Morgunblaðið - 18.03.2021, Síða 46

Morgunblaðið - 18.03.2021, Síða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021 Helgi Vilhelm Jónsson fellum. Ég fékk heimild til að vinna í minnkuðu starfshlutfalli til að auðvelda samræmingu milli starfs og einkalífs sem ekki var sjálfgefið í lögfræði- og endur- skoðunarstörfum. Fyrir það er ég ævinlega þakklát því það lagði á sinn hátt grunninn að ánægju í starfi og að þeim möguleikum til áframhaldandi starfs míns í lög- mennsku sem síðar raungerðust. Glaðlyndi og jafnlyndi var eitt af einkennum Helga, ég minnist þess ekki að hann hafi nokkurn tímann skipt skapi öll þau ár er við unnum saman. Þrátt fyrir miklar annir og oft langa vinnudaga gaf hann sér tíma til henda gaman að hlutunum og grínast, hann sá iðu- lega skoplegar hliðar á viðfangs- efnum, jafnvel í erfiðum aðstæð- um. Minnisstætt er atriði þegar þeir Ólafur Nilsson brugðu á leik á árshátíð KPMG og sýndu Mac- arena-dansinn í viðeigandi bún- ingum við mikinn fögnuð. Á árinu 2000 var rekstur KPMG lögmanna sameinaður LEX lögmannsstofu. Helgi notaði þá tækifærið til aukins frjálsræð- is, dró sig út úr rekstri en sinnti sínum verkefnum innan LEX í nokkurn tíma. Samverustundir okkar urðu ekki margar á síðustu árum, en hann glímdi við erfið veikindi síðustu æviárin. Að leiðarlokum minnist ég Helga V. með þökk, virðingu og hlýju, ég færi fjölskyldu hans, Ingibjörgu, börnum og tengda- börnum, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Erla S. Árnadóttir. Fallinn er frá góður drengur og megi minning hans lifa. Ég kynnt- ist Helga 1983 þegar ég var ný- ráðinn sem framkvæmdastjóri um framkvæmdir við byggingu Kringlunnar á vegum Hagkaups. Helgi var minn „mentor“. Hann var okkur Sigurði Gísla og Pálma Jónssyni stoð og stytta í uppbygg- ingu og að koma á rekstri Kringl- unnar. Stuttu eftir að við hófum samstarf við Helga þá kom hann með þá setningu að Kringlan myndi skapa mörg ný störf fyrir lögfræðistéttina. Helgi var ein- staklega úrræðagóður maður og sneri öllum vandamálum upp í við- fangsefni til lausnar með sinni óbilandi jákvæðni. Kringlan var hugarfóstur Pálma Jónssonar og var svo sannarlega einstök á þeim tíma, sem hún var byggð á. Með hjálp Helga og fleiri góðra manna tókst okkur að finna upp nýja að- ferðafræði um fjármögnun, en það var ekki auðvelt að finna fjármagn í stórar framkvæmdir á þeim tíma. Ein af eftirminnilegustu stund- um með Helga af mörgum var þegar við flugum til Nýju-Jórvík- ur og flugfreyjan í ferðinni var Hanna Lára dóttir hans. Hanna Lára átti svo seinna efir að verða góður samstarfsmaður jafnt og Jón sonur Helga. Tilgangur ferð- arinnar var að vinna með hjálp ICC (Samtaka alþjóðlegra versl- unarmiðstöðva) við að gera nauð- synlega samninga og samþykktir um Kringluna. Þar á meðal svo- kallaðan afnotasamning sem var spegilmynd af leigusamningi því flestir kaupmenn voru eigendur en ekki leigjendur en samt var mikilvægt að fara eftir samþykkt- um Kringlunnar. Unnið var dag og nótt í tvær vikur. Til að halda upp á vel heppnað verk var farið á „Galger steak house“ þar sem undirritaður tók af mikilli ákefð til matar síns og ekki vildi betur til en svo að ég skar í gegnum steik- ina og diskinn í tvennt. Helgi hló mikið og tilkynnti yfirþjóninum að hann væri sem lögmaður minn. Viðbrögðin voru snögg og við fengum nýjar steikur og viðeig- andi vökva með og var það fram- kvæmt á stundinni og í boði húss- ins. Helgi hafði alltaf þessa rólegu flottu framkomu og alltaf með frá- bærar lausnir. Oft gekk mikið