Morgunblaðið - 22.03.2021, Side 28

Morgunblaðið - 22.03.2021, Side 28
sigurliðið. Rhein-Neckar Löwen vann þá 33:26-sigur á Leipzig á útivelli en Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað hjá Löwen. Þá skoraði Oddur Ingi Gretarsson eitt mark fyrir Balingen þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Erlangen, 29:24, og Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt mark Göppingen sem vann 31:24-sigur gegn HannoverBurgdorf en Janus Daði Smárason lék ekki með Göpp- ingan vegna meiðsla. _ Elvar Már Friðriksson var í aðal- hlutverki hjá Siauliai sem vann gríð- arlega mikilvægan 99:68-sigur á Nept- unas í litháísku A-deildinni í körfu- knattleik í gær en bæði lið eru í fallbaráttunni. Njarðvíkingurinn heldur áfram að leika á als oddi með botnlið- inu en hann var stigahæstur í kvöld með 18 stig á þeim 27 mínútum sem hann spilaði. Þá gaf hann sjö stoð- sendingar og tók tvö fráköst. Siauliai er í 10. og neðsta sæti deild- arinnar með sjö sigra í 25 leikjum en Neptunas er í 8. sæti með átta vinn- inga. Neðsta liðið fellur úr deildinni og það næstneðsta fer í umspil. _ Körfuknattleiksmaðurinn Martin Hermannsson fór meiddur af velli í leik Valencia og Barcelona í spænsku efstu deildinni í gær. Martin spilaði ekki í nema þrjár mín- útur í 80:64-tapi Valencia á heimavelli áður en hann þurfti að fara meiddur út af en Valencia greinir frá þessu á sam- félagsmiðlum sínum. Segir þar að Martin hafi meiðst á hægri fæti og hann gat því ekki klárað leikinn. Ekki liggur fyrir hvort meiðslin verði til þess að hann missi af fleiri leikjum. Valencia er í 5. sæti spænsku deild- arinnar en Martin hefur spilað 26 leiki í vetur, skorað að meðaltali 7,3 stig, tekið 1,2 fráköst og gefið 2,7 stoð- sendingar í leik. _ Leicester City tryggði sér sæti í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir 3:1-sigur gegn Man- chester United á King Power-vellinum í Leicester í gær. Þá vann Chelsea 2:0- sigur gegn Sheffield United á Stam- ford Bridge í London. Á Laugardaginn vann Manchester City 2:0-sigur gegn Everton á Etihad-vellinum í Manchest- er og Southampton vann 3:0-sigur gegn B-deildarliði Bournemouth í Bor- unemouth. Chelsea og Manchester City mætast í undanúrslitum og Leic- ester mætir Southampton. Báðir leik- irnir fara fram 17. apríl á Wembley- leikvanginum í London. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2021 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: KA-heimilið: KA – Stjarnan ..................... 18 Austurberg: ÍR – Fram ....................... 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Hertz-hellir: ÍR – Þór Þ....................... 18.15 HS Orkuhöll: Grindavík – Keflavík .... 20.15 Í KVÖLD! Dominos-deild karla Stjarnan – Haukar ............................... 88:76 Tindastóll – Höttur............................... 90:82 KR – Þór Ak.......................................... 86:90 Njarðvík – Valur................................... 78:80 Staðan: Keflavík 15 13 2 1378:1176 26 Stjarnan 16 11 5 1491:1403 22 Þór Þ. 15 10 5 1472:1347 20 KR 16 10 6 1452:1463 20 Grindavík 15 8 7 1344:1370 16 Þór Ak. 16 8 8 1434:1469 16 Valur 16 8 8 1335:1350 16 ÍR 15 7 8 1324:1333 14 Tindastóll 16 7 9 1429:1465 14 Njarðvík 16 5 11 1308:1372 10 Höttur 16 4 12 1398:1494 8 Haukar 16 3 13 1320:1443 6 Dominos-deild kvenna Haukar – Snæfell.................................. 98:68 KR – Valur ............................................ 67:87 Keflavík – Skallagrímur ...................... 74:51 Fjölnir – Breiðablik.............................. 80:77 Staðan: Valur 15 12 3 1130:935 24 Keflavík 15 12 3 1208:1078 24 Haukar 15 11 4 1101:993 22 Fjölnir 15 10 5 1153:1091 20 Skallagrímur 15 6 9 1024:1078 12 Breiðablik 15 5 10 952:1000 10 Snæfell 15 2 13 1070:1204 4 KR 15 2 13 1014:1273 4 1. deild kvenna Hamar/Þór – Ármann.......................... 87:86 Grindavík – Fjölnir b ........................... 71:57 ÍR – Vestri............................................. 91:40 Njarðvík – Tindastóll ........................... 94:42 Spánn Andorra – Manresa ............................. 