Morgunblaðið - 29.03.2021, Blaðsíða 6
húsum félagsins en að fylgst verið
náið með stöðunni og að ákvörðun
verði tekin í vikunni í samráði við
sóttvarnayfirvöld.
Gissur Kolbeinsson, staðgengill
framkvæmdastjóra Bandalags há-
Ljósmynd/VR
Sívinsæl Aldrei hafa fleiri sótt um
að komast að í orlofshúsunum.
Mikill fjöldi hefur afbókað orlofshús
hjá stéttarfélögum sínum fyrir
páskana. Þórarinn Eyfjörð, fram-
kvæmdastjóri kjara- og reksturs hjá
Sameyki, að það sé augljóst að fólk
sé að bregðast við þeirri stöðu sem
uppi er í faraldrinum. Þeir sem af-
bókuðu með stuttum fyrirvara fá
endurgreitt að fullu.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, hefur sömu sögu að segja en
mikill fjöldi hefur afbókað orlofshús
á þeirra vegum fyrir páskana. Hann
segir að sú ákvörðun hafi verið tek-
in að loka orlofshúsunum ekki yfir
páskana heldur leggja áherslu á
aukin þrif og sótthreinsun.
Viðar Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Eflingar, segir að
ekki standi enn til að loka orlofs-
skólamanna, segir að ekki hafi verið
tekin ákvörðun um hvort eigi að
loka orlofshúsunum yfir páskahátíð-
irnar eða ekki. Stjórnin muni fylgj-
ast náið með ástandinu og grípa til
aðgerða ef þess er þörf. Eitthvað
hefur verið um afbókanir um
páskana en telur Gissur að þær séu
tengdar lokunum á skíðasvæðum og
annarri þjónustu.
BHM hefur aldrei fengið jafn
margar umsóknir um úthlutun or-
lofshúsa og nú í ár. Tæplega 2.600
umsóknir bárust fyrir sumarið en
heildarfjöldi vikna sem voru í boði
núna var rúmlega 500. Hjá Sameyki
var einnig mikill áhugi en Þórarinn
sagðist ekki hafa séð að áhuginn
hafi aukist milli ára þar sem hann
væri alltaf mikill. sonja@mbl.is
Fjöldi afbókað orlofshús
- Stéttarfélögin loka ekki orlofshúsum yfir páska - Fylgj-
ast grannt með stöðunni - Aldrei fleiri bókanir fyrir sumarið
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2021
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Kosið verður um sameiningu sveitar-
félaga í þremur landshlutum á þessu
ári. Ákveðnir hafa verið tveir kjör-
dagar, kosið verður á tveimur svæð-
um 5. júní en á Suðurlandi á kjördegi
til Alþingis í haust. Umræður um val-
kosti og vinna að sameiningu er víða
að hefjast, meðal annars á Norðaust-
urlandi og á nokkrum stöðum við
Breiðafjörð.
Tillaga um sameiningu fjögurra
sveitarfélaga í Austur-Húnavatns-
sýslu þar sem Blönduós og Skaga-
strönd eru þéttbýliskjarnarnir verður
lögð fyrir íbúana í atkvæðagreiðslu 5.
júní næstkomandi. Nú hafa sveitar-
stjórnir Þingeyjarsveitar og Skútu-
staðahrepps ákveðið að láta kjósa um
sameiningu á sama degi. Miðað er við
að málin verði kynnt og útskýrð fyrir
íbúunum í apríl. Ef það tekst ekki
vegna samkomutakmarkana gæti
þurft að fresta atkvæðagreiðslu því
margt fólk í sveitum hefur öðrum
hnöppum að hneppa yfir sauðburð-
inn.
Nú hefur sameiningarnefnd
sveitarfélaganna fimm á Suðurlandi,
Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rang-
árþings eystra, Mýrdalshrepps og
Skaftárhrepps, lagt til við sveitar-
stjórnir að greidd verði atkvæði um
sameiningu samhliða kosningum til
Alþingis, 25. september. Með því eru
taldar líkur á að góð þátttaka fáist.
