Morgunblaðið - 29.03.2021, Síða 13

Morgunblaðið - 29.03.2021, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2021 HLÍÐASMÁRI 19, 2.HÆÐ · 201 KÓPAVOGI · SÍMI 534 9600 Hljóðnemi í hlustinni notar hæfni eyrans til að safna upplýsingum sem heilinn þarf til að skilja hljóðin. Auðveldara að taka þátt í samræðum í virku hljóðumhverfi. Betri talgreining um leið og bakgrunnshávaði er lágmarkaður í háværu hljóðumhverfi. Fjarþjónusta. Fáðu heyrnartækin þín stillt án þess að mæta á staðinn. NÝ TÆKNI! NÝ BYLTINGARKENND HEYRNARTÆKI MEÐ ÞREMUR HLJÓÐNEMUM FAGLEG ÞJÓNUSTA HJÁ LÖGGILTUM HEYRNARFRÆÐINGI SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Líklega hafa fá skip strandað á verri stað en risaskipið MV Ever Given, sem strandaði á þriðjudaginn í Súez- skurðinum, einni fjölförnustu sigl- ingaleið heims og stíflaði skurðinn fyrir allri umferð í báðar áttir. Reynt var um helgina að losa skipið af strandstað, og bauðst Bandaríkjaher til þess á föstu- daginn að senda sérfræðinga sína til að losa skipið ef ekkert gengi. Þá reyndu minnst 14 dráttarbátar að toga skipið aftur á flot á laugardaginn. Þörfin er enda brýn, þar sem nú þegar bíða rúmlega 300 skip við sitt- hvorn enda skurðarins, og er farm- urinn sem nú situr fastur metinn í milljörðum bandaríkjadala. Frá því að framkvæmdum við Súez-- skurðinn lauk árið 1869 hefur hann verið einn mikilvægasti hlekkurinn í sjóflutningum í heiminum. Um 12% af öllum viðskiptum heimsins fara í gegn- um skurðinn, sem styttir siglingaleið- ina milli Evrópu og Asíu um tæpa 9.000 kílómetra. Þá styttir skurðurinn flutningatím- ann um tvær vikur eða svo, sem getur skipt miklu máli, til dæmis í flutningum á vörum sem geta runnið út eða eyði- lagst. Því fara um 15 milljónir gáma á hverju ári um Súez-skurðinn, en það eru um 30% af öllum gámum sem not- aðir eru í flutningum. Umferð um skurðinn hefur stöðvast eða verið stöðvuð einungis fimm sinn- um á þeim 152 árum sem hann hefur verið opinn, en skurðurinn var m.a. lokaður í kjölfar þjóðnýtingar hans árið 1956, sem aftur leiddi af sér Súez- deiluna, og svo var skurðurinn lokaður árin 1967-1975 í kjölfar sex daga stríðs Ísraels gegn Egyptalandi og fleiri Arabaríkjum. Ekki víst um orsakir strandsins MV Ever Given siglir undir pan- ömskum hentifána, en það tilheyrir skipafyrirtækinu Evergreen sem starf- ar frá eyjunni Taívan. Það er 400 metra langt, eða sem nemur rúmum fimm Hallgrímskirkjuturnum, og 59 metra breitt. Þá vegur skipið 224.000 tonn og ber um 20.000 gáma í hverri ferð. Til samanburðar eru ný skip Eimskips, Brúarfoss og Dettifoss, 2.150 gámaein- ingar að stærð, 180 metra löng og 31 metra breið. Þetta þýðir að risaskipið er um tvöfalt lengra og breiðara en þessi skip og ber nær tífaldan gáma- fjölda þeirra. Í fyrstu var talið að sandstormur hefði byrgt skipstjóranum sýn og ýtt skipinu af leið. Sú skýring þótti senni- leg, þar sem áður hefur verið varað við því að stormasamt geti verið við skurðinn, og um leið að lítið megi út af bera þegar risaskipi af þessu tagi sé stýrt í gegnum hann. Vegna stærðar skipsins er við- bragðstíminn sem þarf til að rétta kúrsinn mjög skammur, og er þetta ekki í fyrsta sinn sem risaskip af þessu tagi strandar í skurðinum. Osama Rabie, stjórnarformaður stofnunarinnar sem rekur skurðinn, sagði hins vegar á blaðamannafundi á laugardaginn, að talið væri mögulegt að mannleg mistök hefðu átt meiri þátt en veðurskilyrði þegar strandið varð. Þá væri stefni skipsins farið að losna og skrúfa þess virkaði. Hver dagur sem líður er dýr Það er skiljanlegt, því að áætlað er að á hverjum degi fari verðmæti upp á 3 til 9,5 milljarða bandaríkjadala í gegnum skurðinn, eða sem nemur um 380 til 1.200 milljörðum íslenskra króna. Þeir