Morgunblaðið - 18.03.2021, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.03.2021, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021 Vegir okkar lágu saman þegar Helgi, þá ungur að árum, gekk til liðs við KR í knattspyrnu. Það var aldeilis fengur að fá þennan flotta unga og snjalla leikmann, spilandi á miðju vallarins sem framvörður næstu árin, árin sem KR sló í gegn með frábæru liði. Helgi var einnig landsliðsmaður á þessum árum og var vel metinn félagi og drengur góður í okkar hópi. Helgi var ekki bara knattspyrnumaður heldur útskrifaðist hann frá Há- skóla Íslands sem lögfræðingur og starfaði sem skrifstofustjóri Borgarverkfræðings í Reykjavík. Þaðan færði hann sig til í störfum sínum hjá Reykjavíkurborg og var þar hátt settur og þungavigt- armaður. Helgi var bæði vel gefinn og greindur, glaðvær og gamansam- ur. Brosið hans var fagurt og framkoma hans til mikillar fyrir- myndar, innan sem utan vallar og gagnvart öllum þeim sem þurftu á honum að halda. Vinátta okkar við Helga V. var alla tíð frá því við „eignuðumst“ þennan góðan dreng að vini og nutum góðs af nærveru hans og þátttöku í íþrótt- um og umgengni í lífshlaupinu. Við sendum eiginkonu og fjöl- skyldu Helga okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ellert B. Schram og Sveinn Jónsson. Helgi V. Jónsson er nú genginn á vit feðra sinna og feginn að vera kominn heim. Ég vil bjóða öllum sem lesa þetta að stíga inn í rými þakklæt- is, nú þegar við minnumst Helga V. Þakklæti fyrir manninn Helga, þakklæti fyrir líf sem hefur verið lifað. Líf sem hefur verið lifað til góðs. Mér fannst eins og Helgi væri gamall kunningi þegar ég hitti hann fyrsta sinni, ef til vill voru fyrstu kynnin ekki þau fyrstu. Ég finn til þakklætis og vænt- umþykju þegar ég hugsa til Helga. Við áttum í nánu samstarfi um langt árabil og reyndist hann mér sérstaklega vel, ungum manni, sem þurfti að axla ábyrgð á viðamiklum rekstri snemma. Er það mikið lán að hafa slíkan mann sér við hlið, ráðgjafa og vin. Helgi var góðviljaður maður, Helgi var úrræðagóður maður og örlátur á sitt geð og léttu lund. Helgi var leiðandi í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, heilsteyptur forystumaður. Helgi var af kyn- slóð manna sem mat handaband sitt til jafns við undirskrift. Við Guðmunda áttum því láni að fagna að kynnast Helga og konu hans Ingibjörgu utan vinnu og var ætíð gefandi að eiga við þau samneyti. Jafnan var kátt á hjalla og hlegið dátt því Helgi var gædd- ur fyrirhafnarlausri kímnigáfu. Ingibjörg kona Helga leiddi lífsdansinn þeirra hjóna og bar hann góðan ávöxt. Þess bera börnin fjögur fagurt vitni. Fjöl- skylda Helga hefur annast hann af einstakri alúð og umhyggju síð- ustu árin og eru þau leiðandi for- dæmi og falleg fyrirmynd í allri þeirri framgöngu sinni. Að leiðar- lokum viljum við Guðmunda votta Ingibjörgu og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúð. Af heilli þökk. Sigurður Gísli Pálmason. „Veistu ef vin þú átt“ … Vin sem auðgaði alla sem honum kynntust náið. Vin sem ég heyrði aldrei leggja illt orð til nokkurs manns. Vin sem var gefin einstök kímnigáfa. Kynnin hófust er eiginkonur okkar – systradætur – kynntu okkur. Síðan eru liðin yfir sextíu ár, og aldrei á þessu langa ævi- skeiði varð vík milli vina. Við átt- um mörg sameiganleg áhugamál. Knattspyrna á yngri árum beggja. Síðar er árin liðu stund- uðum við saman sund og fjall- göngur. Loks hófum við saman íþrótt sem gerði okkur báða að fíklum – golffíklum! Það eru ógleymanlegar sælustundir er við lékum a grænum grundum golf- valla vítt um okkar fagra land. Við sem á langri ævi þekkjum bæði skin og skúrir lífsgöngunnar höfum margs að minnast. Aldrei hefði ég þó rennt í grun að minn góði félagi Helgi yfirgæfi þetta jarðneska líf aðeins níu dögum eftir lát minnar hjartkæru eigin- konu Ingu, og þau bæði eftir ára- langa baráttu við hinn skelfilega sjúkdóm alzheimer. Ég kveð minn hugljúfa félaga