Morgunblaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 72
72 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 Skartgripur með táknræna merkingu, seldur til styrktar blindum og sjónskertum á Íslandi. Íslenskt handverk. Fæst um land allt. Þríkrossinn Stuðningur til sjálfstæðis S offía Eydís á tvö börn með eig- inmanni sínum Bergþóri Júlíussyni sem kallaður er Beggi. Tvíburar þeirra, Björgvin og Sóldís Marja, fermdust 30. ágúst í fyrra. „Tvíburarnir Björgvin og Sóldís Marja eru mikil kraftaverkabörn, þau fæddust tæpar fjór- ar og fimm merkur hinn 27. júlí 2006, löngu fyr- ir tímann. Það tók okkur mörg ár að komast á þann stað að eignast þau. Það tók í raun tíu ár með aðstoð frábærs heilbrigðisstarfsfólks sem átti sinn þátt í að búa þau til, hjálpa mér að ganga með þau og vaka svo yfir þeim á vöku- deildinni. Það var því nokkuð meðvituð ákvörðun að ég ætlaði sko að tjalda öllu til þegar kæmi að ferm- ingunni þeirra. Þetta átti að vera ferming-in enda þyrfti ég bara að gera þetta einu sinni! Ég ætlaði sko að leggja mig alla fram og þetta átti að verða glæsileg fermingarveisla fyrir „ljónin“ eins og þau eru stundum kölluð. Gerði ráð fyrir tvöföldum kostnaði í eina veislu „Ég gerði ráð fyrir tvöföldum kostnaði í eina veislu. Fylgdist nokkuð vel með straumum og stefnum í gegnum hóp um fermingar á Face- book og studdist við reynslu systra minna og vinkvenna. Ég hugsaði með mér þegar ég sá eitthvað sniðugt: já, ég ætla gera eitthvað svona. Ég hugsaði mikið og byggði upp þó nokkrar væntingar. Systir mín á líka tvíbura og er tvíburi sjálf og því fannst okkur stórsniðugt að slá saman veisl- unum og vera með eina stóra veislu. Í raun fjór- falda fermingarveislu fyrir þessi tvíburapör. Beggi er lærður kokkur og hafði oftsinnis eldað í fermingarveislum en hann ákvað að hann ætlaði að fá að njóta þess að vera í gest- gjafahlutverkinu án þess að hafa áhyggjur af matnum. Þannig að fram undan var risaveisla, með aðkeyptum mat og átti að halda í glæsi- legum sal sem ég hafði aðgang að í gegnum vinnuna mína. Þau áttu að fermast helgina fyrir pálmasunnudag og undirbúningurinn gekk vel þarna í janúar, að minnsta kosti í höfðinu á mér.“ Soffía Eydís segir það hafa verið aðeins öðru- vísi ferli að fara af stað með allar áætlanir. „Ég sá að það fór ótrúlega mikill tími í þetta. Til dæmis þurfti ég að marghugsa það hvernig við myndum nú útfæra gestabækur fyrir fjögur ferm- ingarbörn og ég sá að ég hafði eig- inlega engan tíma í allt umstangið. Það var brjálað að gera í vinnunni og ég stefndi í einhverja andlega örmögnun við það eitt að hugsa um allt sem ég ætti eftir að gera, ákveða, stússa og kaupa. Svo fóru að berast fréttir af þessum faraldri og á örfáum dögum voru boðskortin í veisluna – sem ég hafði loksins haft tíma til þess að koma út – orð- in úrelt og ég vansvefta af áhyggjum yfir því hvort maður ætti að bjóða í veislu eða ekki og stofna ættingjum og vinum í hættu.“ Léttir þegar fermingunni var frestað Hún segir það hafa verið ákveðinn létti þegar fermingunni var frestað. „Þá tók við óvissutímabil, hvaða fermingar- tími seinna um sumarið myndi henta okkur systrum og hvort blessuð veiran yrði þá til friðs. Á endanum gekk það ekki upp að vera með sameiginlega veislu en ég var ekkert búin að gefa það upp á bátinn að vera með veisluna í salnum því ég satt að segja nennti ekki að setja heimilið á hliðina. Það hafði eiginlega aldrei komið til greina að hafa veisluna