Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 42
Danska förðunarmerkið GOSH Copen-
hagen er alltaf með puttana á púlsinum
þegar förðunarvörur eru annars vegar
og alltaf í takt við það sem er að gerast í
snyrtivöruheiminum. Litapallettan Eye-
dentity 002 Be Humble er mjög góð fyrir
þá sem hafa nýlega hoppað upp á förð-
unarvagninn. Um er að ræða litapallettu
sem er í þremur litum í mismunandi tón-
um, sem auðveldar fólki að búa til fallegt
og ítarlegt útlit í kringum augun. Ljósi lit-
urinn gengur vel rétt fyrir neðan auga-
brúnina, miðliturinn er fullkominn fyrir
augnlokið sjálft og dökkt er gott með-
fram hnattlínunni. Með þessari ofurfínu
pallettu hefurðu alltaf auðvelt verkfæri til
að blanda fallegt útlit bæði hversdags
og fyrir partí.
Vörurnar frá GOSH
njóta vinsælda því
þær eru á góðu
verði og fara vel
með húðina.
Litapalletta sem lífgar
upp á fermingardaginn
Litapallettan
Eyedentity 002
Be Humble frá
GOSH býður
upp á marga
möguleika.
Velvet Touch
Lipstick – 172
Angel frá
GOSH er litrík-
ur og fallegur
án þess að
vera eitthvað
of mikið.
Just Click It!
er splunkunýr maskari frá
GOSH. Burstinn þykkir og
lengir augnhárin og gefur
augnsvæðinu góða fyllingu.
Fólk sem hefur prófað þenn-
an maskara er þeirrar skoð-
unar að þarna sé einstakur
gripur á ferð og sá sami
verði keyptur aftur.
42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
D
agmar Una, sölu- og markaðs-
stjóri Dr. Hauschka á Íslandi, er
menntaður jógakennari og reiki-
heilari. Hún hefur alltaf haft óbil-
andi áhuga á snyrtivörum og þá
helst náttúrulegri og góðri húðrútínu.
Þessa dagana er hún að undirbúa fermingu
eldri sonar síns, Jóns Starkaðar. Hún segir að
mörgu að huga þegar kemur að því að halda
fermingu. Enda sé fermingardagurinn stór
dagur.
„Það er einnig mikið að gera í vinnunni en
þessa dagana er Dr. Hauschka að koma með
nýja línu sem heitir „Flower Power“ og er lín-
an fyrir unga fólkið okkar.
Línan samanstendur af léttum og fljótandi
dagvökvum, Balancing Day Lotion, fyrir
blandaða til feita húð og „Soothing Day
Lotion“ fyrir þurra og viðkvæma húð. Svo
fylgir þessari línu „Revitalizing Day Lotion“
sem hefur verið á markaðnum í mörg ár. Við
erum erum mjög spennt fyrir þessari línu.“
Fermist 1. apríl á skírdag
Fermingin verður haldin þann 1. apríl á skír-
dag. Jóni Starkaði fannst þetta skemmtileg
dagsetning og telur Dagmar Una dagsetn-
inguna góða til að muna. „Fermingarveislan
verður haldin á Petersen-svítunnni og verða
snittur, pinnamatur og falleg fermingarkaka.
Salurinn verður svo skreyttur í fallegu þema
sem hæfir deginum. Við ætlum að hafa daginn
afslappaðan en það má ekki myndast stress í
kringum daga sem þennan. Þessi dagur á fyrst
og fremst að vera skemmtilegur og eftir-
minnilegur.“
Dagmar Una er þakklát fyrir að vera í lif-
andi og skemmtilegri vinnu. „Vinnan hentar
mér sérstaklega vel þar sem húðumhirða hefur
lengi verið áhugamál hjá mér. Ég hef alltaf
hugsað vel um húð mína og eingöngu notað
náttúruleg gæðakrem. Ég man eftir því að ég
las grein um Madonnu þegar ég var 15 ára
gömul en þar talaði hún um Rósakremið frá
Dr. Hauschka. Þá fór ég og keypti mér fyrsta
lífræna kremið mitt og þá var ekki aftur
snúið.“
Mikilvægt að hreinsa húðina
Hvað ætlarðu að gera tengt húðinni fyrir
ferminguna?
„Kvöldið fyrir fermingardaginn nota ég leir-
maska. Hann nota ég til að hreinsa húðina sem
best en síðan nota ég rakamaskann „Cream
Mask“. Hann nærir vel húðina og gerir hana
gljáandi fallega. Fermingarbörnin geta einnig
notað vörur sem eru með engin skaðleg efni í
sér.
