Morgunblaðið - 18.03.2021, Blaðsíða 59
ÍÞRÓTTIR 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021
KSÍ hefur boðað til blaða-
mannafundar í dag þar sem
stendur til að tilkynna lokahóp
íslenska U21-árs landsliðsins
sem er á leið í lokakeppni EM
2021 í Ungverjalandi og Slóveníu.
U21-árs landsliðið fór síðast í
lokakeppni EM árið 2011 en mót-
ið fór þá fram í Danmörku. Það
var jafnframt fyrsta lokamótið
sem íslenskt karlalandslið tók
þátt í.
Spennan fyrir lokahópnum
árið 2011 var því eðlilega mikil en
leikmannakjarninn í þeim hóp
hefur verið í aðalhlutverki með
íslenska A-landsliðinu undan-
farin ár.
Spennan fyrir blaðamanna-
fundinum síðar í dag er hins veg-
ar lítil sem engin enda birtist
lokahópurinn á vef UEFA, evr-
ópska knattspyrnusambandsins,
á þriðjudagsmorgun. Talað var
um „leka“ hjá UEFA og að hóp-
urinn gæti breyst.
Þá kom það einnig til tals að
hópurinn sem birtist á vef UEFA
væri ekki endilega endanlegur
lokahópur landsliðsins. Eftir því
sem undirritaður kemst næst þá
þurfti KSÍ að skila inn lokahóp
liðsins tíu dögum fyrir fyrsta leik
sem er 25. mars.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið
sem Íslendingar og fjölmiðla-
menn þurfa að heyra af og lesa
um mannabreytingar á lands-
liðum Íslands í erlendum fjöl-
miðlum. Síðast þegar þetta gerð-
ist fékk ég góðar útskýringar á
því við hvaða verkferla væri
stuðst þegar lokahópar og leik-
mannabreytingar væru kynntar.
Það er allt hið besta mál en
það hlýtur að vera kominn tími á
breytta verkferla hjá KSÍ enda
ekki boðlegt að Íslendingar þurfi
að lesa um mannabreytingar hjá
landsliðum Íslands á erlendum
fréttaveitum.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
HM 2022
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Arnar Þór Viðarsson heldur sig við
sama kjarna og hefur skipað karla-
landslið Íslands í fótbolta undan-
farin ár en hann tilkynnti í gær 25
manna hóp fyrir leikina gegn Þýska-
landi, Armeníu og Liechtenstein í
undankeppni heimsmeistaramótsins
sem fram fara 25., 28. og 31. mars í
Duisburg, Jerevan og Vaduz.
Liðsvalið kemur að fæstu leyti á
óvart. Alfreð Finnbogason er fjar-
verandi vegna meiðsla og Jón Guðni
Fjóluson vegna kórónuveirusmits í
sínum leikmannahópi, en annars
höfðu Arnar og Eiður Smári Guð-
johnsen, aðstoðarmaður hans, að-
gengi að öllum þeim sem skipað hafa
landsliðið á síðustu misserum.
Stór skörð í báðum liðum?
Með fyrirvara þó. Fram kom á
fréttamannafundinum í gær að mál-
efni leikmanna sem koma frá Bret-
landseyjum til Þýskalands séu enn
óleyst en Arnar kvaðst vonast eftir
lausn á því á allra næstu sólar-
hringum.
Það er ansi stór fyrirvari því ís-
lenska liðið gæti mögulega verið án
Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns
Bergs Guðmundssonar, Jóns Daða
Böðvarssonar og Rúnars Alex Rún-
arssonar í fyrsta leiknum í Duis-
burg.
Á móti kemur að Þjóðverjar gætu
þá ekki heldur teflt fram leik-
mönnum enskra liða í þeim leik og
m.a. þeir Ilkay Gündogan, Antonio
Rüdiger, Timo Werner, Bernd Leno
og Kaj Havertz mættu ekki koma til
heimalandsins og spila.
Ekki kemur til greina að færa
leikinn á hlutlausan völl en kóvíd-
reglur UEFA kveða skýrt á um að
þar gildi annað með landslið með fé-
lagslið.
Arnar staðfesti að ef fjórmenning-
arnir kæmust ekki til Duisburg yrðu
leikmenn kallaðir upp úr 21-árs
landsliðinu til að fylla í skörðin, en
viðkomandi leikmenn myndu þá um
leið missa af fyrsta leik þess í úr-
slitakeppni Evrópumótsins í Ung-
verjalandi sem fer fram sama dag.
Alfons hægri bakvörður?
Alfons Sampsted og Arnór Sig-
urðsson eru í A-landsliðshópnum og
verða þar af leiðandi ekki með 21-árs
liðinu á EM. Þetta gefur sterkar vís-
bendingar um að þeir muni koma
talsvert við sögu, enda væru þeir
tæplega teknir af 21-árs liðinu til
þess eins að sitja á bekknum hjá A-
liðinu.