92:86 - Haukur Helgi Pálsson skoraði 9 stig fyr- ir Andorra og tók eitt frákast á 31. mínútu. Þýskaland Fraport – Alba Berlín ......................... 60:94 - Jón Axel Guðmundsson skoraði 8 stig fyrir Frport, tók fjögur fráköst og gaf átta stoðsendingar á 29 mínútum. >73G,&:=/D Olísdeild karla ÍBV – Þór .............................................. 35:27 Afturelding – Grótta ............................ 30:27 Valur – Haukar..................................... 28:32 FH – Selfoss.......................................... 28:27 Staðan: Haukar 15 12 1 2 426:362 25 FH 15 9 3 3 441:405 21 Afturelding 15 9 1 5 392:389 19 ÍBV 15 8 1 6 435:413 17 Valur 15 8 1 6 437:410 17 Selfoss 15 7 2 6 386:375 16 KA 13 5 5 3 336:319 15 Stjarnan 14 6 2 6 381:375 14 Fram 13 6 2 5 328:326 14 Grótta 15 3 4 8 369:384 10 Þór Ak. 15 3 0 12 343:412 6 ÍR 14 0 0 14 326:430 0 Grill 66-deild karla Valur U – Hörður ................................. 35:36 Þýskaland Bergischer – Nordhorn ...................... 25:25 - Arnór Þór Gunnarsson skoraði 2 mörk fyrir Bergischer. Essen – Stuttgart................................. 27:20 - Viggó Kristjánsson skoraði 4 mörk fyrir Stuttgart. B-deild: Kirchhof – Sachsen Zwickau............. 22:30 Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 4 mörk fyrir Sachsen Zwickau. Spánn Barcelona – Sinfin............................... 44:24 - Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir Barcelona. Danmörk GOG – Fredericia ................................ 37:30 - Viktor Gísli Hallgrímsson varði 19 skot í marki GOG og skoraði eitt mark. Pólland Tarnów – Kielce .................................. 20:31 - Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 5 mörk fyrir Kielce en Haukur Þrastarson er frá keppni vegna meiðsla. Svíþjóð 8-liða úrslit, annar leikur: Kristianstad – Malmö.......................... 31:28 - Ólafur Guðmundsson skoraði 6 mörk fyrir Kristianstad og Teitur Einarsson eitt. %$.62)0-# HM 2021 Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Ég er ánægður með það hvernig stelpurnar komu inn í leikinn og kláruðu verkefnið með miklum sóma,“ sagði Arnar Pétursson, þjálf- ari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, í samtali við Morg- unblaðið eftir 33:23-sigur íslenska liðsins gegn Litháen í lokaleik sínum í 2. riðli undankeppni HM í Skopje í Norður-Makedóníu í gær. Ísland er komið áfram í umspil um laust sæti á HM 2021 sem fram fer á Spáni í desember en íslenska liðið hafnaði í öðru sæti riðilsins með 4 stig, tveimur stigum minna en topp- lið Norður-Makedóníu. „Það komu kaflar hér og þar sem voru ekkert sérstakir hjá okkur en á sama tíma var þetta þriðji leikur liðs- ins á þremur dögum og ég er sáttur,“ bætti landsliðsþjálfarinn við. Íslenska liðið tapaði með sjö marka mun í fyrsta leik und- ankeppninnar en vann svo tvo mjög góða sigra gegn Grikklandi, 31:19, og Litháen, 33:23, í lokaleikjum sínum í undankeppninni. „Ég er fyrst og fremst ánægður með það hvernig stelpurnar mæta í þessa tvo leiki og klára þetta mjög sannfærandi. Leikurinn gegn Norð- ur-Makedóníu var erfiður og það var mikið áfall fyrir okkur að missa Steinunni sem er ekki bara leiðtogi liðsins inn á vellinum heldur líka ut- an hans. Við misstum svo Sunnu líka sem er einnig leiðtogi í þessu liði en sem bet- ur fer er fullt af öðrum leiðtogum í þessu liði sem stigu upp þegar mest á reyndi. Ég er ánægður með þessa tvo leiki gegn Grikklandi og Litháen og hvernig við fórum áfram í um- spilið.“ Frammistaðan til fyrirmyndar Þrátt fyrir áföllin í Skopje stigu aðrir leikmenn liðsins upp og þá voru margir leikmenn að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu. „Það var fullt af jákvæðum punkt- um í okkar leik, bæði í sókn og vörn. Við missum báða miðverðina okkar út en þeir leikmenn sem komu inn í þetta, Helena Rut [Örvarsdóttir] og Eva Björk [Davíðsdóttir] komu báð- ar frábærlega inn í vörnina. Ég fékk mörg góð svör eftir eitt og hálft ár án keppnisleikja og eins er ég gríðarlega sáttur við ungu stelp- urnar sem komu inn í þetta. Þær voru að stíga sín fyrstu skref með lið- inu og karakterinn og frammistaðan var til fyrirmyndar,“ bætti Arnar við í samtali við Morgunblaðið. Umspilsleikirnir fara fram 16. eða 