Morgunblaðið - 22.03.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.03.2021, Qupperneq 2
ELDGOS Í FAGRADALSFJALLI2 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2021 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsl a Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Að upplifa eldgos í návígi er einstök upplifun, nokkuð sem maður nær bara einu sinni á ævinni,“ segir Andri Friðriksson tölvunarfræð- ingur. Hann er meðal þeirra mörg hundruð manna sem í gær gengu að eldgosinu í Geldingadal; um 10 kíló- metra hvora leið. Lagði af stað um kl. 10 og kom til baka klukkan rétt fyrir fjögur. Margir sem gengu þessa leið lögðu bílnum á Grindavík- urvegi nærri Svartsengi. Frá deg- inum í dag verður umferðinni að gos- stöðvunum beint á Suðurstrandarveg, en frá Festar- fjalli er greiðfær leið að eldgosinu. Hræðilegur glannaskapur „Leiðin er erfið; hrjóstrug og þarna er villugjarnt og þá sér- staklega í myrkri og ef þoka leggst yfir. Mér fannst eftirtektarvert og hef áhyggjur af því hve margt af göngufólkinu sem ég mætti á leiðinni eða hitti við eldstöðina var illa búið; sumir ekki í úlpu né með húfu og vettlinga, eða vatn á brúsa. Þessi ganga er ekki fyrir nema vant fólk. Glannaskapurinn sem sumir sýndu við glóandi hraunið var líka alveg hræðilegur. Ég óttast að einhverjum þurfi björgunarfólk að koma til að- stoðar. En maður lifandi; þessi fimm stunda gönguferð var frábær og al- veg þess virði – hvert einasta skref. Ég er þreyttur eftir þessa ferð, en glaður. Ferðin var frábær.“ Frænkurnar Bergþóra Laxdal og Heiðdís Ósk Þrastardóttir tóku dag- inn snemma þegar þær fóru að gló- andi gosinu. Lögðu af stað upp úr klukkan átta í gærmorgun og þegar þær komu svo til baka síðdegis höfðu þær lagt um 20 km að baki. Magnþrungin tilfinning „Ævintýraþráin rak mig áfram, þótt það að ganga í úfnu hrauni, mosa og upp brekkur sé ekki auðvelt. En allt tókst þetta þó að lokum og að líta niður í Geldingadali og sjá eldgosið, var engu líkt. Ég fékk gæsahúð og fylltist alveg einstakri tilfinningu. Að sjá hraunið streyma fram var nánast magnþrungið,“ segir Bergþóra sem einnig gekk að gosinu á Fimmvörðu- hálsi fyrir 11 árum. Margt sé svipað með þessum tveimur gosum og að sjá náttúruöflin í ham sé engu líkt. „Núna bara hvíli ég mig og safna kröftum. Ég stefni á að koma hingað aftur og ganga að gosinu á þriðjudag- inn,“ segir Bergþóra Laxdal. „Við hittum marga við eldstöðina og svo á leiðinni til baka. Ég er þakk- lát Bergþóru frænku minni að hafa drifið mig af stað í þennan leið- angur,“ segir Heiðdís Ósk sem rétt eins og frænka hennar var þreytt eft- ir gönguna, en lífsgleðin ráðandi. Af ævintýraþrá að glóandi gígunum - Margir skoðuðu eldgosið í Geldingadölum í gær - Fóru fótgangandi að Fagradalsfjalli - Upp- lifun fyrir alla ævina - Fimm stunda ferðalag - Hrjóstrugt svæði, villugjarnt og ýmsir illa búnir Göngufólk Andri Friðriksson og frænkurnar Bergþóra Laxdal, til vinstri, og Heiðdís Ósk Þrastardóttir. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson og Ólöf Helga Jónsdóttir trúlofuðu sig við rætur gosstróksins í Geldinga- dölum í gær. Sigurbjörn hafði pant- að þyrluflug yfir gossvæðið með unnustu sinni án þess að hún væri þess vís og eigandi Heli Austria, fyrirtækisins sem Sigurbjörn bók- aði hjá, sá til þess að ljósmyndari yrði með í för. Eva Björk Ægisdótt- ir ljósmyndari fékk því að fylgja parinu eftir að gosstöðvunum og fangaði svo augnablikið ógleyman- lega með myndum sem hún sendi Morgunblaðinu. Í samtali við mbl.is í gær sagðist Sigurbjörn vera í skýjunum yfir því að vera orðinn trúlofaður. Þau Ólöf voru þá stödd á hóteli í miðbæ Reykjavíkur og ætluðu út að borða til að kóróna kvöldið. Þau hafa ver- ið saman í 6 ár og eiga saman dótt- ur á öðru ári. Fyrir á Sigurbjörn 12 ára son. Nánar á mbl.is. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir Stund sem aldrei gleymist Bónorð við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli í gær Andrés Magnússon andres@mbl.is „Allar fréttir af tiltölulega skaðlausu gosi, sem lítur fallega út á myndum, hjálpa alveg örugglega til sem land- kynning og nýtast í markaðssetn- ingu almennt,“ segir Jóhannes Þór Skúlason hjá Samtökum ferðaþjón- ustunnar í samtali við Morgunblaðið. „Ég veit ekki hversu mikið það ýt- ir beinlínis undir að fólk ferðist til landsins í sumar, en við höfum reynslu fyrir því að slíkt getur vakið mikinn áhuga á landinu.“ Hann segir að gosið hafi nú þegar hreyft við ýmsum fyrirtækjum í ferðaþjónustu, ekki síst kannski þyrlufyrirtækj- unum, sem ekki hafi haft undan við að fara með fólk í útsýnisflug yfir gosstöðvarn- ar. „Áhrifin af gos- inu eru þess vegna jákvæð á ýmsa lund, en ég treysti mér ekki til að segja hverju það skili þegar upp er staðið,“ segir Jóhannes Þór. Hann segir að ýmis fyrirtæki í ferðaþjónustu séu þegar farin að nota myndir af gosinu til almennrar kynningar á landinu. „Mikilfengleg- ar myndir af eldgosum fara fljótt á flug um heiminn, þar sem ógurleg fegurð náttúrunnar í sinni hrikaleg- ustu mynd hefur mikil áhrif. Þetta vekur alltaf mikla athygli og hún nýtist okkur.“ Jóhannes játar að ekki saki, að landið sé ögn að opnast. „Ákvörðun- in um að opna fyrir bólusettu fólki utan Schengen og þá sem hafa mót- efnavottorð, hún mun hjálpa mjög til við það. Svo verðum við að sjá hvern- ig og hvenær flugið kemst í gang, en við erum þegar farin að finna fyrir auknum áhuga erlendra flugfélaga.“ Myndir af gosinu hjálpa til við landkynningu - Samtök ferðaþjónustunnar hóflega bjartsýn á áhrif gossins Jóhannes Þór Skúlason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.