en aðeins að sinni, minnugur orða Meistarans mikla er hann mælti: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Verði mínum dýrmæta vini hvíldin vær. Magnús Erlendsson. Við hjónin áttum ekki von á neinum sérstökum tíðindum þeg- ar við skráðum okkur um árið í hring á golfvelli í sunnanverðri Andalúsíu. Það bar enda fátt til tíðinda. Engin met féllu og pörin voru strjál. Samt taldist ástæða til að slökkva þorstann eftir hringinn og því var bjórkolla borin út í blíð- unni að borði utan við golfskálann. Þarna var margt um manninn. En í gegnum kliðinn þóttumst við samt greina hraða og hvella konu- rödd og aðra dimmari og hægari. Mæltu báðar á íslenska tungu. Þetta sætti tíðindum því fátt var um landa okkar á þessu svæði. Þegar svipast var um mátti greina mikinn gráan hárbrúsk við eitt borðið og undir honum glettin augu. Andspænis honum konu, rauðhærða, freknótta og kvika í hreyfingum. Það er almenn kurt- eisi að heilsa upp á landa sína í út- löndum og því kom í ljós að þarna voru stödd Helgi V. og Ingibjörg. Hana þekkti ég ekkert og hann aðeins af afspurn, þótt báðir vær- um við löglærðir. Svona óvæntir samfundir landa voru tilefni til að panta annan umgang, spyrja al- mæltra tíðinda og forvitnast hvert um annars hagi. Reyndumst við hvor tveggja búsett um sinn í næsta nágrenni. Þegar tæmdar voru seinni krúsirnar hafði stof- nast til kynna sem fyrr en varði höfðu undið upp á sig og breyst í kunningsskap. Kunningsskap sem efldist og styrktist, og varð með tímanum vinskapur, sem aldrei bar skugga á. Strax mátti greina hve bjart var um Helga. Gamansamur var hann, stríðinn og með þessa strákslegu glettni í auga. Í ofanálag var hann fágæta góður sögumaður. Með næmt auga fyrir hinu spaugilega og sagði skemmtilega frá. Þótt Helgi hefði sterkar meiningar á mönn- um og málefnum sýndi hann skoð- unum annarra ávallt sanngirni. Greip ekki fram í, þótt ekki væri hann sammála. Flutti sitt mál af hógværð en festu og með gildum rökum. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni. Okkur Ástu er minningin um samveru- stundirnar með þeim hjónum afar dýrmæt – eiginlega heill fjársjóð- ur. Gilti einu hvað var brallað. Hvort rölt var um La Canada- golfvöllinn, skroppið á nautsat uppi í Ronda eða handverkssýn- ingu í Los Barrios. Ellegar bara glaðst saman að kvöldi dags yfir góðum mat og glöðum veigum. Alltaf voru samvistir við Helga og Ingibjörgu sannkölluð sálubót. Að leiðarlokum þökkum við Ásta fyr- ir allt þetta af heilum huga. Georg Haraldur Tryggvason. Fallinn er frá einn af stofnend- um KPMG á Íslandi en ég fékk þann heiður að vinna með honum hjá félaginu um árabil. Hlutir æxl- uðust þannig að ég var þátttak- andi í verkefnum sem Helgi hafði yfirumsjón með og stjórnaði. Þar með fékkst tækifæri til að kynnast og læra af þessum einstaka manni sem hafði þann eiginleika að nálg- ast hluti frá mörgum hliðum og alltaf með einhverri undirliggj- andi gleði og afslöppun. Ég á mér þó einstaka minningu sem mig langar að segja frá úr öðru en vinnunni hjá KPMG sem gaf manni margt, einkum frá slíkum manni sem Helgi hafði að geyma. Við félagarnir hjá KPMG höfum um árabil farið til veiða á sumrin. Venjan er sú að menn raðast sam- an í holl og eru þá gjarnan saman með stöng tveir og tveir. Í þetta skiptið var ég á stöng með Helga. Við þessir ungu menn, sem þá voru, vorum uppfullir af eldmóði og óþreyjufullir og vildum komast niður að ánni og vera klárir að setja út þegar klukkan kæmi. Við héldum að árangur af veiðum mældist í því hve menn voru fljótir af stað á morgnana og að hamast væri nóg á stönginni. Ég tók fljót- lega eftir því að Helgi var nú ekki með þessi læti. Klukkan var orðin sjö að morgni og ég búin með morgunmatinn en ekkert bólaði á Helga. Það var svo ekki fyrr en klukkan var vel gengin í átta að minn maður kom hinn rólegasti. Hann sá auðvitað strax að ég var orðinn óþreyjufullur og vildi af stað. Loksins vorum við komnir að