Morgunblaðið - 18.03.2021, Blaðsíða 58
58 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021
Lengjubikar kvenna
A-deild, riðill 1:
Keflavík – KR ........................................... 6:0
_ Valur 9, Keflavík 9, Þróttur R. 7, Selfoss
3, ÍBV 1, KR 0.
Meistaradeild karla
16-liða úrslit, seinni leikir:
Bayern München – Lazio...................... (1:0)
Chelsea – Atlético Madrid .................... (1:0)
_ Leikjunum var ekki lokið þegar blaðið
fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/fotbolti.
England
West Ham – Birmingham ....................... 2:2
- Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn
með West Ham.
B-deild:
QPR – Millwall ......................................... 3:2
- Jón Daði Böðvarsson kom inn á hjá Mill-
wall á 77. mínútu.
Ítalía
C-deild:
Padova – FeralpiSalo.............................. 4:0
- Emil Hallfreðsson kom inn á hjá Padova
á 82. mínútu en liðið er efst í B-riðli deild-
arinnar.
Rússland
CSKA Moskva – Zenit Pétursborg........ 2.3
- Hörður Björgvin Magnússon lék allan
leikinn með CSKA en Arnór Sigurðsson
var varamaður og kom ekki við sögu.
_ Efstu lið: Zenit Pétursborg 48, Spartak
Moskva 41, CSKA Moskva 40, Lokomotiv
Moskva 37, Sotsjí 37, Rostov 37, Rubin
Kazan 37, Dinamo Moskva 36.
50$99(/:+0$
Olísdeild karla
Valur – ÍBV........................................... 28:29
Þór – ÍR................................................. 28:25
Selfoss – Afturelding............................ 23:26
Staðan:
Haukar 14 11 1 2 394:334 23
FH 14 8 3 3 413:378 19
Valur 14 8 1 5 409:378 17
Afturelding 14 8 1 5 362:362 17
Selfoss 14 7 2 5 359:347 16
KA 13 5 5 3 336:319 15
ÍBV 14 7 1 6 400:386 15
Stjarnan 14 6 2 6 381:375 14
Fram 13 6 2 5 328:326 14
Grótta 14 3 4 7 342:354 10
Þór Ak. 14 3 0 11 316:377 6
ÍR 14 0 0 14 326:430 0
Grill 66 deild kvenna
Grótta – HK U ...................................... 26:23
Þýskaland
Nordhorn – Melsungen....................... 21:29
- Arnar Freyr Arnarsson lék ekki með
Melsungen. Guðmundur Þ. Guðmundsson
er þjálfari liðsins.
Stuttgart – Balingen ........................... 27:23
- Viggó Kristjánsson skoraði 4 mörk fyrir
Stuttgart.
- Oddur Gretarsson skoraði 2 mörk fyrir
Balingen.
Wetzlar – Göppingen .......................... 31:32
- Gunnar Steinn Jónsson skoraði ekki fyr-
ir Göppingen en Janus Daði Smárason er
frá keppni vegna meiðsla.
_ Flensburg 32, Kiel 29, Magdeburg 28,
RN Löwen 26, Füchse Berlín 25, Bergisc-
her 24, Göppingen x23, Wetzlar x21, Leip-
zig 21, Melsungen 21, Stuttgart 21, Erlang-
en 20, Lemgo 18, Hannover-Burgdorf 18,
Minden 14, Balingen 11, Ludwigshafen 9,
Nordhorn 9, Essen 7, Coburg 7.
Spánn
Barcelona – Guadalajara.................... 38:27
- Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir
Barcelona sem hefur unnið alla 22 leikina.
Danmörk
Aalborg – Skjern ................................. 32:29
- Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal-
borg.
- Elvar Örn Jónsson skoraði ekki fyrir
Skjern.
Kolding – Ringsted.............................. 25:30
- Ágúst Elí Björgvinsson varði 7 skot í
marki Kolding og var með 32% markvörslu.
Ribe-Esbjerg – Aarhus ....................... 27:24
- Rúnar Kárason skoraði 5 mörk fyrir
Ribe-Esbjerg og Daníel Þór Ingason 2.
Lemvig – Tvis Holstebro .................... 29:35
- Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 2 mörk
fyrir Tvis Holstebro.
SönderjyskE – GOG ............................ 32:28
- Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark
fyrir SönderjyskE.
- Viktor Gísli Hallgrímsson varði 8 skot í
marki GOG og var með 25% markvörslu.
_ Aalborg 37, GOG 37, Holstebro 36, Sön-
derjyskE 29, Bjerringbro/Silkeborg 29,
Skanderborg 26, Skjern 25, Kolding 23,
Fredericia 20, Ribe-Esbjerg 20, Mors 17,
Aarhus 16, Ringsted 9, Lemvig 8.
