Morgunblaðið - 22.03.2021, Page 4
ELDGOS Í FAGRADALSFJALLI4
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2021
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
lokaði í gær svæði næst gossprung-
unni í Geldingadölum. Vísindaráð al-
mannavarna vakti athygli á því að
stóri gígurinn gæti brostið og
hraunstreymið breytt um stefnu á
skömmum tíma. Þá var einnig talin
hætta á að önnur sprunga opnist.
Jóhann Helgason jarðfræðingur
gekk að gosstöðvunum í gær. Hann
taldi þessa lokun réttmæta vegna
hættu á að svæðið gæti einangrast.
Þá kom vatnsgufa upp úr sprungu
þarna sem benti til þess að ekki
langt þar undir væri kvika. Hann
benti á að efnið í strompinum sem
gýs væri óstöðugt og gæti gefið sig.
„Það var virkilega mikil lífsreynsla
að komast svona nálægt þessu og
upplifa þetta,“ sagði Jóhann.
Hann gerði skýringarmynd um
hraunrennsli í Geldingadölum. Hún
er byggð á hæðargögnum frá Land-
mælingum Íslands (LMÍ). Hann
sagði að mat sitt hefði ekki breyst
eftir að hann skoðaði gosstöðvarnar.
„Gosstöðin er öll vel innan lægð-
arinnar. Það er ekki nema það rifni
sprunga langt til suðurs eða norðurs
sem þetta getur breyst,“ sagði Jó-
hann. Samkvæmt nýju hæðarlíkani
er botn lægðarinnar um 180 m.y.s.
Ekki fer að flæða út úr lægðinni fyrr
en 209 m.y.s. hæð er náð. Fyllist
skálin fer hraun að renna um skarð í
henni austanverðri.
Jóhann telur að rennslið getið far-
ið þaðan norðnorðaustur í Merardali
en líklegra sé að það fari suð-
suðvestur í Nátthaga. Þar er önnur
lægð sem þarf að fyllast áður en
rennslið getur haldið suðvestur að
Ísólfsskála. Sú leið er um tveir kíló-
metrar. Í gær gaus aðallega í einum
strompi og einum litlum hnúði.
„Ég held að um leið og þetta
hækkar eitthvað leiti þunnfljótandi
helluhraunið í lægri stöðu. Allan
tímann sem ég var þarna var rennsl-
ið suðaustur úr gígnum svo fór kvik-
an til norðausturs. Austan við gíginn
var hraun að byggjast upp að vest-
anverðu en þó austan við gíginn. Síð-
an kom bylgja sem flæddi austur yf-
ir. Hraunið fer í lægstu stöðu þegar
það er búið að byggja sig upp á ein-
um stað,“ sagði Jóhann.
2019
15.-20. des.
Jarðskjálfta-
hrina við
Fagradalsfjall.
Meira en
1.700 skjálftar
mældust.
30. maí
Jarðskjálfta-
hrina hófst
í nágrenni
Grindavíkur.
Vísbendingar
um landris við
Þorbjörn.
2020
janúar-mars
Skjálftahrina og landris
vestan við fjallið Þor-
björn og skjálftahrina við
Reykjanestá 15. febrúar
sem færðist aftur í auk-
ana 4.mars. Skjálfti
af stærð 5,2 norður af
Grindavík 12.mars.
apríl
Landris við Þorbjörn orðið
um 10 cm og yfir 8.000
skjálftar höfðu mælst á
og við Reykjanesskaga frá
lokum janúar. Þetta var
mesta jarðskjálftahrina sem
mælst hafði á skaganum frá
upphafi.
18. júlí
Jarðskjálftahrina hófst
við Fagradalsfjall. Yfir
1.700 skjálftar á þrem-
ur dögum þeir stærstu
5,1 og 5,0. Skýr merki
um yfirborðsbreytingar
um sprungu rétt við
Fagradalsfjall.
október
Skjálftahrina í
Núpshlíðarhálsi og
Fagradalsfjalli. Jarð-
skjálfti af stærð 5,6
við Núpshlíðarháls á
milli Fagradalsfjalls
og Kleifarvatns
þann 20. október, sá
stærsti á Reykjanes-
skaga í 17 ár.
