Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
Fabrikkusmáréttir
í fermingarveisluna
HEITIR VÆNGIR
Heitir kjúklingavængir (Hot wings) (1 kg.)
Bornir frammeð gráðostasósu
og hotwings sósu.
BBQVÆNGIR
BBQ kjúklingavængir (1 kg.)
Bornir frammeð hvítlaukssósu
og BBQ sósu.
WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575
ÞÚ PANTAR - VIÐ GRILLUM - ÞÚ SÆKIR
Hún fór í hárgreiðslu og í
förðun fyrir ferminguna sína.
Ljósmynd/Heida HB
K
atrín Katla Guðmundsdóttir á góðar minningar frá
fermingardegi sínum. Hún segir æðislegt að eiga
einn dag þar sem allt snýst um mann sjálfan og
segir að þá þurfi maður bara að kunna að njóta sín.
Hún fermdist í Neskirkju þann 6. september árið 2020.
„Fermingin var æðisleg, en ætli mér hafi ekki samt fundist
veislan skemmtilegust.
Við vorum með veisluna heima og það voru kannski ekki
alveg nógu margir sem mættu, en það var vegna faraldurs-
ins.“
Bauð upp á góðar kökur
Hvað var boðið upp á í veislunni?
„Það var bara allt á boðstólum sem er uppáhaldsmaturinn
minn. Hamborgarar, franskar og síðan góðar kökur.“
Katrín Katla segir að það hafi ekki verið tónlistaratriði eða
skemmtiatriði í veislunni, en að samveran hafi verið mjög
góð og allir hafi talað saman.
„Svo fór ég í förðun og hárgreiðslu sem var mjög skemmti-
legt að upplifa. Ég fór í myndatöku og gerði allt sem maður
gerir á draumadeginum sínum.“
Hvar keyptir þú fermingarkjólinn?
„Við keyptum hann í Gallerí 17.“
Fallegir skartgripir gleðja
Hvað er á óskalista fermingarbarna um þessar mundir?
„Ég held að við kunnum öll að meta að fá peninga og
skartgripi, svo fékk ég líka tölvu sem ég var mjög ánægð
með.
Skartgripirnir sem ég er hrifin af eru nettir skartgripir
bæði úr silfri og úr gulli.“
Það sem Katrín Katla kann hvað mest að meta frá veisl-
unni í fyrra var að hitta fjölskyldu sína og vini.
„Já, ætli það sé ekki ráðið sem mig langar að gefa ferming-
arbörnum á þessu ári; bara að njóta dagsins og að hafa gam-
an með fjölskyldunni, svona loksins þegar maður hefur tök á
að hitta alla aftur.“
Hefur áhuga á fimleikum
Katrín Katla segir ekki eitthvað eitt standa upp úr þegar
kemur að fermingarfræðslunni, nema bara að kristin trú er
áhugaverð og án efa gott að hafa Guð með sér í liði í lífinu.
Hún hefur mikinn áhuga á fimleikum sem hún æfir og veit
síðan fátt skemmtilegra en að vera með vinum sínum á milli
æfinga.
Hún er ánægð með félagslífið í Hagaskóla og getur hik-
laust mælt með þeim skóla fyrir alla.
Katrín Katla Guðmundsdóttir er í
Hagaskóla og fermdist í fyrra í Nes-
kirkju. Hún segir að allir hennar
draumar hafi ræst á fermingardaginn.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Þegar dag-
urinn snýst
um ferm-
ingarbarnið
Katrín Katla keypti
fermingarkjólinn
í Gallerí 17.