Morgunblaðið - 18.03.2021, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.03.2021, Blaðsíða 47
en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Þessi vísa kom upp í huga minn þegar ég hugsa um kynni mín af Hlyni Víkingssyni. Á þessi vísa vel við um manngerð hans, ekki síst eftir baráttuna hetju- legu, sem Hlynur háði við illvígan sjúkdóm. Hlynur heitinn var unn- usti sonardóttur okkar hjóna, Dagnýjar Rósar, og voru þau mjög samstíga í sambandi sínu. Mér er minnisstætt, þegar Dagný Rós kom með Hlyn í heim- boð til okkar í fyrsta sinn. Okkur leist vel á piltinn og við frekari kynni kom í ljós, að þar fór gull af manni. Við tókum sérstaklega eftir hversu hlýr og umhyggju- samur hann var í garð Dagnýjar. Hlynur var það reyndar alla tíð en samband þeirra stóð yfir í átta ár eða allt fram að andláti Hlyns. Ef gripið var í spil var Hlynur vel með á nótunum og þær eru ófáar stundirnar sem við áttum við spilaborðið. Hlynur átti alveg sitt keppnisskap, hvort heldur var í spilamennsku eða körfuboltan- um, sem hann stundaði á tímabili. Þau Hlynur og Dagný héldu utan til náms 2018 en sneru aftur heim til Íslands, þegar Hlynur veiktist. Hlynur var æðrulaus í glímunni við sjúkdóminn sem lagði hann að velli að lokum. Við sendum for- eldrum Hlyns, bræðrum hans, ættingjum og vinum samúðar- kveðjur, svo og hans ástkæru Dagnýju Rós. Minningarnar um drenginn góða, Hlyn Loga, munu lifa meðal okkar um ókomin ár. Ólafur og Dagný, Elías og Karen, Ingibjörg Aldís og Ólafur Björn. Elsku Hlynur, það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur en þú munt alltaf lifa í gegnum þær góðu minningar sem við höfum skapað saman í gegnum árin. Hlynur var einstak- ur karakter, traustur vinur og maður gat alltaf verið viss um að hann væri til staðar fyrir mann. Hann var alltaf jákvæður og bar- áttuglaður þrátt fyrir að veikind- in hafi verið erfið undanfarin tvö ár. Hlynur var mikil félagsvera og hann var yfirleitt fyrstur að bjóðast til þess að halda gleðskap og sérhæfði sig í því að koma fólki saman. Það skipti engu máli þótt maður mætti til hans og þekkti engan, Hlynur var búinn að gera fólkið að bestu vinum áður en kvöldið var á enda. Hann skipu- lagði til að mynda hópferð síðast- liðið sumar þar sem hann bauð hátt í fimmtíu manns, sumir þekktust mjög vel, aðrir ekki en í lok ferðar voru allir orðnir bestu vinir þökk sé Hlyni. Svona mætti lengi telja, hvort sem það eru hópferðir á Röðul, teiti í Nökkva- vogi eða utanlandsferðir. Við erum afar stoltir af því að geta kallað Hlyn Loga vin okkar. Minningin um Hlyn mun lifa áfram í hjörtum okkar og við er- um þakklátir fyrir þá góðu tíma sem við fengum að upplifa með honum. Hvíldu í friði elsku vinur. Arnar Freyr, Arnór, Bjarni, Bjartur, Brynjar Kári, Gunnar, Hjalti Már, Kári Kristinn, Kolbeinn Ari, Magnús Már, Pétur. Elsku besti vinur minn, það er svo sárt að horfa á eftir þér fara og missa þig. Frá því ég hitti þig í fyrsta skiptið í 1. bekk, við litum hvor á annan og sögðum: „Ertu að hugsa það sem ég er að hugsa?“ hafa ævintýrin verið óteljandi mörg. Að horfa upp til þín og elta þig í gegnum lífið hef- ur gefið mér góðar minningar sem ég mun varðveita að eilífu. Það er óbærilega erfitt að ímynda sér veröldina án þín og þinnar einstöku nærveru. Þú varst einstakur maður, frá- bær vinur, með hjarta úr gulli. Það var alltaf gaman að vera í kringum þig og þessar sögur hér að neðan sanna það. Ég elska þig og mun varðveita minningu þína í hjarta mínu ævi- langt. Þinn vinur, Pétur Jökull. Í dag kveðjum við kæran vin okkar, elsku Hlyn Loga. Sorgin