og
umræðuefni allt árið enda vin-
skapur og sönn gleði ávallt í fyr-
irrúmi.
Við félagarnir söknum vinar
okkar mikið og sendum Laufeyju
og fjölskyldunni okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Jónatan Ólafsson,
Ólafur Björgúlfsson,
Pétur Orri Þórðarson.
Ævar
Guðmundsson
✝
Lilja fæddist á
Búðum í Eyr-
arsveit undir norð-
anverðu Kirkjufelli
3. maí 1929. Hún
lést á Landspítala
5. mars 2021.
Foreldrar Lilju
voru Margrét Guð-
rún Gísladóttir yf-
irsetukona, f. 6.
mars 1891, d. 6.
október 1995, og
Þorkell Daníel Runólfsson
bóndi og sjómaður, f. 16. desem-
ber 1894, d. 4. desember 1965.
Lilja var næstyngst sex systkina
sem nú eru öll látin. Þau voru
Runólfur, Guðbjörg Fjóla, Gísli,
Páll og Sigurbjörg Hulda.
Lilja giftist 31. desember
1954 Leó Kristleifssyni sjó-
manni, f. 25. september 1909, d.
14. febrúar 1987. Hann var son-
ur Soffíu Guðrúnar Árnadóttur,
f. 10. febrúar 1886, d. 13. sept-
ember 1981, og Kristleifs Jón-
atanssonar, f. 2. janúar 1873, d.
7. febrúar 1946.
Lilja nam við Húsmæðraskól-
ann á Varmalandi í Borgarfirði
veturinn 1947-48. Sinnti hún
Líf, f. 2. janúar 1994, og Aníta
Sól, f. 5. maí 1998. 4) Jenna
Lára, f. 16. janúar 1973. Sonur
hennar og Bjarna Þórs Lúðvíks-
sonar er Snæþór Helgi, f. 26.
janúar 1994. Dóttir hennar og
Snorra Arnar Þórissonar er
Katrín Tinna, f. 20. febrúar
2006.
Börn Lilju og Leós eru: 1)
Kristbjörg, f. 31. janúar 1956,
gift Tryggva Friðjónssyni, f. 12.
júlí 1955. Dætur þeirra eru: a)
Soffía Theódóra, f. 30. janúar
1983. Unnusti hennar er Thom-
as Már Gregers, f. 16. janúar
1977.
b) Fanney Björk, f. 1. febrúar
1987, gift Karli Raymond Birg-
issyni, f. 9. mars 1985. Börn
þeirra eru: Katrín Lilja, f. 29.
ágúst 2011, Bjarki Már, f. 30.
apríl 2014, og Hildur María, f. 1.
mars 2017. 2) Kristleifur, f. 29.
september 1970, d. 3. mars
2016. Hann kvæntist Vilmu
Kristínu Baldvins Svövudóttur,
f. 26. júlí 1971. Þau slitu sam-
vistir. Börn þeirra eru: a) Ses-
selía Dögg, f. 25. mars 1991, gift
Birgi Smára Ársælssyni, f. 27.
júlí 1985. Börn þeirra eru:
Gunnlaugur Leó, f. 17. desem-
ber 2014, og Svava Kristín
Baldvins, f. 5. október 2018. b)
Leó, f. 16. desember 1999.
Lilja verður jarðsungin frá
Grafarvogskirkju í dag, 18.
mars 2021, klukkan 13.
margvíslegum
störfum um ævina
en lengst af starf-
aði hún við sauma-
skap, m.a. á Elli-
heimilinu Grund og
Hrafnistu.
Tvíburadætur
Lilju: Danilía Guð-
rún Kristjánsdóttir,
f. 21. október 1945,
og stúlka d. sama
dag.
Guðrún giftist Jóni Þorbergs-
syni, f. 8. nóvember 1945. Þau
slitu samvistir. Börn þeirra eru:
1) Þorkell Daníel, f. 24. júní
1966, kvæntur Guðrúnu Jónínu
Haraldsdóttur, f. 1. júní 1967.
Dætur þeirra eru: Harpa Val-
dís, f. 2. febrúar 1993, og Ingi-
björg Lilja, f. 19. maí 2001. 2)
Hulda Björg, f. 27. desember
1969, gift Magnúsi Kristni Jóns-
syni, f. 18. september 1971. Syn-
ir þeirra eru: Patrekur Maron,
f. 23. september 1993, og Þor-
mar Leví, f. 14. desember 1996.
3) Margrét Guðrún, f. 29. nóv-
ember 1970, gift Valdimari
Birgissyni, f. 18. nóvember
1970. Dætur þeirra eru: Karítas
Tengdamóðir mín, hún Lilja,
er látin eftir stuttan en snarpan
slag. Hún hélt heimili allt til
loka, næstum 92 ára gömul, og
var ánægð með það. Hún gat í
raun ekki hugsað sér að flytja á
elliheimili og er ég feginn að
ekki kom til þess.
