Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 77

Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 77
FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 MORGUNBLAÐIÐ 77 Eyravegi 29 • Selfossi • Sími 482 1800 dömufatnaður Bjóðum fatnað í stærðum 36-54Glæsilegur tiskuverslun.is Netverslun okkar er M arkmið Vaivu Strau- kaité í starfi er að blanda grafískri hönn- un, listritun og hand- gerðri sköpun til að búa til einstaka upplifun. Hún gerir fermingarkerti sem eru viðbót við nú- tímalegt veisluborð. „Eftir útskrift úr myndlistarskóla á Akureyri vann ég á auglýsingastofu í tvö ár. Ég var alltaf mjög skapandi og vildi leggja mig meira fram í sköp- un, hafði mikla ástríðu fyrir að læra eitthvað nýtt, hafa þekkingu á við- skiptaheiminum og langaði að prufa að vinna sjálfstætt. Áhugi á skrautrit- un og leturgerðum leiddi mig á ýmis námskeið, bæði hérlendis og í Banda- ríkjunum, þar sem ég féll algjörlega fyrir nútímalegri skrautritun (e. mod- ern calligraphy).“ Nútímaleg skrautritun heillar Á heimasíðunni hennar er hægt að panta sérmerkt kerti, gestabækur, boðskort, borðmerkingar og ýmislegt annað fyrir skírn, fermingu og brúð- kaup. Einnig er hægt að fá tækifær- iskort, gjafapappír, taupoka eða sér- valda gæðapenna fyrir nútímalega skrautritun og teikningar. Það kom henni sérstaklega á óvart hvað mikill áhugi er á skrautritun í landinu. „Það var þörf á markaðnum fyrir nýjungar og ákvað ég því að uppfæra hið klass- íska í eitthvað nútímalegt.“ Vaiva segir fólk leggja mikið upp úr upp- lifun gesta og fjölskyldunnar í ferm- ingarveislunni. „Kertin, kökurnar og skreytingarnar gera veisluborðið svo rómantískt og fallegt. Ég mæli með að hafa einfaldleika og ferskleika í veislum fyrir unga fólkið og leyfa litlu hlutunum að njóta sín. Það er fallegt að hafa skilti sem segja: Velkomin. Falleg, einföld kertamerking ásamt gestabók með skrautritun er orðin hluti af hefðinni.“ Grafíski hönnuðurinn Vaiva Straukaité, eigandi Studio Vast, hefur alltaf haft áhuga á hönnun og skrautritun. Hún gerir nú- tímaleg fermingarkerti á veisluborð landsmanna. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ljósmyndir/Aðsent Fermingarkertin gera mikið fyrir veisluborðið Vaiva Straukaite hannar falleg fermingarkerti á veisluborðið. Það er að ýmsu að huga fyrir fermingardaginn. Fermingarkerti eftir Vaivu eru stíl- hrein og smart.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.