Morgunblaðið - 22.03.2021, Side 9

Morgunblaðið - 22.03.2021, Side 9
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2021 malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í MALBIKUN Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband. Innleiðing Orkupakka 3 frá ESBvar fjarri því til fyrirmyndar hér á landi. Í raun óskiljanleg og enn óútskýrð svo vit sé í. En þetta var ekki síðasti orku- pakkinn. Bjarni Jónsson rafmagns- verkfræðingur skrifar á blog.is: „Nú er Orkupakki 4 (OP#4) frá Evrópusambandinu (ESB) til rýni og mats innan EFTA í því augnamiði að móta sameig- inlega stefnu Íslands, Noregs og Liechtensteins til þeirrar málaleit- unar framkvæmdastjórnar ESB, að þessi EES-ríki innleiði í lagasafn sitt þá viðamiklu orkulöggjöf, sem stundum er kölluð Vetrarpakkinn, en er í raun OP#4, af því að hún leysir af hólmi OP#3. - - - Gagnvart innri orkumarkaðiESB eru þessi þrjú ríki mjög ólík og eiga þess vegna ólíkra hags- muna að gæta. Þar að auki eru skoðanir mjög skiptar og tilfinn- ingar blendnar á Íslandi og í Nor- egi til þeirrar tilhneigingar ESB að sveigja orkumál aðildarríkjanna í sífellt auknum mæli undir vaxandi miðstjórnarvald Sambandsins. Fyrir utan vafasamar tæknilegar afleiðingar af slíku tiltæki og einsk- is sýnilegs ávinnings af slíku leikur mjög mikill vafi á því, bæði á Ís- landi og í Noregi, hvort stjórn- arskrár landanna leyfi slíkt framsal ríkisvalds til erlendrar stofnunar, þar sem ríkin eiga ekki aðild, eins og felst í innleiðingu OP#4.“ - - - Bjarni nefnir einnig að hafaverði fleiri tilskipanir og reglugerðir til hliðsjónar við mat á Orkupakka 4 því að þær „vinna saman að því að styrkja enn mið- stjórnarvaldið, sem felst í öðrum gerðum, t.d. OP#4.“ - - - Í ljósi reynslunnar er vissara aðhafa varann á. Bjarni Jónsson Pakkar sem engin þörf er á að þiggja STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Bráðabirgðaniðurstöður rann- sóknarborana í Reynisfjalli til undirbúnings gerðar vegganga virðast gefa tilefni til frekari rannsókna á svæðinu og að dýpra sé niður á bergklöpp en áður var talið. Vegagerðin hefur hafið und- irbúning að færslu Hringvegarins um Vík í Mýrdal. Vegurinn mun fara um jarðgöng í gegnum Reyn- isfjall og liggja sunnan við þorpið í stað þess að fara um Gatnabrún og í gegnum Vík. Unnið er að for- hönnun og mati á umhverfisáhrif- um. Til undirbúnings jarðgöngum hafa tvær holur verið boraðar austan megin í Reynisfjalli og þrjár vestan megin og unnið er að borun fjórðu holunnar. Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar breyta ofangreindar frumniðurstöður engu varðandi það að jarðgöng eru raunhæfur kostur en líklegt að vegskáli vest- an megin í Reynisfjalli þyrfti að vera lengri en reiknað hefur ver- ið með. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Reynisfjall Borað er í væntanlegu gangastæði til þess að athuga jarðlög. Dýpra er niður á klöpp en reiknað var með Taurus Confidence, súrálsskip með 19 manna áhöfn, kom til Reyðar- fjarðar í gær frá Sao Luis í Brasilíu. Skipið lagði að Mjóeyrarhöfn við ál- ver Fjarðaáls og hafa tíu manns úr áhöfninni greinst með Covid-19 smit. Ákveðið var að taka sýni úr allri áhöfninni eftir að skipstjórinn til- kynnti veikindi um borð. Aðgerðastjórn og umdæmislæknir sóttvarna í samvinnu við umboðs- mann útgerðarinnar og skipstjórann hafa gefið leiðbeiningar um sótt- varnaráðstafanir um borð. Læknis- fræðilegt eftirlit með skipverjunum verður unnið samkvæmt fyrirliggj- andi vinnureglum þar um af Covid- deild Landspítala og Heilbrigðis- stofnun Austurlands. Aðgerðastjórn telur ekki hættu á að smitið dreifi sér.Hinir smituðu eru allir í einangrun um borð. Smit greindist hjá 10 skipverjum Súrálsskip Skipstjórinn á Taurus Confidence tilkynnti um veikindi. - Ekki talin hætta á að smit dreifist

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.