á en hann sagði okkur strákunum aftur og aftur þegar þannig var að sofa á þessu og ekki taka of hraðar ákvarðanir. Ég óska þinni fjölskyldu alls hins besta. Ragnar Atli Guðmundsson. Minningarnar flögra um hug- ann þegar litið er yfir um hálfrar aldar kynni okkar Helga, en í um þrjátíu ár, eða meginhluta okkar starfsævi, unnum við saman og áttum afar ánægjulegt samstarf. Í fyrstu dáðist maður að þessum manni í knattspyrnunni, þar sem hann lék með gullaldarliði KR og einnig í landsliðinu, sérlega leik- inn og laginn knattspyrnumaður. Ekki skemmdi það fyrir samstarfi okkar síðar að KR var lið okkar beggja þótt í ólíkum íþróttagrein- um væri. Það var síðan haustið 1975 sem við létum til skarar skríða og stofnuðum endurskoðunarfyrir- tæki með Guðna Gústafssyni end- urskoðanda. Helgi hafði þá starf- að hjá borginni um skeið sem borgarendurskoðandi og ég hjá ríkinu í skattamálum, en Guðni rak sína eigin endurskoðunar- stofu. Fyrirtækið fékk nafnið Endur- skoðun hf., sem síðar varð KPMG ehf. og tók það til starfa 1. nóv- ember 1975. Helgi, sem var bæði lögmaður og endurskoðandi, var fyrsti stjórnarformaður félagsins, en við Guðni skiptum með okkur verkum við stjórnun daglegs rekstrar. Verkefnum félagsins og starfsmönnum fjölgaði hratt næstu misserin og við nutum þess að hafa á að skipa frábærum starfsmönnum. Fyrirtækið hefur dafnað vel allt frá stofnun þess fyrir rúmum fjörutíu og fimm ár- um, en um þessar mundir er sonur Helga og Ingibjargar, Jón Sigurð- ur, framkvæmdastjóri þess. Helgi var einstakur samstarfs- maður, alltaf ráðagóður og lausnamiðaður, léttur í lund og einstaklega laginn við að létta andann í viðræðum okkar félag- anna. Eftir að við, sem byrjuðum saman í fyrirtækinu, hættum störfum vegna aldurs, héldum við nokkrir áfram að hittast til að ræða um málefni líðandi stundar, liðna tíma og framtíðarhorfur. Skemmtilegar stundir, sem Helgi tók að sjálfsögðu þátt í á meðan heilsan leyfði, en nú söknum við hans jákvæða og skemmtilega við- horfs. Helgi var mikill íþróttamaður, ekki aðeins knattspyrnumaður, heldur tók hann einnig þátt í öðr- um boltaíþróttum með góðum ár- angri. Það varð svo golfíþróttin sem náði tökum á honum snemma á okkar samstarfstíma og fyrir kom að sagt væri í gamni að góð- viðrisdagar væru stundum býsna ódrjúgir til vinnu hjá sumum á skrifstofunni. Golfíþróttina stund- aði Helgi í áratugi eða á meðan heilsa leyfði og er mér eftirminni- legur leikur okkar á Korpunni í boði starfsmanna KPMG fyrir nokkrum misserum. Mér er efst í huga þakklæti til Helga fyrir frábæran samstarfs- tíma og samveru í um þrjátíu ár um leið og við Guðrún þökkum þeim Ingibjörgu ánægjulegar samverustundir á liðnum árum. Við sendum Ingibjörgu, börnum þeirra Helga og fjölskyldum inni- legar samúðarkveðjur, en minn- ingin um góðan dreng lifir í brjóst- um okkar. Ólafur Nilsson. Ég kynntist Helga V. Jónssyni fyrst vel, þegar við áttum saman sæti í stjórn Lögmannafélags Ís- lands árið 1981-1982, hann sem formaður en ég sem meðstjórn- andi. Það skapaðist strax traust vinátta með okkur sem hélst jafn- an síðan. Hann leiddi stjórnina áfram traustum höndum og ekki man ég eftir að hafa nokkru sinni þurft að skila „sératkvæði“ á þær lausnir mála sem hann lagði til. Svo var hann líka húmoristi og af- ar skemmtilegur í öllum sam- skiptum. Hann notaði húmorinn óspart í samskiptum við aðra og jafnan með góðum árangri. Menn fylgja frekar manni sem getur lát- ið þá hlæja. Það var líka eitthvað ekta í skaphöfn Helga sem fékk okkur hina til að