Morgunblaðið - 29.03.2021, Síða 18

Morgunblaðið - 29.03.2021, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2021 ✝ Ingvi Ástvalds- son fæddist 4. júní 1999. Hann lést 19. mars 2021 á 7B á Borgarspít- alanum. Foreldrar hans eru Martha Jón- asdóttir, f. 7. októ- ber 1963, og Ást- valdur Óskarsson, f. 25. október 1962. Systkini Ingva eru Svavar Freyr, f. 10. október 1984; Óskar, f. 3. júlí 1992; og Margrét Björg, f. 9. desember 1994. Ingvi var í leikskólanum Ás- borg. Hann gekk í Langholts- skóla, Ísaksskóla, Ártúnsskóla og Árbæjarskóla. Hann var á sér- námsbraut í Fjöl- brautaskólanum við Ármúla. Hann var í tóm- stundafræði í dipl- ómanámi fyrir fatl- aða á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Útför Ingva fer fram frá Langholts- kirkju í dag, 29. mars 2021, klukkan 13. Streymt verður frá útför: http://promynd.is/ingvi Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Elsku Ingvi. Ég er svo stolt af að vera mamma þín. Þú kenndir mér að vera stolt af mér. Þú kvaddir okkur á föstu- dagskvöldið um það leyti sem eldgosið var að byrja. Það var svo einstök falleg stund. Þú varst umvafinn vinum þínum og okkur stoltu fjölskyldu þinni. Við skiptumst á að halda í hönd- ina þína. Við rifjuðum upp sam- fylgdina okkar. Þú varst oft sá sem réðst ferðinni á góðan hátt. Mikill fag- urkeri með gott auga og þú vild- ir hafa hlutina á réttum stað. Við Stella gerðum allt eins fínt og við gátum heima því þú varst á leiðinni heim. Við stilltum upp fuglastyttum og málverkum og myndum eftir langafa þinn Höskuld Björnsson listmálara. Lengi má manninn reyna. Röddin mín var að hljóðna vegna vonlausrar baráttu við yf- irvöld Velferðarsviðs Reykjavík- urborgar hingað til áður en Ingvi missti heilsu til að dvelja heima hjá okkur og hafa aðstoð- arfólk á nóttu sem degi eins og hann óskaði svo lengi eftir og hafði fullan rétt á elsku dreng- urinn okkar. Það kom þegar hann var á spítalanum í fyrsta skipti. Röddin mín er að birtast aftur inni í mér með aðstoð Ingva. Við fjölskyldan og hans unnendur viljum að réttindi fólks með fötlun verði virt. Þau fái það sem þau eiga rétt á sam- kvæmt lögum. Við viljum að Íslendingar sem búa erlendis með fötluð börn sín geti flutt heim þar sem þeirra bíða fjölskyldur og vinir. Við eft- irlifendur erum ekki að tala um lögmál náttúrunnar heldur verk mannanna sem við sjálf stjórn- um. Við fólkið sem býr á jörð- inni. Við eigum að bera okkur saman við það sem best gerist í heiminum. Ingvi var mjög heppinn og laðaði að sér gott fólk og vini. Fyrst voru yndislegar vinkonur og vinir á leikskólanum Ásborg. Síðan var hann umvafinn af bekkjarfélögum sínum í Lang- holtsskóla. Því næst var hann í Ísaksskóla sem hentaði honum mjög vel þar sem hann kynntist góðum vinum sínum Pétri og Óla. Svo fór hann í Ártúnsskóla og Árbæjarskóla. Flutningar í hús á einni hæð voru nauðsyn- legir. Leiðin lá í Fjölbrautaskól- ann í Ármúla þar sem hann út- skrifaðist með mikilli gleði og hamingju ásamt skólafélögum sínum og keppni en Ingvi var mikill keppnismaður í öllu. Hon- um auðnaðist alla tíð að eignast vini meðal kennara og stuðn- ingsfólks. Allt þetta góða fólk hefur staðið að baki okkur og stutt og leitt okkur áfram með svo margt. Hann var í Hinu húsinu þar sem hann eignaðist góða vini sem fóru með honum víða á skíði, hestbak og margt fleira. Hann vann þar á sumrin, mest við að huga að bættu aðgengi. Hann var búinn að vera í Há- skóla Íslands í einn og hálfan vetur í tómstundafræði á Menntavísindasviði. Hann beið svo áhugasamur eftir að fara í starfsnám í Íþróttafélaginu Fylki. Hann hafði áhuga á útinámi og gaf fólki innblástur með góðri þekkingu sinni á Elliðaár- dal og öðru. Hann