Morgunblaðið - 18.03.2021, Page 62

Morgunblaðið - 18.03.2021, Page 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021 Morgunblaði/Arnþór Birkisson Innlifun Fiðluleikarinn Pekka Kuusisto og hljómsveitarstjórinn Daníel Bjarnason á æfingu í Eldborg í gærmorgun. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Grammy-veisla er yfirskrift tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eld- borg Hörpu í kvöld kl. 20. Þar stjórnar Daníel Bjarnason verkunum Meta- cosmos eftir Önnu Þorvaldsdóttur og Oceans eftir Mar- íu Huld Markan Sigfúsdóttur sem voru á diskinum Concurrence, en Daníel og hljóm- sveitin voru til- nefnd til Grammy- verðlauna í flokkn- um Besti hljóm- sveitarflutningur. Pekka Kuusisto leikur síðan ein- leik í fiðlukonsert Daníels sem er að finna á Occurrence, nýjasta disknum í þriggja diska röð með nýrri íslenskri tónlist sem gefin er út af bandarísku útgáfunni Sono Luminus. „Tilnefningin hafði mikla þýðingu fyrir íslenska tónlistarmenningu sem heild þar sem Daníel og hljómsveitin voru tilnefnd fyrir að flytja íslenska tónlist undir stjórn íslensks hljóm- sveitarstjóra með íslenskum einleik- urum. Þessi tilnefning var því viður- kenning á þeirri grósku sem ríkt hefur í íslensku klassísku tónlistarsenunni,“ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ). Spurð hvort framhald verði á sam- starfi SÍ við Sono Luminus svarar Lára Sóley því játandi. „Við vorum að ganga frá samningi á nýjum diski í samstarfi við Sono Luminus og Daní- el,“ segir Lára Sóley og tekur fram að á væntanlegum diski muni Daníel stjórna bæði nýrri íslenskri og amer- ískri klassískri tónlist í flutningi SÍ. „Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með upptökuferlinu á síðustu árum því þeir hjá Sono Luminus gefa sig alla í verkefnin. Þá skiptir auðvitað máli að hljómsveitin og hljóðfæraleik- ararnir séu tilbúnir að fara óhefð- bundnar leiðir. Þau eru orðin ýmsu vön, ekki síst út af kófinu sem hefur verið endalaus þjálfun í því að laga sig að alls konar breytingum,“ segir Lára Sóley og tekur fram að hún sé þakklát fyrir að hægt hafi verið að halda viku- lega tónleika fyrir áhorfendur frá ára- mótum enda sé slíkt ekki sjálfgefið í heimsfaraldri. Sem fyrr segir er einleikari kvölds- ins Pekka Kuusisto. „Við erum búin að bíða lengi eftir að fá hann til landsins til að spila verkið með hljómsveitinni, en það hefur verið hægara sagt en gert að finna tíma, þannig að eftir- væntingin er mikil,“ segir Lára Sóley og leynir ekki hrifningu sinni á verk- inu sem hún lýsir sem mögnuðu. Spurð hvort þá sé ekki grátlegt að ekki sé hægt að leyfa fleiri en 800 tón- leikagestum að njóta upplifunarinnar á staðnum vegna samkomutakmakana svarar Lára Sóley. „Ég er bara þakk- lát fyrir að við megum vera með áhorf- endur í sal, því flestar hljómsveitir í heiminum sem eru starfandi í dag eru enn aðeins að streyma tónleikum án áhorfenda. Frá því að áhorfendur voru aftur leyfðir í hús hefur fjöldi þeirra farið stigvaxandi með hverjum tón- leikum og við finnum hvernig orkan eykst í salnum eftir því sem áhorf- endur eru fleiri. Við hlökkum því eðli- lega til þegar við megum aftur vera með fullan sal.