treysta honum og fylgja úrlausnum hans. Ég held að mað- ur verði svolítið betri maður við að kynnast slíkum öðlingi sem hann var. Á þessari kveðjustund sendi ég honum þakklæti mitt fyrir sam- skiptin og fjölskyldu hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Jón Steinar Gunnlaugsson. Fallinn er frá Helgi V. Jónsson eftir erfiða glímu við alzheimer- sjúkdóminn. Helgi var einn af stofnendum Endurskoðunar hf. árið 1975 sem síðar varð KPMG ehf. og starfaði þar til ársins 2001. Helgi var okkur samferðarfólki hans hjá KPMG mikil og góð fyr- irmynd og lagði ásamt öðrum stofnendum félagsins traustan grunn að því farsæla og öfluga fyrirtæki sem við störfum hjá í dag og erum stolt af. Sú arfleifð sem Helgi skilur eftir sig er mik- ilvæg og fyrir hana erum við ákaf- lega þakklát. Auk starfa sinna fyrir KPMG gegndi Helgi fjölmörgum trúnað- arstörfum á starfsferli sínum og naut hvarvetna trausts og virðing- ar fyrir störf sín og fagmennsku. Að leiðarlokum sendum við starfsfólk KPMG Ingibjörgu og fjölskyldu Helga okkar dýpstu samúðarkveðjur. Hlynur Sigurðsson. Það var meiri háttar happa- fengur fyrir okkur nemendur Steinunnar Bjartmarsdóttur í 10 ára bekk A í Austurbæjarskóla, þegar bræðurnir Torfi og Helgi Jónssynir bættust þar í hópinn haustið 1945 úr Landakotsskóla. Sjálfur var ég kominn þangað frá Ísafirði haustið áður og gladdist yfir nýju aðkomuliði, en um ánægju bekkjarsystkinanna í heild var heldur enginn vafi. Torfi var á aldri bekkjarins og Helgi ári yngri, en við hin fundum lítt fyrir þeim aldursmun. Þótt ólíkir væru í fasi áttu þeir fjölmargt sameigin- legt, og ekki síst það að vera glað- lyndir og ljúfir í viðmóti, en búa jafnframt yfir staðfestu og hrein- skilni ásamt hæfilegri glettni. Heimili bræðranna var á Laugavegi 27A, einu af fleiri bak- húsum við þá stórgötu og alllangt frá mínu á Flókagötu 11 í Norður- mýrinni. Ég náði þó fljótlega að komast í heimsókn þangað, í fylgd með Guðbrandi Guðjónssyni á Skeggjagötu 10, bekkjarbróður okkar og einum af fyrstu og bestu vinum mínum í Reykjavík. Kynn- in af heimilinu voru mér mikils virði, sumpart vegna þess hve for- eldrar bræðranna, Jón S. Helga- son og Hanna Eriksson, voru reiðubúin til að spjalla við okkur strákana þegar svo bar undir, og fyrir kom að við hittum þar Konst- antin afa þeirra frá Finnlandi, sem Helgi var réttilega mjög stoltur af. Og svo var staðurinn frábær barnareitur fyrir nágrenn- ið vegna lóðarrýmis við bakhúsin, þar sem á einum húsveggnum blasti við það sem hlýtur að hafa verið ein fyrsta boltakarfa í Reykjavík, og við hliðina á húsi Fálkans hinum megin Laugaveg- ar var stór óbyggð lóð, sem óspart var hægt að nota til boltaleikja eða annarra íþrótta. Þannig hef ég haldið að þetta svæði hafi orðið vagga þess körfuboltaliðs ÍR, sem fyrst skaraði fram úr og hafði Helga og Sigurð Pálmar ná- granna hans innanborðs. Umfram þetta leiddu kynnin til þess, að við Helgi og Guðbrandur ásamt Steinari Jakobssyni bekkj- arbróður á Egilsgötu 32 stofnuð- um með okkur spilaklúbb á full- orðinna vísu, sem starfaði langt fram á táningsaldur okkar, þegar leiðir skildi í kjölfar þess að við fórum ekki allir í sama skóla og mér var ýtt áfram um einn ár- gang, þar sem ég þurfti að leita nýrra vina. Við byrjuðum á skák- tafli og fórum svo yfir í spil, fyrst kanöstu (sem þá var í tísku um skeið), síðan l’hombre og loks í bridge. Þannig settumst við sam- an vikulega hver heima hjá öðr- um, þar sem mæður okkar stóðu fyrir kaffiveitingum af mikilli rausn. Ég hef oft spurt