elskaði að skapa með kennurum sínum og vinum mál- verk og aðra fallega hluti og nú síðast legókastala, mótorhjól og bíla. Fótboltinn var áhugamál og hann varð FÁ-meistari í tipp- keppni. Þú verður alltaf með okkur og gerðir heiminn betri. Þín mamma. Nokkur orð um son minn og vin Ingva Ástvaldsson. Ingvi fæddist árið 1999. Í fyrstu virt- ist allt vera í lagi en þegar hann var nokkurra ára fór að bera á að hreyfigetan var ekki fullkom- in. Maður hélt í vonina að þetta mundi eldast af honum, líklega vegna þess að hann var hress og skemmtilegur strákur og ekki endilega þægasta barnið í bekknum. Hann gekk í Ísaks- skóla, kynntist þar tveimur góð- um félögum, þeim Pétri Úlfars- syni og Ólafi Sigfússyni. Þeir brölluðu margt saman eins og strákar gera á þessum aldri. Á þessum árum fer að bera meira á að eitthvað var að hrjá hann sem ekki var vitað hvað var sem reyndist vera taugarýrnunar- sjúkdómurinn AT sem er mjög fátíður. Þeir sem bera þennan sjúkdóm verða yfirleitt ekki langlífir. Þetta lenti mest á mömmu hans og systur, Mar- gréti Björgu dóttur okkar. Þetta var mér óskaplega þungbært og var ég við að bugast um tíma. Eina helgina var sýnd franska bíómyndin Intouchable í sjón- varpinu en myndin eins og flest- ir vita fjallar um fatlaðan mann sem var fastur í fúlum pytti fötl- unar sinnar með steingeldu fólki, hann ræður til sín aðstoð- armann sem umbyltir lífi hans í skemmtilegt ævintýri. Það at- vikaðist reyndar þannig að Ingvi var heppinn með ævintýra- gjarna aðstoðarmenn. Það tók mig nokkrar vikur að átta mig á því að það yrði hvorki mér né Ingva, hvað þá fjölskyldunni, til gagns að taka þessu svo þung- lega. Ég ákvað að gabba heilann honum til heilsubótar og fór að hugsa um annað, tók upp gamla áhugamálið; ferðast á jeppa. Keyptur var Patrol-jeppi og við feðgar ferðuðumst ásamt fé- lögum okkar á hverjum sunnu- degi okkur til gleði og eins til að létta aðeins á mæðgunum. Það sem ég undirbjó var að finna góðar leiðir fyrir trukkinn Sleipni sem bjó í hugskoti mínu á þessum tíma. Ég ákvað að smíða trukkinn. Viðfangsefnið var að búa til lúxustrukk sem næði meiri hraða á snjó en for- verar hans. Kringum þessa smíði teygðust ferðalög okkar erlendis til að finna rétta trukk- inn, réttu dekkin, innréttingu og svo framvegis. Við kölluðum þetta Feðgar á flandri-ferðirnar. Löndin telja átján að meðtöldum fríum. Þetta létti öllum lífið, víkkaði sjóndeildarhringinn. Erfiðleikarnir sköpuðu nýja hluti. Reynslan af þessu er hvað allir tóku okkur vel. Það var ekki oft að við lentum á þrösk- uldum. Þegar það gerðist voru allir tilbúnir að rétta hjálpar- hönd. Þess vegna skora ég á alla þá sem þekkja fatlaða eða hreyfihamlaða að bjóða þeim með í ferðalög. Það þarf ekki að vera flókið, til dæmis pikknikk á Þingvelli, fara í gegnum kríu- varpið við Hvalnes á Reykja- nesi, kíkja á fossana á suður- ströndinni, heimsókn á söfn eða í bústað. Ferðalög og ævintýri eru líklega ein bestu geðlyf sem völ er á. Það var einn af draum- um okkar að koma okkur upp athvarfi einhvers staðar við Rín í Þýskalandi með réttu hlutun- um. Leyfa öðrum fötluðum að njóta þegar við værum ekki þar. Ég vil enda þetta á orðum Ingva þegar hann var orðinn þreyttur á hversdagsleikanum og reglu- vörðum heimilisins: „Æi pabbi, getum við ekki stungið af eitt- hvað!