Morgunblaðið - 18.03.2021, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 18.03.2021, Qupperneq 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Vandamálið í okkar nútíma vest- ræna samfélagi er að við hugsum hlutina mikið út frá okkur sjálfum, en kannski ekki út frá því hvernig þeir hafa áhrif á aðra. Ég tek fram að ég er ekkert öðruvísi eða betri en aðrir í því, en í þeim dæmum sem ég tek í bókinni þá er fólk í raun tilbúið til að nýta aðra í eigin þágu, að einhverju leyti, þótt það sé ekki endilega vísvitandi. Sjálf- hverfan í nútímanum hefur ýmsar afleiðingar,“ segir Ingólfur Eiríks- son en hann og Elín Edda Þor- steinsdóttir sendu nýlega frá sér bókina Klón – eftirmyndasögu. Ingólfur er höfundur textans en Elín sá um að myndlýsa. Klón er nístandi fyndin ljóðsaga þar sem rakin er ævisaga klónhundsins Samsonar Ólafssonar Moussaieff. Þótt bókin sé fyndin þá liggja und- ir pælingar um ábyrgð mannsins gagnvart lífinu á jörðinni, um dauða og endurfæðingu. Bókin fjallar augljóslega um annað og meira en hundinn Samson, og þeg- ar Ingólfur er spurður að því hvort hann hafi áhyggjur af hegðun hins vestræna, ríka nútímamanns þar sem kapítalísk lögmál markaðar ríkja játar hann því. „Þessi saga sem ég segi í bók- inni er kannski ekki alvarlegasta dæmið um það, en þetta er ákveðin birtingarmynd stærra samhengis, sem er þessi hugmynd að maður- inn taki sér algjört leyfi til að gera það sem honum sýnist. Því miður er slík hegðun fyrirferðarmikil í vestrænni menningarsögu og verð- ur þeim mun alvarlegri eftir því sem tækni, afköstum og umfangi vindur fram.“ Sorgin blindar fólk Ingólfur segir að þessi hugsun sem kjarnast í bókinni hafi farið af stað hjá honum þegar hann heyrði að fólk væri að láta klóna gælu- dýrin sín. „Fyrst fannst mér það absúrd og nánast fyndið, en svo áttaði ég mig á að það er kannski meiri harmur og jafnvel ofbeldi sem býr þarna undir. Að fólk vilji láta klóna dýr sýnir að það getur ekki sætt sig við dauðleikann. Í bókinni kem ég líka inn á ævi spænska listamannsins Salvadors Dalís sem fæddist níu mánuðum eftir dauða eldri bróður síns og var skírður sama nafni og hann. Dalí átti því með einhverjum hætti að koma í staðinn fyrir hinn dána Salvador, enda var hann mjög upptekinn af þessum undangengna bróður alla ævi,“ segir Ingólfur og tekur fram að hann geri sér grein fyrir að þetta sé ekki gert af neinni mannvonsku, hvorki klónun Sáms, né nafngift foreldra Dalís á syni sínum eftir dána bróðurnum. „Sorgin blindar fólk á að mögu- lega sé það að gera eitthvað á hlut annarra, eitthvað sem hefur afleið- ingar sem engan óraði fyrir, sér- staklega er ég þá að hugsa um for- eldra Salvador-bræðranna. Það sem mér fannst óþægilegt við þessar gjörðir, eins og klónun, er þessi tilhneiging til að slá sorg- inni á frest, af því að sorgin grefur sig miklu dýpra inn í sálarlíf fólks og veldur miklu meiri komplexum ef ekki er tekist á við hana. Fólk fær þá aldrei þetta kaþarsíska upp- gjör sem er nauðsynlegt,“ segir Ingólfur og ítrekar að hann sé ekki með ljóðsögu sinni um klónið Sam- son að deila persónulega á Dorrit og Ólaf Ragnar, heldur notar hann aðeins þetta dæmi úr raunveruleik- anum til að velta upp pælingum í stærra samhengi. Leikföng fyrir menn og Guð Fleiri klón koma við sögu í bók Ingólfs, einn kafli bókarinnar heitir Dollý, og fjallar um þá klónuðu kind sem var tekin úr brjóstkirtils- frumu. Í þeim sama kafla er spegl- un við sköpunarsöguna, og rifbein Adams, sem Eva var jú gerð úr: Rifbein og brjóstkirtilsfruma, eins og leggur og skel. Leikföng fyrir mennina og Guð. Þarna er