Morgunblaðið - 22.03.2021, Side 19

Morgunblaðið - 22.03.2021, Side 19
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2021 ✝ Nanna Hálf- dánardóttir fæddist 28. maí 1933 á Ísafirði, dóttir Guðbjargar Þóroddsdóttur frá Alviðru við Dýra- fjörð og Hálfdánar Bjarnasonar skipasmiðs. Nanna lést 7. mars 2021. Hún ólst upp í fjölskylduhúsi er pabbi hennar byggði á Torf- nesi á Ísafirði. Nanna var yngst 14 systkina, 10 hálf- systkina og þriggja alsystkina: Heiða, f. 1928, d. 2019, Didda, f. 1930, og Óskar, f. 1931, d. 2013. Einnig á Nanna tvö eft- irlifandi fóstursystkin, Krist- ján og Sigríði. fædd 10. október 1965. Þau slitu samvistir. Nanna á 75 afkomendur. Árið 1988 giftist Nanna Sig- urði Jónssyni lögregluþjóni og kerfisfræðingi, f. 7. sept. 1929, d. 17. janúar 2009. Nanna vann ýmis og fjöl- breytt störf um ævina, að mestu umönnunar- og þjón- ustustörf. M.a. opnaði hún og rak Nönnukot, fyrsta reyk- lausa kaffihúsið á Íslandi, í Hafnarfirði í 10 ár. Nanna var mikil listakona og var fátt sem hún gat ekki gert þegar kom að handavinnu. Nanna var einnig leirlistakona og eru til margir fallegir munir eftir hana hjá afkomendum hennar. Nanna verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 22. mars 2021, klukkan 15. Útförinni verður streymt: https://promynd.is/portfolio- items/nanna/. Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Eftir grunn- skóla starfaði Nanna við að- hlynningu, bæði á Sjúkrahúsi Ísa- fjarðar og á Elli- heimili Ísafjarðar. Um tvítugt flutti hún til Hafn- arfjarðar og er Guðbjörg – dóttir Björns Helgasonar frá Hnífsdal – elsta dóttir hennar, fædd í Reykjavík 1953. Nanna giftist Brynjari Gunnarsyni og eiga þau saman fimm börn: Helga Bjarndís, fædd 29. janúar 1955, Elísabet, fædd 4. maí 1956, Guðlaug, fædd 4. febr- úar 1959, Halldór, fæddur 27. júní 1962, og Gunnþórunn, Elsku besta fallega mamma mín. Þú kvaddir okkur allt of fljótt. Ekki hefði mig órað fyr- ir því að við fengjum ekki að hafa þig lengur hjá okkur. Við sem ætluðum að fara í svo mörg verkefni saman eins og að fara yfir öll ljóðin þín sem þú áttir svo mörg og falleg. Þú varst svo mikil listakona í svo mörgu. Eiginlega öllu sem þú gerðir. Ég á svo margar góðar minn- ingar þar sem þú ert langt fram á nótt eða undir morgun jafnvel að sauma og pressa á okkur há- tíðardressin. Enda vorum við alltaf svo vel til fara. Ég var svo stolt af þér þegar ég gekk út í nýja dressinu mínu á leið í skrúðgöngu á 17. júní eða hvers konar hátíðir. Alltaf svo fín. Þú passaðir svo sannarlega upp á það að við værum alltaf svo flott og umfram allt hrein. En þú varst meira farin að hekla í seinni tíð á alla ungana þína sem hrönnuðust upp og þú varst svo stolt af. Við grínumst oft með það systkinin að þú baðaðir okkur liggur við upp úr Nivea-kremi (hennar allra mesti uppáhaldsfarði), þú varst alltaf svo náttúruleg. Aldrei settir þú á þig neitt annað nema varalit og kannski á auga- brúnir smá lit. Þú pússaðir skóna okkar upp úr Nivea og sprittaðir á okkur naflann (ha- haha). Laugardagar voru kannski ekki neitt voðalega skemmtileg- ir hjá öllum en hjá okkur með þér var hann skemmtilegur af því að þá var þrifdagur. Og þá var músíkin sett í botn, allt opnað út ef hægt var vegna veðurs og síðan var dansað og þrifið. Þetta eru dásamlegar stundir sem ég hef svo oft talað um við mína. Svo kenndir þú okkur að tjútta og söngst og hlóst allt í senn. Mamma mín ég vil þakka þér fyrir allt. Þú varst kletturinn okkar og alltaf tilbúin að taka á móti okkur þegar eitthvað bját- aði á. Elsku mamma mín, mikið á ég eftir að sakna þín og minn- ingunni