Morgunblaðið - 29.03.2021, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.03.2021, Qupperneq 32
Samstarfssamningur við Sigurð Flosason var undirrit- aður fyrir helgi af Sigurði og Gunnari Einarssyni, bæjar- stjóra Garðabæjar, um skipulagningu og framkvæmd á Jazzhátíð Garðabæjar en Sigurður er framkvæmda- stjóri hennar. Samningurinn staðfestir vilja Garðabæjar til að halda góðu samstarfi við Sigurð áfram. Hátíðin féll niður í fyrra og enn á eftir að koma í ljós með hvaða hætti hún fer fram í ár. Á myndinni má sjá Gunnar og Sigurð við undirritun samnings en Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi og Gunnar Valur Gíslason, formaður menningar- og safnanefndar, fylgjast með. Áframhaldandi samstarf við Sigurð Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrir um fimm árum var tekin ákvörðun um að Íslensk-dönsk orða- bók Sigfúsar Blöndals yrði gerð að- gengileg á vefnum. Viðamikilli vinnu til að gera það mögulegt er lokið og er rafræna útgáfan nú öllum opin (https://blondal.arnastofnun.is/). „Þetta er langstærsta verkefni sinn- ar tegundar sem ég hef tekið þátt í og sjálfsagt er vandfundið fólk sem hefur tekið þátt í stærra verkefni af þessu tagi,“ segir Steinþór Stein- grímsson, verkefnisstjóri í upplýs- ingatækni hjá Árnastofnun, en hann sá um tæknilega vinnu við ljóslestur og gagnavinnslu. Sigfús vann að orðabókinni ásamt Björgu Þorláksdóttur Blöndal, eig- inkonu sinni, í mörg ár auk þess sem margir aðrir lögðu hönd á plóg. Bók- in kom út á árunum 1920−1924 og er sennilega stærsta íslenska orðabók- in, yfir 1.000 blaðsíður í stóru broti í tveimur bindum. 1952 kom út ljós- prentuð útgáfa og viðbætir við bók- ina kom út 1963. Allar skýringar á íslensku orðunum eru á dönsku. Stofnun Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum gaf út rafrænu út- gáfuna og Íslensk-danskur orða- bókasjóður kostaði verkið. Verk- efnisstjórn skipuðu Halldóra Jónsdóttir formaður, Steinþór Stein- grímsson og Þórdís Úlfarsdóttir og höfðu þau umsjón með útgáfunni. Trausti Dagsson bjó til heimasíðu verkefnisins og hannaði viðmót fyrir uppflettingar. Þórdís sá um texta heimasíðunnar. Landsbókasafn Ís- lands sá um að ljósmynda orðabók- ina. Sex stúdentar við Háskóla Ís- lands voru ráðnir til að yfirfara og lagfæra ljóslesna textann. Um 160.000 flettur Steinþór bendir á að hjónin Sigfús og Björg hafi stofnað Orðabókasjóð- inn fyrir um einni öld. Tekjur af sölu bókarinnar áttu að renna í sjóðinn og tilgangur hans hafi verið að tryggja að bókin yrði aðgengileg um ókomna tíð. Nú séu breyttir tímar, stórar orðabækur hafi verið gefnar út á raf- rænu formi og ákveðið hafi verið að fara þá leið með Blöndalsbókina. Efninu sé skipt niður í mörg svið og leita megi eftir orðum í ákveðnum flokkum eins og til dæmis stað- bundnum orðum. „Hver einasta færsla er brotin upp, öllum upplýs- ingum haldið til haga og allt efnið gert aðgengilegt þeim sem rannsaka það,“ segir hann. Reyndar bjóði leit- arsíðan ekki enn upp á alla mögu- leika sem hún á að bjóða upp á, en endanlega útgáfan verði tilbúin inn- an skamms. Sérstakt forrit, sem Steinþór skrifaði, var notað til þess að merkja sviðin sjálfvirkt. Hann segir að það hafi gengið vel með einföldustu og kerfisbundnu færslurnar, en undan- tekningarnar hafi kostað mikla vinnu. „Krakkarnir unnu við það og gerðu það ansi vel,“ segir hann. Um 160.000 flettur eru í bókinni. „Þetta er örugglega stærsta orða- bók sem hefur verið búin til á ís- lensku,“ segir Steinþór. „Hún lýsir málinu eins og það var fyrir 100 ár- um, sem getur verið mjög gagnlegt fyrir þá sem skoða breytingar í mál- inu og hvernig það þróast. Bókin er ekki síst áhugaverð fyrir málfræð- inga og málvísindamenn en líka áhugaverð og skemmtileg fyrir al- menning.“ Verkefnislok Frá vinstri; Steinþór Steingrímsson, Þórdís Úlfarsdóttir, Halldóra Jónsdóttir og Trausti Dagsson. Viðamesta verkefnið - Íslensk-dönsk orðabók Sigfúsar Blöndals aðgengileg á vefnum MÁNUDAGUR 29. MARS 88. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Ísland á litla möguleika á að komast í átta liða úrslit á Evrópumóti U21-árs landsliða karla í fótbolta eftir 0:2- tap gegn Danmörku í öðrum leik sínum í gær. Ísland tapaði fyrir Rússlandi í fyrsta leik, 1:4, og er því án stiga eftir tvo leiki. Ísland verður að vinna gríðarlega sterkt lið Frakka í síðasta leik til að eiga einhvern möguleika á að fara áfram. Ísland lék betur en gegn Rússlandi og fékk liðið vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Sveini Aroni Guðjohnsen mistókst að koma boltanum framhjá Oliver Christensen í danska markinu. »26 Ísland komið í afar erfiða stöðu í Ungverjalandi eftir tap gegn Dönum ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.