vísað til þess óhugnaðar að maðurinn lítur gjarnan á sig sem Guð og vílar ekki fyrir sér að krukka í sköpunar- verkið. Í sama kafla kemur Ing- ólfur inn á yfirgang karlmannsins: Guð skapaði heiminn og öll dýrin nema Evu. Aðeins konan var sköp- unarverk karlmannsins. Hann hafði bráð undir rifi hverju. Þegar Ingólfur er spurður hvort honum finnist karlmaðurinn í mannlegu samfélagi vera stórtækur og yfirvöðslusamur segir hann að klárlega sé það svo. „Þannig hefur það verið í mann- kynssögunni. Þessi hefð að hugsa um manninn sem mælikvarða allra hluta, hún er mjög karlmannleg og sprottin út frá því sem við í hug- vísindunum mundum kalla karllæga orðræðuhefð. Þetta er ákveðin birt- ingarmynd þess. Samasemmerki er sett á milli þess að karlinn eigi að beygja konuna og náttúruna undir vilja sinn.“ Mun keyra okkur í þrot – Gera má ráð fyrir að verið sé að krukka miklu meira í náttúruna en upp er gefið, en hvert leiðir það okkur? Mun mannkynið stöðugt ganga lengra eða mun það vitkast? „Ég veit ekki með klónunina, en stóri vinkillinn í þessari ljóðsögu minni er að mannkynið þarf að hugsa miklu meira út fyrir sjálft sig. Til þess að lifa af þarf það að hugsa heiminn út frá hagsmunum alls lífs á jörðinni. Vegna þess að sú stefna sem við erum á núna, með þessari gegndarlausu neyslu, mun keyra okkur í þrot ef fram heldur sem horfir. Þessi áníðsla á náttúrunni, sem klónun er ein birt- ingarmynd af, að grípa þannig inn í sköpunarverkið og ráðskast með það, hún gengur ekki til lengdar. Þótt klónin í minni sögu séu áhuga- verð, furðuleg og fyndin, þá hugs- aði ég þau fyrst og fremst sem grunn til að spinna út frá, segja með þeim annað og meira,“ segir Ingólfur sem er í ritlistarnámi við Háskóla Íslands og hefur lokið meistaranámi í nútímabókmenntum frá Edinborgarháskóla. Að lokum er því vert að spyrja hvort fleiri handrit leynist í hans skúffum. „Í haust kemur út skáldsaga eftir mig, hún heitir Stóra bókin um sjálfsvorkunn.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Höfundar Ingólfur er höfundur textans í bókinni KLÓN, eftirmyndasögu, en Elín Edda sá um að myndlýsa. Sjálfhverfan hefur ýmsar afleiðingar - „Mannkynið þarf að hugsa miklu meira út fyrir sjálft sig,“ segir Ingólfur Eiríksson um KLÓN, ljóðsögu sína, þar sem rakin er ævisaga klónhundsins Samsonar Ólafssonar Moussaieff Sýning Þórunnar Báru Björns- dóttur, Surtsey – Mosabollar í boði náttúrunnar, verður opnuð í Gall- eríi Gróttu í dag kl. 14 til 18.30. Þórunn lauk myndlistarnámi frá Edinborgarháskóla, og MASL frá Wesleyan-háskóla í CT í Bandaríkj- unum. Hún hefur haldið fjölmargar sýningar hérlendis og erlendis. „Þórunn hefur undanfarinn áratug skoðað hvernig við skynjum náttúr- una umhverfis okkur. Og hvernig náttúran tengist okkar eigin vitund og upplifun í gegnum skilningar- vitin, eigin reynslu og innlegg nátt- úruvísindamanna. Við erum sjálf hluti af náttúrunni og því felst í þessu ákveðin sjálfsskoðun. Aðals- merki lífs eru sífelldar breytingar og tilraunir. Vistkerfið er marg- breytilegt og samofið ýmsum ferl- um. Jörðin hefur síðasta orðið,“ segir m.a. í tilkynningu. Sýningin stýrist af þeim tak- mörkunum sem Covid-19 setur okk- ur. Opið er í galleríinu kl. 10-18.30 mánudaga til fimmtudaga og kl. 10- 17 föstudaga og 11-14 laugardaga. „Jörðin hefur síðasta orðið“ Náttúra Hluti af verki eftir Þórunni. BÍLAMERKINGAR Vel merktur bíll er ódýrasta auglýsingin Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is 06.03.–19.09.2021 Sigurhans Vignir Hið þögla en göfuga mál www.borgarsogusafn.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.