Morgunblaðið - 22.03.2021, Page 6

Morgunblaðið - 22.03.2021, Page 6
ELDGOS Í FAGRADALSFJALLI Á vefmyndavélum mátti seint í gærkvöldi sjá að mikill kraftur er enn í eldgosinu í Geldingadölum við Fagradalsfjall. Glóandi hraun bullsýður í eldgígnum og straumar þess renna fram á nokkrum stöðum. Lit- brigði jarðarinnar í kvöldmyrkrinu voru stórkostleg eins og eldgos jafnan eru. Margir hafa lagt leið sína að eldstöðinni nú um helgina. Ljósmyndarar Morgunblaðsins voru fljótir á vettvang en einnig bárust blaðinu fjölmargar myndir frá fólki sem fór að gosstöðvunum um helgina. Eldur í gíg og glóandi straumar Laugardagur Þyrla sveimar ör- skammt frá rauðglóandi strompi. Sjónarspil Strax á laugardaginn var fólk komið að eldstöðinni en návígi við náttúruhamfarir eins og þarna býðst ekki oft. Morgunblaðið/Eggert Aðfaranótt laugardags Ljósmyndari Morgunblaðsins fór á vettvang um nóttina og náði þá þessari fallegu mynd af gígum og hraunám frá þeim. Ljósmynd/Gísli Már Árnason Föstudagur Myndin er tekin kl. 23.17. Rauðan bjarma frá eldgosinu sló upp á dimman himininn og gaf Keili mjög fallegan bakgrunn. Ljósmynd/Jón Kjartan Björnsson Lautarferð Skammt frá glóandi hrauni settist fólk niður og fylgdist með. 6 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2021

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.