Þar með má búast við því að Alf-
ons spili tvo leikjanna eða jafnvel
alla þrjá í stöðu hægri bakvarðar.
Arnar hefur áður sagt og ítrekaði á
fundinum að hann vildi helst að leik-
menn spiluðu með landsliði þær
stöður sem þeir eru vanir að spila
með félagsliði. Guðlaugur Victor
Pálsson væri því fyrst og fremst val-
inn sem miðjumaður þótt hann hefði
leyst stöðu hægri bakvarðar upp á
síðkastið og skilað henni með mikl-
um sóma.
Eins ætti þá að vera nokkuð ljóst
að Arnór muni spila talsvert og því
kæmi ekki á óvart að hann yrði í
byrjunarliðinu í allavega einum af
þessum þremur leikjum.
Fagnaðarefni fyrir landsliðið
Kolbeinn Sigþórsson er í hópnum
og er byrjaður að spila með Gauta-
borg. Eiður Smári sagði að hann
væri heill heilsu, sem væri fagnaðar-
efni fyrir landsliðið. Lars Lagerbäck
hefur fylgst vel með Kolbeini í Sví-
þjóð og sagði hann enn vanta snerpu
en hefði sýnt margt af því sem hann
hefði áður gert með íslenska lands-
liðinu og gæti því reynst því vel í
þessu verkefni.
Björn Bergmann Sigurðarson
kemur inn í liðið eftir nokkra fjar-
veru en hann hefur spilað með
Molde í 32- og 16-liða úrslitum Evr-
ópudeildarinnar á síðustu vikum.
Hvað með Emil og Viðar?
Af þeim sem ekki eru valdir í
þennan 25 manna hóp er athyglis-
verðasta fjarveran hjá þeim Viðari
Erni Kjartanssyni, Emil Hallfreðs-
syni og Samúel Kára Friðjónssyni.
Viðar hefur verið einn drýgsti
markaskorari Íslendinga erlendis
um árabil, Emil er vissulega 37 ára
en hefur spilað mikið á Ítalíu í vetur
og Samúel hefur verið í og við hóp-
inn undanfarin misseri. Viðar og
Emil myndu allavega koma inn í
hópinn með talsverða reynslu ef
„Englendingarnir“ fengju ekki að
fara til Duisburg en Arnar svaraði
því aðspurður að leikmenn 21-árs
liðsins hentuðu betur til að fylla í
þau skörð ef til kæmi.
Enn er talsverð óvissa
fyrir leikinn í Duisburg
- Margir leikmanna Íslands og Þýskalands gætu enn misst af leiknum
Morgunblaðið/Eggert
Tilbúnir Hannes Þór Halldórsson, Birkir Bjarnason, Guðlaugur Victor Pálsson, Rúnar Már Sigurjónsson og
Arnór Ingvi Traustason eru allir í íslenska landsliðinu sem leikur við Þýskaland, Armeníu og Liechtenstein.
MARKVERÐIR:
Hannes Þór Halldórsson, Val ................................................................... 74 0
Ögmundur Kristinsson, Olympiacos, Grikklandi .................................. 17 0
Rúnar Alex Rúnarsson, Arsenal, Englandi............................................. 7 0
VARNARMENN:
Ragnar Sigurðsson, Rukh Lviv, Úkraínu................................................ 97 5
Birkir Már Sævarsson, Val ....................................................................... 95 2
Kári Árnason, Víkingi R............................................................................ 87 6
Ari Freyr Skúlason, Oostende, Belgíu .................................................... 77 0
Sverrir Ingi Ingason, PAOK, Grikklandi................................................ 36 3
Hörður Björgvin Magnússon, CSKA Moskva, Rússlandi...................... 34 2
Hólmar Örn Eyjólfsson, Rosenborg, Noregi .......................................... 19 2
Hjörtur Hermannsson, Bröndby, Danmörku ......................................... 18 1
Alfons Sampsted, Bodö/Glimt, Noregi.................................................... 2 0
MIÐJUMENN:
Birkir Bjarnason, Brescia, Ítalíu ............................................................. 92 13
Aron Einar Gunnarsson, Al-Arabi, Katar............................................... 91 2
Gylfi Þór Sigurðsson, Everton, Englandi ............................................... 78 25
Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley, Englandi.................................... 77 8
Arnór Ingvi Traustason, New England Revolution, Bandaríkj........... 37 5
Rúnar Már Sigurjónsson, CFR Cluj, Rúmeníu ....................................... 30 1
Guðlaugur Victor Pálsson, Darmstadt, Þýskalandi .............................. 23 0
Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva, Rússlandi......................................... 11 1
SÓKNARMENN:
Kolbeinn Sigþórsson, Gautaborg, Svíþjóð.............................................. 60 26
Jón Daði Böðvarsson, Millwall, Englandi ............................................... 55 3
Albert Guðmundsson, AZ Alkmaar, Hollandi ........................................ 18 3
Björn Bergmann Sigurðarson, Molde, Noregi....................................... 17 1
Hólmbert Aron Friðjónsson, Brescia, Ítalíu ........................................... 4 2
Íslenski landsliðshópurinn
Dominos-deild kvenna
Fjölnir – Snæfell................................... 73:69
Haukar – Skallagrímur........................ 73:69
Keflavík – KR ....................................... 75:81
Breiðablik – Valur.............................. (65:51)
_ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun.