sem fylgir því að kveðja einstak- an vin, á svona ósanngjarnan hátt, er okkur öllum þungbær. Við vorum allar svo lánsamar að kynnast Hlyni á árum okkar í Verslunarskólanum, bæði sem bekkjarfélaga og jafnframt sem kærasta elsku bestu vinkonu okkar. Samband Dagnýjar og Hlyns var alveg einstakt, þau voru alltaf svo góð við hvort annað, stóðu saman í einu og öllu og sýndu hvort öðru alltaf ást og virðingu. Það var aðdáunarvert að fylgjast með þeim standa saman í veik- indum Hlyns. Þetta var verkefni sem þau unnu saman af miklum styrk og með jákvæðni að leið- arljósi fram á síðasta dag. Hlynur var einstakur vinur sem tók okkur vinkonum hennar Dagnýjar opnum örmum. Hann vildi okkur allt það besta og í nærveru hans leið okkur vel. Hlynur var alltaf svo hress og stutt var í grínið, en hann fékk okkur alltaf til að hlæja og dró okkur ósjaldan út í sprell og glens. Þær minningar munu ávallt hlýja okkur um hjartaræt- ur. Styrkurinn, dugnaðurinn, æðruleysið og lífsviðhorf hans, sérstaklega í gegnum veikindin, er eitthvað sem við viljum ætíð hafa að leiðarljósi. Við lítum til baka og minnumst þess hversu dásamlegar stundir við áttum saman en Hlynur vildi alltaf svo gjarnan hafa okkur með. Þegar við vinkonur hittumst leiddist honum ekki að hlusta á okkur, hélt samræðunum alltaf líflegum og tók með kæti þátt í allri vit- leysunni. Elsku Hlynur, um leið og við þökkum þér fyrir allar okkar góðu stundir og kveðjum þig í hinsta sinn, lofum við vinkonur þínar og Dagnýjar að líta eftir henni og halda utan um hana, elsku ástina þína. Við munum standa þétt við bakið á Dagnýju á þessum erfiðustu stundum og jafnframt öllum stundum héðan af, sorg hennar og missir er svo mikill. Við komum ætíð til með halda minningu þinni á lofti og gleymum því aldrei, eins og þú sagðir svo oft, að það mikilvæg- asta er að muna að njóta. Við vilj- um votta fjölskyldu Hlyns okkar dýpstu samúð, megi styrkur leiða ykkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Elsku vinur, takk fyrir allt. Minningin um kæran og góðan vin lifir í hjörtum okkar. Guðrún Anna, Gyða, Katrín Hrefna, María Ellen, Rebekka Helga, Sigrún Ágústs, Sigrún Elfa og Sigrún Soffía. Í dag kveðjum við einstakan og kæran vin sem við kynntumst fyrst fyrir nær áratug. Frá því við kynntumst Hlyn ung og óreynd í menntaskóla hefur hann alltaf náð að koma brosi á varir allra í kringum sig með sinni ein- stöku hlýju, glaðværð og góð- mennsku. Það er ekki nóg með það að við hefðum þroskast sam- an og upplifað einstaka vináttu á menntaskólaárunum á Íslandi, heldur eignuðumst við líka ómet- anlegar minningar eftir samveru- stundir okkar í kóngsins Kaup- mannahöfn. Við erum svo óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að vera hluti af lífi Hlyns. Þær stundir sem við höfum upp- lifað saman eru þær dýrmætustu sem við eigum og við munum ávallt geyma þær í hjörtum okkar og hugum. Hlynur hafði þann einstaka eiginleika að það leið öllum vel í kringum hann. Það var ekki ann- að hægt. Jákvæðni, bjartsýni og léttlyndi hans höfðu einfaldlega þessi áhrif. Enda var hann mjög vinamargur og við urðum góðir vinir á örstuttum tíma. Í Kaup- mannahöfn trúði hann okkur fyr- ir því að hann kviði því að eiga erfitt með að að kynnast fólki í nýju landi og eignast þar vini. Hann saknaði vina sinna heima á Íslandi, enda átti hann þar mörg sterk og góð vinabönd. En hans jákvæða viðhorf og einstaka nær- vera varð til þess að hann eign- aðist fljótt marga og góða vini í Kaupmannahöfn og í raun flykkt- ist fólk að honum úr öllum áttum. Fljótlega heyrðum við nafnið „Lenny“ úr ótrúlegustu áttum og vildu allir hafa skemmtilega parið Lenny og Dagny með hvert sem farið var. Við munum geyma þessar yndislegu minningar með okkur og gerum okkur grein fyrir því hvað Hlynur hafði mikil áhrif á okkur, hvort sem við vorum í ró- legum og kósí matarboðum eða á fjörugum tónleikum. En við vit- um líka að minningarnar munu lifa áfram með okkur og við mun- um reglulega rifja upp þessar ómetanlega dýrmætu stundir með Hlyni. Það er erfitt að setja það í orð, en það er einhver sérstakur hluti af Hlyni sem býr áfram í okkur öllum og við vitum að við munum aldrei hætta að finna fyrir nær- veru hans, hún er einfaldlega of sterk til þess. Elsku Hlynur, minning þín mun lifa í hjörtum okkar að eilífu og við munum alltaf lifa eftir orð- unum þínum: Muna að njóta. Elsku Dagný og fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu og innilegustu samúð. Megi englarn- ir allir vaka yfir ykkur og leiða ykkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Við munum ávallt varðveita dýrmæta minningu ómetanlegs vinar og félaga. Eiður, Guðrún og Klaudia. Elsku besti vinur okkar, Hlyn- ur Logi. Að hafa fengið að þekkja Hlyn meirihluta ævi okkar eru forréttindi og við erum mjög þakklátir fyrir tímann sem við fengum með honum. Hlynur var einstakur vinur og það var alltaf hægt að treysta á að hann væri í góðu skapi og til í að gera eitt- hvað skemmtilegt með okkur strákunum. Það eru ekki margir sem vita hvað lífið snýst um en Hlynur var með það alveg á hreinu. Hlynur gerði sér grein fyrir hvernig ætti að nýta þennan takmarkaða tíma sem við fáum og hvernig ætti að njóta hans til fulls. Árið 2017, þegar Hlynur var staddur á ferðalagi í Taílandi sendi hann á hópspjallið okkar mynd af úln- liðnum á sér þar sem hann var nýbúinn að fá sér húðflúrið „Muna að njóta“. Þetta var eitt af óteljandi skiptum þar sem hann fékk okkur til að hlæja og minnti okkur á að það eru einföldu hlut- irnir sem ekki allir sjá sem gera lífið fallegt. Þegar öllu er á botn- inn hvolft eru það samböndin við fólk og minningarnar sem skipta mestu máli. Hlynur hafði einstakt lag á að sameina ólíka vinahópa, hann vissi nákvæmlega hvernig átti að ná fólki saman og sjá til þess að allir skemmtu sér, þótt það ætti til að gerast að Hlynur skemmti sér meira en allir í kring. Hlyni fannst gaman að grínast í vinum sínum, stundum breytti hann stillingunum í símanum sínum þannig að ef hann missti af sím- tali þá framsendist það í einhvern annan sem var alveg grunlaus og áttaði sig ekkert á því af hverju allt þetta fólk væri að hringja í sig og spyrja um Hlyn. Þeir sem hringdu skildu heldur ekkert hvað var í gangi og varð einn frændi hans að norðan alveg ringlaður yfir því að einhver vin- ur Hlyns svaraði inn á milli þegar hann reyndi að hringja í Hlyn. Einnig fannst honum sniðugt að breyta númerum fjölskyldu- meðlima í símum vina sinna í eitt- hvað allt annað, og þegar maður ætlaði kannski að hringja í mömmu sína þá fékk maður bara samband við lögregluna eða hann sjálfan. Þrátt fyrir þessa stríðni passaði Hlynur vel upp á fé- lagana og var manna fyrstur til þess að hrósa og láta vita hvað hann væri ánægður með vini sína. Síðustu tvö ár eru búin að vera erfið en aldrei heyrðum við Hlyn kvarta, hann var alltaf jákvæður og bjartsýnn. Í erfiðri meðferð gátum við strákarnir kíkt til hans og horft saman á boltann þar sem oftar en ekki voru bornar í mann nýbakaðar kleinur og heitt kaffi. Það er gott að vera í Nökkvavog- inum í kringum Hlyn og hans frá- bæra fólk. Þar var stutt í grínið og alltaf smá stríðni til staðar. Á