Morgunblaðið - 18.03.2021, Síða 56
56 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021
Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík
Opnunartími
8:00-16:30
Veitingamenn athugið!
Við sérhæfum okkur í þjónustu fyrir veitingahús
60 ára Heimir er
Reykvíkingur, ólst upp
í Smáíbúðahverfinu, en
býr í Hafnarfirði. Hann
stundaði nám í við-
skiptafræði og stjórn-
málafræði við HÍ.
Heimir er útvarps-
maður á Bylgjunni. Hann varð Íslands-
meistari í fótbolta og handbolta sama
ár með Víkingi og spilaði landsleiki í
báðum greinum.
Maki: Rúna Guðmundsdóttir, f. 1958,
fornleifafræðingur og listasagnfræð-
ingur.
Börn: Brynjar Árni, f. 1986, Thelma
Rún, f. 1992, og Alexandra Aldís, f.
1994. Stjúpsonur er G. Magni Ágústs-
son.
Foreldrar: Ragnhildur Jónsdóttir, f.
1930, d. 2015, húsmóðir, og Karl Finn-
bogason, f. 1928, járnsmiður, búsettur í
Hafnarfirði.
Karl Heimir Karlsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Láttu það ekki slá þig út af laginu
þótt óvænt atvik knýi þig til að breyta áætl-
unum þínum. Sá/sú sem biður þig um að
breyta reglunum gerir það eflaust aftur.
20. apríl - 20. maí +
Naut Það verður enginn hlutur að veruleika
bara vegna þess að þú óskar eftir því.
Komdu til dyranna eins og þú ert klæddur.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú þarft að vera viðbúinn því að
þurfa að taka þátt í umræðum til þess að
koma skoðunum þínum á framfæri.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Ekki kaupa neitt af fljótfærni í dag.
Forðastu umfram allt að berja höfðinu við
steininn þegar um viðurkenndar stað-
reyndir er að ræða.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú mátt eiga von á því að meiri
áhersla verði á heimili og fjölskyldu næstu
vikur. Reyndu að leiða hjá þér furðulegan
tjáningamátann og einbeittu þér að hjálp-
legu atriðunum.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Hvert augnablik dagsins þarf ekki
að vera skipulagt. Svona tækifæri gefast
ekki oft og nýttu því daginn til hins ýtrasta.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú siglir nokkuð lygnan sjó í sam-
skiptum við vini og vandamenn og ættir að
nota tækifærið til að auka þau. Aðeins
þannig getur þú um frjálst höfuð strokið.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þótt þér þyki eitthvað gott er
ekki þar með sagt að nágranni þinn sé
sama sinnis. Treystu innsæi þínu í sam-
bandi við hvað er raunverulega á seyði.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Það getur komið sér vel að vera
gæddur hæfilegum skammti af þrjósku
þegar allir vilja kasta sinni ábyrgð yfir á þig.
Vertu góð(ur) við sjálfa(n) þig og slakaðu á.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Gefðu kost á þér á framabraut-
inni, sama hversu illa þér hefur gengið til
þessa. Vertu samt var um þig.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Vinnufélagar þínir sýna þér
óvenjumikinn stuðning og samstarfsvilja á
næstu vikum. Basl og þjáning eru val-
kostur, hvað kýst þú? En eins og þú veist er
stundum ekkert að njóta.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Taktu mark á ráðleggingum þeirra
sem þykir vænt um þig og settu þær ofar
öllu öðru. Vendu þig af því að keyra skoð-
anir þínar ofan í aðra.
sinni, Ingu Eyfjörð Sigurðardóttur,
á gamlársdag 1973.
Frank var settur kennari við
barnaskóla Reykjavíkur 1963 og
kenndi við Breiðagerðisskóla. Þá
var hann skólastjóri við Tónlistar-
skóla Kópavogs frá 1965 til 1967 og
kenndi auk þess við fleiri skóla. Ár-
ið 1971 fluttist Frank út á land og
gerðist kennari við Tónlistarskóla
Sauðárkróks og kenndi þar við bæði
andi eiginkonu sinni, Bryndísi Frið-
riksdóttur frá Raufarhöfn. Þau
byrjuðu bæði að vinna á Ísafirði og
héldu til í Félagsbakaríinu. Í árslok
1959 fluttust þau til Hafnarfjarðar
og hófu búskap að Hverfisgötu 22.
Lá leiðin síðan á Hólabraut 9 í
Hafnarfirði. Þar bjuggu þau til 1971
er leiðir þeirra skildi og börnin
fjögur urðu eftir hjá Bryndísi.
Frank kvæntist síðari eiginkonu
F
rank Kristinn Herluf-
sen fæddist í Alþýðu-
húsinu á Ísafirði þann
18. mars 1941. Æsku-
heimili hans var Hafn-
arstræti 11 á Ísafirði, þar sem hann
ólst upp ásamt systkinum og for-
eldrum til 18 ára aldurs.
„Leikvöllurinn á æskuslóðum var
að mestu fjaran og bryggjurnar á
Ísafirði,“ segir Frank. Hann keppti
fyrir Vestra og vann til verðlauna í
sundi og skíðagöngu. Einnig vann
hann til verðlauna í skák og tvívegis
fyrir framúrskarandi árangur í pí-
anónámi. Hann spilaði í Lúðrasveit
Ísafjarðar á bassa og fleira undir
stjórn föður síns. „Pabbi var góður
stjórnandi, útsetjari og dreif sveit-
ina áfram með hrífandi trommu-
leik.“ Frank spilaði einnig fyrir
dansi með hljómsveitinni BG.
