Morgunblaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 LÖGGILTUR DÚNMATSMAÐUR Laugavegur 68, 101 Rvk. | Sími 511 2004 | www.dunogfidur.is Sængur, koddar, rúmföt, bomsur sáum við um sjálf. Fermingarkakan var uppáhaldskaka fermingarbarns- ins, sem amma hans bakar fyrir öll góð tilefni, og svo bættum við hrís- kökubollakökum, kleinuhringjum, makkarónum og sælgæti við.“ Þar sem þú starfar sem arkitekt væri gaman að heyra skoðun þína á uppsetningu og aðföngum í veislur? „Það er mér alltaf mikilvægt að hrá- efnin sem ég nota, hvort sem það eru byggingarefni eða matvæli, séu sem náttúrulegust. Það er nánast ómögu- legt að fá slæma útkomu ef góð efni fá að njóta sín.“ Að hafa fermingar- börnin með í ráðum Harpa segir að umhverfið sé henni ávallt ofarlega í huga. „Ég reyni eftir fremsta megni að kaupa engan óþarfa. Að kaupa endingargóða hluti þegar þess þarf, gjarnan á nytja- mörkuðum, og þegar ekki eru lengur not fyrir hlutina, til dæmis fatnað og leikföng barnanna, þá reyni ég að finna sem bestan farveg fyrir endur- nýtingu eða endurvinnslu þeirra. Í vinnunni reynum við alltaf að nota eins umhverfisvæn efni og verkefnin bjóða upp á og þess má geta að frí- stundahúsið sem ég er að vinna að núna verður Svansvottað.“ Harpa er á því að í dag sé mjög margt í tísku. „Allt frá því að vera með ákveðið lita- þema yfir í að blanda alls konar hlut- um saman. Ég er bara búin að láta ferma eitt barn þannig að ég hef ekki alveg samanburð frá fyrri árum, en mér finnst áberandi að fermingar- börnin séu höfð með í ráðum og tekið sé tillit til þess sem þau vilja.“ Áttu gott ráð fyrir þá sem vilja skreyta en vilja ekki kaupa þetta hefðbundna skraut? „Algjörlega að leita út í náttúruna. Vorið og haustið bjóða bæði upp á svo mikla fegurð, alveg ókeypis. Og síðan bara nota það sem er til og fá lánað hjá vinum og ættingjum.“ Ljósmynd/María Rúnarsdóttir Harpa er góð í að finna skraut úti í náttúrunni. Lamparnir setja svip sinn á veislu- borðið sem var ein- staklega fallegt og vel heppnað eins og sést á myndinni. Harpa segir mikilvægt að bjóða upp á veitingar sem barnið heldur upp á. Má bjóða þér hamborgara, grímu og spritt?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.