Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 2

Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 2
Hvernig var að undirbúa fermingu? „Undirbúningurinn var afar óvenju- legur í ljósi aðstæðna. Daginn sem hún átti að fermast í apríl gerðum við okkur glaðan dag hér heima, elduðum góðan mat og gáfum henni litla gjöf. Í ágúst átt- um við dásamlega stund í Garðakirkju og eyddum svo deginum með ömmum henn- ar og öfum í garðinum hérna heima hjá okkur. Fengum Aldísi Pálsdóttur til að koma og taka ómetanlegar fjölskyldu- myndir og áttum rólegan og fallegan dag. Við héldum svo veisluna í september í Sjálandi veislusal í Garðabæ. Þá loksins hittum við vini og ættingja. Við vorum með „bröns“ í hádeginu og það mættu all- ir.“ Hvaða fatnaði mælirðu með fyrir ferm- ingarmömmuna? „Ég mæli með því að vera í fatnaði sem er þægilegur og áreynslulaus en samt auðvitað vera í þínu fínasta pússi. Ég var í glæsilegum, þægilegum síðkjól í veisl- unni.“ Hvað stendur upp úr tengt ferming- unni? „Dagurinn sem hún fermdist í kirkjunni og við eyddum hér heima með okkar nánustu og það að hafa veisluna ekki sama dag. Ég mundi velja að gera það þannig aftur þó að það væri ekki faraldur í gangi. Það er æðislegt að njóta bara á fermingardaginn og halda veisl- una á öðrum degi og ná þannig að njóta hennar líka en vera ekki á hlaupum til að koma öllu fyrir á einum og sama deginum.“ Hvað borðar þú alltaf í morgun- mat? „Ég borða aldrei morgunmat en fæ mér alltaf góðan cappuccino- kaffi, eða jafnvel nokkra þannig.“ Hver er uppáhaldsveitingastað- urinn? „Ég vel oftast að fara á Sushi Social, Duck & Rose eða Grill- markaðinn. En þar sem ég er mest í Hafnarfirði verð ég að segja Von & krydd.“ Hvað gerirðu til að dekra við þig? „Hugsa vel um húðina alla daga alltaf, ég dekra eiginlega við hana á hverjum degi, en ef ég mætti velja dekur þá myndi ég fara í The Re- treat í bláa lóninu. Enginn sími, nátt- úrufegurð, dekur og góður matur.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín? „Síðkjólar eru alltaf í uppáhaldi, það er ekki til glæsilegri en á sama tíma auðveldari og áreynslulausari flík.“ Hvað er í snyrtibuddunni? „Hvað er ekki í henni! Mín snyrti- budda er stór, ég gerði hana sér- staklega til að koma öllu fyrir á ein- um stað en taskan hefur að geyma allt sem ég þarf og sennilega aðeins meira.“ Hver er uppáhaldsljósmynd- arinn? „Þetta er auðveldasta spurning sem ég hef fengið. Aldís Pálsdóttir ljósmyndari. Snill- ingur og vinkona mín. Hún er þvílíkur fag- maður; með fallegt auga fyrir smátriðum, nær alltaf því besta fram í fólki og er svo ofan á allt með svo æðislega nærveru að það líður öllum vel í kringum hana.“ Hver er skemmtilegasta veisla sem þú hef- ur haldið? „Gamlárskvöld á hverju ári er skemmti- legasta partí ársins þar sem öll fjölskyldan dansar saman. Frá aldrinum þriggja ára til áttatíu og þriggja.“ Hvað gerir þú til að slaka á? „Ég slaka alltaf best á heima hjá mér. Ég þarf ekkert sérstakt. Ég elska bara að vera heima. Sérstaklega þegar allir eru heima.“ Hvernig heldurðu þér í formi? „Ég mætti taka mig á þar en ég er dugleg að fara út að ganga með Coco hundinn minn. Ég er ekki frá því að ég slaki á í þeim göng- um líka.“ Ljósmyndir/Aldís Pálsdóttir Magnús Andri, Ísabella María, Andrea og Ólafur. Var í glæsilegum en þægi- legum síðkjól í veislunni Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður er fagurkeri fram í fingurgóma. Dóttir hennar, Ísabella María Ólafsdóttir, fermdist í ágúst í fyrra. Andrea og eiginmaður hennar Ólafur Ólason eiga tvö börn saman, þau Magnús Andra 22 ára og Ísabellu Maríu. