Morgunblaðið - 22.03.2021, Page 12
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2021
Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi Stólpa Gáma
sem fram fer á þremur stöðum. Rætt er við framkvæmdastjóra
og sölustjóra um daglega starfsemi og þá þjónustu sem þetta
rótgróna fyrirtæki veitir viðskiptavinum sínum.
Hringbraut næst á rásum
7 (Síminn) og 25 (Vodafone)
ATVINNULÍFIÐ Á dagskráHringbrautar
í kvöld kl. 20.00
• Vaxandi fyrirtæki á Íslandi á sviði þjónustu við notendur gáma og tengdra vara
• Starfsmannarými á hjólum og gámahús af ýmsum gerðum
• Sala eða leiga á gámum og öllum öðrum vörum fyrirtækisins
• Rakaskiljur – parketklippur – vinnulyftur – þurrkarar og ýmsar fleiri rekstrarvörur
Þjónusta við notendur gáma
og gámatengdra vara
Heimsókn til Stólpa Gáma ehf í þættinum Atvinnulífið
sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.00 í kvöld
Gunnhildur Sif Oddsdóttir
gunnhildursif@mbl.is
„Auðvitað er þetta Davíð og Golíat
barátta þegar maður fer á móti kerf-
inu og kerfið bara veður yfir mann.
Það sem við erum að reyna að segja
er að þetta er allt svo mikill sýnd-
arleikur,“ segir Agnar Hansson við
Morgunblaðið en hann er einn íbúa
við svonefndan Sjómannaskólareit
sem hafa kvartað til umboðsmanns
Alþingis vegna ákvörðunar borgar-
ráðs Reykjavíkur um að samþykkja
breytingu á aðal- og deiliskipulagi á
reitnum.
Íbúarnir hafa lengi barist gegn því
að borgaryfirvöld byggðu á þessu
græna svæði. Í síðustu viku var þó
fyrsta skóflustungan tekin á reitnum
þar sem Leigufélag aldraðra mun
byggja.
„Að mínu mati snýst þetta um
hvernig fólk fer með það vald sem
það hefur. Þarna er staðan sú að
borgarstjóri er búinn að ákveða að
hann ætlar að útrýma grænum
svæðum og þétta byggð,“ sagði Agn-
ar og bætti við: „Svo finnur hann
hérna svæði og þá skiptir engu máli
hvað eitthvert fólk úti í bæ er að
kvabba. Hann er bara búinn að
ákveða þetta.“
Agnar bendir á að börn hafi leikið
sér og rennt sér á hólnum á reitnum í
hálfa öld.
Agnar segir allt ferlið vera sjón-
arspil og allir sem hafa komið að
málinu hafi fundið fyrir því. „Upp-
lýsingar eru villandi, koma ekki fram
eða koma daginn eftir að það er hald-
inn einhver fundur. Það er algjör-
lega blásið á allt sem menn reyna að
segja.“
Samráð skiptir engu
Agnar segir samráð við íbúa engu
máli skipta.
„Síðan eru þeir að reyna með fag-
urgala að slá sig til riddara með að
það hafi nú verið haldnir samráðs-
fundir og þetta hafi allt verið gert í
mesta bróðerni en þetta er ekki
þannig, þetta er bara hreinn yfir-
gangur,“ sagði Agnar enn fremur.
Hann bendir á að á samráðsfundi
hafi ekki verið lögð fram þau gögn
sem rætt hafi verið um að hefði átt
að leggja fram. Í kæru til umboðs-
manns Alþingis kemur fram að íbú-
arnir hafi sent bréf til borgaryfir-
valda og óskað eftir tilteknum
gögnum um málsmeðferðina. Þau
hafi aldrei borist, þrátt fyrir ítrek-
aðar áminningar.
Agnar bendir á að fyrsta skóflu-
stunga hafi verið tekin í vikunni svo
íbúarnir séu í einhverjum skilningi
nú þegar búnir að tapa baráttunni.
„Mér finnst bara mikilvægt að það
komi fram hvernig borgaryfirvöld í
raun og veru eru að hegða sér gagn-
vart íbúum í borginni. Allt sem þau
segja með eitthvert samráð og sam-
starf er bara villandi og bara hrein
ósannindi,“ sagði Agnar.
Segir allt ferlið vera
eitt stórt sjónarspil
- Íbúar við Sjómannaskólareit kvarta til umboðsmanns
Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Framkvæmd Skóflustunga á Sjómannaskólareitnum fór fram í síðustu viku.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Elvar Árni Bjarnason, 20 ára nemi
við Fjölbrautaskólann í Breiðholti,
varð stigahæstur í Netöryggiskeppni
Íslands og bar sigur úr býtum í sín-
um aldursflokki þar sem keppendur
eru á aldrinum 14 til 20 ára. Í eldri
flokki varð James Elías Sigurðarson
tölvunarfræðingur hlutskarpastur.
Úrslitin réðust seint í gærkvöldi
eftir spennandi keppni sem stóð yfir í
tvo daga. Tókust þar á 21 keppandi.
Glímdu þeir við 24 gagnvirk verk-
efni, sem líktust raunverulegum
öryggisgöllum sem upp hafa komið í
tölvukerfum í áranna rás.
Elvar endaði með 12.000 stig og
kveðst í samtali við Morgunblaðið
ánægður með árangurinn: „Ég er
bara ánægður með þetta,“ segir
hann. Elvar stefnir í tölvunarfræði-
nám við Háskóla Íslands að lokinni
útskrift úr FB í haust en þá mun Ís-
land einnig keppa í netöryggiskeppni
Evrópu í Prag – tíu manna hópur frá
Íslandi verður sendur þangað í sept-
ember og byggir valið á úrslitum
keppninnar, auk frammistöðu á æf-
ingum sem haldnar verða í aðdrag-
anda mótsins.
James hafnaði í fyrsta sæti í eldri
flokki, líkt og áður sagði, með alls
11.150 stig: „Ég bjóst reyndar ekki
við þessu. Ég gerði ráð fyrir því að sá
sem lenti í öðru sæti myndi sigra,“
segir hann í samtali við Morgunblað-
ið. Starfar James nú sem tölvunar-
fræðingur fyrir bandarískt fyrirtæki
sem hefur höfuðstöðvar í San Fran-
cisco, ASANA.
„Nú erum við að þróa hugbúnað
sem fólk getur notað til þess að vinna
saman og hefur utanumhald um ýmis
verkefni,“ segir hann, spurður um
starfsemi fyrirtækisins.
Netöryggiskeppnir hafa færst í
vöxt og barst nýverið boð um að til-
nefna Íslendinga í úrtak Evrópuliðs-
ins í fyrirhugaðri fyrstu heimsmeist-
arakeppni í netöryggi.
Netöryggiskeppni
spennandi til loka
- Elvar og James voru hlutskarpastir
Netöryggi Hluti keppenda í gær, sumir voru ekki í mynd.