Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
F
yrir utan að halda heimili og hlúa vel að fjölskyld-
unni okkar þá starfa ég sem yfirflugfreyja hjá
Flugfélagi Íslands sem er óstjórnlega skemmti-
legt, gefandi og oft á tíðum krefjandi starf. Ég
huga vel að heilsu minni og stunda mjög fjöl-
breytta hreyfingu til að rækta sál og líkama ásamt því að
vera klappstýra barnanna minna í þeirra tómstundum.“
Eiginmaður Bryndísar er Gunnar Aðalsteinsson, lofthæf-
issérfræðingur hjá Aero Design Global. Þau eiga þrjú börn
saman, Thelmu sem fermdist í fyrra, Eydísi og Arnar.
„Upphaflega átti fermingin að vera í Garðakirkju í apríl
þar sem börnin okkar voru skírð og við giftum okkur á
skírnardegi Thelmu en vegna fjöldatakmarkana fermdist
hún í Vídalínskirkju sem er miðsvæðis í Garðabæ stutt frá
heimili okkar.
Fermingin var yndisleg upplifun fyrir alla fjölskylduna,
dagurinn hefði ekki getað verið betur heppnaður þó að hann
hafi ekki borið upp á upphaflegan fermingardag í apríl sem
hefði líklega orðið mikið ævintýri þegar snjóstormur geisaði
og Hellisheiðin var lokuð, þar sem stór hluti gestanna fer
um. Þess í stað fengum við fullkominn sumardag í septem-
ber með sól og blíðu og við nutum góða veðursins fram í
fingurgóma með okkar nánustu í garðinum við heimili okk-
ar.“
„Mikilvægt
að fjárfesta í
minningunum“
Bryndís Harðardóttir veit fátt skemmtilegra en að gera
skemmtilega hluti með fjölskyldunni. Dóttir hennar
fermdist í fyrra á fallegum degi.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Bryndís segir að það
sé skemmtilegt að
eiga fallegar myndir
eins og þessar.
Bryndís og Gunnar ásamt
börnunum Thelmu, Eydísi
og Arnari. Myndin var tekin
á fermingardegi Thelmu.
5 SJÁ SÍÐU 38
Ljósmynd/Hulda Margrét