Morgunblaðið - 12.03.2021, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
LÖGGILTUR DÚNMATSMAÐUR
Laugavegur 68, 101 Rvk. | Sími 511 2004 | www.dunogfidur.is
Sængur, koddar, rúmföt, bomsur
sáum við um sjálf. Fermingarkakan
var uppáhaldskaka fermingarbarns-
ins, sem amma hans bakar fyrir öll
góð tilefni, og svo bættum við hrís-
kökubollakökum, kleinuhringjum,
makkarónum og sælgæti við.“
Þar sem þú starfar sem arkitekt
væri gaman að heyra skoðun þína á
uppsetningu og aðföngum í veislur?
„Það er mér alltaf mikilvægt að hrá-
efnin sem ég nota, hvort sem það eru
byggingarefni eða matvæli, séu sem
náttúrulegust. Það er nánast ómögu-
legt að fá slæma útkomu ef góð efni
fá að njóta sín.“
Að hafa fermingar-
börnin með í ráðum
Harpa segir að umhverfið sé henni
ávallt ofarlega í huga. „Ég reyni eftir
fremsta megni að kaupa engan
óþarfa. Að kaupa endingargóða hluti
þegar þess þarf, gjarnan á nytja-
mörkuðum, og þegar ekki eru lengur
not fyrir hlutina, til dæmis fatnað og
leikföng barnanna, þá reyni ég að
finna sem bestan farveg fyrir endur-
nýtingu eða endurvinnslu þeirra. Í
vinnunni reynum við alltaf að nota
eins umhverfisvæn efni og verkefnin
bjóða upp á og þess má geta að frí-
stundahúsið sem ég er að vinna að
núna verður Svansvottað.“ Harpa er
á því að í dag sé mjög margt í tísku.
„Allt frá því að vera með ákveðið lita-
þema yfir í að blanda alls konar hlut-
um saman. Ég er bara búin að láta
ferma eitt barn þannig að ég hef ekki
alveg samanburð frá fyrri árum, en
mér finnst áberandi að fermingar-
börnin séu höfð með í ráðum og tekið
sé tillit til þess sem þau vilja.“
Áttu gott ráð fyrir þá sem vilja
skreyta en vilja ekki kaupa þetta
hefðbundna skraut?
„Algjörlega að leita út í náttúruna.
Vorið og haustið bjóða bæði upp á
svo mikla fegurð, alveg ókeypis. Og
síðan bara nota það sem er til og fá
lánað hjá vinum og ættingjum.“
Ljósmynd/María Rúnarsdóttir
Harpa er góð í að finna skraut úti í náttúrunni.
Lamparnir setja
svip sinn á veislu-
borðið sem var ein-
staklega fallegt og
vel heppnað eins
og sést á myndinni.
Harpa segir mikilvægt að
bjóða upp á veitingar sem
barnið heldur upp á.
Má bjóða þér
hamborgara,
grímu og spritt?