Morgunblaðið - 29.03.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.03.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2021 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. farið að ræða um að gera þáttaröð númer tvö að mestu á Íslandi og þannig tengjumst við þessu verkefni enn frekar.“ Í Trom segir af blaðamanninum Hannis Martinsson sem Thomsen leikur. Hann fær skilaboð frá dóttur sinni um að hún sé í hættu. Í kjölfarið snýr hann aftur heim til Færeyja og finnur lík dóttur sinnar í blóði drifn- um sjó eftir grindhvaladráp heima- manna. Leit Martinsson að svörum veltir við ýmsum steinum í samfélag- inu, leiðir til deilna hans við lögreglu og ljóstrar upp um vel falin leynd- armál. Þættirnir verða frumsýndir á næsta ári. vinnu við Rikke Ennis fyrir REinvent Studios auk Kyk Pictures. Meðfram- leiðandi er hinn færeyski Jón Ham- mer. Gerð sjónvarpsþáttanna hefur vak- ið mikla athygli í Færeyjum enda eru um fimmtíu manns í tökuliðinu og mikið umstang. Þar af er um helm- ingur Íslendingar en auk þeirra heimamenn, Danir og Norðmenn. Kvikmyndatímaritið Variety fjallaði um gerð þáttanna fyrir skemmstu og greindi frá því að þeir yrðu sýndir á Viaplay. Leifur segir að auk þess sem verkefnið sjálft sé spennandi sé mikilvægt fyrir Íslend- inga að tengjast því. „Það er þegar Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er virkilega gaman að fara í samframleiðslu með frændum okkar, Færeyingum,“ segir Leifur B. Dag- finnsson, framleiðandi hjá Truenorth. Tökur standa nú yfir á færeysku spennuþáttaröðinni Trom og er Leif- ur einn framleiðenda. Fjöldi Íslend- inga kemur að gerð þáttanna sem eru þeir fyrstu sinnar tegundar sem gerð- ir eru í Færeyjum. Leifur segir í samtali við Morgun- blaðið að tökur hafi hafist fyrir tveim- ur vikum og standi fram í júní. Höf- undur Trom er Torfinnur Jákupsson en byggt er á glæpa- og spennusög- um Jógvan Isaksen. Hinn kunni danski leikari Ulrich Thomsen fer með aðalhlutverkið. Tveir leikstjórar skipta með sér að stýra þáttunum sex í fyrstu þáttaröðinni. Það er Kasper Barfoed sem stýrir fyrstu þremur en seinni þrír eru undir stjórn Davíðs Óskars Ólafssonar sem gat sér gott orð fyrir þættina Brot, eða Valhalla Murders eins og þeir kölluðust á ensku. Leifur segir við Morgunblaðið að Trom séu álíka stór framleiðsla og Brot voru. „Bækur Jógvans Isaksen hafa ferðast víða og þetta er allt saman tekið í Færeyjum. Fyrir vikið er mas- sífur áhugi á þáttunum á alþjóðlegum vettvangi,“ segir Leifur sem fram- leiðir fyrir hönd Truenorth í sam- Ljósmynd/Metúsalem Björnsson Tökur Yfir 20 Íslendingar vinna nú að gerð spennuþáttanna Trom í Færeyjum. Mikil spenna er fyrir þáttunum. Horfa til Íslands fyrir næstu þáttaröð Trom - Fjölmargir Íslendingar í tökum í Færeyjum fram í júní Ljósmynd/Aðalræðisskrifstofa Íslands í Færeyjum Fagnaðarfundir Benedikt Jónsson, aðalræðismaður Íslands í Færeyjum, heilsaði upp á landa sína þegar tökur á Trom hófust fyrir tveimur vikum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég er að reyna að mæta í vinnuna þótt það sé stundum erfitt. Ég geri ekkert skemmtilegra en að vinna og langar að geta unnið þarna áfram. Það verður erfitt ef heilsan fer. Ég er kvíð- in,“ segir kona sem starfar á fósturgreiningar- deild kvenna- deildar Landspít- alans. Grunur leikur á að mygla í húsnæð- inu hafi valdið veikindum starfs- fólks og jafnvel sjúklinga. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, hefur lagt fram á Al- þingi skriflega fyrirspurn um myglu í húsnæði Landspítalans, hvar hennar hafi orðið vart, hversu margir veikindadagar séu vegna þess og hvað hafi verið gert til að uppræta mygluna. Segir Birgir við Morgunblaðið að tilefnið sé að hann hafi frétt af veikindum starfs- fólks í húsnæði kvennadeildar. Konan sem rætt var við starfar í elsta hluta húss kvennadeildar. Hún hefur átt við veikindi að stríða frá árinu 2018 og verið í veik- indaleyfi langtímum saman. Hafa veikindin gengið nærri henni. Tengir hún veikindi sín við myglu- vandamál enda bendi einkennin til þess. Konan segir að búið sé að ræða málið mikið á deildinni og við þá sem stjórna húsnæðismálum spít- alans. Tekur hún fram að yfirmað- ur hennar hafi staðið eins og klett- ur með starfsfólkinu. Að komið hafi verið með alls konar mælitæki en ekki mælst nein mygla. Að lokum hafi gólfdúkur verið tekinn af stofu sem hún var hætt að geta komið í og þá hafi gosið upp viðbjóðsleg lykt. Sama hafi gerst síðar í ann- arri stofu sem hún hafi átt erfitt með að koma í. Ekkert hafi mælst en þegar dúkurinn var tekinn kom í ljós opið holræsi. Fleiri starfsmenn deildarinnar hafa veikst og auk þess þunguð kona sem þar var til meðferðar í lok síðasta árs. Veikindi skjólstæð- ingsins voru skráð í atvikaskrá spítalans. Telur starfsmaðurinn rétt að bregðast við með því að flytja starfsemina í annað hús á meðan húsnæðið verði tekið vel í gegn, þannig að starfsfólk og skjólstæð- ingar þess geti verið þar öruggir um heilsu sína. Rekur veikindi til myglu í húsnæði - Þingmaður óskar upplýsinga vegna frétta um myglu á kvennadeild LSH Birgir Þórarinsson Andrés Magnússon Stefán E. Stefánsson Halldór Kristmannsson, einn nán- asti samstarfsmaður Róberts Wessman, forstjóra Alvogen til tveggja áratuga, telur að rannsókn stjórnar fyrirtækisins á starfshátt- um og framkomu Róberts í starfi beri vott um hvítþvott. Þar hafi m.a. verið litið fram hjá háttsemi, sem stjórn Alvogen hafi verið kunnugt um og Róbert þurft að biðjast afsök- unar á. Rannsóknin átti rætur að rekja til þess að starfsmaður félags- ins sendi kvörtun til stjórnarinnar vegna starfshátta forstjórans. Í liðinni viku sendi stjórn Alvogen frá sér tilkynningu eftir átta vikna rannsókn lögmannsstofu félagsins vegna umkvartana starfsmanns þess. „Niðurstaðan er skýr og ljóst að efni kvartananna á sér enga stoð. Ekkert bendir til þess að starfs- hættir Róberts Wessman séu þess eðlis sem greint er frá í bréfinu og engin ástæða er til að aðhafast neitt vegna þessa máls,“ sagði þar meðal annars. Margháttaðar umkvartanir Halldór kveðst hafa ákveðið að stíga fram sem uppljóstrarinn í mál- inu eftir að nafni hans hafi verið lek- ið, þrátt fyrir þá vernd sem upp- ljóstrurum sé ætluð í slíkum málum. Hann finnur að því að honum hafi ekki verið gert viðvart um niður- stöðuna, heldur lesið um hana í fjöl- miðlum. Þá þyki honum merkilegt að lesa að hann hafi átt að hafa gert fjár- kröfu á félagið, þar sem hann hafi sérstaklega tekið fram að svo væri ekki. Morgunblaðið hefur séð bréf þess efnis. Umkvartanir Halldórs voru að hans sögn margþættar og sneru m.a. að ofstopa í garð undir- manna og fyrrverandi samstarfs- manna, þar sem Róbert hafi tvisvar beitt líkamlegu ofbeldi. „Ég var beinlínis kýldur kaldur í andlitið án fyrirvara í vitna viður- vist,“ segir Halldór og bætir við: „Mér var augljóslega ekki skemmt, og hef ekki orðið var við það al- mennt séð að forstjórar fari í kýl- ingaleiki við samstarfsmenn.“ Morgunblaðið hefur rætt við vitni að umræddu atviki, sem átti sér stað í París, sem staðfestir atvikalýsingu Halldórs. Einna alvarlegastar hafi þó verið fólskulegar hótanir í garð fyrrver- andi starfsmanna Actavis, sem hafi haft ástæðu til þess að óttast um ör- yggi sitt og fjölskyldna sinna fyrir vikið. Þá tíundaði Halldór að Róbert hafi lagt á ráðin um rógsherferðir í fjölmiðlum gegn ýmsu fólki, sem hann hafi borið kala til, þar á meðal viðskiptakeppinautum og embættis- mönnum hins opinbera. „Ég tel að morðhótanir, líkams- árásir og svívirðilegar ásakanir, er varða meinta óvildarmenn og æru- meiðingar í þeirra garð, sé í raun óverjandi hegðun forstjóra alþjóð- legra fyrirtækja. Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um hæfi hans sem stjórnanda.“ Ber Róbert Wessman þungum sökum - Hægri hönd forstjóra Alvogen stígur fram sem uppljóstrari - Segir vafa leika á hæfi hans sem stjórnanda Halldór Kristmannsson Róbert Wessman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.