“ Ástvaldur Óskarsson. Ingvi Ástvaldsson var frábær bróðir, hann var besti vinur minn. Ég minnist bróður míns sem gríðarlega sterks einstak- lings og mikillar fyrirmyndar. Hann var ákveðinn, hlýr og hnyttinn. Hann hafði góða nær- veru sem ég mun sakna. Ég á margar minningar með Ingva allt frá minningum úr ferðalögum frá litlum augna- blikum. Það eru litlu augnablik- in sem standa upp úr eins og að fara í göngutúr í Elliðaárdal, borða góðan mat saman, grínast hvort í öðru og lesa saman góða bók. Við áttum góðar stundir þegar ég fór með Ingva í hátt- inn. Það var byrjað á kvöldkaffi, sem samanstóð af lýsi, mjólk og súkkulaðibita. Þegar komið var inn í rúm var það snyrtirútínan hans Ingva, raka, hreinsa húð og láta krem. Þarna lá hann í mestu makindum og lét stjana við sig þótt honum fyndist stundum yfirdrifið mikið af kremum sem ég notaði á hann. Eftir raksturinn og snyrtinguna lásum við saman, ég las fyrir hann og hann las nokkrar setn- ingar fyrir mig. Eftir lesturinn spjölluðum við saman, hann sagði mér frá deginum sínum og eftir stutta stund vorum við byrjuð að spjalla um allt milli himins og jarðar. Við vorum yfirleitt byrjuð að skellihlæja. Ég skildi hann eftir með bros á vör. Þessar kvöldstundir eru mínar bestu minningar um Ingva. Á spítalanum kynntist ég Ingva á allt annan hátt. Það var alltaf gott að koma til hans á spítalann en líka oft erfitt. Það var ótrúlegt að fylgjast með Ingva stjórna fólkinu í kringum sig, sérstaklega þegar hann var farinn að geta talað minna. Hann valdi orðin sín vel og var mjög ákveðinn með það sem hann vildi. Aðstoðarfólk, ég, mamma, pabbi, starfsfólk spít- alans og frændfólk aðstoðuðum hann eftir bestu getu. Hann tók nei ekki gilt sem svar og fékk margt í gegn á aðdáunarverðan hátt. Hann kenndi fólki í kring- um sig að ef þú vilt eitthvað nógu mikið, – haltu áfram. Ingvi var gríðarlega heppinn með vini, öðru nafni aðstoðar- fólk sem valdi Ingva. Við fjöl- skyldan verðum ævinlega þakk- lát öllum þeim sem aðstoðuðu Ingva og minningarnar ótal- margar. Kvöldið sem Ingvi lést vorum við fjölskyldan saman ásamt vinum Ingva, Viktori Frey, Júlíusi, Kolbeini og Óðni. Kvöldstundin gat ekki verið betri þar sem við sátum hjá Ingva héldum, í höndina á hon- um og töluðum um minningar með Ingva. Bros varð að hlátri og gráti. Stemningin þarna kristallaði hvað Ingvi hafði mik- ið aðdráttarafl, hvað hann var mikill karakter. Ingvi tók sína síðustu andardrætti þegar eld- gosið byrjaði. Ingvi var mikill baráttumaður og vildi fá fram sín réttindi og annarra. Hans líf samanstóð af baráttu fyrir að taka pláss. Að fá þá þjónustu sem búið var að meta hann fyrir. Ég lofaði Ingva að koma sögu hans á framfæri, að fólk fengi að vita hvað hann þurfti að upplifa, hvað hann var ósáttur við, svo annað fólk þurfi ekki að upplifa það sama. Ég mun gera mitt allra besta í að vera hans talsmaður í því. Elsku Ingvi ég elska þig. Taktu pláss þarna uppi, hvíldu í friði. Þín systir, Margrét Björg Ástvaldsdóttir. Elsku Ingvi minn. Það var mikill gleðidagur þegar þú fæddist. Þú varst þriðja barn forelda þinna og sólargeislinn í þinni fjölskyldu. Fyrstu árin liðu og þú þrosk- aðist eðlilega til að byrja með og naust þín meðal jafnaldra þinna. Það var svo við sex ára aldur að grunur fer að vakna um að eitthvað sé að. Þú greind- ist um tveimur árum seinna með sjúkdóminn sem háði þér eftir það. Þú varst svo heppinn að eiga þá bestu fjölskyldu sem hægt er að hugsa sér. Þið fjölskyldan ferðuðust mikið saman, bæði innanlands og mjög víða um Evrópu, Bandaríkin, Kanada og til Grænlands. Þið pabbi þinn deilduð sameiginlegum áhuga- málum og fóruð saman í margar utanlandsferðir til að sinna þeim áhugamálum sem sneru að vara- hlutum og bílum, helst af stærstu gerð. Jökla- og fjalla- ferðir urðu svo lífsstíll fjölskyld- unnar og þú tókst þátt í því eins lengi og heilsan leyfði. Við afi þinn fórum ásamt börnum og barnabörnum tvær mjög ánægjulegar ferðir til Kanarí og einnig áttum við eftirminnilegar ferðir til Spánar. Í einni ferðinni manaðir þú ömmu þína til að fara í sundleikfimi