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Hundurinn Coco gerir allar ljós- myndir fallegri. Ísabella María var í fermingar- kjól sem Andrea gerði. Mæðgur í glæsilegum fatnaði frá Andreu. 2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 Fermist þú ham-borgaralega? WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575 PANTAÐU ÞÍNA VEISLU ÁWWW.FABRIKKAN.IS 25 borgarar á hverjum bakka! 7 gómsætar tegundir í boði! Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is, Elínrós Líndal elinros@- mbl.is Margrét Hugrún margret.hugrun@gmail.com Auglýsingar Katrín Theódórsdóttirkata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Heida HB. F oreldrar barna sem fæddust á því herrans ári 2006 ættu að fá verðlaun fyrir vasklega framgöngu þegar kom að fermingum. Þessir foreldrar skiptast um það bil í tvo hópa, skipulagða fólkið sem var búið að panta veitingar, sal, finna föt, panta förðun og myndatöku ár fram í tímann og sat uppi með kökur í frysti og of lítil föt þegar dagurinn rann loksins upp. Og svo óskipulagða fólkið sem riggaði upp fermingu á síðustu stundu. Hvort tveggja er betra enda sést hér í blaðinu hvernig fermingar landsmanna voru og eins ólíkar og þær voru margar. Þótt mikið stúss sé í kringum fermingu þá sitja yfirleitt eftir frábærar minningar sem hægt er að ylja sér við seinna á lífsleiðinni. Ef það var eitthvað sem 2020 kenndi okkur þá er það líklega það að lífið er ekki fullkomið og heldur ekki fermingarveislur. Þegar veislur eru haldnar á tímum þar sem fjöldatakmarkanir eru í gildi þýðir lítið að fylgja gömlum fjöl- skyldureglum. Fólk þarf að hugsa hlutina upp á nýtt og reyna að gera sem best úr aðstæðum. Gamlar fjölskyldureglur eru heldur ekki heilagar og ef við getum gert eitthvað til að brjóta upp gömul og lúin munstur þá eigum við að gera það. Mér leiðist ógurlega þegar fólk barmar sér yfir því hvað það þurfi að fara í margar fermingarveislur þetta árið og hvað það sé dýrt. Fólk á bara að vera ánægt með að ein- hver vilji bjóða því. Hvers vegna eru fermingarveislur með þann stimpil á sér að þær séu afplánun, ekki gleði- stund? Getur það verið vegna þess að við bjóðum allt of mörgum og hópurinn passar ekki saman? Getur verið að við séum uppfull af úreltum hugmyndum og ger- um hlutina á einhvern hátt því allir aðrir geri það þannig? Hver sagði að ferm- ingarveisla væri ekki almennileg nema gestirnir fylltu þriggja stafa tölu? Er það vegna þess að unglingum líður svo ógurlega vel innan um marga? Ég held ég hafi bara aldrei hitt ungmenni sem er þeirrar skoðunar en kannski umgengst ég of einsleita kreðsu. Þegar kemur að veislum er ég alltaf fylgjandi því að búa til meiri stemningu með fallegum skreytingum, blómum, servéttum, glösum og skrautmunum. Vandamálið er bara að fallegar borðskreytingar einar og sér búa ekki til góða veislu, né góða stemningu. Raunveruleg stemning fæst með því að handvelja gestina og bjóða bara þeim allra skemmtilegustu. Ef allir þekkjast í veisl- unni þá eru miklu meiri líkur á að það verði dúndrandi fjör. Þú getur ekki kallað fram mesta fjör í heimi ef fermingarbarnið er að hitta fjar- skyldar frænkur og frændur í fyrsta skipti frá fæðingu. Þá verður andrúmsloftið þvingað sem gerir það að verkum að fólk mætir, gefur gjöf, borðar og veltir fyrir sér hvenær það flokkist sem dónaskapur að yfirgefa veisluna. Hver er tilgangur með ferm- ingarveislu ef stemningin er þannig? Mitt ráð til ykkar. Hafið hlutina eins og þú og þinn innsti kjarni vill hafa þá. Ekki teika það sem allir hinir hafa gert og ekki gera það sem alltaf hefur tíðkast. Farið ykkar leið og látið engan stoppa ykkur! Fermingarveisla ársins MartaMaría Jónasdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.