Morgunblaðið - 29.03.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.03.2021, Qupperneq 1
Þúsundir nýttu gærdaginn til að sjá eldgosið í Geld- ingadölum með eigin augum. Vel viðraði til slíks er- indis í gær, ólíkt laugardeginum þegar svæðinu var lokað vegna óveðurs. Yfirvöld byggja nú upp inn- viði á staðnum, af því að allt eins eru líkur á að gos- ið laði áfram að ferðamenn um ókomna tíð. »4 Morgunblaðið/Ásdís Ágangur forvitinna á viðkvæmt svæði M Á N U D A G U R 2 9. M A R S 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 74. tölublað . 109. árgangur . ER DRAUMURINN UM SÆTI Á HM ÞEGAR ÚTI? Í TÖKUM Í FÆREYJUM VÖRUÞRÓUN SKAPAR NÝ TÆKIFÆRI ÍSLENDINGAR AÐSTOÐA FRÆNDUR SÍNA 2 SIGURÐUR ÓLI 11SLÆMT TAP Í ARMENÍU 27 Omeprazol Actavis 20mg14 og 28 stk. Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast- andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi- seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. T e v a 0 2 8 0 6 2 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | www.fi.is Sjáumst á fjöllum Albanski maðurinn sem játaði að hafa skotið samlanda sinn, Arm- ando Bequiri, í Rauðagerði í febr- úar var þegar eftirlýstur af alb- önskum stjórnvöldum vegna glæps í heimalandi sínu. Albönsk stjórn- völd höfðu lagt fram framsalskröfu til íslenskra stjórnvalda nokkru áður en morðið í Rauðagerði átti sér stað en við henni hafði ekki ver- ið brugðist. Sigríður J. Friðjóns- dóttir ríkissaksóknari staðfestir í samtali við Morgunblaðið að fram- salskrafan hafi legið fyrir í ein- hvern tíma en bjó ekki yfir upplýs- ingum um hve lengi. Hún hafi þó borist áður en morðið átti sér stað. Margeir Sveinsson yfirlögreglu- þjónn sagði fyrir helgi að með játn- ingu mannsins væri gátan um fram- kvæmd málsins leyst, en enn hefur ekki verið komist til botns í skipu- lagningu verknaðarins eða eftir- málum hans. Játningin þykir þó trúverðug. snorrim@mbl.is Framsals- krafa barst fyrir morðið - Ekki brugðist við Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hefur undirritað samning um kaup á Domino’s á Íslandi. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Seljandi fyrirtækisins er Domino’s Group í Bretlandi sem auglýsti hlutinn til sölu í október síðastliðnum. Domino’s Gro- up, sem er stærsta pítsukeðja Bret- lands, keypti starfsemina hér á landi í tveimur skrefum árin 2016 og 2017 af Birgi og öðrum þáverandi hluthöfum. Líkt og greint var frá í Viðskipta- Mogganum þann 17. mars síðastlið- inn var fjárfestingarsjóður á vegum Alfa Framtaks einn eftir í viðræðum við Domino’s Group um kaup á starf- seminni hér á landi í kjölfar þess að fjárfestahópur með Birgi í farar- broddi og annar hópur með Þórarin Ævarsson í Spaðanum í fararbroddi, höfðu helst úr lestinni. Heimildir Morgunblaðsins herma að í þeirri stöðu hafi Alfa Framtak gert talsverðar breytingar á tilboði sínu í fyrirtækið og í kjölfarið hafi fjárfestahópi undir forystu Birgis verið hleypt að borðinu að nýju. Samningar hafi svo náðst nú um liðna helgi. Blaðið hefur ekki upplýsingar um hvert kaupverðið var en í fréttinni 17. mars var talið að verðmat á fyrir- tækinu hlypi nærri 2,5 milljörðum króna. Domino’s Group keypti fyrir- tækið fyrir hálfum áratug á u.þ.b. átta milljarða króna. Þrír öflugir fjárfest- ar koma að kaupum fyrirtækisins að þessu sinni samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Það munu vera fé- lagið Sjávarsýn ehf., sem er í eigu Bjarna Ármannssonar, Kristinn ehf., sem er í eigu Guðbjargar Matthías- dóttur, og Lýsi hf., sem er m.a. í eigu Gunnlaugs S. Gunnlaugssonar, Eyj- ólfs Sigurðssonar og Katrínar Péturs- dóttur. Með kaupunum skrifar Birgir Þór nýjan kafla í langri sögu sem tengir hann rekstri Domino’s á Ís- landi. Hann kom að stofnun þess á sínum tíma. Árið 2005 hvarf hann frá því en keypti það að nýju árið 2011 í kjölfar þess að Landsbankinn hafði tekið það yfir í uppgjöri við fyrri eig- endur. Í fyrra var greint frá því að Birgir hefði, ásamt konu sinni, Eygló Björk Kjartansdóttur, keypt rekstur Domino’s í Noregi. Þá var tilkynnt um það fyrr á þessu ári að þau hefðu keypt að nýju starfsemi fyrirtækisins í Svíþjóð, sem þau áttu hlut í en létu í skiptum fyrir reksturinn í Noregi í fyrra. Birgir kaupir Domino’s - Birgir Þór Bieltvedt leiðir fjárfestahóp sem kaupir Domino’s á Íslandi - Þriðja sinn sem hann eignast fyrirtækið - Miklar sviptingar í söluferlinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.