Svíþjóð
8-liða úrslit, fyrsti leikur:
Malmö – Kristianstad.......................... 22:32
- Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 6
mörk fyrir Kristianstad en Teitur Örn Ein-
arsson lék ekki með liðinu.
.$0-!)49,
HANDBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Hákon Daði Styrmisson reyndist
hetja ÍBV þegar liðið heimsótti Val í
úrvalsdeild karla í handknattleik,
Olísdeildinni, í Origo-höllina á Hlíð-
arenda í fjórtándu umferð deild-
arinnar í gær.
Hákon, sem skoraði tíu mörk í
leiknum og var markahæsti leik-
maður vallarins, skoraði sigurmark
Eyjamanna úr vítakasti eftir að leik-
tíminn var runninn út, en leiknum
lauk með eins marks sigri ÍBV,
29:28.
Valsmenn náðu mest sex marka
forskoti í fyrri hálfleik, 13:7, en ÍBV
tókst að minnka forskot Valsmanna
og var staðan 14:12 í hálfleik, Val í
vil.
Valsmenn leiddu með þremur
mörkum, 26:23, þegar rúmar tólf
mínútur voru til leiksloka en þá
hrukku Eyjamenn í gang.
„Eyjamenn voru þó ekkert á því
að gefast upp og náðu að jafna metin
að nýju, 27:27, og náðu svo foryst-
unni, 27:28 þegar skammt lifði leiks.
Valsmenn töpuðu svo boltanum á
ögurstundu en Eyjamenn gerðu
slíkt hið sama og jöfnuðu Valsmenn
þegar örfáar sekúndur voru eftir.
Eyjamenn ruku hins vegar í sókn,
komu boltanum í hægra hornið þar
sem vítakast var dæmt á lokasek-
úndunni. Hákon Daði Styrmisson
skoraði úr því og Eyjamenn fóru því
með 29:28-sigur af hólmi, ótrúlegar
lokasekúndur!“ skrifaði Gunnar Eg-
ill Daníelsson meðal annars í um-
fjöllun sinni um leikinn á mbl.is.
_ Þá átti Gísli Jörgen Gíslason
stórleik fyrir Þór frá Akureyri þegar
liðið tók á móti ÍR í botnslag deild-
arinnar í Höllinni á Akureyri.
Jafnræði var með liðunum í fyrri
hálfleik og var staðan jöfn í hálfleik,
14:14.
Þegar tíu mínútur voru til leiks-
loka komust Þórsarar þremur mörk-
um yfir, 25:22, og þeir fögnuðu
þriggja marka sigri í leikslok, 28:25.
Ihor Kopyshynskyi skoraði sjö
mörk fyrir Þórsara, þar af sex úr
vítaköstum, og þá var Jovan Kuko-
bat með 45% markvörslu eða 19 skot
varin.
Hjá Breiðhyltingum var Gunnar
Valdimar Johnsen markahæstur
með átta mörk og Ólafur Haukur
Matthíasson skoruði fimm.
_ Afturelding stöðvaði sigur-
göngu Selfyssinga í Hleðsluhöllinni
á Selfossi en Selfoss var án taps í
síðustu þremur leikjum sínum í
deildinni fyrir leik gærdagsins.
Leiknum lauk með 25:23-sigri Aft-
ureldingar en Mosfellingar leiddu
með einu marki í hálfleik, 14:13.
Þorsteinn Gauti Ragnarsson var
markahæstur í liði Aftureldingar
með sjö mörk og Bergvin Þór Gísla-
son skoraði sex mörk.
Hjá Selfyssingum var Hergeir
Grímsson markahæstur með sex
mörk og Vilius Rasimas átti stórleik
í markinu og varði 22 skot.
Mögnuð endur-
koma hjá ÍBV
- Afturelding sótti tvö stig á Selfoss
Morgunblaðið/Eggert
Seigla Sigtryggur Daði Rúnarsson reynir skot að marki Valsmanna í gær.
KÖRFUBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Óvæntustu úrslit tímabilsins í úr-
valsdeild kvenna í körfuknattleik,
Dominos-deildinni, urðu í Keflavík
í gærkvöld þegar heimakonur töp-
uðu fyrir botnliði KR, 75:81.
KR hafði aðeins unnið einn af
þrettán leikjum sínum á tímabilinu
en Keflavík kom til leiks með ellefu
sigra í þrettán leikjum. KR náði
Snæfelli að stigum á botninum en
Keflavík tapaði dýrmætum stigum
í slagnum um efsta sætið.
KR var yfir í hálfleik, 44:40, og
Keflavík varð fyrir því áfalli að
Daniela Wallen gat ekki leikið síð-
ari hálfleikinn. KR náði sautján
stiga forystu snemma í þriðja leik-
hluta en Keflavík minnkaði muninn
og leikurinn var spennandi á loka-
kaflanum.