Frank var í barna- og gagnfræða-
skólanum á Ísafirði og lauk þaðan
gagnfræðaprófi. Hann stundaði pí-
anónám við Tónlistarskóla Ísafjarð-
ar frá 1952 í þrjú og hálft ár hjá
Ragnari H. Ragnars. Árin 1961-
1964 var Frank nemandi við Tón-
listarskólann í Reykjavík. Lauk
hann tónlistarkennaraprófi 1963 og
stundaði svo áframhaldandi píanó-
nám undir handleiðslu Ásgeirs
Beinteinssonar.
Frank byrjaði sjómennsku 13 ára
á Kvikk. „Þetta var níu tonna bátur
sem Binni einfætti gerði út á smá-
síldarveiðar. Frekari sjómennska
tók við m.a. handfæraveiðar á Ver
IS með Agnari Guðmunds. Ekki
voru komnar rúllur við veiðarnar
heldur var girnið dregið á höndum
um borð og allur fiskur hand-
merktur. Síðan á Víking IS með
Hermanni Sig á síldar- og smokk-
fiskveiðum, á Gulltopp GK með
Braga Björnssyni á reknetaveiðum
og á Fram GK með Leifi úr Garði á
smokkfiskveiðum.“
Árið 1958 fluttu foreldrar Franks
frá Ísafirði til Danmerkur. Á þess-
um tíma hafði Frank kynnst þáver-
barna- og framhaldsskólann. Var
hann að auki organisti við kirkjuna
á staðnum.
Árið 1972 færði hann sig til
Ólafsfjarðar og stýrði þar tónlistar-
skólanum, kenndi við barna- og
framhaldsskólann og sinnti störfum
organista við Ólafsfjarðar- og Kvía-
bekkjarkirkjur. Árið 1982 fluttist
Frank í Voga á Vatnsleysuströnd
og tók þar við starfi organista við
Kálfatjarnarkirkju og kenndi við
Stóru-Vogaskóla og tónlistarskól-
ann í Vogum. Síðar komu störf við
Hvalsneskirkju og tónlistarskólann
í Sandgerði og tónlistarskólann í
Grindavík til 73 ára aldurs er
starfsferli lauk. „Ég sinnti helst
píanókennslu en kenndi einnig á
klarínett, ýmis blásturshljóðfæri,
harmonikku og fleiri hljóðfæri auk
meðleiks. Ég stjórnaði einnig
nokkrum karla- og barnakórum auk
kirkjukóra.“
Á árunum 1962-1967 starfaði
Frank á sumrin sem lögreglumaður
í Reykjavík. Síðar voru sumar-
störfin tengd sjónum. Árið 1974
keyptu Frank og Úlfar Guðmunds-
son prestur á Ólafsfirði, þriggja
tonna trillu, sem hlaut nafnið Gull-
toppur. Reru þeir bátnum til hand-
færaveiða. Síðar var Frank að
mestu einn á trillunni og gerðist út-
gerðarmaður árið 1981. „Keypti ég
þá hjallaefni, reisti þrjú hjallabil,
fór að fiska, spyrða, hengja upp,
þurrka, taka niður, pakka og selja
skreið til Nígeríu. Hafði ég lið af
eiginkonu minni Ingu og Gunnari
Sigvalda útgerðarmanni við þann
gjörning.“
Frank hefur frá unga aldri haft
yndi af skák og tefldi um árabil
kappskák á vegum Taflfélags
Reykjavíkur bæði á skákþingum og
haustmótum félagsins. Á árunum
sem hann bjó út á landi sneri hann
sér að bréfskák og tefldi á inn-
lendum og erlendum vettvangi á al-
þjóðlegum mótum og landsliðs-
keppnum fyrir Íslands hönd. Var
Frank Herlufsen, fyrrverandi tónlistarkennari og organisti – 80 ára
Með börnunum Guðrún Ásta, Sandra, Grétar, Sara Helga og Frank.
Hefur gaman af því að leysa
skákþrautir og spila snóker
Organistinn Frank við orgelið í Kálfatjarnarkirkju.
50 ára Ave er frá
bænum Karksi í Eist-
landi. Hún kláraði
meistaranám í harm-
onikuleik og tónlist-
arkennslu við Lithá-
ísku tónlistar- og
leiklistarakademíuna
í Vilníus og er í kantorsnámi við Tón-
skóla þjóðkirkjunnar. Ave fluttist til Ís-
lands 2002 til að verða tónlistarkenn-
ari á Þórshöfn, og fluttist 2004 til
Ólafsfjarðar. Hún kennir við Tónlistar-
skólann á Tröllaskaga, er organisti í
Ólafsfjarðarkirkju og kórstjóri Kirkju-
kórs Ólafsfjarðar og Karlakórs Dalvík-
ur.
Maki: Þormóður Sigurðsson, f. 1959,
vinnur hjá Vélfagi og er kirkjuvörður.
Foreldrar: Dalvi Juhkamsoo, f. 1949,
d. 2001, verkakona og harmonikkuleik-
ari, og Hans Sillaots, f. 1945, d. 2021,
vörubílstjóri.
Ave Kara Sillaots
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi fólks,svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara
eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is