ánni, sem var í miklum vexti eftir langvarandi rigningar. Ég vildi sýna mér reyndari manni virðingu og bauð honum að byrja á ein- hverjum álitlegum stað. Mér til mikillar furðu gekk Helgi af stað og leit ekki við merktum veiðistað þar sem mikil veiði hafði verið allt sumarið. Í staðin gekk hann vel niður með ánni og kom að stað sem var álitlegur en ómerktur. Hann sagði mér að þetta hefði á árum áður verið góður staður. Helgi fer nú í að græja stöngina, sem átti að mínu mati heima á fornminjasafni, og þegar hann opnaði fluguboxið féll mér allur ketill í eld. Ég starði á boxið því ég þekkti ekki eina einustu flugu í því. Ég taldi víst að nú yrði ekki mikið um fisk. Maðurinn var kom- inn með fornaldargrip niður að ánni sem hvorki ég né laxinn höfð- um neina trú á. Viti menn, þar voru veiddir þrír laxar í beit á augabragði og það á forngrip! Já ég hef oft hugsað um þetta litla augnablik þar sem útbúnaðurinn er ekki allt heldur það hvernig að er farið og reynslan nýtt til hins ýtrasta af þolinmæði. Í gegnum tíðina hef ég átt þess kost að kynnast fjölskyldu Helga í gegn um vinnustaðinn okkar KPMG bæði í leik og starfi. Ég minnist þessa merka manns af virðingu og segi að margir hafa getað af honum lært, einkum þeim eiginleika hans að geta nálgast hluti og leyst af gleði en þó festu og einurð. Ég vil að lokum senda eiginkonu hans og börnum sam- úðarkveðjur með þakklæti fyrir að hafa kynnst góðum manni. Sigurþór Charles Guðmundsson. Helgi V. Jónsson var einn þeirra manna sem tóku þátt í að breyta íslensku réttarfari og stjórnsýslu á síðari hluta síðustu aldar, frá því að vera háð geðþótta ákvörðun stjórnmálamanna í átt til þess að verða raunverulegt réttarríki sem byggðist á lögum og sjálfstæðum dómstólum. Árið 1978 tók Helgi að sér að höfða mál fyrir Verslunarráð Ís- lands gegn verðlagsnefnd vegna ákvörðunar nefndarinnar um verslunarálagningu sem telja mátti geðþóttaákvörðun sem ekki væri grundvölluð á lögum. Helgi vann það mál í undirrétti sem dæmdi samþykkt verðlagsnefnd- ar ógilda. Verðlagsnefnd áfrýjaði þar sem dómurinn hlyti að hafa víðtækar og flóknar fjárhagslegar afleiðingar fyrir stjórnvöld. Hæstiréttur vísaði málinu frá. Tveir af fimm dómurum Hæsta- réttar skiluðu sérákvæði og sögðu „að okkar áliti standa hvorki ákvæði 67. gr. laga nr. 85 1936 né aðrar réttarreglur því í vegi, að dómstólar skeri í þessu máli úr því, hvort hin umdeilda samþykkt áfrýjanda 20. febrúar 1978 sé gild að lögum, enda hafa áfrýjandi og stefndu vegna félagsmanna sinna lögvarða hagsmuni af, að slík úr- lausn fáist.“ Undirrituðum leið svolítið í máli þessu eins og hann hefði kært sjálfan sig enda bæði í verð- lagsnefnd og framkvæmdastjóri Verslunarráðs og var afar ósáttur við frávísun Hæstaréttar. Helgi útskýrði þá niðurstöðu Hæsta- réttar þannig að þessi dómur þýddi að Hæstiréttur væri að segja við stjórnvöld „við sleppum ykkur núna en gerið þetta aldrei aftur“. Þetta reyndust orð að sönnu hjá Helga og sá málarekst- ur sem hann tók þarna að sér reyndist verða þungt lóð á vogar- skál frjálsrar verslunar og vest- ræns hagkerfis á Íslandi. Helgi var afburðamaður bæði að líkamlegu og andlegu atgervi. Skemmtilegast var þó að vera með honum í samkvæmum með góðum vinum þar sem hann var hrókur alls fagnaðar og stráði í kringum sig skemmtilegheitum með meiri hraða en flestir aðrir enda snöggur í hreyfingum og hugsun. Að minnast Helga vekur jafnt ánægju liðinna stunda sem trega vegna þess sem ekki verður end- urtekið. Ég sendi fjölskyldu hans mínar bestu samúðarkveðjur. Þorvarður Elíasson. Á árinu 1984 þegar ég var að leita að framtíðarstarfi frétti ég af lausri fulltrúastöðu hjá Helga V. Jónssyni. Mér fannst lögmennska spennandi starf og falaðist eftir viðtali sem leiddi til þess að ég hóf störf hjá Endurskoðun hf. í ágúst 1984. Helgi sinnti á þessum tíma bæði endurskoðun og lögmennsku en það síðarnefnda átti smátt og smátt eftir að taka alfarið yfir. Lögmannsstofan