heima. Farsóttarþreytan var á háu stigi þarna um vorið, vinnan búin að vera nokkuð krefjandi því sem stjórnandi var ég með áhyggjur af starfs- fólkinu og verkefnunum, áhyggjur af veirunni og svo var þessi fermingarveisla að verða að föstum kvíðahnút í maganum á mér en það átti sko bara ekkert að vera þannig! Fermingar- veisla ársins, manstu! Ég staðfesti nýju dag- setninguna við prestinn, tók frá salinn aftur, talaði við listakokkinn hann Garðar Hall í vinnunni minni og bað hann að elda matinn með þeim fyrirvara að ég vissi ekkert hversu margir yrðu í veislunni og skilaði sparifötum Björgvins því þau voru bara orðin of lítil og fékk inneignarnótu. Sóldís Marja stækkaði ekki svo mikið þannig að fallegi kjóllinn hennar passaði áfram, en í staðinn kom hringl með hárgreiðsluna og ferm- ingardagana. Ég uppgötvaði að það er ekkert sjálfsagt að fá tíma í fermingargreiðslu ef mað- ur er ekki nógu snemma í að panta svoleiðis.“ Nær ómögulegt að gera áætlanir Þegar leið á sumarið segir hún að það eina sem hægt var að gera hafi verið að ýta hlut- unum á undan sér. „Það var erfitt að plana nokkuð og panta eitt- hvað þegar maður var ekkert viss um það hvort það yrði af fermingu og hver einasti fréttatími í ágúst olli mér kvíða eða vakti spurningar.“ Soffía Eydís átti nokkrar samræður við börn- in þar sem alls konar sviðsmyndir voru ræddar og mismunandi útgáfur af veislu voru krufnar í þaula. „Krakkarnir voru orðin hundleið á okkur, mér þó sérstaklega, og ranghvolfdu bara aug- unum. Þau voru samt ótrúlega róleg yfir þessu öllu – enda mikið búið að ganga á hjá þeim í skólahaldi, alls konar viðburðum slegið á frest, meðal annars risastóru alþjóðlegu skátamóti í Póllandi og öðrum minni viðburðum. Ferm- ingin var alls ekkert það eina sem gjörbreyttist. Þau ypptu bara öxlum og voru ekkert að æsa sig yfir þessu. Svo var ekki hægt að bíða lengur. Það varð að hefja undirbúning á ný ef ske kynni að það yrði nú af fermingunni, þá væri nú eins gott að vera tilbúin. En daginn eftir að ég sendi út nýtt facebook-invite tilkynnti sóttvarnalæknir nýjar takmarkanir. Ég andaðist næstum því við að fylgjast með þeim blaðamannafundi. Ég trúði þessu ekki.“ Þá tók óvissan við Hún segir að þá hafi tekið við plan C eða D. „Ég man það ekki. Eftir nokkrar andvöku- nætur var ég eflaust orðin óttaleg taugahrúga. Átti ég að fresta veislunni og ferma börnin og fara bara út að borða? Eða vera með tvískipta veislu? Allir með grímu og hanska? Ég hring- snerist bara um sjálfa mig og heilann í mér. En svo fékk ég hugljómun um miðja nótt. Af hverju væri ég að velta mér upp úr einhverju sem svo skipti bara ekki máli? Það sem hlyti að vera markmiðið væri að börnin myndu fermast og vera sátt með daginn sinn, ekki hvað ég myndi nú brillera í veisluundirbúningi. Ég fór í allt annan gír eftir þessa uppgötvun. Spurði krakkana reyndar enn einu sinni en núna setti Sigraði í mjög krefjandi þraut! Litlu augnablikin í lífinu skipta oft mestu máli. Soffía Eydís Björgvinsdóttir, sem stýrir skatta- og lögfræðiþjón- ustu hjá KPMG Law, var nýbúin að bjóða gestum öðru sinni í veislu þegar sóttvarnalæknir tilkynnti nýjar takmarkanir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er áhrifavaldur í lífi fjölskyldunnar því hann var einn af þeim sem vöktu yfir börnunum á vöku- deild á sínum tíma. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Heida HB ljósmyndari er vinkona fjölskyldunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.