Fréttablaðið - 08.09.2021, Síða 17
Það eru svo ótrú-
lega margir þættir
sem hafa áhrif á heils-
una. Það er vinnan, hvar
við búum, menntun og
samskipti við aðra. Allt í
lífinu hefur áhrif.
Erla Guðmundsdóttir
íþróttafræðingur hefur alla
tíð stundað hreyfingu og
hugsað um heilsuna. Hún fór
þó að finna fyrir heilsuleysi
þegar hún starfaði sem flug-
freyja sem varð til þess að
hún lærði heilsumarkþjálfun
og féll fyrir faginu.
sandragudrun@frettabladid.is
Erla var mikið í íþróttum sem barn
og unglingur og lærði íþróttfræði á
Laugarvatni og lauk námi í íþrótta
vísindum og þjálfun frá Háskól
anum í Reykjavík.
„Ég hef alltaf haft áhuga á
íþróttum og hugsað um heilsuna á
vissan hátt. Það var ekki fyrr en ég
var búin að vinna sem flugfreyja í
fimm ár sem ég fann í fyrsta sinn á
ævinni fyrir heilsuleysi,“ segir Erla.
„Ég var síþreytt en það var samt
ekki fyrr en eftir langan tíma í
starfi sem ég áttaði mig á hvað var
að. Það var engin rútína, óreglu
legur vinnutími þar sem ég vann
stundum á nóttunni, stundum á
morgnana og stundum á daginn
og ég var að borða á öllum tímum
sólarhringsins. Ég var þess vegna
byrjuð að líta í aðrar áttir og farin
að hugsa um að byrja að vinna
aftur sem íþróttakennari.“
Erla frétti síðan af flugfreyju sem
hafði lært heilsumarkþjálfun og
ákvað að láta slag standa og skráði
sig í námið.
„Þetta var eins árs nám og ég
algjörlega féll fyrir þessu. Svo vatt
þetta upp á sig og ég er farin að
halda fyrirlestra og get líka nýtt
mér þessa markþjálfun í kennslu
og bara í lífinu sjálfu,“ segir Erla
sem kennir íþróttir í MH samhliða
markþjálfuninni.
Erla útskýrir að heilsumark
þjálfun gangi út á að einblína
á alla heilsuþætti. Ekki bara
mataræði, hreyfingu og svefn.
„Það eru svo ótrúlega margir
þættir sem hafa áhrif á heilsuna.
Það er vinnan, hvar við búum,
menntun og samskipti við aðra.
Allt í lífinu hefur áhrif,“ segir hún.
Hún segir mikilvægt að koma
því til skila til unglinga sérstak
lega að heilsa er ekki útlit. Einhver
sem þau sjá á samfélagsmiðlum
lítur kannski rosa hraustur út, en
við vitum ekkert hvort hann er við
góða heilsu.
„Heilsa er líka andleg og félags
leg. Ef fólk er í einhverjum rosa
öfgum til að líta hraust út þá er
kannski félagslega og andlega
heilsan í vaskinum af því það
setur sér svo strangar reglur. Það er
mikilvægt að finna jafnvægi á milli
allra þátta heilsunnar.“
Vinnur með hænuskref
Grunnur markþjálfunar að sögn
Erlu er að spyrja djúpra góðra
spurninga og reyna að fá viðkom
andi til að koma með svarið sjálf.
„Maður veit svarið nefnilega oft
best sjálfur. Ef einhver segir þér að
gera eitthvað þá er ekki víst að þú
gerir það. En ef þú ákveður að gera
eitthvað sjálf þá er líklegra að þú
standir við það,“ segir hún.
„Þetta er ekki beint ráðgjöf
heldur þjálfun. Ég kem auðvitað
oft með ráðleggingar um hvað fólk
getur gert til að bæta heilsuna því
fólk hefur kannski ekki þekking
una. En þau átta sig kannski á því
sjálf að það er svefninn sem þarf að
taka í gegn, eða eitthvað annað, og
ég ráðlegg þá út frá því.“
Erla heldur úti bloggi á síðunni
heilsuerla.is þar sem hún skrifar
heilsupistla og ræðir við fólk um
ýmislegt heilsutengt. Á Instagram
síðu hennar heilsuerla_heilsu
markþjálfun er einnig að finna
ýmsan fróðleik um heilsu, mark
miðasetningu og fleira.
„Ég hef nýtt það sem ég hef lært í
mínu lífi. Ég vinn með hænuskref,
að taka einn dag í einu, eitt skref
í einu og breyta bara einni venju í
einu en ekki umturna öllu lífinu á
einum degi. Það er aldrei vænlegt
til árangurs. Ég brenn fyrir að sýna
fólki að það þarf ekki öfga. Mér
finnst samfélagið ganga svo mikið
út á öfga í báðar áttir, það er annað
hvort allt eða ekkert. En rann
sóknir hafa sýnt að það eina sem
virkar er að vera með góðan lífsstíl
og breyta venjum sínum smám
saman til góðs,“ segir hún.
„Þannig ertu heilbrigð alla
ævina. Það þarf að horfa til fram
tíðar og hugsa að ákvörðum sem
þú tekur í dag, hún hefur ekki
bara áhrif á morgun heldur alla
ævi. Mig langar til dæmis að verða
hraust gamalmenni. Það er mitt
mottó, mig langar að geta staðið á
höndum þegar ég verð níræð.“ n
Langar að standa á höndum þegar hún er níræð
Erla leggur áherslu á að útlitið segir ekki til um heilsu fólks. MYND/AÐSEND
Gunnlaugur Helgi Gunn-
laugsson hefur tekið inn
Íslensk fjallagrös frá ICE-
HERBS nánast daglega
frá árinu 2014. Hann segir
áhrifin hafa komið sér á
óvart, enda prófaði hann
fjallagrösin fyrst hálfpartinn
af rælni.