Húðin er stærsta líffærið okkar og það sem
þú setur á hana skilar sér margfalt til baka. Því
er mikilvægt að vera meðvitaður um hreinar og
vandaðar snyrtivörur.“
Hver er uppáhaldsrakinn þinn?
„Uppáhaldsrakinn minn er „Soothing“-
maskinn frá Dr. Hauschka en ég blanda honum
daglega í dagkremið „Rose Light“ sem er létt
og gott rakakrem en maskinn gefur mér
fallega áferð og ljóma út daginn. Mikilvægur
partur í húðrútínunni er hreinsun. Til þess að
húðin verði sem fallegust þá
kemur hreinsimjólk og
hreinsikrem sterkt inn. Mild
hreinsun er góður grunnur fyrir
hreint og heilbrigt útlit húðarinnar.
Það sem hefur komið mér einna mest á óvart
er fitulausa húðumhirðan fyrir nóttina. Í stað
þess að hindra eðlilega starfsemi húðarinnar
með því að nota feit krem eftir hreinsun á
kvöldin þá er húðin örvuð með andlitsvatni sem
inniheldur styrkjandi og endurnýjandi kjarna-
seyði úr jurtum, svo er gott að nota nærandi ol-
íulaust næturserum sem hjálpar húðinni að
anda og flýtir þannig fyrir endurnýjun hennar.
Að nota fitulausa umhirðu fyrir nóttina eykur
innra jafnvægi húðarinnar og örvar starfsemi
hennar. Áhrifin koma fram í fögru, geislandi og
heilbrigðu útliti. Til að viðhalda náttúrulegum,
fallegum ljóma húðarinnar er nauðsynlegt að
leyfa henni að anda á næturnar.“
Ef þú ætlar að hafa húð fermingardrengsins
hreina og fallega á fermingardaginn, hvað ger-
ir þú þá?
„Ég myndi ganga úr skugga um að hann að
hann þrifi húð sína vel bæði kvölds og morgna
og setti á sig gott rakakrem. Einnig er hægt að
bæta við brúnkudropum fyrir frísklegri lit.“
Langar að gleðjast með sem flestum
Hvernig ætlið þið að vera klædd á
fermingardaginn?
„Jón Starkaður er mínimalískur þegar kem-
ur að klæðaburði. Á fermingardaginn valdi
hann sér flotta skyrtu og bindi og verður í
snyrtilegum buxum og hvítum flottum striga-
skóm. Hann vildi miklu frekar dýra og flotta
takkaskó fyrir fótboltann enda algjör fótbolta-
gaur. Ég er ekki enn búin að velja mér mitt
dress en það sem er á óskalistanum er kjóll frá
Hildi Yeoman.“
Dagmar Una segir engan á heimilinu kom-
ast hjá því að hugsa um húðina. „Synir mínir
segja oft: Mamma, er eitthvað sem þú átt ekki
krem við?“
Jón Starkaður fermist í Fríkirkjunni og seg-
ir hann fermingarfræðsluna þar skemmti-
lega og lifandi.
„Við tölum um Jesú og trúna
sem er okkur svo kær en ég
og Jón Starkaður erum
mjög náin og hann veit að
hann getur alltaf leitað til
mín með hvað sem. Svo er-
um við líka svo góðir vinir
og tölum um allt milli him-
ins og jarðar og erum bæði
með svipaðan húmor og get-
um því hæglega komið hvort
öðru til að hlæja. Mér þykir það
ótrúlega dýrmætur tími að skipu-
leggja þennan dag með Jóni Starkaði og það
mun skilja eftir fallegar minningar.“
Ætlið þið að bjóða mörgum í veisluna?
„Það fer eftir kórónuveirunni. Eins og stað-
an er í dag er fyrirhugað að hafa bara okkar
nánustu; svo ég tel að það verði góðmennt en
fámennt. Við leyfum okkur þó að dreyma um
að tímabil kórónuveirunnar verði búið og við
getum glaðst með sem flestum.“
„Mamma, er eitthvað
sem þú átt ekki krem við?“
Dagmar Una Ólafsdóttir er að fara að ferma son sinn, Jón Starkarð, í vor og ætlar að nostra við húð sína og
fjölskyldunnar fyrir fermingardaginn. Hún mælir með lífrænum vörum sem fermingarbörnin geta notað líka.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Ljósmynd/Saga Sig
Fermingarveisla Jóns
Starkaðar verður haldin
á Petersen-svítunni.