2021
24. febrúar
Jarðskjálfti af
stærð 5,7 nálægt
Keili. Mikil
jarðskjálftahrina
með upptök milli
Kleifarvatns og
Grindavíkur-
vegar. Mikil virkni
við Fagradals-
fjall.
mars
Jarðskjálftahrinan
einkum í nágrenni við
Keili og Trölladyngju.
Vísbendingar um
lóðrétt kvikuinnskot milli
Keilis og Fagradalsfjalls.
Bylgjuvíxlmyndir gervi-
tungla og GPS-mælingar
sýndu mikla tilfærslu á
yfirborðinu.
19. mars
Lítið hraun-
gos hófst í
Geldingadölum
í Fagradalsfjalli
klukkan 20.45.
Gossprungan var
500-700 metra
löng. Lítil gos-
strókavirkni.
Aðdragandi eldgossins í Fagradalsfjalli
Skjálftavirkni á Reykjanesi frá 24. febrúar Skjálftar stærð 5 og yfir frá 24. febrúar
KEFLAVÍK
KEFLAVÍK
NJARÐVÍK
VOGAR
HAFNAR-
FJÖRÐUR
GRINDAVÍK
GRINDAVÍK
REYKJAVÍK
Keflavíkur-
flugvöllur
Kleifar-
vatn
Krýsuvík
Krýsuvíkurvegur
Suðurstrandarvegur
Keilir
Þorbjörn
Hvassahraun
Vatn
sley
sus
trön
d
Djúpavatn
Merardalir
Kistufell
Fa
gr
ad
al
sf
ja
ll
Stórihrútur
Borgar-
fjall
Ná
tth
ag
i
Ísólfsskáli
Fagradalsfjall
Fagradalsfjall
Gossprungan
Stærð hraunsins í
gær um kl. 14
Hraun getur
fyrst flætt úr
Geldingadölum ef
það nær 209 m
hæð yfir sjávarmáli
Heimild: Jóhann Helgason/
Landmælingar Íslands
Kortagrunnur: map.is
Heimild: Veðurstofa Íslands
Kort: skjalftalisa.vedur.is
Geldingadalir
Gos hófst á föstu-
dag kl. 20.45
Svæði sem er lokað fyrir umferð
Suðu
rstrandarvegur
x
x
5
4
3
2
1
0
24. feb. 21.mars
Geldingadalir
Kort:
skjalftalisa.
vedur.is
S
T
Æ
R
Ð
24. feb. 21.mars
14.mars 5,5
10.mars 5,1
27.feb. 5,2
24.feb. 5,7
1. mars 5,0
Stærð eldgosa síðan árið 2000
Eldstöð Ár Stærð
Hekla 2000 Lítið
Grímsvötn 2004 Lítið
Fimmvörðuháls 2010 Lítið
Eyjafjallajökull 2010 Meðal
Grímsvötn 2011 Meðal/stórt
Holuhraun 2014-2015 Stórt
Fagradalsfjall 2021 Mjög lítið
Stærstu eldgos á sögulegum tíma
Hraun/eldstöð Ár Hraun (km²)
Eldgjá 934 800
Skaftáreldahraun 1783-1784 589
Hallmundarhraun 10. öld 205
Fjallsendahraun 13. öld 191
Holuhraun 2014-2015 85
Stækkað svæði
Geldingadalir
Líklega safnast hraunið í lægðina
- Jarðfræðingur gerði skýringarmynd um hraunrennslið - Svæðinu næst gossprungunni lokað
Margir hafa velt
því fyrir sér um
helgina hvað
gosið í Fagra-
dalsfjalli eigi nú
að heita. Hafa þá
komið uppá-
stungur að nöfn-
unum Litla-
Hraun og Ræfill
sökum smæðar
gossins. Auk þess hefur verið rætt
hvort það falli í hlut Grindvíkinga
að gefa hrauninu nafn.
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í
Grindavík, segir að samkvæmt lög-
um sé það sveitarfélagið sem geri
tillögu að nafninu sem sé svo kynnt
fyrir minjanefnd. Einnig er áætlað
að fara yfir með vísindamönnum
hver nafnavenjan sé.
Þá er fyrirhugað að farið verði í
einhvers konar atkvæðagreiðslu
eða könnun á meðal bæjarbúa. Sú
hugmyndavinna er að sögn Fann-
ars enn í gangi og er eitt af því sem
rætt verður á fundi bæjarráðs
Grindavíkur.
Litla-Hraun, Ræfill
eða Geldingur?
Fannar Jónasson