en þú vissir að ég fer aldrei í kalda laug, en ég harkaði af mér og lét mig hafa það. Við rifjuðum þetta stundum upp og hlógum mikið. Minningarnar um þessar ferðir og svo margt, margt annað skemmtilegt sem við gerðum saman hlýjar mér nú um hjarta- rætur þegar þín nýtur ekki lengur við Ingvi minn. Foreldrar þínir voru stöðugt að leita leiða til að auka lífsgæði þín og mömmu þinni var mjög í mun að skólaganga þín væri við þitt hæfi og var hún einstaklega dugleg að finna bestu leiðirnar þar sem þér leið sem best. Þetta átti jafnframt við um félagslegu hliðina. Allt var gert til að gera lífið bærilega. Mamma þín var ótrúlega fundvís á það sem í boði var. Svo verð ég að minnast á Margréti Björgu systur þína, sem umvafði þig öll árin þín. Hún tók einnig fullan þátt í að finna réttu leiðirnar til að auka lífsgæði þín. Óskar bróðir þinn tók líka þátt og sýndi alltaf sín- ar mýkstu hliðar þegar þú áttir í hlut. Það leynist engum að systkinakærleikurinn er mjög djúpur. Við stórfjölskyldan hittumst oft og ræðum málin. Þú sast alltaf með okkur og fylgdist með umræðunum. Oft þegar við mundum ekki eitthvað var leitað til þín eða þú spurður álits. Þú varst mjög minnugur og hafðir líka ákveðnar skoðanir. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér síð- ustu stundirnar ásamt fjölskyldu þinni og bestu vinum þínum, Viktori, Kolbeini, Anítu, Júlíusi og Óðni. Nú ertu, elsku Ingvi, kominn í nýja tilvist, hlaupandi og sæll og glaður í fallegu umhverfi að gera hluti sem þú gast ekki hér. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Margrét Jónsdóttir (Magga amma). Það var á góðviðrisdegi í Nor- egi sem við fengum fréttir um að lítill drengur væri fæddur á Austurbrúninni. Það liðu því tæpir tveir mánuðir þangað til við fengum að sjá þig fyrst. Þó svo að lítil börn séu alltaf und- ursamlega falleg þá varst þú Ingvi okkar það allra fallegasta barn sem við höfðum augum lit- ið. Við fengum að fylgjast náið með þér stálpast, breytast í ung- ling og síðan í fullorðinn mann og alltaf varstu jafn sætur. Brosið þitt, húmorinn og allt þitt orð og æði hlýjar manni um hjartarætur nú þegar við og all- ir sem þekktu þig þurfa að tak- ast á við það að nú ertu horfinn frá þessari jarðvist allt, allt of fljótt. Á slíkum stundum kemst maður við og fer að fletta upp í bók minninganna. Fyrir manni renna myndir sem allar eiga það sameiginlegt að vera ótrúlega bjartar og brosið þitt sem náði svo innilega til fallegu augnanna þinna tekur yfir allt. Þú varst einungis sex mánaða þegar þú togaðir þig upp á fæturna við sófaborðið heima og þú gerðir það þannig að allir tóku eftir því, stoltið og ánægjan með af- rekið lét engan ósnortinn. Það var eins og þú þyrftir að flýta þér þar sem þér hafði verið skammtaður naumur tími. Þú varst yngsta barnabarnið hjá ömmu og afa á Hraunteigi en áttir tvo frændur, Patrek Gísla og Breka, sem eru tveimur árum eldri og þú kappkostaðir að fylgja eftir fyrstu árin þín. Minningarnar frá Þróttardegin- um þegar þú varst fimm ára streyma fram, kassabílaakstur þar sem þú ýttir bílunum og hljópst um og fylgdir frændum þínum eftir, gleðin, hláturinn og ótrúleg skemmtun er í ljúfu minni. Shake-veislurnar og sam- verustundirnar á Hraunteigi hjá ömmu og afa með öllum frænd- systkinunum eru dýrmætar minningar, sólarlandaferðir með stórfjölskyldunni, heimsóknirnar til okkar í Brighton, pikknikk í Laugardalnum, sumarbústaða- ferðir, fjallaferðir í landsins stærstu trukkum og þannig má lengi telja, góðu heilli. Það er notalegt að eiga þessar minn- ingar með þér kæri Ingvi okkar. En svo var það við sex ára aldur að sjúkdómurinn þinn fór að láta á sér kræla og þegar þú varst sjö ára kom reiðarslagið. Það kom samt ekki alveg á óvart en allir báru þó von í brjósti að þetta væri ekki eins alvarlegt og raun bar vitni. Strax frá þeim degi var eins og þú gæfir bara í. Rétt eins og vinur þinn hann Viktor sagði: „Það er ekki inni í myndinni að gefast upp.