Morgunblaðið - 29.03.2021, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2021
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur
beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann.
Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum.
Blettaþolið SýruþoliðHögg- og
rispuþolið
HÁTT
HITAÞOL
Þórarinn Hjaltason, samgöngu-verkfræðingur og talsmaður
hópsins Áhugafólks um samgöngur
fyrir alla, fjallaði
um samgöngu-
sáttmála og borgar-
línu í grein í
Morgunblaðinu á
laugardag. Þar
benti hann á að við
blasi að „borgar-
línan í óbreyttri
mynd er ekki þjóðhagslega hag-
kvæm og því full ástæða til að skoða
fýsileika ódýrara hraðvagnakerf-
is.“
- - -
Þetta ódýrara hraðvagnakerfikallar hann BRT-Lite og það á
ekki að taka akreinar frá annarri
umferð heldur verði gerðar nýjar
akreinar þar sem því verði við kom-
ið. Og Þórarinn segir að kostnaður
við BRT-Lite kerfið yrði um 20
milljarðar króna, eða um 80 millj-
örðum króna ódýrara en borgar-
línan en gerði nánast sama gagn,
auk þess að þvælast ekki fyrir ann-
arri umferð.
- - -
Þórarinn nefnir að slík kerfi séuþekkt í bílaborgum í Norður-
Ameríku og tekur dæmi af borginni
Saskatoon í Kanada, „en þar er
fyrirhugað að byggja 38 km BRT-
Lite-kerfi á tímabilinu 2022-2025.
Einungis 3,5 km verða með sérrými.
Áætlaður stofnkostnaður er um 120
milljónir kanadadollara, eða um
12,5 milljarðar ISK +/- 25%.“
- - -
Hvernig stendur á því að hér álandi er ekki skoðað í fullri al-
vöru að taka upp almennings-
samgöngur sem kosta 80% minna en
borgarlínan en gera nánast það
sama?
- - -
Getur verið að Íslendingar séuorðnir svona ríkir eða er eitt-
hvað annað og verra sem veldur
þessu?
Þórarinn
Hjaltason
Vill einhver spara
80 milljarða?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á
dögunum tillögu borgarráðsfulltrúa
Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og
Vinstri grænna um að verja 500
milljónum króna í endurgerð og lag-
færingar á 18 leik- og grunnskólalóð-
um víðsvegar um borgina. Leik-
skólalóðir sem verða endurgerðar
eru Hálsaskógur, Klambrar, Mána-
garður og Vesturborg. Leikskólalóð-
ir sem fara í endurbætur og átaks-
verkefni eru Dalskóli, Fífuborg,
Klettaborg, Langholt-Sunnuborg,
Laugasól-Lækjarborg, Lyngheimar,
Nes-Hamar, Sunnufold-Frosti og
Sunnufold-Logi.
Lóðin við Breiðholtsskóla verður
endurgerð og átaksverkefni fara
fram við Engjaskóla, Melaskóla, Sel-
ásskóla og Víkurskóla. Áhersla verð-
ur lögð á að taka mið af algildri hönn-
un við val á leiktækjum og hönnun
svæðanna. Þá er sú hugmynd einnig
lögð fram að leita til barna í viðkom-
andi skólum um hugmyndir á út-
færslu skólalóðanna.
Borgarráð samþykkti einnig að
verja um 120 milljónum króna í end-
urgerð á sjö opnum leiksvæðum í
borginni. Þau leiksvæði sem verða
endurgerð eru Víðihlíð, Grænahlíð,
Ljósheimar, Vesturás, Þverás,
Deildarás og Kleifarvegur. sonja@m-
bl.is
500 milljónir í skólalóðir í sumar
- Fjórar leikskólalóðir endurgerðar
- 120 milljónir króna í opin leiksvæði
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Endurbætt Lóðin við leikskólann
Ægisborg var tekin í gegn í fyrra.
Alls hlutu 206 verkefni styrk úr Ný-
sköpunarsjóði námsmanna árið 2021.
Í heildina var 311 milljónum úthlutað
í verkefnin en 351 nemandi hlaut
styrk úr sjóðnum í alls 1.037 mann-
mánuði.
Sjóðnum bárust alls 642 umsóknir
fyrir 950 háskólanema og árangurs-
hlutfall miðað við fjölda umsókna og
veitta styrki er því 32%.
Í ár eru verkefnin eru eins fjöl-
breytt og þau eru mörg en verkefnið
Is there a large ant supercolony un-
der Reykjavík? eða á íslensku Er of-
urstórt maurabú undir Reykjavík?
hlaut 1,8 milljónir í styrk.
Þá hlaut Útgáfufélagið Stundin
styrk til tveggja verkefna. Annars
vegar hlaut verkefnið Myndræn miðl-
un um umhverfismál fyrir ung börn
styrk upp á 2,7 milljónir fyrir þrjá
nemendur og hins vegar verkefnið
Ósýnileiki kvenna í grafískri hönnun
á Íslandi 900 þúsund krónur í styrk
fyrir einn nemanda.
Innan úthlutunarreglna sjóðsins
rúmast fjölbreytt verkefni að sögn
Kolbrúnar Bergmundardóttur, sér-
fræðings hjá Rannís. Miðlun verkefn-
anna getur meðal annars verið mjög
fjölbreytt, allt frá ritrýndri fræða-
grein til gjörnings eða hlaðvarps-
þátta. Kolbrún segir að einnig sé sér-
staklega litið til þess ef verkefni leiða
saman fjölbreyttan hóp frá mismun-
andi fræðasviðum.
Verkefnið MOM air áhrifin hlaut
til að mynda styrk upp á 3,6 milljónir
króna. Verkefnið fjallar um gjörning
listamannsins Odds Eysteins Frið-
rikssonar á síðasta ári þegar hann
þóttist stofna flugfélagið MOM air. Í
verkefninu verða áhrif gjörningsins á
almenning, áhrifavalda og fagfólks í
flugiðnaðinum könnuð. sonja@mbl.is
351 nemandi hlaut
styrk frá Rannís
- 32% umsækjenda
hlutu styrk - Fjöl-
breytt verkefni
Ljósmynd/Oddur Eysteinn Friðriksson
Gjörningur Verkefni um listgjörn-
inginn Mom air hlaut styrk.