Morgunblaðið - 12.03.2021, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 12.03.2021, Qupperneq 62
Ljósmynd/María Rúnarsdóttir Í ár geta trú- og lífsskoðunarfélög haft athafnir fyrir allt að 200 manns. Um veislur gilda þó aðrar reglur. Nú má leyfa 50 einstaklingum að koma saman. Börn fædd eftir 2005 eru undanskilin talningu og einnig ættingjar og vinir sem vitað er að hafi fengið kórónuveiruna. Sam- kvæmt ráðleggingum embættis landlæknis og almannavarna er gott að hafa í huga eftirfarandi atriði: ' Skiptum veislugestum í hópa sem eru innan fjöldatakmarkana og höld- um aðskildar veislur fyrir hópana. ' Látum gesti vita um boðið með góðum fyrirvara svo þeir hafi tækifæri til að fara varlega dagana fyrir boðið. ' Verndum viðkvæma einstaklinga. ' Ef við finnum fyrir einkennum sem bent geta til kórónuveirunnar er mik- ilvægt að vera heima, fara í próf og vera í einangrun þar til niðurstaða liggur fyrir. ' Fylgjumst með þróun faraldursins og takmörkunum og bregðumst við ef þörf krefur. ' Sýnum varúð í ferðalögum milli landshluta. ' Tryggjum nándarmörk og ein- staklingsbundnar smitvarnir. Veislan sjálf ' Höfum handspritt víða aðgengi- legt í veislunni. Gætum vel að sótt- vörnum og höfum handspritt á hlað- borðinu. ' Geymum handabönd, faðmlög og kossa til betri tíma. ' Hugum að loftræstingu og loftum út meðan á boðinu stendur. ' Bjóðum upp á grímur ef gestir kjósa, þvoum hendur og sprittum okkur reglulega. ' Takmörkum sameiginlega snerti- fleti og þrífum þá oft og reglulega. ' Notum grímu og þvoum okkur reglulega um hendur á meðan við útbúum matinn, berum hann fram og göngum frá. ' Takmörkum fjölda fólks þar sem maturinn er útbúinn og gengið er frá eftir matinn. ' Takmörkuð notkun á sameigin- legum áhöldum, svo sem tertuhníf- um, kaffikönnum, mjólkurkönnum og svo framvegis. ' Þvoum allt tau eftir hvert boð, svo sem dúka og tauservíettur. Covid.is Fermingar á veirutímum Mikilvægt er að gæta að einstaklingsbundnum sóttvörnum á fermingardaginn. Eftirfarandi atriði er því mikilvægt að hafa í huga. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Harpa Heimisdóttir sem var til fyrirmyndar fyrir son sinn. J ökull Jónsson fermist hjá Siðmennt 27. mars næst- komandi. Jökull er spenntur fyrir fermingunni og segir að fermingarfræðslan hafi gefið sér meiri færni í lífinu. „Ég hef orðið betri í að leysa vandamál eins og við tókum fyrir í fræðslunni og lært heilan helling á því.“ Jökull ætlar að mæta í athöfnina og láta ferma sig. „Síðan er ég að spila í tveimur athöfnum daginn eftir. Að þeim loknum ætlum við fjöl- skyldan að bruna út á land, gista á góðum stað og fá okkur gott að borða. Ég reikna svo með að bjóða vinunum í veislu við gott tækifæri. Ég ætla að láta þessi veisluhöld duga.“ Jökull Jónsson er í níunda bekk í Haga- skóla og ætlar að fermast hjá Siðmennt núna í vor. Hann á ekki langt að sækja tónlistarhæfileika sína en faðir hans er Jón Ólafsson tónlistarmaður og móðir hans Hildur Vala Einarsdóttir söngkona. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Jökull Jónsson dreymir um að verða tónlistamaður í framtíðinni. Samdi lag fyrir Siðmennt J ón Ólafsson tónlist- armaður segir það hafa verið auðvelt og skemmti- legt að fylgja Jökli eftir í fermingarfræðslunni og fræðslan sé alltaf skemmtileg lífs- reynsla fyrir börnin okkar. „Ætli aðalstuðningurinn við Jökul hafi ekki verið að skutla honum í fræðslutímana hjá Sið- mennt. Mér finnst ferm- ingarfræðslan hjá þeim hafa vakið hann til umhugs- unar um lífið og tilveruna, sem er alltaf mjög gott fyrir krakka á þessum aldri. Í raun hefur Jökull alltaf verið að velta upp hlutum um lífið og tilveruna; „Mesti stuðningurinn að skutla í fermingarfræðsluna“ Jón Ólafsson tónlistarmaður á soninn Jökul sem mun fermast hjá Siðmennt á þessu ári. Jón segir syninum líða vel að koma fram og hugsanlega sé það eitthvað sem liggur í genum hans. Elínrós Líndal elinros@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Jón Ólafsson tón- listarmaður er að ferma á þessu ári. 62 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS VAGABOND PAUL 19.995.- / 3 LITIR VAGABOND ZOE 19.995.- / 2 LITIR S K Ó V E R S L U N STEINAR WAAGE FALLEGIR SKÓR FYRIR FERMINGUNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.