Morgunblaðið - 29.03.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.03.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2021 60 ára Kalman ólst upp á Útgörðum í Hvol- hreppi, Rang., en býr í Reykjavík og er auglýs- ingateiknari frá Mynd- lista- og handíðaskól- anum. Kalman er sjálfstætt starfandi grafískur hönnuður en vann í 25 ár hjá Rúv. Kalman er einn af stofnendum Myndstefs og sat í stjórn Bókagerðar- manna til fjölda ára. Maki: Fjóla Kristín Árnadóttir, f. 1956, kennari í Tækniskólanum. Sonur: Alexander, f. 1991. Foreldrar: Joam le Sage de Fontenay, f. 1929, d. 1987, bústjóri á Stórólfsvalla- búinu, og Ólöf Kristófersdóttir, f. 1937, kennari. Hún er búsett á Útgörðum. Kalman le Sage de Fontenay Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Það er engin lausn að stinga höfðinu í sandinn því erfiðleikarnir hverfa ekkert við það. Forðastu að dæma aðra. 20. apríl - 20. maí + Naut Sjálfsöryggi þitt hjálpar þér til að vinna fólk á þitt band. Gættu þess að falla ekki í þá freistni að þykjast vita allt. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það er eðlilegt að vera smá taugatrekktur. Andaðu bara djúpt og teldu upp að tíu. Allir sem eru í þínum innsta hring eru þar vegna þess að þeir vilja það. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Með hjálp góðra vina tekst þér að sigla þínum málum í höfn. Það er komið að viðhaldi heima fyrir. Byrjaðu á ein- hverju. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú þarft að hrista af þér slenið, bretta upp ermarnar og taka þinn þátt í því sem gera þarf. Símtal í dag á eftir að koma þér ánægjulega á óvart. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Einmitt þegar þú ert alls ekki í skapi fyrir krefjandi manneskju stingur hún upp kollinum. Mundu að gera líka kröfur til annarra, ekki bara þín. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú ættir að láta það eftir þér að kaupa eitthvað sem getur bætt heilsu þína til lengri tíma litið. Látið ekki ykkur sjálf sitja á hakanum. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú býrð yfir ýmsum hæfi- leikum sem nýtast þér þegar á reynir. Settu í þig kraft og láttu svo verkin tala. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Hugur þinn er dálítið í fortíð- inni núna og líklegt að þrá eftir liðinni tíð grípi þig annað veifið. Mundu að það finna allir til minnimáttarkenndar svona af og til. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Vertu opinn fyrir hugmyndum sem geta haft jákvæð áhrif á starfsframa þinn. Börnin þín koma þér á óvart. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Að vera á öndverðum meiði eykur spennuna í sambandinu. Peninga- málin líta vel út, ekki klúðra þeim með vanhugsuðum kaupum. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þér er nauðsynlegt að brydda upp á einhverju nýju til þess að gefa lífinu lit. Fólk ber virðingu fyrir þér, því þú stendur alltaf við allt sem þú lofar. formaður í stjórn auk þess að sinna nefndarstörfum hjá Landsbjörgu. „Ég er föst í hlutverki sunnudaga- skólakonunnar og nýt þess að hitta litlu vini mína í kirkjunni yfir vetr- armánuðina, er í sóknarnefnd og sé um alla almenna umhirðu og slátt á um túristum að koma til mín. Eftir sumarið var ég með lista yfir það sem ég þurfti að vinna og senda frá mér.“ Anna hefur verið mjög virk í Slysavarnadeildinni Hafdísi á Fá- skrúðsfirði og setið þar sem vara- A nna Ólafsdóttir er fædd 29. mars 1971 í Reykja- vík og bjó þar fyrstu fjögur ár ævinnar. Hún flutti þá á Hvolsvöll og bjó þar næstu fimm árin. Níu ára gömul flutti hún með fjölskyldu sinni til Patreksfjarðar þar sem hún bjó þar til hún flutti að heiman. Grunskólaganga Önnu fór fram á Hvolsvelli, Patreksfirði og í Héraðs- skólanum í Reykjanesi við Ísafjarð- ardjúp. Hún fór 17.ára sem barn- fóstra til Noregs og var þar í tvö ár, lærði blómaskreytingar í Garð- yrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi, flutti aftur til Noregs og vann þar í blómabúð í níu ár. Anna flutti til Íslands 2004. „Ári seinna var ég lokkuð austur á firði af núverandi eiginmanni, vann á leik- skólanum á Fáskrúðsfirði til að byrja með en svo við verslunarstörf á Reyðarfirði. Ég hef titlað mig sem húsmóður frá því að húsið fylltist af börnum árið 2011.“ Anna hefur rekið vinnustofu í húsi sem heitir Hruni í rúm sjö ár, en verkstæðið heitir Frú Anna. „Þar sauma ég og dunda mér hverja lausa stund, endurnýti gamlan útsaum og gömul efni, geri við vinnugalla fyrir fiskvinnslu staðarins, stytti buxur og falda gardínur fyrir fólkið í bæn- um. Mér finnst öll endurnýting rosa- lega skemmtileg, hvort sem það eru gamlir diskar sem breytast í smá- kökufat, gömul púðaborð sem breyt- ast í tösku eða hvað það nú er. Svo er ég búin að gera í nokkur ár tuskudúkkur sem eru kanínur og þær seljast alltaf upp strax. Ég hef gaman af öllu sem varðar blóma- skreytingar og elska að vera í eld- húsinu. Ég hef alltaf haft gaman af handavinnu og að dunda mér, nema að púsla. Mér finnst það algjörlega tilgangslaust að gera eitthvað sem þú þarft að pakka saman aftur.“ Verkstæði Önnu hefur spurst út víða og er fólk í nærliggjandi bæjar- félögum duglegt að heimsækja hana. „Ef ég set síðan eitthvað á Fésbókina sem ég hef verið að gera þá er það farið um leið. Það er rosa gaman og síðasta sumar var æðis- legt, en þá var endalaust af íslensk- kirkjugörðum sóknarinnar,“ en þeir eru tveir, í bænum sjálfum og svo á Kolfreyjustað. „Ég hef mína barnatrú, eins og aðrir, og er dugleg að halda henni við. Að vera stjúpmóðir, fósturmóðir og húsmóðir hefur verið mitt helsta Anna Ólafsdóttir, húsmóðir og saumakona – 50 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Jens, Kifah, Júlíus, Elísa Huld og Anna um jólin 2014. Öll endurnýting er skemmtileg Kanínur Meðal þess sem má finna hjá Önnu í Hruna. Afmælisbarnið Frú Anna. 40 ára Halldór er Reykvíkingur, ólst upp í Vesturbænum en býr í Hvassaleiti. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og er með meistaragráðu í reikningshaldi og endurskoðun frá HÍ. Halldór er fram- kvæmdastjóri Atlas fjármála. Maki: Hildigunnur Helgasdóttir, f. 1983, vinnur á verlferðarsviði Reykjavíkur- borgar. Börn: Hekla Margrét 2006 og Helgi 2012. Foreldrar: Úlrik Ólason, f. 1952, d. 2006, organisti, og Margrét Árný Halldórs- dóttir, f. 1951, hjúkrunarfræðingur og kennari. Hún er búsett í Kópavogi. Halldór Óli Úlriksson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.