um þig verður haldið á lofti. Og þegar við fjölskyldan hittumst og minnumst þín þá verður líka mikið hlegið alveg eins og þú hefðir viljað hafa það. Ég elska þig elsku mamma mín. Ég sit hér við kertaljós snemma að morgni ég hugsa til þín Ég sé fallega unglega andlitið þitt ég heyri rödd þína hjartað mitt titrar þú ert demanturinn í tárum mínum þú ert gullið í hjarta mínu og ég elska þig. (Elísabet Nönnudóttir) Hvar sem ég er, hvert sem ég fer liggur mín leið til þín Hátt yfir fjöll og lágt yfir sæ liggur mín leið til þín Eins og sól rís, eins er hún sest er það víst ég kem Eins og máninn um nótt sem lýsir upp veg kem ég heim til þín Er myrkur leggst á og þung eru ský liggur mín leið til þín Er sólin rís í paradís liggur leið mín til þín (Hermann Ingi Hermannsson og Elísabet Nönnudóttir) Elísabet Guðrún Nönnudóttir. Mamman mín. Við elskuðum hvor aðra svo mikið. Þú varst minn mesti stuðningur og aðdá- andi í lífinu; allt sem ég gerði var langbest. Þegar ég skráði mig í húsasmíði varst þú svo glöð, því ég var með smíðagenin frá afa – sem þú elskaðir og dáðir. Greinin, sem þér var svo umhugað um að birta, um pabba þinn og skúturnar sem hann smíðaði, er nú okkar að koma fyrir almenningssjónir. Og það munum við gera, mamman mín. Ást á ljóðum og ljóðagerð áttir þú sameiginlega með pabba þínum, gast setið tím- unum saman að lesa ástar- og lífsreynsluljóð fyrir börnin þín. Svo ortirðu svo fallega sjálf. Þú varst listakona. Það var sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, þú gast allt. Smíðað. Málað. Skipt um rafmagnsklær. Tengt ljós. Dúkað. Teppalagt – og þú ólst okkur systkinin upp við að vera sjálfbjarga með flest. Dýr- mætar hannyrðir eigum við eft- ir þig. Þú heklaðir peysur, húf- ur, sokka og skó fyrir alla afkomendur þína og gafst þeim við fæðingu (svo ekki sé minnst á alla skírnarkjólana). Þú varst stórkostleg ævin- týrakona. Þú áttir 75 afkom- endur sem þú elskaðir meira en allt – kallaðir okkur „dýrmæta fjársjóðinn“ þinn. Þú varst svo stolt af hverjum og einum og lést okkur vita það á hverjum morgni á samfélagsmiðlum. Þar fylgdistu með allri ættinni. Varst svo hreykin af frændfólki þínu. Þótt þú hafir munað af- mælisdaga allra gullmolanna þinna var það orðin svo mikil vinna að senda kveðju til allra að þú samdir við okkur: ein kveðja til allra afmælisbarna mánaðarins. Þú áttir alltaf nýjustu útgáfu af síma og tölvu og áttir marg- ar góðar stundir með ömmu- og langömmubörnunum þínum, þar sem þau aðstoðuðu þig við að ráða fram úr hinum ýmsum ráðgátum tækninnar. Svo keyptirðu þér rafmagnshlaupa- hjól í haust, beiðst í ofvæni eftir vorinu, svo þú gætir farið að æfa þig. Þú hafðir miklar skoðanir og lást ekki á þeim. Barðist fyrir því sem þú trúðir á, stofnaðir og rakst fyrsta reyklausa kaffi- húsið á Íslandi, Nönnukot í Hafnarfirði. Leirlistasýningum þínum í Nönnukoti gleymum við seint. Heilbrigðiskerfið var þér mikið áhyggjuefni. Það virkaði illa eða alls ekki neitt. Þrátt fyrir það tókstu það samt alltaf fram að við ættum frá- bæra lækna og að heilbrigð- isstarfsfólkið væri að gera sitt besta. Það var „kerfið“ sem var ónýtt. Þú áttir fimm dætur og einn son (prinsinn þinn). Þegar við komum saman varst þú alltaf talin ein af okkur systrunum, og ekki endilega sú elsta. Þegar aðrir spurðu hvort þú værir dóttir okkar – fannst okkur systrunum nóg komið. Mamman mín, nú ert þú örugg hjá Guði og ég trúi því, að þar munir þú hitta alla ást- vini þína sem kvöddu á undan þér. Við, dýrmæti fjársjóðurinn þinn og gullmolarnir, munum minnast þín og sakna alla daga. Þú ert svo mikið elskuð. Þín