sérfræðingar sem AFP- fréttastofan ræddi við sögðu hins veg- ar ómögulegt að setja verðmiða á tjónið sem myndi fylgja strandinu, þar sem það hefði áhrif á gríðarlegan fjölda fyrirtækja, bæði beint og óbeint. Þá muni skaðinn að einhverju leyti ráðast af birgðastöðu viðkom- andi fyrirtækis, og því hversu lengi það mun taka að losa skipið. Óttast er að það ferli gæti tekið margar vikur, því ef ekki næst að draga það á flot, muni þurfa að létta á því með því að afferma það. Það kallar á krana, sem getur náð allt að 60 metra hæð, og slíkt ferli gæti tekið margar vikur. Sú töf hefur þegar rekið nokkur flutningafyrirtæki, þar á meðal Ma- ersk og Hapaq-Lloyd, til að íhuga al- varlega að senda flutningaskip sín lengri leiðina, en líkt og fyrr sagði myndi það bæta um tveimur vikum við siglingatíma þeirra. Það þýðir aft- ur að skipin eyða meiri olíu við flutn- ingana, og gæti það þýtt um 15-20% hærri sendingarkostnað á vörum. Segja má að strandið komi á einum versta tíma sem mögulegt var, þar sem kórónuveirufaraldurinn leikur að sjálfsögðu hlutverk. Vegna faraldurs- ins hafa kaup á vörum aukist mjög og sett mikinn þrýsting á birgðakeðjur heims. Allar tafir á sendingum, að ekki sé talað um ef skurðurinn er stífl- aður lengi, munu því hafa jafnvel enn meiri áhrif en í venjulegu árferði. Lengri leiðin um Góðrarvonarhöfða Rotterdam Súez-skurðurinn Stíflaður af MV Ever Given Siglingaleiðinmilli Sjanghaí og Rotterdam er um 6.000 km umSúez-skurðinn og styttir farartímann um tvær vikur Sjanghaí Singapúr Góðrarvonarhöfði INDLANDSHAF KYRRAHAF ATLANTSHAF 1 000 km Miðjarðarhaf Á röngum stað, á röngum tíma - Strand risaskipsins MV Ever Given getur dregið langan dilk á eftir sér - Vörur upp á tugmillj- arða kr. sitja fastar - Íhuga að senda skip sín suður fyrir Afríku - Áhrifin meiri vegna faraldurs AFP Stífla Reynst hefur hægara sagt en gert að losa MV Ever Given, en það er á lengd við rúmlega fimm Hallgrímskirkjur. Á meðan bíða önnur skip. Yfirmenn hermála hjá 12 löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Bret- landi, Japan og Ástralíu, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær, sunnudag, þar sem þeir fordæmdu aðgerðir herforingjastjórnarinnar í Mjanmar. Að minnsta kosti 107 týndu lífi í aðgerðum stjórnarinnar á laugardag, þar af nokkur börn, sam- kvæmt bráðabirgðatölum Samein- uðu þjóðanna. Gert er ráð fyrir að sú tala muni hækka. Laugardagurinn var sá blóðugasti síðan mótmælin í Mjanmar hófust en að minnsta kosti 423 hafa verið drep- in síðan þau hófust. „Við hvetjum herforingjastjórnina í Mjanmar til að hætta að beita of- beldi og reyna frekar að koma aftur á þeirri virðingu og þeim trúverðug- leika sem hún hefur misst með að- gerðum sínum,“ sagði í sameigin- legri yfirlýsingu ráðamannanna. Mikill órói hefur ríkt í Mjanmar síðan herforingjastjórnin framdi valdarán þann 1. febrúar og handtók fyrrverandi leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi. Valdaráninu hefur ver- ið mótmælt harðlega af íbúum lands- ins sem krefjast þess að lýðræði verði komið aftur á. Þrátt fyrir gríð- arlegt mannfall mótmælenda hættu þeir sér aftur út á götur borganna Dawei, Bago, Myingyan og Monywa á sunnudag. Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra hefur einnig gagnrýnt herforingjastjórnina á Twitter-síðu sinni á laugardag. „Mér ofbýður grimmdarverkin sem voru framin í Mjanmar í dag, þar sem óvopnaður almenningur, jafnvel börn, voru myrt,“ skrifaði Guðlaugur Þór og bætti við að stöðva yrði ofbeldi gegn friðsömum mótmælendum. Fordæma blóð- baðið í Mjanmar - Yfir 100 týndu lífinu á laugardag AFP Blóðbað Að minnsta kosti 107 létu lífið í Mjanmar á laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.