Staðan fyrir leik Breiðabliks og Vals:
Valur 13 11 2 974:794 22
Keflavík 14 11 3 1134:1027 22
Haukar 14 10 4 1003:925 20
Fjölnir 14 9 5 1073:1014 18
Skallagrímur 14 6 8 973:1004 12
Breiðablik 13 4 9 801:851 8
Snæfell 14 2 12 1002:1106 4
KR 14 2 12 947:1186 4
Spánn
Fuenlabrada – Andorra...................... 65:75
- Haukur Helgi Pálsson skoraði 3 stig fyr-
ir Andorra og tók auk þess 2 fráköst á 19
mínútum.
NBA-deildin
Boston – Utah ................................... 109:117
Miami – Cleveland.............................. 113:98
Philadelphia – New York..................... 99:96
Chicago – Oklahoma City ................ 123:102
Houston – Atlanta ............................ 107:119
Portland – New Orleans .................. 125:124
LA Lakers – Minnesota................... 137:121
57+36!)49,
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
IG-höllin: Þór Þ. – Stjarnan................. 18.15
MVA-höllin: Höttur – KR.................... 19.15
Ásvellir: Haukar – Grindavík .............. 20.15
Origo-höllin: Valur – Tindastóll .......... 20.15
1. deild kvenna:
Ísafjörður: Vestri – Fjölnir b ................... 18
Í KVÖLD!
leg meiðsli. Rasmus á að baki 141 úr-
valsdeildarleik hér á landi.
_ Hafþór Harðarson úr ÍR og Marika
Katarina E. Lönnroth úr Keilufélagi
Reykjavíkur urðu Íslandsmeistarar
einstaklinga í keilu í fyrrakvöld. Hafþór
hreppti titilinn í fimmta sinn en Mar-
ika, sem fékk íslenskan ríkisborgara-
rétt fyrir ári, vann í fyrsta skipti. Það
voru Gunnar Þór Ásgeirsson úr ÍR og
Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR sem
töpuðu úrslitaleikjunum gegn þeim.
_ Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður
í knattspyrnu á möguleika á að leika
sinn 100. A-landsleik 31. mars þegar
Ísland mætir Liechtenstein í Vaduz.
Ragnar er næstleikjahæsti leikmaður
karlalandsliðsins
frá upphafi með
97 leiki en það á
þrjá leiki fyrir
höndum í lok
mars, gegn Þýska-
landi, Armeníu og
Liechtenstein.
_ Handboltamað-
urinn Jóhann Birgir Ingvarsson er
kominn til liðs við FH á ný og hefur
samið við félagið til ársins 2023. Jó-
hann lék með HK í hálft annað ár en
fékk sig lausan undan samningi þar í
lok janúar.
_ Skautafélag Reykjavíkur fékk í
fyrrakvöld sín fyrstu stig á Íslands-
móti karla í íshokkíi, Hertz-deildinni,
með því að sigra Fjölni 3:2 eftir fram-
lengingu og vítakeppni í Egilshöllinni.
Sextán ára piltur, Níels Hafsteinsson,
skoraði sigurmark SR í vítakeppninni.
SA er með 21 stig, Fjölnir 13 og SR tvö
stig.
_ Paul Pogba, Marcus Rashford og
David de Gea gætu allir spilað með
Manchester United gegn AC Milan í
kvöld þegar liðin mætast í Mílanó í
seinni leiknum í 16-liða úrslitum Evr-
ópudeildarinnar í fótbolta. Þeir koma
allir inn í hópinn á ný og fóru með lið-
inu til Ítalíu í gær. Fyrri leikurinn end-
aði 1:1. Edinson Cavani hefur hins-
vegar ekki náð sér af meiðslum og
verður ekki með United.
_ Ólafur Guð-
mundsson skoraði
sex mörk fyrir
Kristianstad í gær-
kvöld þegar liðið
hóf úrslitakeppn-
ina um sænska
meistaratitilinn í
handknattleik með
látum. Kristian-
stad, sem varð í sjötta sæti úrvals-
deildarinnar, sótti heim Malmö, sem
endaði í þriðja sæti, og vann yfirburða-
sigur, 32:22. Þrjá sigra þarf til að kom-
ast áfram og liðin mætast næst á
laugardaginn í Kristianstad. Íslend-
ingaliðin Guif, Skövde og Alingsås
hefja öll keppni í átta liða úrslitunum í
kvöld.