Morgunblaðið - 12.03.2021, Qupperneq 56
Billi Bi Chelsea.
Kosta 42.995
kr. GS Skór.
Dr Martens. Kosta
46.995 kr. GS
Skór.
Billi Bi. Kosta
44.995 kr. GS
Skór.
Nike V Court Royal.
Kosta 13.990 kr. Útilíf.
M
axime Sauva-
geon er fæddur og
uppalinn í
Frakklandi og
þótt hann
kunni einstaklega vel við
sig á Íslandi þá hefur
hann haft ánægju af því
að færa Íslendingum
meira úrval þegar kemur
að matvöru.
„Ég hef búið í Lyon og
í París nær allt mitt líf,
þar sem ég menntaði mig
í viðskiptum. Ég á íslenska
unnustu sem er ástæða þess
að ég flutti til landsins. Þegar
ég flutti til landsins
stofnaði ég innflutningsfyrir-
tækið Kauptu betur, sem býður
upp á gæðavörur á íslenskum
markaði.“
Maxime segir Ísland einstaklega
fallegt land og er ánægður með að
búa hér. Hann hefur alltaf haft
áhuga á mat enda úr mikilli mat-
arfjölskyldu.
„Móðir mín er frábær kokkur og
bróðir minn er kokkur. Ég ólst upp
í
Ardéche í Suður-Frakklandi þar
sem ég var umkringdur ilmi af
lavender, karamellu og sætum
möndlum sem móðir mín notaði í
baksturinn.
Ég starfaði í átta ár fyrir mat-
vælafyrirtæki í Frakklandi áður en
ég flutti til Íslands, svo matur er
mér ofarlega í huga.
Góður vinur minn er bakari í
Frakklandi og ákvað ég að flytja
makkarónurnar hans til landsins
þegar ég flutti hingað. Þær eru
seldar í Mosfellsbakaríi og í Hag-
kaupum og svo er hægt að panta
þær fyrir veislur í mínu fyrirtæki.“
Kökupíramídar
vinsælir
Maxime segir Íslendinga duglega
að panta stóra skammta af makka-
rónum fyrir fermingarveislur sínar.
„Við lánum kökupíramída sem
hægt er að setja makkarónur á.
Við bjóðum upp á 25 bragðtegundir
og liti af makkarónum, sem gera
einstaklega mikið fyrir veislu-
borðið.
Það er hægt að velja á milli þess
að hafa 60 makkarónur, 112 og 220
á píramídanum.“
Aðspurður um franskar hefðir
þegar kemur að fermingarveislum
þá segir hann vatnsdeigsbolluturna
vinsæla, makkarónur og Dragée;
sykraðar litríkar möndlur, ómiss-
andi á veisluborðið.“
Maxime segir að makkarónur
færi lit og fegurð á veisluborðið og
annaðhvort sé hægt að velja
makkarónur í uppáhaldslit ferming-
arbarnsins, eða velja makkarónur
sem eru bragðtegund sem barnið
kann að meta.
Hann mælir með að hafðar séu
makkarónur sem aðaleftirréttur í
veislum eða til hliðar við aðrar kök-
ur eða jafnvel makkarónur á kökur
til skrauts.
„Ástæðan fyrir því að ég elska
makkarónur er vegna þess að þær
eru fallegar, eilítið stökkar og svo
bráðna þær í munni.“
„Eftirréttur
sem bráðnar
í munni“
Maxime Sauvageon flutti til Íslands fyrir tveimur
árum og hefur síðan þá flutt inn franskar gæða-
vörur. Makkarónurnar sem hann býður upp á eru
vinsælar á veisluborð fermingarbarnsins.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Dulce súkkulaði-
makkarónur.
Makkarónuturnar
eru fallegir á
veisluborðið.
56 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
Skipholti 29b • S. 551 4422
TRAUST
Í 80 ÁR
Dressin fyrir vorveislurnar
Skoðið
laxdal.is
Dr Martens.
Kosta 34.995 kr.
Gallerí Sautján.
Adidas-skór
vegan. Kosta
21.995 kr.
Skór.is.
Timberland.
Kosta 20.990 kr.
Timberland.
Skór fyrir
hana og hann
Fermingarbörn vilja þægi-
lega skó í dag. Þessir skór
eru töff, smart og umfram
allt mjög góðir til að vera í
allan daginn.