var í fyrstu rek- in sem deild innan Endurskoðun- ar hf., síðar KPMG ehf., en rekst- ur hennar var síðar færður í dótturfélag, KPMG lögmenn ehf., sem rekið var til ársins 2000. Jafn- framt var stofan eins konar stoð- deild fyrir endurskoðunarstarf- semina og sinnti lögfræðilegum verkefnum sem þar komu upp. Þegar ég hóf störf var ég eini starfsmaður lögfræðistofunnar auk Helga en við áttum síðar eftir að verða fimm alls. Verkefni Helga voru af marg- víslegum toga. Hann naut mikils trausts, þjónustaði mörg fyrir- tæki, stór og smá, en naut þess einnig að sinna hagsmunum ein- staklinga. Þá hafði stofan einnig með höndum innheimtu vanskila- krafna eins og flestar aðrar lög- mannsstofur á þeim tíma þótt slíkt ætti eftir að breytast síðar með aukinni sérhæfingu í faginu. Helgi var fagmaður fram í fing- urgóma. Hann fól okkur starfs- mönnunum krefjandi verkefni og við nutum mikils sjálfstæðis í störfum okkar. Hjá Helga og öðr- um eigendum KPMG lærði ég fagleg og nákvæm vinnubrögð sem eru nauðsynlegur grunnur fyrir störf á þessu sviði. Eitt af því sem einkenndi Helga var viðleitni hans til að skilja alla fleti máls og leitast við að leysa mál í sátt. Hann hafði svo sannarlega til að bera það sem nú kallast að vera lausnamiðaður enda voru honum falin ýmis störf við samningagerð og lausn kjaradeilna, svo sem for- mennska í samninganefnd Trygg- ingastofnunar ríkisins um langa hríð ásamt formennsku í kjara- deilunefnd. Helgi var líka einstakur hús- bóndi, leiðbeindi og studdi. Aldrei fannst mér hann finna að í störf- um mínum enda þótt tilefni hefði eflaust verið til í einhverjum til- SJÁ SÍÐU 46 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Sálm. 86.5 biblian.is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig. Mikið elskuð og dáð mamman okkar, tengdamamma, amma, lang- og langalangamma, NANNA HÁLFDÁNARDÓTTIR, Selvogsgötu 6, Hafnarfirði, verður jarðsungin í Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 22. mars klukkan 15. Útförinni verður streymt. Hlekkur: promynd.is/ Nanna. Guðbjörg Björnsdóttir Helga B. Nönnudóttir Ólafur B. Baldursson Elísabet G. Nönnudóttir Hermann Ingi Hermannsson Guðlaug L. Brynjarsdóttir Örn Hermannsson Halldór B. Brynjarsson Anna María Óskarsdóttir Gunnþórunn S. Brynjarsd. Árni Brynjar Ólafsson og gullmolarnir, dýrmæti fjársjóðurinn þinn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA ÞÓRA STEINÞÓRSDÓTTIR frá Hala í Suðursveit, lést fimmtudaginn 12. mars á Hrafnistu við Brúnaveg. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju mánudaginn 22. mars klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður athöfninni streymt á slóðinni https://youtu.be/a_euy-ya8io. Aðstandendur afþakka vinsamlegast blóm og kransa. Óskar Már Ólafsson Guðrún Ólafsdóttir Guðjón Þór Valdimarsson Bjarni Óskarsson Anna Þóra Óskarsdóttir Steinþór Óskarsson Ólafur Þór Guðjónsson Hildur Steindórsdóttir Anna Stella Guðjónsdóttir Guðmundur Árni Gunnarsson Valdimar Guðjónsson Hildur Ævarsdóttir og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN FREYSTEINSDÓTTIR, Byggðarenda 12, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 22. mars klukkan 13. Garðar Ingi Jónsson Ólöf Garðarsdóttir Sigríður Garðarsdóttir Romain Gales Ingunn Garðarsdóttir Rúna Björg Garðarsdóttir Sæmundur Oddsson Steinunn Garðarsdóttir Ari Rafn Sigurðsson Katla, Guðrún Heiður, Jón Pol, Pia María, Kári Rafn, Styrkár og Dýrfinna Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU ÞORGEIRSDÓTTUR frá Seyðisfirði, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. mars klukkan 15. Gestir eru beðnir um að hafa með sér á blaði nafn, kennitölu og símanúmer. Útförinni verður streymt á slóðinni https://youtu.be/6ZfHb5AmYbw. Margrét Jónsdóttir Árni K. Magnússon Jónas P. Jónsson Anna M. Sveinbjörnsdóttir Kristján Jónsson Birna Guðmundsdóttir Unnur Jónsdóttir Þórður Þórisson barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.