Annika Holopainen skoraði 23
stig fyrir KR og tók 12 fráköst og
Taryn McCutcheon var með 17 stig
og 14 fráköst. Hjá Keflavík var
Anna Ingunn Svansdóttir með 19
stig en Salbjörg Ragna Sævars-
dóttir skoraði 17 stig og tók 12 frá-
köst.
_ Haukar styrktu stöðu sína í
þriðja sæti með því að sigra
Skallagrím í hörkuleik á Ásvöllum,
73:69.
Staðan var 34:34 í hálfleik og
liðin skiptust á um forystuna fram-
an af seinni hálfleik. Haukar voru
yfir í fjórða leikhluta en Skalla-
grímur minnkaði muninn í 71:69
þegar 20 sekúndur voru eftir.
Alyesha Lowett tryggði sigurinn
með tveimur vítaskotum fyrir
Hauka.
Lovett skoraði 22 stig og tók 11
fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir
skoraði 13 stig og Sara Rún Hin-
riksdóttir 12. Hjá Skallagrími var
Keira Robinson með 30 stig og 10
fráköst og Sigrún Sjöfn Ámunda-
dóttir skoraði 12 stig og tók 11
fráköst.
_ Fjölnir lagði Snæfell nokkuð
örugglega í Grafarvogi, 79:71.
Staðan var 45:28 í hálfleik og
Fjölniskonur héldu öruggu forskoti
lengst af í seinni hálfleiknum.
Snæfell átti þó góðan sprett,
minnkaði muninn úr 75:53 í 75:69
og hleypti spennu í leikinn um
stund, en nær komust Hólmarar
ekki.
Ariel Hearn skoraði 19 stig fyrir
Fjölni og tók 17 fráköst og Lina
Pikciuté var með 18 stig og 14 frá-
köst. Hjá Snæfelli var Haiden Pal-
mer með tröllatvennu, 29 stig og
22 fráköst, og Anna Soffía Lár-
usdóttir skoraði 19 stig.
Morgunblaðið/Eggert
Ásvellir Keira Robinson hjá Skallagrími í baráttu við Rósu Björk Péturs-
dóttur hjá Haukum í viðureign liðanna í Hafnarfirði í gærkvöld.
Óvæntustu úrslitin á tímabilinu
- Botnlið KR sótti
tvö stig til Keflavíkur
_ Joachim Löw, þjálfari þýska karla-
landsliðsins í knattspyrnu, hefur sent
Alfreð Gíslasyni, þjálfara þýska karla-
landsliðsins í handknattleik, stuðn-
ingskveðju. Alfreð fékk hótunarbréf á
dögunum þar sem bréfritari krafðist
þess að hann segði starfi sínu lausu,
annars yrði hann heimsóttur. „Þú ert
frábær landsliðsþjálfari og við erum
stolt af þér og liðinu. Ég vona að send-
andinn finnist og verði látinn sæta
ábyrgð,“ sagði Löw m.a. í kveðju sinni
til Alfreðs. Guðni Th. Jóhannesson
forseti Íslands
sendi Alfreð einnig
kveðju vegna máls-
ins á Twitter í gær.
_ Hildigunnur
Einarsdóttir,
landsliðskona í
handknattleik,
sem hefur leikið í
níu ár sem atvinnumaður erlendis, hef-
ur samið við Val til þriggja ára, frá og
með komandi sumri. Hildigunnur, sem
er 33 ára gömul og spilar á línunni, lék
með Valsliðinu í sex ár en frá 2012 hef-
ur hún spilað með Tertnes í Noregi,
Heid í Svíþjóð, Niederösterreich í Aust-
urríki og þýsku liðunum Koblenz, Leip-
zig, Dortmund og Leverkusen.
_ Keflvíkingar hafa sagt bandaríska
körfuboltamanninum Max Montana
upp störfum vegna agabrots eftir að-
eins sex leiki með liðinu. Montana,
sem er með þýskt ríkisfang, kom til
Keflavíkur í byrjun febrúar en náði sér
ekki á strik með liðinu og var aðeins
með níu stig og tvö fráköst að með-
altali í leik.
_ Kvennalið ÍBV í knattspyrnu hefur
fengið bandaríska leikmanninn Del-
aney Baie Pridham í sínar raðir en hún
kemur beint til Eyja frá Santa Clara-
háskólanum. Pridham er 23 ára gömul
og spilar ýmist frammi eða á miðjunni.
_ Danski varnarmaðurinn Rasmus
Christiansen hefur framlengt samning
sinn við Íslandsmeistara Vals í knatt-
spyrnu og leikur því með liðinu út
tímabilið 2022 hið minnsta. Rasmus
er 32 ára og starfar jafnframt sem
kennari í Hagaskóla, en hann hefur
leikið á Íslandi frá 2010, að und-
anskildum tveimur árum í Noregi.
Hann lék með ÍBV og KR en kom til
Vals 2016 og var í láni hjá Fjölni 2019
þegar hann var að jafna sig eftir alvar-
Eitt
ogannað