Guðbjörg. Í faðmi fjalla blárra fæddist hún mamma mín. Rakasátan í stórum systkinahópi. Hún var alin upp í stóru fjölskylduhúsi sem faðir hennar byggði á Torf- nesi á Ísafirði. Sökum veikinda móður flutt- ist hún fljótlega yfir ganginn til hálfsystur sinnar sem tók að sér að ganga litlu systur í móð- urstað. Það má segja að mjög snemma hafi lífið farið að herða þessa litlu stúlku. Móta hana í þá sterku konu sem hún varð. Nálægðin við sjóinn dró litlu dóttur skipasmiðsins fljótlega niður í fjöru en húsið stóð nán- ast við fjörukambinn. 36 árum eftir að Nivea hóf framleiðslu á vöru sinni (1911) rak örlitla tóma Nivea-dós á fjörur mömmu minnar. Má þá segja að tvenns konar ást hafi kviknað. Önnur var ást á öllu smáu og hin á Nivea-kremi. Nivea var notað í andlitið, hársvörðinn, líkamann, lakkskó og bara allt, út lífið. Mamma elskaði fjöruna og sjóinn og dáði sjómenn. Til að þakka þeim ómetanleg störf orti hún ljóðið Íslenski sjómað- urinn sem hún gaf út á korti til- einkuðu þeim. Mamma var mikill ljóðaunn- andi. Frá æsku á ég yndislegar minningar um mömmu lesa ljóðin sín fyrir okkur. Hjálmar og Hulda, Við fossinn, Spuna- konan og svo má lengi telja. Hún safnaði ljóðum, orti og sótti ljóðakvöld hvar sem þau var að finna. Eitt sinn fór hún á ljóðakvöld í Hvítakot sem var krambúð og kaffihús. Á þeim tíma var reykt á slíkum stöðum en mamma átti afskaplega erf- itt með að þola reykingar. Fékk hún þá hugmynd að opna reyk- laust kaffihús. Hún vissi um lít- ið hús í Hafnarfirði sem hún tók á leigu. Með hörkudugnaði og á örskömmum tíma tókst henni að opna fyrsta reyklausa kaffihúsið á Íslandi og þá komin nálægt sextugu. Þegar blaðamaður vikunnar heimsótti hana segist hann „Heimsækja hana Nönnu í Nönnukoti, hana Nönnu sem yrkir ljóð, leyfir engum að reykja en stjanar við gesti sína eins og þeir hafi komið um langan veg og séu bæði svangir og þyrstir.“ Og það var einmitt það sem hún gerði svo vel, að stjana við gesti. Mamma hugsaði vel um heilsu sína og hreinlæti Fram að Covid gekk hún hring í kringum Vífilsstaðavatn svo til daglega. Mamma var mikil listakona. Það lék einhvern veginn allt í höndum hennar. Hún fór aldrei eftir uppskriftum. Sagðist þurfa að finna sjálf út úr því hvernig flíkin sem hún var að búa til færi best. Hún saumaði, prjón- aði og heklaði öll föt á okkur sem börn. Við þrjár elstu vor- um alltaf eins, klæddar falleg- um kjólum og gjarnan með skuplur í stíl. Það var eftir því tekið hversu vel henni tókst til. Mamma var mikill eldhugi og baráttukona. Hún gekk til liðs við Miðflokkinn og var mjög virk í flokknum. Skipaði heið- urssætið í síðustu kosningum. Þar eignaðist hún marga félaga sem gáfu henni mikið. Hún lét ekkert tækifæri ónotað til að auka fylgi flokksins og skipti þá engu hvar hún var. Hvort sem það var í búðinni, bankanum, hjá lækni, í fjölskylduboðum eða t.d. símamaðurinn að laga símann hennar. Fram á síðasta dag var hún að. Mamma hafði átt við veikindi að stríða um hríð og leitað til lækna til að komast að því hvað ylli þeim. Hún hafði ekki erindi sem erfiði því miður. Ég tel að heilbrigðiskerfið hafi brugðist henni fullkomlega! Andlát hennar kom okkur algerlega í opna skjöldu. Söknuðurinn er gríðarlegur og tómið mikið. Yndislega mamma mín. Takk fyrir elsku þína og bænir fyrir okkur gullmolum þínum. Ég elska þig. Sjáumst aftur hjá Drottni. Þín dóttir Helga. Mamma mín. Elsku mamma mín mikið á ég eftir að sakna þín. Við töl- uðumst við á morgnana og fengum okkur kaffi saman í gegnum símann og sögðum góða nótt á kvöldin. Það verður svo skrítið að eiga ekki eftir að heyra í þér en