sjálfan mig af hverju ég hafi lagt af þessa iðju. Hitt er víst, að sú væntumþykja milli okkar fjögurra sem efldist með þessum hætti var til þess fall- in að haldast ævina á enda. Á þessum æskuárum kom skýrt í ljós, hvílíkum kostum Helgi var búinn til líkama og sál- ar, og hve fjölhæfur hann var og líklegur til að ávinna sér traust og vinsældir. Á íþróttasviðinu hef ég ávallt verið stoltur af að geta horft til þess, hvernig þessir hæfileikar gerðu honum kleift að leika hand- bolta með Aftureldingu (af því að hann hafði verið í sveit hjá Jóni á Reykjum), síðan körfubolta með ÍR (sbr. áðurnefnt) og svo fótbolta með KR, sem hann krýndi með sæti í landsliðinu við hlið átrún- aðargoða minna af Skaganum. Og á atvinnusviðinu, þar sem reyndi á hæfni hans sem lögfræðings, end- urskoðanda og stjórnanda sam- fara réttsýni, sanngirni og öðru því sem til heilbrigðrar skynsemi heyrir, ber starfsferill hans þeim órækt vitni. Í einkalífi sínu varð Helgi einn- ig að verðleikum mikil gæfumað- ur. Að leiðarlokum leyfi ég mér að senda Ingibjörgu eiginkonu hans og afkomendum þeirra, sem og systkinum Helga og frændliði, innilegar samúðarkveðjur. Hjörtur Torfason. ✝ Hlynur Logi Víkingsson fæddist 20. febrúar 1996 á Landspít- alanum. Hann lést á Landspítalanum 9. mars 2021. Foreldrar Hlyns Loga eru hjónin Víkingur Viggós- son, f. 22. júní 1958, og Sesselja Hauks- dóttir, f. 15. apríl 1961. Bræður Hlyns eru Vík- ingur Ari, f. 15. febrúar 1985, hann er í sambúð með Elvu Dögg Pálsdóttur, f. 22. sept- ember 1985. Þau eiga þrjú börn, Júlíu Rós, f. 2009, Kormák Tuma, f. 2011, og Brynjólf Dýra, f. 2019. Hinn bróðir Hlyns er Hákon Andri, f. 17. febrúar 1989. Hálfsystir Hlyns er Ardís Ólöf, f. 1. janúar 1982, hún er gift Jónatani Grétarssyni, þau eiga þrjú börn, Elísabetu Maríu, f. 2009, Viktor Örn, f. 2010, og Hinrik Loga, f. 2016. Hlynur Logi var í sambúð með Dagnýju Rós Elíasdóttur, f. 13. ágúst 1996. Hlynur gekk í Vogaskóla og fór þaðan í Verzl- unarskóla Íslands og lauk stúdents- prófi árið 2016. Hlynur og Dagný Rós fluttu til Dan- merkur til náms og Hlynur hóf nám við Copenhagen Busi- ness School árið 2017 en varð að hætta vegna veik- inda árið 2019. Hlynur hóf nám í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík haustið 2020. Hlynur var mikill körfuboltamaður og spilaði með Ármanni, Val, Breiðabliki, Gnjúpverjum og skólaliði CBS. Hlynur var valinn í unglinga- landsliðið U-16 í körfubolta. Hlynur vann með skóla og á sumrin og vann sveitastörf á Röðli, í Hagkaup, Glersýn, Toyota og fiskbúð í Kaup- mannahöfn. Útförin fer fram í Langholts- kirkju í dag, 18. mars 2021, klukkan 13. Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/hkydawrm Hlekk á streymi má nálgast á www.mbl.is/andlat/ Elsku besti Hlynur minn, mig langar að þakka þér fyrir síðustu átta árin sem þú hefur verið í lífi okkar og sérstaklega í lífi systur minnar Dagnýjar. Hún fann ein- stakan dreng í Verzló. Ég man þegar þið voruð nýbyrjuð saman og Dagný kom í heimsókn til mín til Lissabon. Dagný var á gelgju- skeiðinu og elskaði ekkert minna en að þræða búðir og liggja á á ströndinni. Ég man að ég og mamma eltum hana úr einni búð yfir í aðra þar sem hún skoðaði alls konar vörur sem hún var að kaupa handa þér. Þegar hún hafði loksins fundið jólagjöfina þína þá gátum við mamma loks- ins sest niður og borðað, alger- lega úrvinda úr þreytu. Mörg ár hafa liðið síðan þá og hef ég séð systur mína blómstra og dafna í kringum þig, þið gerðuð hvort annað að betri manneskjum. Á þessum árum