„Ég byrjaði að kynna mér fæðu
bótarefnin frá ICEHERBS þegar ég
rakst á gamlan félaga úr hand
boltanum 2014. Ég spilaði lengi vel
handbolta á mínum yngri árum og
var þá markmaður hjá Haukum og
síðar FH. Við tókum að spjalla og
ég spurði hvað hann væri að garfa
í dag. Hann sagðist vinna að því
að koma fyrirtækinu ICEHERBS af
stað. Mig langaði auðvitað að styðja
hann í þessu framtaki og byrjaði að
taka Íslensk fjallagrös, sem þá voru
kölluð Flóra. Einnig prófaði ég að
taka inn Meiri orku sem inniheldur
fjallagrös og burnirót.
Ég las mér svo sem ekki mikið
til um hvað þetta ætti að gera fyrir
mig og því kom það mér nokkuð á
óvart að eftir að ég byrjaði reglu
lega að taka þetta inn, þá hafa
hægðirnar hjá mér bara verið eins
og klukka. Ég tek hvort tveggja
inn á morgnana svona á virkum
dögum og þegar ég man eftir því,
og um hálftíma síðar fer ég á sal
ernið bara eins og eftir klukku. Þá
er ég orðinn tilbúinn í daginn.“
Gunnlaugur starfar sem dúkari.
„Sjálfur er ég ekkert feiminn við
að þurfa á klósettið í vinnunni,
en ég þekki marga sem finnst það
óþægilegt og jafnvel ómögulegt að
hafa hægðir á vinnustaðnum. Ég sé
alveg fyrir mér að fjallagrösin geti
gagnast því fólki sérstaklega vel.
Tengdamamma mín, sem er 86 ára,
tekur líka inn fjallagrös og segir
þetta allt annað líf, eftir að hún
bætti þeim við mataræðið.
Sjálfur er ég jafnaðarmaður í öllu
sem ég geri, hvort sem það er hreyf
ing eða inntaka bætiefna. Þetta
tvennt, Fjallagrös og Meiri orka,
hef ég fundið að gerir mér gott og
það nægir mér. Svo er það mikill
bónus að vita til þess að þetta sé
fyrsta flokks íslensk framleiðsla
þar sem hreinar náttúruafurðir eru
í fyrirrúmi,“ segir Gunnlaugur.
Fjallagrös: leyndardómsfullt
undraefni náttúrunnar
Fjallagrös eru afar sérstakt
fyrirbæri. Þetta er hvorki jurt né
sveppur heldur samlífi þörunga
og sveppa, sem nefnist flétta.
Fléttur eru eitt elsta líffyrirbæri
jarðar og vaxa á steinum og utan
á trjáberki. Fjallagrös eru rík af
trefjum og steinefnum, einkum
járni og kalsíum. Þá bera þau í sér
fléttuefni sem hindra óæskilegar
bakteríur.
Íslensk fjallagrös frá ICE
HERBS eru ætluð fyrir magaflóru
líkamans og stuðla að heilbrigðri
meltingu með náttúrulegum hætti.
Fjallagrös ICEHERBS eru tínd
víða um land, í kjölfarið eru þau
þurrkuð og mulin til neyslu.
Fjallagrös eru þekkt lækningar
jurt og hafa ýmsa góða eiginleika
sem nýtast vel til að bæta líðan.
Öldum saman hafa þau verið
notuð til lækninga á Íslandi. Víða
annars staðar í heimininum hafa
þau um aldir einnig verið nýtt til
lækninga, þá sérstaklega vegna
óþæginda í öndunarfærum og
meltingartruflana. Fjallagrös
innihalda leysanlegar trefjar, sem
mynda mýkjandi himnu á slímhúð
í meltingarvegi sem bætir melt
inguna. Þá eru þau einnig talin
hafa mýkjandi og græðandi áhrif á
slímhúð í öndunarfærum.
Rannsóknir sem gerðar hafa
verið á fjallagrösum benda til að
efni í þeim styrki ónæmiskerfið.
Þá hafa rannsóknir einnig sýnt
fram á að í þeim séu efni sem virka
rotverjandi, hindra bakteríuvöxt,
eru mýkjandi fyrir háls, mýkjandi
fyrir hægðir og bæta meltingu, allt í
samræmi við gamla trú og notkun.
Fjallagrös hafa að auki reynst vel
þeim sem vilja draga úr bjúg.
Hrein náttúruafurð
Markmið ICEHERBS er að nýta
náttúruauðlindir sem tengjast
íslenskri hefð og sögu og vinna í
hreina neytendavæna vöru fyrir
viðskiptavini. Við hjá ICEHERBS
leggjum áherslu á að framleiða
hrein og náttúruleg bætiefni
sem byggja á sjálfbærri nýtingu
náttúruauðlinda. Við viljum að
vörurnar okkar nýtist viðskipta
vinum okkar, að virkni skili sér í
réttum blöndum og að eiginleikar
efnanna viðhaldi sér að fullu. Þá
notum við enn fremur engin óþörf
fylliefni. n
ICEHERBS fæst í öllum betri mat-
vöruverslunum, apótekum og
heilsuvöruverslunum og í nýrri
vefverslun iceherbs.is.
Fjallagrösin koma meltingunni í enn betra form
Fjallagrös hafa verið notuð frá örófi
alda við meltingarvandamálum.
Gunnlaugur hefur tekið inn fjallagrös frá árinu 2014 og finnur mikinn mun á meltingunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
ALLT kynningarblað 3MIÐVIKUDAGUR 8. september 2021