Morgunblaðið - 22.03.2021, Side 14

Morgunblaðið - 22.03.2021, Side 14
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2021 Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Í níu aldir hefur Bayeux-refillinn verið ein af helstu heimildunum um aðdraganda þess að Normannar lögðu England undir sig árið 1066 og myndir af reflinum eru greiptar í huga allra breskra skólabarna. En refillinn, sem er 70 metra langur og geymdur í safni í bænum Bayeux í norðurhluta Frakklands, er farinn að láta verulega á sjá. Nú stendur til, að gera við hann í fyrsta skipti frá árinu 1870. Bretar og Frakkar gerðu fyrir tveimur árum samkomulag um að refillinn yrði lánaður á sýningu í Bretlandi en hann er orð- inn það hrörlegur að ekki er talið óhætt að flytja hann óviðgerðan. „Refillinn er nærri þúsund ára gamall, ofinn úr mjög fíngerðum hörþræði og bróderaður með ull sem nú er orðin mjög slitin,“ sagði An- toine Verney safnstjóri við AFP. Hætta sé á að vefnaðurinn skemmist enn frekar verði ekki gripið til aðgerða. Normannar voru afkomendur norrænna víkinga, sem settust að í Norðvestur- Frakklandi snemma á 9. öld. Bayux-refillinn sýnir atburði sem leiddu til innrásar Nor- manna í England og landvinninga þeirra í kjöl- farið sem höfðu varanleg áhrif á menningu, tungumál og stjórnkerfi landsins. Talið er að refillinn hafi verið ofinn nokkrum árum eftir að Vilhjálmur sigursæli fór með her sinn yfir Ermarsund í september árið 1066 og sigraði Harald Guðinason Englandskonung í orrust- unni við Hastings. Margar kynslóðir breskra skólabarna hafa fræðst um orrustuna með því að skoða mynd- irnar á reflinum en sú þekktasta sýnir þegar ör er skotið í auga Haralds konungs. 24 þúsund óhreinindablettir Refillinn er á heimsminjaskrá UNESCO. Átta vefnaðarfræðingar rannsökuðu refilinn í janúar á síðasta ári og komust að þeirri nið- urstöðu, að á honum væru nærri 24.200 óhrein- indablettir og 10 þúsund göt. Sögðu sérfræð- ingarnir, að viðgerðir sem gerðar hefðu verið gegnum aldirnar og stærð verksins gerðu það að verkum að refillinn virtist vera í mun betra standi en raun ber vitni. Vereney safnstjóri sagði ljóst, að ekki yrði hægt að flytja refilinn nema gert yrði við hann og ekki væri einu sinni víst að viðgerðir dygðu til þess að slíkt yrði óhætt. Samið var um að lána refilinn til Bretlands þegar Theresa May, þáverandi forsætisráð- herra Breta, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hittust á fundi árið 2018. Átti þetta samkomulag að vera táknrænt um áframhaldandi náin samskipti ríkjanna tveggja eftir útgöngu Breta úr Evrópusam- bandinu. Tvisvar áður hefur verið rætt um að lána refilinn til Englands, fyrst árið 1953 þeg- ar Elísabet II var krýnd Englandsdrottning og síðan árið 1966 þegar 900 ár voru liðin frá orrustunni við Hastings.Í hvorugt skiptið varð þó af því. Bayeux-refillinn er í eigu franska ríkisins. Fyrir kórónuveirufaraldurinn komu að jafnaði um 400 þúsund gestir í safnið í Bayeux árlega til að skoða vefnaðinn, einkum erlendir ferða- menn. AFP Heimsminjar Gestur horfir á Bayeux-refilinn sem sýnir orrustuna við Hastings á Englandi árið 1066. Til stendur að gera við verkið áður en það verður lánað á sýningar í Bretlandi. 10 þúsund göt á Bayeux-reflinum Andrés Magnússon andres@mbl.is Erlendir fjölmiðlar hafa víða sagt frá jarðeldunum í Fagradalsfjalli, en þær fregnir hafa yfirleitt ekki verið mjög áberandi, oft aðeins stuttur texti með mynd. Það er gamall brandari í blaða- mennsku, að mest óspennandi fyr- irsögn heims sé eindálkur á innsíðu í New York Times: „Lítill jarð- skjálfti í Perú, ekki margir dánir“. Hið tiltölulega litla gos á Reykja- nesskaga kann að vera svipuðu marki brennt, en svo má líka minna á að það hófst á föstudagskvöld og slapp því ekki inn í helgarútgáfur hjá mörgum miðlum. Meiru varðar þó líklega, að gosið mun að svo stöddu ekki hafa sömu afleiðingar og gosið í Eyjafjallajökli, sem truflaði flugsamgöngur yfir Evrópu og Atlantshaf mjög mikið. Og jafnvel þótt staðan væri svipuð nú hefði slíkt ekki áhrif á jafn- marga, þar sem ferðaþjónusta er meira og minna í lamasessi um heim allan vegna heimsfaraldursins. Sjónvarpsstöðvar og netmiðlar hafa verið iðnari en blöðin við að segja frá gosinu nú, en með fremur hófstilltum hætti, fyrst og fremst með myndskeiðum af vettvangi, sem Íslendingar þekkja vel, en utan Norðurlandanna byggja þeir flestir á frásögnum og myndefni alþjóð- legra fréttastofa eða skrifum frétta- ritara í Evrópu. Þegar litið var til félagsmiðla mátti sjá að myndir frá gosinu fengu miðlungi mikla athygli og dreifingu, en á Twitter var það tíst frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdótt- ur dómsmálaráðherra með mynd úr þyrluflugi hennar með Landhelgis- gæslunni, sem víðast flaug. Hátt í 12 þúsund manns létu sér það vel líka og um 2.500 manns endurtístu því. Leitarvélin Google heldur utan um leitir notenda sinna og birtir helstu kippi og hneigðir þeirra, sem endurspegla ágætlega forvitni og áhuga. Þar má sjá að áhugi á Ís- landi tók mjög vel við sér á laug- ardag, en það er þó ekki í neinni lík- ingu við það, sem gerðist þegar Eyjafjallajökull lét á sér bæra sum- arið 2010. Hóflegur áhugi erlendra fjölmiðla á hóflegu gosi - Myndir af gosinu fara víða - Áhuginn mun minni en 2010 Umfjöllun Dæmi um fréttaflutning, þar sem Björk kom m.a. við sögu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.