Annast allan rekstur
Vinna við aðrar sameiningar sem
væntanlega mun ekki reyna á fyrr en
á næsta kjörtímabili er á ýmsum stig-
um. Það er að gerast þrátt fyrir að
óvissa ríki um afdrif stjórnarfrum-
varps þar sem kveðið er á um um lág-
marksfjölda íbúa sveitarfélaga.
Sveitarstjórn Svalbarðshrepps á
Norðausturlandi hefur lagt til við ná-
granna sína í Langanesbyggð að tekið
verið upp samstarf um mat á því
hvort rétt sé að sameinast. Kosnar
hafa verið viðræðunefndir í báðum
sveitarfélögum, rætt hefur verið við
fulltrúa sveitarstjórnarráðuneytis og
óformlegar viðræður hefjast eftir
páska. Jónas Egilsson, sveitarstjóri
Langanesbyggðar, segir að samein-
ing ætti ekki að vera flókin því Langa-
nesbyggð reki flesta málaflokka fyrir
Svalbarðshrepp, meðal annars skóla,
gegn því að hreppurinn greiði sinn
hluta kostnaðar. Sameinist sveitar-
félögin eiga þau von á 550 milljóna kr.
framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfé-
laga til skuldajöfnunar og innleiðing-
ar nýrra verkefna.
Strandabyggð er að hefja vinnu við
greiningu á valkostum til sameining-
ar. Þorgeir Pálsson sveitarstjóri segir
að markmiðið sé að draga upp mynd
af kostum, göllum og tækifærum við
sameiningu við nágrannasveitarfélög.
Þar er annars vegar átt við Kald-
rananeshrepp og Árneshrepp sem
liggja norðar á Ströndum og hins veg-
ar Reykhólahrepp sem er vestan við
fjallveginn Þröskulda. Öll þessi sveit-
arfélög og raunar einnig Dalabyggð
eiga í margvíslegri samvinnu. Dala-
byggð hefur að lokinni valkostagrein-
ingu ákveðið að óska eftir viðræðum
við Húnaþing vestra annars vegar og
Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit
hins vegar. Jákvæð svör hafa borist
og hefjast viðræður eftir páska.
Reykhólasveit vinnur einnig að val-
kostagreiningu með aðstoð RR ráð-
gjafar, eins og Strandabyggð. Þorgeir
segir að hin sveitarfélögin viti af
vinnu Strandabyggðar og telur hann
eðlilegt að láta niðurstöðu valkosta-
greiningar ráða því til hvaða sveitar-
félaga verði leitað.
Reynt við Tálknafjarðarhrepp
Vesturbyggð vinnur að valkosta-
greiningu vegna sameiningar við
Tálknafjarðarhrepp sem er land-
fræðilega eins og eyja í Vesturbyggð.
Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar
að lítill áhugi hefur verið á Tálknafirði
á sameiningu við Vesturbyggð og
sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps
vildi ekki taka þátt í þessari vinnu.
Hugsanlegt er að aðrir kostir komi
upp við valkostagreiningu, þótt þeir
liggi ekki í augum uppi.
Verið er að kanna kosti og galla við
sameiningu Svalbarðsstrandar-
hrepps og Eyjafjarðarsveitar. Þá
vinna Kjósarhreppur og Sveitarfélag-
ið Vogar að valkostagreiningu, hvort
sveitarfélag fyrir sig.
Morgunblaðið/Líney
Þórshöfn Óformlegar viðræður eru að hefjast um möguleika á sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps.
Tveir kjördagar sameiningar
- Atkvæðagreiðslur um sameiningu verða á tveimur svæðum 5. júní og þær þriðju
samhliða alþingiskosningum - Undirbúningur hafinn að viðræðum á nokkrum stöðum
Um 1.500 manns
voru í sóttkví í
gær, sunnudag,
en aftur á móti
losnuðu yfir
hundrað manns.
Það voru 80 nem-
endur og 25
starfsmenn
Laugarnesskóla
sem fóru í seinni
sýnatöku á laug-
ardag og reyndust þeir allir nei-
kvæðir. Áfram eru sex starfsmenn
og 22 nemendur í Laugarlækjar-
skóla í sóttkví. Hópurinn fer í seinni
skimun á morgun, þriðjudag.