Lilja var klettur og stóð alla
storma af sér sem á henni
dundu. Eitt stærsta lífsverkefni
hennar var að annast um veikan
son sinn hann Kristleif um 15
ára skeið. Þegar yfir lauk árið
2016 var Lilja að verða 87 ára
gömul. Hún gaf ekkert eftir og
sinnti syni sínum af miklum
kærleik.
Kærleik hennar og um-
hyggjusemi ræða dætur okkar
Kristbjargar um nú. Þær nutu
þess ætíð hjá ömmu sinni. Fyrr
á árum áttu þær skjól hjá henni,
hún fór með þeim til berja og á
grasafjall, kenndi þeim á náttúr-
una.
Það lék allt í höndunum á
Lilju, hún saumaði margvísleg-
an fatnað bæði á brúður og
bangsa sem stóðst allan sam-
jöfnuð við tískufatnað tíðarand-
ans. Hún saumaði einnig föt á
dóttur sína, Kristbjörgu. Lýsti
hún því sem hana langaði í
hverju sinni og fyrr en varði
hafði Lilja töfrað fram klæðin
nákvæmlega eins og um var
beðið. Margir nutu þessara
hæfileika hennar, þar á meðal
móðir mín og systir. Allt gert
upp á besta máta.
Við Lilja áttum samleið í nær-
fellt 43 ár. Aldrei bar skugga á
þessa samleið okkar. Fyrir það
er ég henni þakklátur.
Lilja og Leó tengdafaðir minn
giftu sig árið 1954. Áttu þau far-
sælt hjónaband um liðlega 30
ára skeið en hann lést árið 1987.
Leó var lengst af starfsævinnar
sjómaður, meðal annars í milli-
landasiglingum. Leó dró björg í
bú á meðan hans starfskrafta
naut við. Björgin var margvís-
leg. Oft lagði Lilja fyrir hann að
kaupa fataefni í útlöndum sem
hún gerði síðan að eigulegum og
fallegum flíkum.
Lilja sló ekki slöku við á
vinnumarkaði, starfaði lengst af
á saumastofum þar sem hennar
hæfileikar nýttust vel. Einnig
sinnti hún ræstingum meðfram
til að drýgja heimilistekjurnar.
Þannig var vinnudagurinn oft
langur hjá Lilju. Aldrei kvartaði
hún þó yfir hlutskipti sínu, sneri
jafnaðargeðinu að sínu fólki og
öðrum enda félagslynd kona
sem á árum áður stóð fyrir
veislum á heimili sínu þar sem
fagurlega skreyttar brauðtertur
hennar voru í hávegum hafðar.
Þar kunni hún þá list að breyta
tómötum í fegurstu blóm.
Þegar upp er staðið búa í
brjósti manns litlu hlutirnir,
innilegt faðmlag hennar, dálæti
á dóttur sinni, dætrum okkar og
barnabörnum.
Lilja hafði ekkert endilega
mörg orð um hlutina en það
mátti finna afstöðu hennar í
framkomu hennar allri. Hún var
af þeirri kynslóð sem bar ekki á
torg hvorki sorgir né sigra.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund bið ég Lilju vel að fara.
Megi minningin um góða móður,
tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu lifa.
Tryggvi Friðjónsson.
Ingibjörg Lilja
Þorkelsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,langamma og langalangamma,
JÓNÍNA SALNÝ STEFÁNSDÓTTIR
frá Mýrum í Skriðdal,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
mánudaginn 15. mars.
Stefán Þórarinn Ingólfsson Margrét B. Einarsdóttir
Páll Rúnar Ingólfsson Eydís G. Sigurðardóttir
Hafdís Odda Ingólfsdóttir Ingjaldur H. Ragnarsson
Ingvi Ingólfsson Stefanía L. Óladóttir
Fanney Ingólfsdóttir Birgir Vignisson
Sigurður K. Ragnarsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNA GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR,
Álftamýri 26,
lést mánudaginn 15. mars á Landspítala,
Fossvogi. Jarðarförin auglýst síðar.
Aðalheiður Benediktsdóttir Hörður Árnason
Jón Ágúst Benediktsson Jónína Sigurðardóttir
Guðrún Þ. Benediktsdóttir Hjörtur Erlendsson
Þórður Benediktsson Kristín Unnur Þórarinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku pabbi okkar, tengdapabbi og afi,
SIGURÐUR PÉTURSSON,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 19. mars klukkan 11.
Hólmfríður Sigurðardóttir Kristján Freyr Helgason
Margrét Sigurðardóttir Pétur Gauti Hreinsson
Pétur Sigurðsson
og afabörn