var ég að upplifa systur mína í fyrsta skiptið sem kærustu og ég dáðist að því hvað þið voruð góð í samskiptum við hvort annað. Allt kom svo nátt- úrulega til ykkar, þið kunnuð að hugsa hvort um annað alveg frá því í byrjun. Þegar ég skrifa þetta er ég að hlusta á lagið „The Show Must Go On“ með Queen með bros á vör en tár í augum og hugsa hvernig showið geti haldi áfram án þín. Þú varst alltaf lífið í gleð- skapnum og ég hugsa til þeirra stunda þegar þú komst með pítsu eða bakaðir Doritos-eðlu fyrir okkur Dagnýju. Ég veit að þú verður alltaf með okkur í anda, hvað sem við tökum okkur fyrir hendur enda hafirðu verið dug- legur að minna á þig síðan þú fórst. Eitt veit ég, en það er að við munum halda áfram að njóta eins og þú varst vanur að segja. Þín verður sárt saknað. Takk fyrir að vera sá eini og sanni fyrir systur mína. Elín Traustadóttir (Ella). Eitt er það sem aldrei er hægt að búa sig undir í lífinu, en það er andlát náins ættingja eða vinar. Þannig var það með elsku guðson okkar hann Hlyn Loga, maður vissi að hverju stefndi undir það síðasta en var samt alltaf að bíða eftir því að kraftaverkið gerðist. Svo kom áfallið sem maður var engan veginn búinn undir, að hann væri farinn yfir í Sumar- landið. Þá varð þetta svo raun- verulegt að við myndum aldrei hitta hann aftur og gleðjast með honum yfir áföngum í lífinu og tárin streymdu viðstöðulaust nið- ur kinnarnar. Margar dásamleg- ar minningar eigum við um Hlyn Loga þar sem hann var mjög skemmtilegur krakki og uppá- tækjasamur. Aðeins tvö hús voru á milli okkar og heimilis Hlyns Loga og var mikill samgangur þar á milli alla daga, þannig að hann var oft hjá okkur og lék sér við dætur okkar. Eitt sinn vorum við á ferð um götur borgarinnar á jeppanum og Hlynur Logi var með okkur og sat nokkuð hátt og sá vel út. Hann var þá það lítill að hann var varla farinn að tala neitt, nema svona eitt og eitt orð á stangli, sem skildist almennilega. Við stoppuðum á rauðu ljósi á Höfðabakkabrúnni og það keyrði maður á mótorhjóli fram hjá okk- ur með hávaða og drunum, en þá sagði hann allt í einu þessa dásamlegu setningu: „Maður ætti nú barasta að fá sér mótorhjól,“ svona eins og að spjalla um dag- inn og veginn. Aldrei varð af því að hann fengi sér mótorhjólið en hver veit nema það hefði orðið síðar og kannski eru mótorhjól í Sumarlandinu. Þegar Hlynur Logi var fimm ára fórum við fjöl- skyldurnar saman í dásamlega ferð til Portúgals í þrjár vikur og var margt brallað þar eins og á að gera í svona ferðum. Spilakassar voru víða og hægt að fara í ein- hvern ákveðinn leik í þeim, en til þess þurfti einn escudos sem var gjaldmiðillinn þá. Hlyni fannst þessi leikur alveg stórkostlegur og vildi mikið spila en það gekk stundum frekar illa að fjármagna það. Hann dó ekki ráðalaus held- ur gekk á milli annarra Íslend- inga, ættmenna okkar, sem voru líka á sama stað og bað þá um að gefa sér eina skútu. Gekk það bara nokkuð vel og sérstaklega var einn sem hafði mjög gaman af þessu og var sérlega örlátur við hann. Eftir þetta þekkja þau hann öll undir nafninu Skúti litli. Hlynur Logi var dásamlegur drengur og hafði sérlega góða nærveru. Hans lífsspeki var að gera gott úr hlutunum sama hvað á dundi. Með sárum söknuði kveðjum við þennan unga mann sem átti lífið fram undan með hans eigin orðum sem hann not- aði ávallt í endann á kveðju. „Muna að njóta.“ Bjarni og Pálína. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; Hlynur Logi Víkingsson Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.