“ Tónleikar kvöldsins eru sendir út í beinni útsendingu á Rás 1. Magnað verk - Pekka Kuusisto leikur einleik í fiðlukonsert Daníels Bjarnasonar með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld Lára Sóley Jóhannsdóttir Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Sýningunni var frestað aftur og aft- ur en ég hélt áfram að vinna og vinna og það er eiginlega orðið vandamál hvað ég er komin með mörg verk að sýna,“ sagði Auður Lóa Guðnadóttir myndlistarkona og hló þar sem hún stóð í vikunni innan um fjölmörg verk sín sem hún var að stilla upp í D-sal Hafnarhúss Listasafns Reykjavíkur. Sýning hennar nefnist Já/Nei og verður opin gestum frá kl. 17 í dag, fimmtudag, en vegna samkomutak- markana verður ekki um hefðbundna opnun að ræða. Auður Lóa nam myndlist við Listaháskóla Íslands og lauk BA- gráðu árið 2015. Síðan hefur hún starfað sjálfstætt og í samstarfi við aðra listamenn. Hún hlaut hvatningarverðlaun Íslensku mynd- listarverðlaunanna árið 2018. Hún fæst mest við skúlptúr og vinnur gjarnan með hversdagslegt myndefni og sterkt myndmál. Í verkum sínum leitast hún við að túlka hið óvænta, en almenna. Eins og segir í tilkynningu eiga verkin í innbyrðis samtali en einnig við miðilinn og efniviðinn, sem er pappamassi. Þau segja óræðar sögur og í verkunum sem hún sýnir nú „er engu líkara en að gengið sé inn í leitarsögu listamannsins á netinu. Í salnum ægir saman tugum skúlptúra sem vísa í sögu, samtíma, listasögu, dægurmenningu, pólitík og hið fyndna og undarlega. Listamaðurinn hefur fundið innblástur á ferðalögum sínum niður hinar ýmsu kanínuholur veraldarvefjarins, vistað stafrænar myndir sem vekja hjá henni áhuga og undrun og endurskapað í þrívíðum minnisvörðum úr pappamassa.“ Vísar í skrautstyttur Auður Lóa sækir við gerð fígúra- tífra verkanna, sem eru í kringum okkur í salnum, innblástur í svokall- aðar Staffordshire-styttur sem urðu vinsælar á Viktoríutímabilinu í Bret- landi en í stað postulíns kýs listakon- an að vinna með pappamassa sem lætur illa að stjórn og mála hann síð- an. Hvers vegna fór hún að gera verk með tilvísun í skrautstyttur? „Ég er hrifin af þessum skala,“ segir Auður Lóa hugsi og bætir við að hún eigi í ástar-haturssambandi við orðið styttur. „En ég vinn já með vísanir í þessar styttur og mér finnst sem fólk hafi annars konar tengingar við svona litla hluti en stóra. Þeir eru vingjarnlegri og fólk getur tengt við þá á persónu- legri hátt – því finnst verkin á vissan hátt kunnugleg. Styttur er eitthvað sem fólk hefur heima hjá sér og ég heyri að fólk hef- ur öðruvísi þörf fyrir að nálgast þessi verk en ef þetta væru stórir skúlptúr- ar úti á gólfi.“ En Auður Lóa gerir verkin úr pappamassa, ekki postulíni eins og klisjukennd skrautverkin sem hún vísar til. „Í fyrsta lagi þá nota ég pappamassa vegna þess að hann er ódýr. Þá er mjög einfalt að vinna með pappamassa. En ekki síst finnst mér áferðin svo skemtileg og gaman að eiga við þetta skrýtna efni sem tekur stundum af mér völdin og allt verður hálf skrýtið.“ Hún hlær. Og hún daðrar óhikað við sætleika og kits. „Algjörlega, ég geri það. Margt við kits, handverk og skraut þykir vera kvenlegt og mér finnst gaman að leika með það – og held það sé van- metið. Kannski er kominn tími til að endurmeta hvað er list.“ – Einhverjir myndu segja að sætir kettlingar í stígvélum séu tabú í list- um – en þarna eru þeir í einu verk- anna? Þú hikar ekki við það? „Nei!“ Og aftur skellir Auður Lóa glaðlega upp úr. „Ég vil ekki gera listaverk sem fólk óttast eða upplifir að það skilji ekki, Mér finnst ekkert að því að gera skemmtileg og fyndin verk.“ Morgunblaðið/Einar Falur Auður Lóa „Mér finnst ekkert að því að gera skemmtileg og fyndin verk,“ segir hún og hampar hér við uppsetningu sýningarinnar krúttlegum hundi. Daðrað við sæt- leikann og kits - Auður Lóa Guðnadóttir sýnir í D-sal Kettlingar Auður Lóa vinnur út frá myndum sem hún finnur á netinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.