ég ylja mér við minningarnar um stundirnar okkar saman. Á Spáni áttum við okkar stundir þar sem við nutum okkar. Þú elskaðir sjó- inn og fannst hvað hann var heilandi og köldu sturtuna tókstu uppi á þaki á hverjum morgni. Krafturinn og dugnað- urinn í þér, aldrei gefast upp þótt á móti blási. Þú varst ekki litlaus, þú varst allt litrófið. Mamma, þú varst engri lík, frumkvöðull, listakona af guðs náð og syntir gegn straumnum, stóðst fast á þínum skoðunum og varst ætíð samkvæm sjálfri þér, algjör valkyrja. Þegar þú opnaðir fyrsta reyklausa kaffi- húsið á Íslandi hristu margir hausinn og reyndu að leggja stein í götu þína en þú gerðir þetta allt saman, málaðir, smíð- aðir, þreifst og komst því á laggirnar og stóðst þína plikt. Ekki fannst þér mikið mál að keyra ein til Vestfjarða og brunaðir þangað á sólargeisl- anum þínum, eins og þú kallaðir bílinn þinn. Þar áttir þú stund með honum Flóka eins og þú kallaðir staðinn þinn á Grund- inni. Það var bara síðasta sum- ar að við fórum þangað saman, ég, þú, Benni og Anna María. Þá áttum við góða stund saman og rifjuðum meðal annars upp ferðina okkar góðu á Borgar- firði eystri. Þar dvöldum við í tjöldunum, þið Sverrir í hús- tjaldinu og við Benni í fjalla- tjaldinu eins og Sverrir kallaði það. Það væsti sko ekki um okkur þessa tvo mánuði. Við böðuðum okkur í læknum og þú bakaðir pönnsur á gasinu og hitaðir kakó. Þú minntist oft á skeljarnar og kuðungana sem við týndum þar í fjörunni sem þú varðveittir eins og fjársjóð. Og alltaf bættist í safnið þitt eftir því sem barnahópurinn stækkaði sem þú varst svo stolt af og elskaðir meira en allt. Elsku mamma mín ég gæti haldið endalaust áfram en læt staðar numið hér. Takk fyrir að vera besta mamman, ég á eftir að sakna þín óendanlega en minningarnar okkar lifa og ég geymi þig í hjartanu mínu þar til við hittumst næst. Ég elska þig, rakasátan þín. Gunnþórunn Sara. Elskuleg tengdamóðir mín, Nanna Hálfdánardóttir, lést 7. mars síðastliðinn, okkur öllum að óvörum, enda var það svolít- ið í hennar stíl. Fór alla tíð sín- ar eigin leiðir. Hún var mikið elskuð og elskaði mikið. Leiðir okkar lágu saman er ég og dóttir hennar bundum saman hnúta okkar og eru tæplega þrjátíu ár síðan. Hún kom mér fyrir sjónir sem sterk og ákveð- in kona, sem hún vissulega var. En hún átti líka sínar mildu og auðmjúku hliðar. Ég lærði fljótt að andmæla henni ekki í sam- ræðum. Það vissi ekki á gott að gera það. Hún var pólitísk mjög og hennar og mínar skoðanir lágu ekki alltaf saman og þá hélt maður sig á mottunni. Á Þorláksmessu hélt hún alltaf mikla skötumessu í sinni litlu íbúð á Selvogsgötunni í Hafn- arfirði og var þá þétt setinn bekkurinn. Ég á henni það að þakka að í dag borða ég skötu með bestu lyst. Takk fyrir það elsku Nanna mín. Á þessum tæpu þrjátíu árum hef ég lært að meta þig, elska og virða og þú eignaðist fljótt stóran og virðulegan sess í mínu hjarta og munt lifa þar um ókomna framtíð. Ég kveð þig með trega í hjarta en gleð mig við að ég veit að nú sprang- ar þú prúðbúin um hin gullnu stræti. Horfðu á himininn hann engan endi á mín aumu orð þau fá aldrei lýst hinni sönnu paradís (Hermann Ingi Hermannsson) Þinn tengdasonur, Hermann Ingi Hermannsson. Elsku yndislega tengda- mamma mín er fallin frá, mikið á ég eftir að sakna hennar, svo skemmtileg og yndisleg, alltaf höfðum við nóg um að tala þeg- ar við hittumst. Nanna hafði gert svo margt í lífinu, og það var svo gaman að heyra þegar hún bjó í Ameríku sem var æv- intýri líkast að hlusta á. Nanna tengda mín var alveg svakalega stolt af öllum sínum afkomend- um „Gullmolunum“ sínum sem voru orðin 76 talsins, ansi stór og fallegur hópur. Nanna var svo mikil listakona og allt sem hún heklaði á börnin í fjölskyld- unni var alveg dásamlega fal- legt og svo voru það listaverkin úr leir sem hanga uppi á nokkr- um heimilum, alveg sérstök og mjög flott. Nanna var með lítið hús fyrir vestan sem hún elsk- aði að fara í og fór eins oft og hún gat. Í fyrrasumar fórum við Nanna, ég, Benni og Gunna saman vestur, það var sko skemmtileg ferð og fannst Nönnu nú ekkert mál að keyra alla þessa leið, alveg ótrúleg hún Nanna, við rétt héldum í við hana, já hún gat bara gert allt, lét ekkert stoppa sig sama hvað var, hún reddaði sér, al- gjör töffari. Nanna var einstök, ótrúlega falleg kona og góð, hennar verður sárt saknað en við eigum góðar minningar sem munu ylja okkur um ókomna tíð. Elsku Nanna, takk fyrir samfylgdina, betri tengda- mömmu hefði ég ekki getað óskað mér. Þín tengdadóttir, Anna María. Elsku amma mín. Ég á svo erfitt með að trúa að þú sért farin. Hélt að þú yrðir alltaf hérna, með opna faðminn þinn að hvísla í eyra mitt „ég elska þig gullmolinn minn“. Sakna þess að fá senda dag- legu kveðjuna frá þér á Mes- senger sem var alltaf svo já- kvæð og kærleiksrík. Þú elskaðir okkur börnin þín svo mikið, öll sjötíu og fimm talsins. Þú sagðir okkur vera það dýr- mætasta sem þú áttir, varst alltaf svo stolt af hverju og einu okkar og þreyttist ekki á að láta okkur vita af því. Þú kenndir mér líka svo margt. Að gefast ekki upp þótt á móti blási heldur líta á mót- byr sem tækifæri til að læra og leita nýrra tækifæra. Að vera þakklát fyrir lífið og fólkið sem maður hefur í lífinu sínu. Og að vera jákvæð og það varst þú svo sannarlega, alltaf svo já- kvæð og glöð þrátt fyrir að hafa upplifað þinn skerf og ríflega það af mótbyr í lífinu. Alveg fram á síðustu stundu varstu að segja brandara enda var það þín trú að hláturinn væri eitt það mikilvægasta sem við ætt- um í lífinu. Og það var mikið hlegið þegar þú varst nálæg. Svo gaman í sumar þegar við fórum á Barðaströndina, þar sem þú áttir kotið þitt þar sem þú elskaðir að eyða tíma. Það sem þú og Svavar bróðir gátuð hlegið mikið að fáránlegustu bröndurum og vídeóklippum af netinu. Þessi tími er mér svo dýrmætur að hafa átt núna. Ég er svo þakklát fyrir margar minningar sem ég á um þig amma mín. Þegar þú komst til Íslands þegar ég var að fara að eiga frumburðinn minn að- eins sextán ára. Það skipti þig miklu máli að koma og taka á móti fyrsta langömmubarninu þínu. Að hafa þig og mömmu inni hjá mér í fæðingunni var svo gott og dýrmætt. Já ég gerði þig að langömmu þegar þú varst aðeins fimmtíu og sjö ára og þú hefðir ekki getað ver- ið ánægðari með það. Eins tímann okkar saman þegar ég heimsótti þig þegar ég var unglingur og þú bjóst í Colorado. Elskaði að hlusta á þig tala um öll ævintýrin sem þú hafðir upplifað og hlusta á þig syngja hástöfum tregafull ástarlög þar sem við keyrðum um í fjöllunum. Ég elskaði það. Ég er þakklát fyrir að hafa hitt þig á föstudeginum áður en þú kvaddir og ná að hlæja með þér, knúsa þig og segja þér að ég elskaði þig. Ég hefði þó líka viljað að ég hefði náð að segja hversu stolt ég var alltaf af þér og af því að þú værir amma mín Nanna Hálfdánardóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma Nanna. Við söknum þín mikið. Þú varst alltaf svo góð við okkur. Við elskuðm þig og biðjum Guð að blessa þig. Við þökkum Guði fyrir þig á hverju kvöldi eins og við báðum fyrir þér áður en þú fórst, á hverju kvöldi. Við elskum þig. Magnús Pétur og Kristófer.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.