Alls greindust tíu smit innanlands
á föstudag og laugardag, fjórir á
föstudag og sex á laugardag, þar af
var einn utan sóttkvíar. Unnið var
að því að rekja þetta eina smit í gær
en rakningu er lokið á öllum öðrum
smitum. „Þetta er sama fólkið og er
að vinna í Covid, þetta er fólkið okk-
ar hjá sóttvarnalækni sem er að
vinna í þessu,“ sagði Rögnvaldur.
Ekki eru tölur birtar á covid.is um
helgar og verða þessar tölur stað-
festar í dag, mánudag. Rögnvaldur
Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn
hjá almannavarnadeild ríkislög-
reglustjóra, sagði í samtali við
mbl.is um helgina að ekki stæði til
að fara að birta tölur um helgar þar
sem það væri mikil handavinna og
verið væri að hvíla starfsfólk.
„Þetta er alltaf viðbúið, að þegar
svona rosalega margir eru í sóttkví
er alltaf hættan á að það haldi
áfram að bætast í hópinn. Fólk er
náttúrlega í sóttkví vegna þess að
það hefur verið útsett,“ sagði Rögn-
valdur.
Á annað
þúsund í
sóttkví
- 10 innanlandssmit
og eitt utan sóttkvíar
Rögnvaldur
Ólafsson
Reykur kom upp í P-8-kafbátaeft-
irlitsflugvél á vegum bandaríska
sjóhersins í gær. Hún lenti á Kefla-
víkurflugvelli eftir atvikið, að sögn
Ásgeirs Erlendssonar, upplýsinga-
fulltrúa Landhelgisgæslunnar.
Níu menn voru um borð og var
flugvélin nýtekin á loft frá Kefla-
víkurflugvelli þegar hættuástandi
var lýst yfir. Flugvélin lenti um
klukkustund síðar eftir að hafa
hringsólað til að brenna eldsneyti.
Að sögn Ásgeirs eru að jafnaði
tvær kafbátaeftirlitsflugvélar á
vegum bandaríska sjóhersins stað-
settar hér á landi til þess að sinna
kafbátaeftirliti. „Það er til skoð-
unar hvað það var sem þarna gerð-
ist,“ segir Ásgeir.
Reykur kom upp í
kafbátaeftirlitsvél
Ýmis atriði geta orðið til þess að íbúar sveitarfélags vilja ekki sameiningu
við nágranna. Hér verður aðeins eitt atriði nefnt, það er eignarhald á
jörðum og þar með einhver stjórn á því hvernig þær nýtast til þróunar
samfélagsins. Hugsanlegt er að slíkt mál verði til þess að koma í veg fyrir
sameiningu Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar.
Samhliða ósk um óformlegar viðræður við Langanesbyggð ákvað
sveitarstjórn Svalbarðshrepps að undirbúa stofnun sjálfseignarstofn-
unar utan um þær eignir sem ekki eiga að tilheyra sveitarfélaginu heldur
íbúasamfélagi við Þistilfjörð. Þar mun átt við þrjár laxveiðijarðir sem
hreppurinn hefur lengi átt. Umræður urðu um þetta á íbúafundi um sam-
einingarviðræður og kemur fram í fundargerð að þær hafi endað á þeirri
skoðun að búa þyrfti þannig um hnútana að jarðirnar yrðu áfram í eigu
byggðarlagsins, í hvað svo sem arðurinn yrði notaður. Arðurinn mun vera
eitthvað á annað tug milljóna á ári og hefur runnið í sveitarsjóð.
Eitthvað stendur þetta skilyrði í sveitarstjórn Langanesbyggðar því
þegar hún tók fyrir ósk Svalbarðshrepps um óformlegar viðræður um
sameiningu var bókað að ákvörðun um formlegar viðræður verði því að-
eins tekin að fullnægjandi upplýsingar liggi frammi um tilgang og mark-
mið með stofnun sjálfseignarfélags um eignir Svalbarðshrepps. Beiðni
þess efnis var afhent sveitarstjórn Svalbarðshrepps en svar hefur ekki
borist. helgi@mbl.is
Vilja eiga jarðirnar áfram
SVALBARÐSHREPPUR