Morgunblaðið - 22.03.2021, Qupperneq 17
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2021
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Allt frá stofnun
Félags lesblindra
hefur verið knýjandi
þörf fyrir meiri þekk-
ingu á aðstæðum les-
blindra, sérstaklega
varðandi kvíða.
Kvíði er vaxandi
vandamál í grunn-
skólum. Rannsóknir
hafa sýnt að því
meiri streitu sem
börn upplifa því næmari eru þau
fyrir kvíða. Þetta ásamt erfðum
getur stuðlað að langvinnri kvíða-
röskun. Lesblinda
þýðir ekki endilega að
börn séu kvíðin en
rannsóknir sýna að
hún eykur líkur á
kvíða. Börn sem þróa
með sér kvíðaröskun
bera oft áhyggjur og
ótta sem nær ekki ein-
ungis til skóla-
umhverfisins heldur
til annarra þátta í líf-
inu. Þau geta óttast
hversdagslega atburði
og fengið þráhyggju
um hvaða hlutir gætu farið úr-
skeiðis. Það hefur áhrif á hvernig
þeim gengur að takast á við verk-
efni lífsins og getur hamlað því að
þau njóti lífsins að fullu.
Félag lesblindra hefur ráðist í
viðamikla vísindarannsókn á stöðu
lesblindra barna á Íslandi með
sérstakri áherslu á kvíða. Fékk fé-
lagið til verksins Félagsvís-
indastofnun Háskóla Íslands.
Markmið rannsóknarinnar er að
skilja betur áskoranir lesblindra
barna og ungmenna svo hægt
verði að styðja þau betur. Félagið
sem rekið er fyrir sjálfsaflafé og
án opinbers stuðnings, hefur safn-
að fyrir könnuninni í nokkur ár.
Í þessari úttekt felst kortlagn-
ing rannsókna á tengslum les-
blindu og kvíða, og gagnaöflun
sérfræðinga, skólastjórnenda,
nemenda, kennara og foreldra.
Verður leitast við að svara hversu
algeng lesblinda sé meðal grunn-
skólabarna og hvernig greiningu
sé háttað. Spurt um líðan barna
sem greinst hafa með lesblindu í
samanburði við önnur börn. Einn-
ig skoðaðar aðferðir og tæki við
greiningu lesblindu á Íslandi.
Í könnuninni taka þátt um 500
lesblind börn á miðstigi og ungl-
ingastigi og önnur 500 í sam-
anburðarhópi. Fyrir hvert barn
með lesblindugreiningu verður
valið barn án lesblindu, í sama
bekk og af sama kyni, og munu
þau svara spurningum um gengi
náms og líðan.
Íslensku samfélagi er mikilvægt
að draga fram upplifun og líðan
lesblindra barna og varpa ljósi á
bjargráð þeirra og úrræði sem
nýtast þeim. Von er á fyrstu nið-
urstöðum um mitt ár.
Úttekt á stöðu lesblindra barna á Íslandi
Eftir Guðmund S.
Johnsen
Guðmundur S. Johnsen
»Markmiðið er að
skilja betur þær
áskoranir sem lesblind
börn og ungmenni
glíma við.
Höfundur er formaður Félags les-
blindra.
Á síðasta fundi
svæðisskipulags-
nefndar höfuðborg-
arsvæðisins voru
frumdrög borgarlínu
kynnt. Þar voru
fulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins í Reykja-
vík og Miðflokksins í
Mosfellsbæ með sér-
staka bókun gegn
uppbyggingu borg-
arlínu á sama tíma og
aðrir fulltrúar sameinuðust í þver-
pólitískri sátt um mikilvægi henn-
ar. Þar var Sjálfstæðisflokkurinn í
Reykjavík að grafa undan sam-
starfi við flokkinn í öðrum sveit-
arfélögum sem og ríkisstjórn.
Atburðurinn sýndi að Sjálfstæð-
isflokkurinn er margklofinn, hver
höndin er upp á móti annarri og
hagsmunir flokksins í Reykjavík
eru settir ofar hagsmunum íbúa á
höfuðborgarsvæðinu.
Við þekkjum sögu flokksins og
hvernig Davíð Oddsson, fyrrver-
andi borgarstjóri, hótaði íbúum
Kópavogs að verða vatns- og raf-
magnslausir skyldu þeir ekki sam-
þykkja áform þáverandi borg-
arstjórnar um að leggja
stofnbraut í gegnum Fossvoginn.
Þá fór lítið fyrir gagnkvæmri
virðingu og samvinnu. Í dag
finnst hins vegar íbúum full-
komlega sjálfsagt að sveit-
arfélögin vinni saman. Sú sam-
vinna er nefnilega grunnur að
öflugu höfuðborgarsvæði.
Grundvöllur borgarlínu kemur
skýrt fram í svæðisskipulagi höf-
uðborgarsvæðisins, sem var sam-
þykkt af öllum sveitarfélögum ár-
ið 2015, af meirihluta og
minnihluta. Borgarlína mun gera
íbúum kleift að ferðast með öðr-
um hætti en einka-
bílnum. Skemmst er
frá því að minnast að
í júní í fyrra sögðust
63% ferðast með
einkabíl til og frá
vinnu en einungis um
35% vildu ferðast
með einkabíl. Stærsti
hlutinn vildi nýta sér
aðra ferðamáta.
Það er hlutverk
kjörinna fulltrúa á
höfuðborgarsvæðinu
að tryggja jarðveg-
inn þar sem frelsið fær að
blómstra og íbúarnir búa við
bestu mögulegu lífsgæði. Því
frelsi tryggir framfarir, hvort
sem um er að ræða frelsi til að
velja sér fararmáta eða frelsi til
að velja sér stað til að búa á.