“ Þinn ótrúlega sterki persónuleiki, húmoristi og lausnamiðaði fagurkeri naut sín mjög þegar þannig aðstæður voru. Þú varst líka umvafinn miklum kærleik og styrk frá einstakri fjölskyldu þinni sem gerði allt sem hún gat til að auðga líf þitt á meðan það gafst. Unga fólkið, jafnaldrar þínir sem studdu þig og hjálpuðu þér til að lifa innihaldsríku lífi núna síðustu ár eftir að færni þín minnkaði, á heiður skilinn fyrir sitt innlegg. Elsku Ingvi okkar, hafðu bestu þakkir fyrir allt og sérstaklega hvað þú sjálfur gerðir þessa þrautagöngu mun léttbærari fyrir okkur öll hin með ótrúlegum persónuleika og þá ekki síst þegar erfiðleikarnir virtust næstum óyfirstíganlegir. Farðu í friði kæri frændi. Hanna og Guðmundur. Ingvi frændi er látinn í blóma lífsins. Margar spurningar vakna um hverfulleika lífsins og hve mikið það er sem lagt er á suma. Þrátt fyrir alvarlegan hrörnunarsjúkdóm og allt það mótlæti sem sjúkdómnum fylgdi var fjölskylda Ingva ákveðin í að hann fengi notið sem mestra lífsgæða þann tíma sem hann fengi. Einstakir foreldrar hans og systkini stóðu eins og klettar allt hans líf með honum og fóru með hann í ótal ferðalög innan lands og utan og reyndu allt til þess að hann fengi notið þess fallegasta og besta sem lífið býður upp á. Við feðgar vorum stundum með í för og alltaf var ljóst hve mikið ferðalögin og samveran gáfu Ingva og um leið okkur að vera með honum enda Ingvi einstaklega hnyttinn, því var oft hlegið mikið og mun fal- lega og hlýja brosið sem hann var óspar á ylja um ókomna tíð. Elsku Martha systir, Ástvald- ur, Margrét Björg og Óskar, við samhryggjumst af öllu hjarta. Grétar, Bjarmi og Breki. Með sorg í hjarta kveð ég í dag kæran vin minn og fyrver- andi nemanda, Ingva Ástvalds- son. Ingvi hóf nám á sérnáms- braut Fjölbrautaskólans við Ár- múla haustið 2015 og lauk námi við skólann á vorönn 2019. Í skólanum var Ingvi glað- vær, jákvæður, duglegur og góð- ur félagi. Hann var samvisku- samur, mætingin var frábær og honum sóttist námið vel. Enda kom það bara ekkert á óvart þegar námi lauk við FÁ að Ingvi stefndi beint í diplómanám í HÍ. Ingvi var virkilega fróður um ýmsa fjölbreytta hluti og það skilaði sér í náminu. Hann vissi miklu meira en ég um bíla og svo þekkti hann landið sitt virki- lega vel sem og heiminn sjálfan enda duglegur að ferðast um veröldina. Svo var Ingvi líka al- veg gallharður Fylkismaður. Bakland Ingva var virkilega sterkt og samheldið og því fékk ég að kynnast. Okkur Ingva þótti óstjórnlega gaman að rugla saman. Oft fóru frímínútur og hluti úr öðrum tímum í það að segja ekki orð af viti og grínast. Þegar ég mjög upp með mér sagði Ingva að ég væri búinn að kaupa nýjan jeppa spurði hann um tegund- ina. Daginn eftir kom hann í skólann og sagði að þeir pabbi hans hefðu komið sér saman um að þetta væri drusla. En þeir reyndar höfðu alveg rétt fyrir sér og stuttu seinna var bíllinn seldur. Eftir að námi lauk við FÁ hittumst við Ingvi sjaldnar. En alltaf öðru hverju. Í Reykholti, í sundi, á Skalla í Árbæ og núna síðast á Landspítalanum í Foss- vogi. Þar gat ég sagt mér að brugðið gæti til beggja vona þótt ég vonaði það besta. Við sem trúum vitum það að við eigum eftir að hittast aftur og ég er strax farinn að hlakka til. Fjölskyldu Ingva, vinum og aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Halldór Gísli Bjarnason, kennari við FÁ. Ingvi Ástvaldsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.