þessu tímabili fengum við einnig tækifæri á að gera aðra hluti sem Hlyni fannst skemmtilegir, við fórum í fjallgöngur, partý, golf, ferð í kringum landið og svo margt annað sem við erum þakk- látir fyrir. Við horfum á eftir okkar besta vini fullir söknuði. Þú átt stað í hjarta okkar allra, Gulgast að eilífu, Andrés Uggi Burknason, Breki Einarsson, Daníel Þór Rúnarsson, Jón Kaldal, Kristófer Karl Jensson, Logi Sæmunds- son, Pétur Jökull Þor- valdsson, Viktor Snær Rúnarsson, Þorkell Helgason. MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021 Elskulegur sonur okkar og bróðir, SIGURÐUR JÓHANN RUI HELGASON, sem lést 7. mars, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 19. mars klukkan 13. Vegna sóttvarnareglna er sætaframboð í kirkjunni takmarkað við nánustu ættingja og vini en útförinni verður streymt á hlekknum: https://youtu.be/e9t46wOJnyU Anna María Sigurðardóttir Helgi Jóhannesson Þórný Jónsdóttir Anna Lucia Helgadóttir Jóhannes L.L. Helgason Sími · 567 9110 · utfarir@utfarir.is · www.utfarir.is Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ HELGA BJÖRNSDÓTTIR frá Suðureyri, áður Árskógum 8, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík 7. mars. Útförin fer fram frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 20. mars klukkan 14. Útförinni verður streymt á facebooksíðu Guðmundar Viktors Gústafssonar. Guðmundur Viktor Gústafsson Guðbjörg Gústafsdóttir Magnús Gústafsson og fjölskyldur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ÞÓRA HJALTADÓTTIR, Grænumýri 12, Seltjarnarnesi, varð bráðkvödd aðfaranótt sunnudagsins 7. mars. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 19. mars klukkan 15. Allir velkomnir á meðan húsrúm og fjöldatakmarkanir leyfa. Gestir eru beðnir að mæta með miða með nafni, kennitölu og símanúmeri. Útförinni verður streymt á slóðinni https://youtu.be/HOLa6GIfXPs. Sara Þórunn Óladóttir Houe Sölvi Þórðarson Hjalti Thomas Houe Sólrún Fönn Þórðardóttir og barnabörn Elskuleg systir okkar og mágkona, SVANDÍS SIGURÐARDÓTTIR frá Landamóti, Hafnarstræti 16, Akureyri, lést á heimili sínu 12. mars. Útför hennar fer fram frá Höfðakapellu þriðjudaginn 23. mars klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis nánustu ættingjar viðstaddir. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið í Hafnarstræti 16 fyrir einstaka umönnun og hlýju. Klara S. Sigurðardóttir Sigurður Ólafsson Sigurður M. Sigurðsson Guðrún Stefánsdóttir Þormóður Sigurðsson Ave Kara Sillaots Baldvin H. Sigurðsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÓNA ARADÓTTIR, lést á krabbameinsdeild Landspítala sunnudaginn 14. mars. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 23. mars klukkan 13. Magnús Gunnarsson Feldís Lilja Óskarsdóttir Ari Gunnarsson Anna Eyberg Hauksdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, INGIBJÖRG MATTHÍASDÓTTIR, fyrrv. flugfreyja, frá Vík sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 3. mars, verður jarðsungin frá Víkurkirkju laugardaginn 20. mars klukkan 14. Vinir og ættingjar velkomnir en í ljósi aðstæðna eru gestir beðnir um að hafa með sér á blaði nafn, kennitölu og símanúmer. Kolbrún Matthíasdóttir Einar Matthíasson Halldóra Svanbjörnsdóttir og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA ÓLAFSDÓTTIR STOLZENWALD, fyrrum til heimilis í Nestúni 10, Hellu, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands mánudaginn 16. mars. Sólveig Stolzenwald Gústav Þór Stolzenwald Ólafur Egill Stolzenwald og fjölskyldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.