Morgunblaðið - 22.03.2021, Side 32
Heppinn áskrifandi mun vinna nýjan Toyota Yaris
Hybrid Active Plus að andvirði 4.270.000 kr.
Allir áskrifendur eru sjálfkrafa í pottinum.
Toyota Yaris Hybrid Active Plus stendur fyrir allt
sem Morgunblaðið hefur að leiðarljósi – traustur
og fjölhæfur brautryðjandi.
Tryggðu þér áskrift strax í dag á mbl.is/askrift eða
í síma 569-1100.
Við drögum 25. mars
BÍL ÁRSINS
2021
Heppinn áskrifandi
Morgunblaðsins eignast
SIGURVEGARI THE CAR OF
THE YEAR AWARDS 2021
MÁNUDAGUR 22. MARS 81. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tryggði sér um
helgina sæti í umspili um laust sæti á HM 2021 sem fram
fer á Spáni í desember síðar á árinu. Ísland hafnaði í
öðru sæti 2. riðils undankeppninnar í Skopje en eftir
slæmt tap gegn Norður-Makedóníu í fyrsta leik undan-
keppninnar vann íslenska liðið tvo stórsigra gegn Grikk-
landi, 31:19, og Litháen, 33:23. Dregið verður í umspilið í
dag en Ísland verður í neðri styrkleikaflokki í drættinum.
Umspilsleikirnir fara fram 16. eða 17. apríl og 20. og 21.
apríl en leikið verður heima og heiman. »27
Ísland í umspil eftir tvo stórsigra í
röð í Skopje í Norður-Makedóníu
ÍÞRÓTTIR MENNING
Æfingar eru hafnar á Bubbasöngleiknum Níu líf í leik-
stjórn Ólafs Egils Egilssonar og hefjast sýningar á
Stóra sviði Borgarleikhússins 10. apríl. Uppfærslan sló
í gegn þegar hún var frumsýnd í mars 2020 og gaf leik-
listargagnrýnandi Morgunblaðsins sýningunni fullt
hús. Einungis náðist að sýna þrjár sýningar á sínum
tíma áður en allt sýningarhald stöðvaðist vegna heims-
faraldursins. Samkvæmt upplýsingum frá leikhúsinu
hafa nú þegar 16.000 leikhúsgestir tryggt sér miða á
sýninguna sem mun ganga næstu mánuði.
Níu líf snýr loks aftur á svið
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
„Það er enn þá geðveikisleg eft-
irspurn eftir þessu flugi. Það er bara
eins og þetta sé síðasta eldgosið á Ís-
landi. Við höfum ekki einu sinni náð
að svara öllum póstunum,“ segir
Birgir Ómar Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Norðurflugs, í samtali
við Morgunblaðið.
Ferðaþjónstufyrirtæki, sem hafa
þurft að lepja dauðann úr skel í far-
aldrinum, hafa vart náð að anna
spurn eftir þyrluflugi yfir gossvæðið
í Geldingadölum við Fagradalsfjall.
Á þriðja hundrað manns eru á bið-
lista eftir þyrluferð með Norðurflugi
en fjórtán ferðir voru farnar að gos-
inu í gær, með tveimur vélum sem
taka fjóra manns hvor – einfaldur
útreikningur leiðir því í ljós að á að-
eins tveimur dögum hafa líklega um
hundrað manns stigið upp í þyrlu
Norðurflugs og barið gosið augum.
Ferðin kostar 44.400 á manninn
og eru á bilinu tvö til þrjú hundruð
manns á biðlista hjá Norðurflugi,
sem er með þrjár þyrlur á sínum
snærum, þar af tvær í gosferðum.
Hratt fjölgar í þeim hópi og segir
Birgir að fyrirtækið hafi ekki undan
að svara tölvupóstum. En hve lengi
gætu gosþyrstir þurft að bíða?
„Veðurspáin er ekki góð næstu
daga en biðin gæti tekið allt að
viku,“ segir Birgir. Gæta þarf fyllsta
öryggis þegar ferðast er á svæðið.
Mbl.is náði tali af Birgi á laug-
ardag og hófust þá þyrluferðir að
svæðinu klukkan tvö um daginn og
haldið með farþega að gosinu þar til
fjögur, þar sem veðurspáin leit ekki
nógu vel út.
Brjálæði
,,Gosið er á litlum stað í aflok-
uðum dal, það er margt gangandi
fólk þarna og fólk er nánast við
hraunið. Síðan eru þarna drónar,
þyrlur og flugvélar, ég veit ekki al-
veg hverju ég á að líkja þessu við.
Þetta er svona pinkulítið brjálæði.
Það er ekkert hægt að segja neitt
annað. Þarna verða menn að gæta
fyllsta öryggis, eins og almanna-
varnir hafa margítrekað við fólk,“
segir Birgir. Spurður hvort algengt
sé að drónar fljúgi hátt yfir svæðinu
eða trufli umferð segir hann lang-
flesta fylgja þeim fyrirmælum sem
gefin hafa verið út, þó komi fyrir að
fólk fljúgi drónum of hátt.
„Það er eiginlega engin leið til
þess að vera vel búinn undir það –
það er alltaf einhver sem fylgir ekki
reglunum og flýgur drónanum of
hátt. En langflestir fara eftir regl-
unum,“ segir hann.
Þá séu Íslendingar svolítið fyrir
að brjóta reglurnar „enda erum við
stórasta land í heimi, eins og Dorrit
sagði,“ segir Birgir léttur.
Volcano Helicopter býður einnig
upp á þyrluflug að gossvæðinu og á
sömuleiðis erfitt með að anna eft-
irspurn. Fyrirtækið býður upp á
þyrluferð að gosinu fyrir 57 þúsund
krónur að sögn starfsmanns og var
einmitt stofnað í kjölfar Holu-
hraunsgossins árið 2014.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Eldfjör Gríðarlegur áhugi er á því að skoða eldgosið í Geldingadölum. Þægilegast er að koma þangað með þyrlu.
„Geðveikisleg eftirspurn“
- Tvö til þrjú hundruð manns á biðlista í þyrluflug hjá
Norðurflugi - Ferðin kostar 44 þúsund krónur á mann