Í dag er höfuðborgarsvæðið
Mekka frjálslyndis. En íhalds-
semi og afturhald einkennir hins
vegar Sjálfstæðisflokkinn í
Reykjavík. Þau viðhorf geta aldr-
ei orðið hluti af lausninni, hvorki
á samgönguvanda, húsnæð-
isvanda né loftslagsvanda. Fram-
tíðin felst í því að sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu haldi áfram
að auka samvinnu sín á milli, því
aðeins þannig eygjum við mögu-
leikann á því að skapa fólki raun-
verulegt frelsi.
Samstaða um frelsið
Eftir Sigurborgu
Ósk Haraldsdóttur
» Það er hlutverk
kjörinna fulltrúa
á höfuðborgarsvæðinu
að tryggja jarðveginn
þar sem frelsið fær
að blómstra.
Sigurborg Ósk
Haraldsdóttir
Höfundur er formaður svæðis-
skipulagsnefndar höfuðborgarsvæð-
isins.
Flestir vinir mínir
eftir HÍ stefndu á
framhaldsnám í
breskum eða banda-
rískum skólum og
mér fannst hálf-
andlaust að gera eins
og þeir. Ég hafði
heyrt að heimsfrægir
kennarar væru að
stofna hagfræðideild
við háskóla í Suður-
Frakklandi og mér fannst það
spennandi. Þannig að ég sótti um
og þau buðu mér námsstyrk en
bentu mér líka á að ég þyrfti að
skila verkefnum á
frönsku. Á þeirri
stundu talaði ég ekki
stakt orð í tungumál-
inu! Það má því segja
að ég hafi komið mér í
þá stöðu að þurfa að
læra frönsku mjög
hratt.
Það tala allir góða
ensku svo það markar
alltaf ákveðna sér-
stöðu að tala önnur
tungumál. Það að tala
frönsku hefur gagnast
mér vel. Strax eftir að ég lauk
námi bauðst mér vinna í París og
síðar þegar ég vann hjá þekktum
breskum banka var mér boðið að
taka yfir samskipti hans við frönsk
stórfyrirtæki. Í dag nota ég mest
frönsku heima við og með tengda-
fjölskyldunni því konan mín er
frönsk. Því má segja að frönsku-
kunnáttan hafi hjálpað á margan
hátt.
Frönskukunnáttan
hjálpað á margan hátt
Eftir Tryggva
Davíðsson » Það tala allir góða
ensku svo það mark-
ar alltaf ákveðna sér-
stöðu að tala önnur
tungumál.
Tryggvi Davíðsson
Höfundur er stofnandi Indó.
Hver er fjölmenn-
asta borgin þar sem
franska er töluð?
Þetta þætti eflaust
létt spurning í Gettu
betur en mörgum
kann að koma á óvart
að rétta svarið er ekki
París. Þótt París sé
langstærsta borg
Frakklands, með rúm-
lega tvær milljónir
íbúa í borginni sjálfri og meira en
þrettán milljónir á Parísarsvæðinu
öllu, er rétta svarið annað. Stærsta
borgin, þar sem flestir tala
frönsku, er reyndar ekki í Frakk-
landi heldur í Afríku.
Það er Kinshasa, höf-
uðborg Lýðveldisins
Kongós. Þar búa rúm-
ar 17 milljónir manna
og Kinshasa er þriðja
fjölmennasta þétt-
býlissvæði í Afríku.
Þessi staðreynd
segir margt um stöðu
frönsku í heiminum.
Talið er að um 300
milljónir manna tali
frönsku án mikilla erf-
iðleika. Hún er op-
inbert mál í 29 löndum og þeim
sem tala frönsku fjölgar ört. Spár
gera ráð fyrir að 650-700 milljónir
manna muni tala frönsku árið 2050
og þá flestir í Afríku.
Á hátíð franskrar tungu er
ágætt að rifja upp þessar stað-
reyndir. Franska er alþjóðlegt mál
sem er notað í alls kyns sam-
skiptum og þá ekki síst í við-
skiptum. Ég lærði sjálfur frönsku
aukalega þegar ég var við há-
skólanám í Frakklandi. Hún hefur
nýst mér mikið og opnað á mögu-
leika sem annars hefðu ekki boð-
ist. Ekki spillir fyrir að Frakkar
standa framarlega á mörgum svið-
um þar sem augljós samlegð-
aráhrif og tækifæri eru fyrir
hendi í samskiptum og viðskiptum
við Íslendinga. Má þar nefna
orkumál, samgöngur, framleiðslu
og markaðssetningu matvæla, líf-
tækni, tísku og hönnun, svo eitt-
hvað sé nefnt. Enn fremur er
Frakkland mikilvægasti einstaki
útflutningsmarkaður sjávarafurða
á meginlandi Evrópu. Tækifæri til
gagnkvæmra viðskipta eru því
mikil.
Franska er lifandi mál sem auð-
veldar ekki aðeins samskipti við
Frakka heldur einnig fjölda fólks
vestanhafs og austan þar sem
franska er ýmist opinbert mál eða
fólki töm. Frönskukunnátta opnar
möguleika á ýmiss konar sam-
skiptum, hvort heldur um er að
ræða viðskipti og verslun eða á
öðrum sviðum.
Franska í verslun og viðskiptum
Eftir Gunnar
Haraldsson » Frakkar standa
framarlega á mörg-
um sviðum þar sem aug-
ljós samlegðaráhrif og
tækifæri eru fyrir hendi
í samskiptum og við-
skiptum við Íslendinga.
Gunnar Haraldsson
Höfundur er hagfræðingur,
stofnandi Intellecon og stjórnar-
maður í fransk-íslenska viðskipta-
ráðinu.
gunnar@intellicon.com