17. apríl og 20. eða 21. apríl en leikið verður heima og að heiman. Dregið verður í umspilið í dag en Ísland verður í neðri styrkleikaflokki þegar drátturinn fer fram og getur mætt Tékklandi, Þýskalandi, Ung- verjalandi, Svartfjallalandi, Póllandi, Rúmeníu, Rússlandi, Serbíu, Slóven- íu eða Svíþjóð. Mörk Íslands gegn Litháen: Lovísa Thompson 6, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Rut Jónsdóttir 4/1, Tinna Sól Björgvinsdóttir 4, Sigríður Hauksdóttir 4, Ásdís Guðmunds- dóttir 4, Harpa Valey Gylfadóttir 3, Ragnheiður Júlíusdóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 1. Markmiðinu náð í Skopje - Íslenska kvennalandsliðið er komið áfram í umspil fyrir HM 2021 á Spáni Ljósmynd/Robert Spasovski Sigurvíma Íslenska liðið fagnaði vel og innilega í Skopje í gærkvöldi. Þóra Kristín Jónsdóttir átti stór- leik fyrir Hauka þegar liðið brú- aði bilið milli toppliðs úrvals- deildar kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, með stór- sigri gegn Snæfelli í Ólafssal í Hafnarfirði á laugardaginn. Þóra Kristín skoraði 25 stig, þar af sjö þriggja stiga körfur úr ellefu skotum, og þá tók hún einnig átta fráköst og gaf ellefu stoðsend- ingar en leiknum lauk með 98:68- sigri Hafnfirðinga. _ Þá er Keflavík komin á beinu brautina í deildinni á nýjan leik eftir 74:51-sigur gegn Skallagrími í Blue-höllinni í Keflavík. Leik- urinn var í járnum allt þangað til í fjórða leikhluta en þá skoruðu Keflvíkingar 19 stig gegn 5 stig- um Skallagríms. Daniela Wallen átti stórleik fyrir Keflavík, skor- aði 34 stig og tók nítján fráköst. _ Ásta Júlía Grímsdóttir var stigahæst Valskvenna þegar liðið heimsótti KR í DHL-höllina í Vest- urbæ en hún skoraði 20 stig í 87:67-sigri Vals. Valskonur leiddu 47:31 í hálfleik og var eftirleik- urinn auðveldur eftir það. Annika Holopainen var at- kvæðamest í liði KR með 21 stig. _ Þá átti Ariel Hearn stórleik fyrir Fjölni þegar liðið fékk Breiðablik í heimsókn í Dalhús í Grafarvog. Hearn skoraði 37 stig og tók fjórtán fráköst en leiknum lauk með þriggja stiga sigri Fjölnis, 80:77. Mikið jafnfræði var með lið- unum allan leikinn en Breiðablik leiddi með fimm stigum fyrir fjórða leikhluta, 63:58. Iva Georgieva var stigahæst í liði Breiðabliks með 20 stig. Ljósmynd/Árni Torfason Einvígi Alyesha Lovett, t.v, og Den- ise Palmer, t.h, eigast við í Ólafssal. Hafnfirðingar brú- uðu bilið á toppliðin Gylfi Þór Sig- urðsson leikur ekki með ís- lenska landslið- inu í fótbolta gegn Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein í lok mánaðar þar sem hann hefur dregið sig úr landsliðshópn- um. Knattspyrnusamband Íslands greindi frá þessu í gær og segir að Gylfi verði ekki með af persónu- legum ástæðum en hann og eig- inkona hans eiga von á sínu fyrsta barni á næstunni. Áður hafði fram- herjinn Björn Bergmann Sigurð- arson dregið sig úr hópnum en ekki er fyrirhugað að bæta leikmönnum við hann fyrir Þýskalandsleikinn þrátt fyrir þessi tvenn forföll. Ísland leikur gegn Þýskalandi 25. mars í Duisburg, gegn Armeníu þremur dögum síðar í Yerevan og loks gegn Liechtenstein 31. mars í Vaduz. Leikirnir þrír eru fyrstu leikir ís- lenska liðsins undir stjórn þjálfarans Arnars Þórs Viðarssonar. Mikið áfall fyrir karla- landsliðið í knattspyrnu Gylfi Þór Sigurðsson Frjálsíþróttamaðurinn Hlynur Andrésson bætti í gær- morgun Íslandsmetið í maraþoni þegar hann hljóp á tím- anum 2:13:37 í Dresden í Þýskalandi. Þrátt fyrir frábært hlaup tókst Hlyn ekki að ná lágmarki fyrir Ólympíu- leikana sem er 2:11:30. Um var að ræða fyrsta maraþon Hlyns á ferlinum og stórbætti hann Íslandsmet Kára Steins Karlssonar frá árinu 2011 sem hann setti í Berl- ínarmaraþoninu í september árið 2011 en hann kom þá í mark á tímanum 2:17:12. Hlynur er margfaldur Íslandsmeistari í hlaupagrein- um og á nú sjö Íslandsmet utanhúss á öllum vegalengd- um frá 3.000 metrum og upp í 42 kílómetra. Þá á hann þrjú Íslandsmet innanhúss, í 1.500, 3.000 og 5.000 metra hlaupum en tveim- ur þeirra deilir hann með Jóni Diðrikssyni annars vegar og Kára Steini hins vegar vegna mismunandi aðstæðna. Stórbætti Íslandsmetið Hlynur Andrésson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.